Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ TEITUR BJÖRNSSON + Teitur Björns- son var fæddur á Hallbjarnarstöð- um í Reykjadal í S- Þingeyjarsýslu 14. október 1915. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. októ- ber síðastliðinn; banamein hans var krabbamein. For- eldrar hans voru hjónin Elín Tómas- dóttir frá Stafni, f. 2.10. 1880, d. 17.9. 1953, og Björn Sig- tryggsson frá Hallbjamarstöð- um, f. 9.5. 1889, d. 28.3. 1956. Þau Elín og Björn bjuggu á Brún nær allan sinn búskap og eignuðust sex börn, af þeim var Teitur elstur; þá kom Ingvar, f. 30.1. 1917, d. 21.2. 1949; síðan Helga, f. 27.2. 1919, d. 23.2. 1935; næstur var Hróar f. 14.10. 1920, d. 25.6. 1991; þá Svafar, f. 24.11. 1922, d. 26.8. 1954; og yngstur var Gestur, f. 18.4. 1924, d. 7.4. 1995. Teitur kvæntist 29. júní 1940 Elínu Aradóttur, f. 3. nóvem- ber 1918, og lifir hún mann sinn. Foreldrar hennar vora Ari Bjarnason, bóndi á Grýtu- bakka í Höfðahverfi, og kona hans Sigríður Árnadóttir. Börn Teits og Elínar eru sex: 1) Björn, f. 11.10. 1941, skóla- meistari, ísaflrði, maki Anna G. Thorarensen. 2) Ari, f. 13.3. 1943, ráðunautur og formaður Bændasamtakanna, Hrisum, Reykjadal, maki Elín Magnús- dóttir, þau eiga þijú börn, Elínu, Magnús og Teit. 3) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eg- gert Hauksson, þau eiga þijú börn, Elínu, Hauk og Láru Bryndísi. 4) Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi, Brún, maki Sigurlaug Laufey Svavars- dóttir, þau eiga einn son, Teit; 5) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubóndi, Högnastöðum í Hrunamanna- hreppi, maki Jón Hermanns- son, þau eiga þijár dætur, Katrínu, Eiínu Unu og Eddu; 6) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akureyri, maki Helen Margar- et f. Barrett, þau eiga tvö börn, Þóru og Teit. Teitur Björnsson tók próf frá héraðsskólanum á Laugum 1935. Hann var bóndi á Brún í Reykdælahreppi 1940-43 og frá 1951, en í Saltvík í Reykja- hreppi 1943-51. Teitur var odd- viti Reykdælahrepps 1966-82, formaður stjórnar Kaupféiags Þingeyinga 1975-86, sat í sljórn Búnaðarsambands S-Þingey- inga 1960-96, var fulltrúi á Búnaðarþingi 1962-86 og átti sæti í stjórn Osta- og smjörsöl- unnar í átta ár. Utför Teits Björassonar fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, Botnum, Meðallandi, lést á Klausturhólum miðvikudaginn 28. októ- ber sl. Ólafur Sveinsson, Kjartan Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir, Bárður Níelsson, Helga Ólafsdóttir, Bjarni Jón Finnsson, Guðrún Ólafsdóttir, Gísli Daníel Reynisson, Valgerður Ólafsdóttir, Knútur Halldórsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, JÓHANN KRISTJÁN GUÐMUNDSSON frá Háhóli, Bólstaðarhlið 45, lést á heimili sínu föstudaginn 30. október. Unnur Hjartardóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MÁR LÁRUSSON fyrrverandi verkstjóri, Ljósheimum 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Guðlaug Pálsdóttir, Sigríður Fanný Másdóttir, Þórhallur Jónasson, Harpa Másdóttir, Júlíus H. Haraldsson, Ólöf Másdóttir, Smári Hjálmtýsson, fris Másdóttir, Helgi Gíslason og barnabörn. Teitur Bjömsson, bóndi á Brún í Reykjadal, er látinn. Með honum er genginn einhver besti fulltrúi bænda og bændamenningar ís- lenskrar. Kringum síðustu aldamót voru Þingeyingar í forystu í mörgum framfaramálum. Þeir stofnuðu félög til fræða og mennta, lærðu erlend mál, bókalitlir við kertaljós, til að skynja stefnur og strauma