Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 5 7 Sumarlína Margrét Krist- jánsdóttir fæddist í Bolungarvík 27. mars 1915. Hún lést í Landspítalanum 22. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jóhami Sig- urðsson, f. 7.10. 1892 í Miðhúsum í Reykjaíjarðar- hreppi, ís., d. 27.11. 1915, og Una Guðbrandsdóttir, f. 20.10. 1877 í Kol- beinsvík, Árneshreppi, Strand., d. 16.6. 1915. Margrét giftist 20. júní 1944 Jóni Jósteini Guð- mundssyni, ^ f. 3.1. 1911, frá Byrgisvík, Ámeshreppi, Strand., d. 8.2. 1986. Böm þeirra em: 1) Svanlaug Una Jóhanna, f. 27.11. Stuðlaberg norðurstranda stendur örugglega enn á gömlum merg, en að Margréti Kristjáns- dóttur genginni er jafn örugglega stórt skarð höggvið í það stuðla- berg. Það er engum ofsögum sagt að þessi kona stóð uppi sem stuðla- berg og kiknaði hvergi, þrátt fyiár ýmislegt mótlæti sem henni mætti á lífsins leið. Nokkurra vikna gömul missti hún móður sína. Enginn fékkst til að fara frá Bolungarvík til ísa- fjarðar eftir lækni, né leysa fóður- inn unga af í skipsrúmi. Og hver gat hætt því að missa vinnuna með fjölskyldu á framfæri? Svona var tíðin þá, þótt við sem yngri erum skiljum það naumast. Frá Bolungamk lá leiðin til Skálavíkur. Þar bað Kristján faðir Margrétar móður sína að sjá um, ef hans nyti ekki við, að dóttirin lenti ekki á hreppnum, honum byði svo við að ekki yrði langt á milli þeirra hjóna. Svo varð. Um haustið drukknuðu faðir hennar og afi. Níu mánaða gömul átti hún engan að nema Rósu ömmu sína. Rósa gerði hvað hún gat og ól önn fyrir barna- barni sínu. Leiðin lá til Skálavíkur í Djúpi, til Kristjáns og Guðbjarg- ar. Eitt sinn, er sjómenn komu úr róðri, vantaði kalt vatn til að gefa þeim þyrstum. Margrét hljóp af stað og sótti vatn. Þegar hún kom í hlað, heyrði hún að oddviti sveitar- innar spurði Kristján hvort hann vildi ekld fá greitt fyiár framfærslu hennar. Hann leit til hennar og svarið var nei, hún hafði unnið fyr- ir mat sínum um veturinn. Hafði hún þá ekki stækkað upp úr fötun- um um veturinn? Jú, en Rósa hafði séð henni fyrir klæðum. Þakklætið skein úr augum ungu telpunnar, hún fór ekki á sveitina. Frá Svansvík lá leiðin til Reykjavíkur, til Rósu ömmu. Þar var dvölin ekki löng. Þegar Rósa féll frá lá leiðin aftur vestur. Ein var hún send sjóleiðina, nú til Hólmavíkur og vissi ekki hvort einhver eða hver tæki á móti henni. Þar dvaldi hún á ýmsum stöðum, um lengri eða skemmri tíma, lengst þó í Veiðileysu. Frá Veiðileysu er ekki langt til Byrgisvíkur. Þar kynntist hún manni sínum, Jóni Jósteini og hófu þau þar senn búskap. Síðar flutt- ust þau í Hveravík á Selströnd og þaðan að Kleifum í Kaldbaksvík og loks suður með sjó, í Sandgerði. Þau eignuðust 15 börn, sem öll komust upp, utan Guðmundur, sem lést á fyrsta ári og Kristján, sem fórst af slysförum á 17. ári. Það gefur augaleið, að oft hefur verið erfitt að sjá fyrir svo stóru heimili, og þar hefur hlutverk húsmóðurinnar ekki verið síst. Það 1930, d. 1.10. 1979. 2) Páll Kristberg, f. 9.12. 1932. 3) Lára, f. 20.8. 1934. 4) Sigríður Guð- mundína, f. 2.10. 1935. 5) Krislján, f. 21.10. 1936, d. 13.2. 1953. 6) Fanney, f. 18.5. 1939. 7) Rósa, f. 11.1. 1942. 8) Guð- mundur, f. 10.3. 1943, d. 22.9. 1943. 9) Sigrún Guð- munda, f. 12.7.1944. 10) Elsa, f. 10.5. 1946. 11) Sóley, f. 24.9. 1949. 12) Guðrún, f. 29.12. 1952. 13) Kristrn, f. 26.10. 1954. 14) Lilja, f. 10.2. 1959. 15) Guð- mundur Reynir, f. 26.4.1960. títför Margrétar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. eru forréttindi að hafa átt tengdamóður eins og Margréti. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Pétursson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Mig langar með örfáum orðum, þó orð séu alltaf fátækleg á stund- um sem þessum, til að minnast elskulegrar ömmu minnar. A skilnaðarstundum koma fram í hugann minningar sem eru þeim sem eftir verða mikils virði og at- vik sem dags daglega eru ekki of- arlega í huganum birtast nú ljóslif- andi fyrir hugarsjónum mínum. Hún amma mín var mikil kona og öðlingur heim að sækja. Hús henn- ar stóð öllum opið og það var alltaf jafn gott að dvelja á heimili hennar því hlýjan og kærleikurinn sem hún umvafði sína stóru fjölskyldu var nánast áþreifanlegur í návist hennar. Þó kannski megi segja að ferðirnar „suður eftir“ hafi ekki verið of margar seinni árin minnist ég hverrar einustu með mikilli gleði. Sem lítil stelpa hafði ég mikla gleði af því að sitja inni hjá afa og ömmu þar sem þau sátu og annað prjónaði á meðan hitt las upphátt úr bók. Jafnvel þó um væri að ræða skáldsögur sem ég sjálf var ekki farin að kjósa til lesturs á þessum tíma og skilningur minn á innihaldinu kannski takmarkaður, naut ég þess að sitja og hlusta á það sögubrot sem lesið var hverju sinni. Hún amma mín var trúrækin kona og þann arf skilur hún eftir sig hjá mér sem og öðrum ömmu- börnum sínum í formi barnabæna. Margar eru þær bænirnar sem ég lærði af ömmu á unga aldri og ég hef alltaf hugsað til hennar með þakklæti þegar ég hef setið og farið með þessar sömu bænir með þeim börnum sem ég hef starfað með nú á seinni árum. A sumrin var yndislegt að ganga með ömmu um garðinn hennar, sem var stolt hennar og gleði. Það er víst óhætt að segja að grænni fingur finnist varla. Og á hverju vori var farin ferð til Hveragerðis til að ná í fleiri blóm sem bættu enn frekar á litagleðina og fegurðina umhverfis húsið hennar ömmu. Amma afrekaði mikið á sinni löngu ævi. Það er mér sífellt undr- unarefni hvernig henni tókst að ala fimmtán börn, halda utan um stórt heimilið og vinna öll þau störf önn- ur sem erfitt líf sveitakonu krafðist á sínum tíma og jafnframt halda sinni dillandi lífsgleði og óþreytandi starfsánægju. En seinni árin var orka ömmu farin að dvína - og skyldi engan undra eftir jafn vinnusama og viðburðaríka ævi. Það er alltaf erfitt að kveðja en ég er þakklát fyrir öll árin sem ég hef fengið að njóta samvista við elskulega ömmu mína og bið nú algóðan Guð um að halda verndarhendi sinni yfir henni. Minning hennar lifir i hjarta mínu um ókomna tíð. Hulda. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fjTÍrgaf þér. Hún ávallt er vöm þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Pú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og þér helgaði sitt líf. (Omar Ragnarsson) í dag kveð ég elsku ömmu mína sem lést á Landspítalanum 22. október síðastliðinn. Alltaf er það svo að það kemur manni í opna skjöldu þegar andlát ástkærs ætt- ingja ber að höndum og erfitt er að sætta sig við að þú, elsku amma, sért farin frá okkur. En við eigum minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Amma var einstök kona. Hún unni og hjálpaði öllum, hún vildi öllum vel og gleymdi engum. Hjá henni var alltaf stutt í hláturinn og aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði um nokkum mann. Eg fæddist í húsinu hjá ömmu og afa í Sandgerði og þar átti ég margar ánægjustundir. í hveiri heimsókn valdi ég mér bók til að fá lánaða með mér heim og alltaf var það jafn sjálfsagt. í þeirra húsum var alltaf tekið á móti mér opnum