Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 60

Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 60
60 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞÓRA JÓNSDÓTTIR + Þóra Jónsdóttir fæddist 13. apríl 1921. Hún lést 20. október siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stöðvar- fjarðarkirkju 27. október. Elsku mamma. Nú þegar þú ert dá- in er mér efst í huga þakklæti fyrir ástina og umhyggjuna sem ég fékk öll þau ár sem ég bjó hjá ykkur pabba. Þú hvattir mig alltaf til að framkvæma það sem ég vildi gera og þú studdir mig í einu og öllu. Sem fósturbarn þitt hvattir þú mig ávallt til að hafa samband við mína réttu foreldra og eflaust hef- ur þér fundist ég gera of lítið af því. Þú skildir að þeir báru sterk- ar tilfínningar til mín og vildu af mér vita. í Vinaminni var alltaf fullt hús af kostgöngurum og öðrum gestum sem þú þurftir að sinna. Samt hafð- irðu alltaf tíma fyrir bömin, allt þar til yfir lauk. Þegar ég hugsa til baka og rifja þetta upp undrast ég þrek þitt og hvemig þér tókst að gera á einum degi það sem tæki mig viku. Þú studdir pabba í öllum sínum framkvæmdum, sem vora yfirleitt ekki í smærri kantin- um, enda samhugur ykkar einstakur. Dag- urinn byrjaði hjá ykk- ur fyrr en hjá öðram; þegar ég var að skreiðast á fætur á „eðlilegum" fótaferð- artíma voruð þið oft að koma úr ferðalögum á næstu firði. Minnis- stæðar era ferðir þín- ar með pabba upp á Fljótsdalsheiði eftir hleðslugrjóti í hesta- girðingar. Hestaferðalögin með ykkur pabba um hálendið era ógleyman- leg öllum þeim sem með vora, en að sjálfsögðu vorað þið potturinn og pannan í þeim. Veikindi þín vora mikil og í raun gerði ég mér aldrei grein fyrir al- vöra þeirra fyrr en undir það síð- asta. Þú dvaldist langdvölum á sjúkrastofnunum síðasta ár en kvartaðir aldrei þótt okkur hinum blöskraði það sem á þig var lagt. Andlát þitt kom mér samt á óvart, því eftir erfiða aðgerð virtist þú hafa náð góðum bata. Því era ein- faldlega takmörk sett hvað ein manneskja getur þolað, því eitt tók við af öðra. Hvfldin var þér eflaust kærkomin, því nú veit ég að þú ert hjá pabba. Við sem eftir lifum eigum erfið- JÓN ÓSKAR + Jón Óskar fæddist á Akra- nesi 18. júlí 1921. Hann lést á heimili sinu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. október. Þú kvaddir, vinur, á dánardegi Sölva Helgasonar, sama Sölva og þú margt fyrir löngu ritaðir prýðis- góða heimildabók um. Hreifst ég mjög af verki þínu og varð það upp- haf kynna okkar. Sölvi Helgason var okkur báðum mjög kært áhuga- mál og þú gerðir honum betri skil en nokkur annar. Fyrir það vil ég þakka þér og einnig þinni listakonu, Kristínu, fyrir hennar hlut í verki þínu. Svo komstu norður sumarið ‘95, á aldarafinæli Sölva, og „dróst dul- una“ af minnisvarðanum um hann, eins og þú kallaðir það. Þú sviptir hulunni af honum eins og þú hafðir forðum gert í bók þinni með svo ágætum árangri. Þú skildir Sölva og aðstæður hans betur en aðrir vegna þess að þú varst sannur listamaður. Bók þín var fyrsta alvöra rannsóknin á Sölva og því tímamótaverk. Þar leitast þú við að birta aðra og sann- ari mynd af Sóloni en samferða- menn hans og eftirlifendur höfðu gert. Þú vildir að réttlætið og sann- leikurinn sigraði. Rannsóknir þínar einkenndust af vandvirkni, ná- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. kvæmni og smekkvísi og þú varst trúr viðfangsefni þínu í stóra og smáu; þess vegna varðst þú fróð- astur allra um Sölva. Þegar ég kynntist þér varstu augljóslega ekki við fulla heilsu, en þú varst í góðri fylgd og naust hennar allt til ferðaloka. Eg sá strax að þú varst í góðum höndum þar sem voru Kristín og Una Mar- grét. Það sem ég minnist best í fari þínu er hlýjan, hógværðin og lát- leysið, enda leyndirðu á þér, ekki síst þegar þú réðst í að búa handrit- in að Frakklandssögu eftir Sölva Helgason undir prentun - þitt síð- asta verk. Það var mikil elja af sjúkum manni að skila svo tíma- freku þolinmæðis- og nákvæmnis- verki fullbúnu til útgáfu. Mætti margur fullfrískur maðurinn prísa sig sælan að loknu þvflíku þrek- virki. Ég þakka þér innilega fyrir að hafa gert mig að útgefanda þín- um að Frakklandssögunni og þar með að fá tækifæri til að kynnast starfi þínu. Þú naust þess sem fyrr að hafa Kristínu þér við hlið og ég þakka henni með djúpri virðingu fyrir allt sem hún gerði. Hennar hlutur