tímans, kynntu sér kenningar Georgs Brandesar og hættu að ganga til altaris. Þeir lásu um raunsæisstefn- una og bóndi ofan úr Mývatnssveit, af Skútustaðaætt, skrifaði sögur sem taldar eru bestar af bókmennt- um þeirrar gerðar. Þeir stofnuðu fyrsta kaupfélagið á íslandi í Þver- árbaðstofunni 1882 og komu á ung- lingaskólum. Laugaskóli er fyrsti stóri héraðsskólinn. Litlu síðar kom húsmæðraskóli á Laugum. Úr þess- um jarðvegi var Teitur á Brún sprottinn og þar stóðu rætur hans allt hans líf. Jörðin Brún er nýbýli, byggt í landi Hallbjarnarstaða, af foreldrum Teits, þeim Bimi Sig- tryggssyni og Elínu Tómasdóttur. Elín var frá Stafni en Bjöm frá Hallbjamarstöðum, Sigtryggsson, Helgasonar. Sigtryggur á Hall- bjamarstöðum átti sex syni, auk dætra, og var Björn þeirra elstur. Allir fóm þeir í bændaskóla og allir voru þeir efstir á búfræðiprófí. Næmi og dugnaður hefur lengi íylgt Hallbjamarstaðafólki. Samtímis vom bræðumir bændur í Reyk- dælahreppi. Þegar Björn og Elín á Brún reistu býli sitt árið 1919 á hæðarbrún allnokkru hærra en Hallbjamarstaðir, á fornri seltóft, var búið bæði hærra og framar í Reykjadal. Nú er Brún fremst bæja austan ár, reisulegt stórbýli. En það gerðist ekki af sjálfu sér. Indriði Indriðason frá Ytra-Fjalli segir svo um landnám Brúnar í minningar- grein um Bjöm Sigtryggsson: „Það var á orði haft á landnámsárum Bjöms, að þau hjónin á Brún hefðu húsað býli sitt, brotið jörð og búið sér í haginn með harðneskju- kenndri ósérhlífni, sjálfsafneitun og stakri forsjálni.“ (Tíminn, 26. aprfl 1956.) Teitur á Brún var elstur sex systkina sem öll eru nú látin. Hann ólst upp hjá foreldram sínum fyrstu fjögur árin á Hallbjarnarstöðum, síðan á Brún. Á Laugaskóla var hann tvo vetur í yngri og eldri deild, eins og þá var háttað. Þess tíma minntist hann með mikilli hlýju. Síðan vann Teitur við bú foreldra sinna, virkur í félagsstarfi ungs fólks í dalnum. Haustið 1938 kom ung og glæsileg stúlka vestan úr Höfðahverfi, Elín Aradóttir, sem námsmær í Húsmæðraskólann og þann vetur bundust þau bönd sem ekki röknuðu. Hinn 29. júní 1940 gengu Teitur og Elín í heilagt hjónaband að Grýtubakka og var tahð jafnræði mikið með þeim. Þau byrjuðu búskap á Brún í sambýh við foreldra Teits, en síðan fluttu þau norður í Saltvík í nokkur ár. Komu svo að Brún aftur og taka þar við búi. Á Brún bjuggu þau við vaxandi gengi og mikla rausn, síð- ustu árin í félagsbúi með sonum sín- um. Elín og Teitur eignuðust sex börn sem öll eru gædd eiginleikum ættar sinnar, dugnaði, greind og mannkostum. Ekki gat öðmvísi farið en að á Teit hlæðust opinber störf. Hann var oddviti Reykdælahrepps, sýslunefndarmaður, formaður stjórnar Kaupfélags Þingeyinga og Búnaðarþingsfulltrúi til margra ára. Vel má heimfæra yfir á Teit vitnisburð Indriða á Fjalli um Sig- trygg á Hallbjarnarstöðum, afa Teits: „Hann var hollráður, lang- sýnn, vinsæll og vel virtur.“ (Tím- inn, 26. aprfl 1956.) Teitur á Brún var í hærra meðallagi vexti, grann- ur, svipsterkur með nett andlit, ennið hátt, hárið liðað og skollitað. Allt hans fas var festulegt, rólegt og hreint. Hann var greindur vel og stálminnugur. Teitur Bjömsson á Brún var góð- ur bóndi, eljusamur og þrautseigur. Á Brún var mikið unnið og oft lengi, en lítt horft á klukku að óþörfu. Þó var undartekning á ef gest bar að garði, honum var veitt af rausn og alltaf gefinn tími til samræðna. Ungur var Teitur hraustur maður, en lengi bagaði hann magaveiki. Á síðari