örmum, hlýjum orðum og kræs- ingum á borðum. Aldrei fór ég heim án þess að taka með mér kleinur og jafnvel harðfisk því ömmu var mjög í mun að enginn færi svangur frá henni. Amma var iðin við prjónaskap- inn og gaf jafnharðan þau stykki sem urðu til í höndum hennar. Ör- lát var hún og gaf ekki bara þeim sem hún þekkti. Til skamms tíma bjó ég erlendis og þá prjónaði hún reiðinnar býsn af vettlingum og sendi mér til að gefa börnunum í kringum mig. Svo mikið sendi hún mér að ég gat leyft mér að halda nokkmm pöram eftir og þau mun ég varðveita til seinni tíma. Ég bið góðan guð að halda vemdarhendi sinni yfir ömmu og þakka henni fyrir allar góðu stund- irnar sem ég átti með henni. Elsku Fanney, kærar þakkir fyrir að gera ömmu kleift að búa heima. Eg veit að hún mat það mikils og gladdist mjög yfir að þurfa ekki að fara á elliheimili. Oddný Guðrún. Okkur langar í örfáum orðum til að kveðja ástkæra ömmu okkar sem var svo hógvær og lítillát en gaf þó svo mikið. Elsku amma, það var mikið áfall að frétta að þú værir farin frá okk- ur. Jafnvel þó þú værir komin á þennan aldur og að við þessu hefði mátt búast er erfitt að hugsa sér lífið án þín. En nú ertu búin að fá hvfldina miklu, sem þú varst ef- laust farin að þrá. Okkur era minnisstæðar þær stundir sem við áttum saman á Suðurgötunni. Mik- il bókakona varst þú og mikinn fróðleik hjá þér að finna. Þær eru ófáar sögurnar sem þú sagðir okk- ur frá bernsku þinni og er óhætt að segja að þær hafi kennt okkur sem yngri erum að meta meira það sem við búum við í dag og gert okkur að betri manneskjum. Það var yndislegt að sjá hvernig þú lékst við Fanneyju Svanborgu og hlátur ykkar hljómaði um allt húsið. Og eftir að sonur okkar fæddist síðla sumars umvafðir þú hann sama kærleik og öll hin ömmubörnin þín. Til þín gátum við alltaf leitað ráða þegar eitthvað bjátaði á og aldrei brást þú okkur. Við viljum þakka fyrir öll góðu ráðin og þær stundir sem við áttum saman. Það skarð sem höggvið hefur verið er mikið. En huggun okkar allra, sem áttum þig að, er hin góða minning sem þú skilur eftir í hjörtum okk- ar. Guð blessi þig. Guðný, Ivar og börn. Elsku amma okkar er dáin og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var alltaf svo hress, og urðum við aldrei vitni að því að hún væri í fýlu eða vondu skapi. Amma var alltaf að segja okkur sögur, lesa fyirir okkur og sýna okkur myndir og höfðum við öll gaman af. Eftirminnilegast er þegar hún las Glókoll og gat hún lesið hana svo oft og aldrei fengum við leið á henni og með þeirri sögu kenndi hún okkur margfóldunartöfluna og eins þegar hún sagði okkur frá uppvaxtarárum sínum og alltaf þegar komið var heim úr skólanum eða þegar við komum í heimsókn var amma alltaf með kökur og mjólk handa svöngum og þreytt- um börnum. Við getum endalaust haldið áfram að rifja upp minningar og munum við geyma þær að eilífu í hugum og hjörtum okkar. Elsku amma, takk fyrir að hafa verið svo góð við okkur og leiðbeint okkur eins og þú gerðir. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en við vitum að þú ert hjá afa og hefur það gott hjá hon- um. Hvfl í friði. Blessuð sé minning þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Jóna Petra, Magnús Þór, Hólmfríður Osk og EUen Dana. Stofnað 1990 Sími: 567 9110 & 893 8638 - www.utfarir.is utfarir@itn.is Hvít kista kr. 39.500 Furukista vistvæn kr. 52.500 Eikarkista kr. 60.000 Eikarkista kr. 78.000 Viðarkista með bastáferð kr. 78.000 SUMARLINA MARGRÉT KRIS TJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.