áram gaf heilsan sig hægt og hægt.'en lengst af fór hann í fjós- verk kvölds og morgna. Allt verður þó undan að láta og andaðist hann eftir stutta legu á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 26. október síð- astliðinn. Að endingu vil ég gera orð Jóns Ögmundarsonar, Hólabiskups, að mínum, er hann minntist fóstra síns og velgjörðarmanns, Isleifs Gissur- arsonar: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið. Hann reyndi ég svo að öllum hlutum." Blessuð sé minning Teits á Brún. Jón Hermannsson. Afi okkar, Teitur bóndi á Brún, er látinn. Blessuð sé minning hans. Við systkinin urðum þeirrar gæfu að- njótandi að alast upp í túnfætinum hjá afa og ömmu á Brún. Við kynnt- umst afa því vel og í daglegu amstri lærðum við af mikilli þrautseigju, dugnaði og reynslu hans. Hann var vænn maður og hvort sem um var að ræða leik eða störf var alltaf stutt í glettnina. Afi fæddist í torfbæ og lifði því tímana tvenna. Fyrir fólk á okkar aldri er erfitt að ímynda sé ýmsar þær aðstæður sem afi og jafnaldrar hans bjuggu við í gamla daga. Frásagnir hans af búskaparháttum og byggingarvinnu á Hallbjamar- stöðum og tímanum sem þau amma bjuggu í Saltvík bera vott um að- stæður sem eru ákaflega ólíkar þeim sem við þekkjum. I saman- burði við verkefni liðins tíma virðast mörg viðfangsefni okkar í dag harla lítilmótleg. Afi sýndi þó alltaf mik- inn áhuga á því sem við tókum okk- ur fyrir hendur, enda framsýnn og áhugasamur um málefni líðandi stundar. Ekki er hægt að segja annað en ömmu og afa hafi búnast vel. Afi hafði dugnað og hagsýni að leiðar- ljósi við búskapinn og vinnan var að hans mati það sem gaf lífinu gildi. Við krakkamir gengum í ýmis verk með afa og viðhorf hans til vinnu fóra ekki fram hjá okkur. Sú skoðun hans að leti væri lasta verst var okkur fullljós og uppbyggingin sem afi og hans líkar stóðu fyrir í sveit- um landsins sýnir okkur sem yngri erum hverju rétt hugarfar getur komið til leiðar. Afi var félagslynd- ur og um áratuga skeið gegndi hann forystuhlutverki fyrir stétt sína og sveitunga. Honum var það mikils virði að geta lagt sitt af mörkum í félagsstarfi og með því að styrkja verðug málefni. Hann var höfðingi heim að sækja og hafði unun af því að skiptast á fréttum og ræða þjóð- mál og ættfræði við kunningja sína. Afa fannst skemmtilegt að spila brids og margar góðar stundir höf- um við systkinin átt með þeim ömmu og afa við eldhúsborðið á Brún við þá iðju. Afi hafði um nokkurt skeið átt við veikindi að stríða. Heilsa hans leyfði ekki að hann kæmist til verka síð- ustu mánuðina og því kunni hann illa. Hann barmaði sér þó aldrei heldur tókst á við sitt hinsta stríð af æðraleysi. Honum var mikils virði að geta nær til síðasta dags dvalið á Brún og vildi hvergi fremur vera. Fram á síðasta dag stóð amma við hlið hans og sýndi honum mikla um- hyggjusemi. Um leið og við kveðj- um afa á Brún með miklum söknuði viijum við votta þér, elsku amma, okkar dýpstu samúð. Guð styrki þig á þessum erfiðu tímamótum. Elín, Magnús og Teitur. Mig langar í nokkram fátækleg- um orðum að minnast öðlingsins Teits Bjömssonar sem sem lést síð- astliðinn mánudag. Mér er það ævinlega minnisstætt er ég hitti Teit í fyrsta sinn. Það var á aðalfundi Veiðifélags Reykja- dalsár og Eyvindarlækjar. Hann var formaður félagsins en ég ungur bóndi, nýtekinn við mínu búi. Á þessum fyrsta fundi mínum hjá fé- laginu fann ég að þar fór maður sem hafði persónutöfra sem sumir menn hafa en ekki er hægt að lýsa með orðum. Þama var maður sem hægt var að treysta og trúa fyrir sínum málum. Hann var góðlátlegur og hafði bros sem fékk mann til að líða vel í návist hans. Það er ekki orðum auldð að þetta hafði áhrif á fleiri en mig því hann var til margra ára kjörinn í forystusveit bænda hér í héraðinu. Um langt árabil, frá 1960 til 1987, gegndi Teitur af alúð mikilvægu starfi gjaldkera Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga og vann að mörg- um mikilvægum framfaramálum er vörðuðu þingeyska bændur og dreifbýlisfólk. Áhuga Teits og at- orku á þessum áram verður ávallt minnst með þakklæti. Honum voru falin mörg önnur trúnaðarstörf fyr- ir þingeyska bændur og hann var meðal annars kjörinn fulltrúi þeirra á Búnaðarþing til margra ára, auk annarra trúnaðarstarfa. Þingeyingar kveðja með söknuði góðan dreng og um leið og ég þakka fyrir hönd stjóma Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga og Veiðifé- lags Reykjadalsár og Eyvindar- lækjar fyrir vel unnin störf í þágu okkar vil ég senda konu hans, Elínu Aradóttur, börnum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ragnar Þorsteinsson, form. BSSÞ, Sýrnesi Aðaldal. Þeir sem akra yrkja, auka landsins gróður. Eru i eðli tryggir, ættjörð sinni og móður. Ryðja grýttar götur, gjafir landsins blessa. Bóndans starf er betra, en bæn og sálumessa. (Davið Stefánsson.) Þetta erindi Davíðs kom mér í hug er ég frétti að látinn væri bónd- inn og félagsmálafrömuðurinn Teit- ur Bjömsson á Biún eftir langt og giftudrjúgt ævistarf í þágu stéttar sinnar og héraðs. Teitur naut ekki annamar mennt- unar en þeirrar sem tveggja vetra nám í Héraðsskólanum á Laugum veitti, en skóli lífsins reyndist hon- um notadrjúgur. Hann var fjölþætt- um gáfum gæddur og hvar sem hann hefði kosið sér starfsvettvang á hinum ólíkustu sviðum þjóðlífsins hefði hans rúm þótt vel skipað, því að Eitt er víst að fremstur fengur, er farsæl iðja göfugs manns. Hvar sem starfar dáðadrengur, dregur þjóð um liðsemd hans. Það varð hlutskipti Teits að ger- ast bóndi að ævistarfi og taka við búi á Brún af foreldram sínum Birni Sigtryggssyni og Elínu Tóm- asdóttur en þau byggðu Brún sem nýbýli úr landi Hallbjarnarstaða ár- ið 1919. Teitur og eiginkona hans, Elín Aradóttir frá Grýtubakka, héldu ótrauð áfram uppbyggingarstarfinu á Brún og nú hin síðari ár ásamt sonum sínum, svo að þar sem áður vora lyngmóar einir stendur nú eitt gæslilegasta býli sýslunnar. Sveitungar Teits og þingeyskir bændur komu fljótt auga á hæfi- leika hans sem félagsmálamanns og kvöddu hann til margvíslegra trún- aðarstarfa. Hann var í hreppsnefnd Reykdælahrepps í áratugi þar af í 16 ár sem oddviti. Um langt árabil var hann í sýslunefnd, einnig í stjórn Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga lengst af sem gjaldkeri þess, þá var hann lengi fulltrúi Suð- ur-Þingeyinga á Búnaðarþingi. í stjórn Kaupfélags Þingeyinga í 25 ár 1961 til 1986 þar af formaður í 11 ár. Þessum trúnaðarstörfum öll- um, og ýmsum fleirum, gegndi Teit- ur af mikilli trúmennsku og kost- gæfni, glöggur og gætinn en líka framsýnn. En Teitur stóð ekki einn að sínu mikla ævistarfi, við hlið hans stóð Elín, örugg og traust. Fyrir hönd okkar þingeyskra bænda votta ég Teiti virðingu og þökk fyrir mikið og farsælt ævi- starf. Elínu og stórum hópi afkomenda þeirra sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Helgi Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.