var svo stór að hann hafði af- gerandi áhrif. Kæri vinur, ég þakka þér af al- hug fyrir framlag þitt til bók- mennta okkar og menningar, fyrir ósérhlífni þína og fómfysi í þágu hugsjónanna. Slíkir eiginleikar era fágætir og þá ber að virða og þakka. Ég þakka hin stuttu kynni okkar en harma hvarf þitt af svið- inu; ég veit þó að andi verksins og minning þín munu lifa. Hið góða verk lifir þó maðurinn deyi - það ætti okkur að vera huggun og hvatning. _ Ykkur, aðstandendum Jóns Óskars, votta ég einlæga samúð mína. Ólafur Jónsson. Skáldið og tónlistarmaðurinn Jón Óskar er látinn. Ég hitti hann aðeins einu sinni, árið 1994, er hann las upp ljóð sitt um kaffihúsin í París; sem birtist síðan í ritinu Ljóð og laust mál; 60 ára afmæli Hressingarskálans. Ein- hvern veginn fannst mér og fleir- ara með að sætta okkur við orðinn hlut og ég bið guð að geyma þig elsku mamma. Þóra Björk. Elsku amma okkar. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Hjá þér fengum við ást og hlýju og skipti hegðun okkar þar engu máli. Við gátum alltaf hlegið með þér og brauðið þitt var besta brauð í heimi. Nú er tómlegt að koma inn í hús- ið okkar, því íbúðin þín er tóm og ekkert sprell á neðri hæðinni. Þakka þér fyrir allt, elsku amma, og kysstu afa frá okkur. Erna Valborg, Haukur Árni og Axel Þór. Mér kerrndi móðir mitt að geyma hjarta trútt, þó heimur brygðist; þaðan er mér kominn krafturvináttu, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr. (Benedikt Gröndal.) Ég mun seint gleyma hlýjum og útbreiddum faðmi minnar elsku- legu ömmu. Hún kenndi mér svo margt og var alltaf til staðar þegar ég þurfti á því að halda. En nú líð- ur henni vel og afi er hættur að bíða, það átti aldrei vel við hann, blessaðan. Minningin lifir. Ragnheiður Bergdís Bergþórsdóttir. um, sem vora þar af yngri skálda- kynslóð, að hann hefði varðveitt þann eldmóð og baráttugleði til gamals aldurs sem listamenn þurfa að hafa sem era að stíga sín fyrstu spor. Spænska skáldið Garcia Lorca orti um skáld, tónlistarmenn og far- andsöngvara. Mun það fómarlamb spænsku borgarastyijaldarinnar hafa verið Jóni óskari hugleikið; sem vinstri manni á dögum kalda stríðsins, og sem spænskumanni og skáldi sem aðhylltist kröftuga, opna tjáningu. Vil ég þvi draga hér fram nokkur brot úr þýðingum mínum úr ljóðum Lorca, sem ekki hafa áð- ur birst nema á bók, en lýsa þó með átakanlegum hætti vegferð skálds- ins og okkar allra. Kveð ég þannig þennan vopnabróður í Rithöfunda- sambandi Islands; með Ijóðum sem minna mig einhvem veginn á hann. Hvorki munu þeir ná til Kordóvu né Sevillu þessir þungbúnu riddarar. Hverteruþeiraðvilja á þessum aflóga drópm? Þeir munu ná þeim stað einum þar sem krossamir kræklast ogröddinskelfistsvo... Óphansvarægilegt er hann æddi upp skalann. Ogsvovarþögn: Endanleg, Mkomin þögn. Hjá dverginum með risaröddina. Dauðinn kemur nú syngjandi; röltir niður eftir götunni með sinn hvíta gítar, klæddur eins og útúr spaghettívestra. En hann er nú samt bara líkastur sjálfum sér! Engar prúðar smástúlkur voru við útfór þína. Nei; bara einhveijir þorparar og undarlegir menn með hjartað í munninum... Þó að við höfum bægt frá þessu húsi öllu illu liggur hér samt h'til stúlka. Og við sitjum hér í kring með opna gítara... Þessir hundrað riddarar eru að eilífu sofnaðir. Látum þá sofa undir sínum hvítu krossum að eilífu... Tryggvi V. Líndal. Runnamura Potentilla fructicosa Hann bíður við straum vorsins hlustar á flaum sumarsins, bíður og hlustar, uns haustblöðin berast til eyma með hraða ljóðsins. Þetta litla ljóð eftir Þorgeir Þorgeirsson lækni ber heitið Haustblöð. Mér finnst það lýsa vel hughrifum kyrrðar og angur- værðar, sem grípa mann oft á haustin. Við hjá Blómi vik- unnar finnum ekki síður til þessara hug- hrifa en aðrir, eins og sést á efni þessa pistils og tveggja síð- ustu. Þá var fjallað um vetrargarðinn en nú er ætlunin að skrifa um þann runna sem blómgast síðastur í íslenskum görðum. Aður vil ég þó koma með smáskýr- ingu. I greininni um Allium, sem birtist á dögunum, velti ég því upp að ýmsum myndi finnast titill grein- arinnar skrítinn, en hann var bara ÖÐRUVÍSI HAUST- LAUKAR og ekkert skrítið við það. Titillinn átti hins vegar að vera Öðravísi haustlaukar - LAUKAR. Allium-ættkvíslin er einmitt kölluð laukar á íslensku og þetta þótti prentvillupúkanum skrítnara en góðu hófi gegndi. Fjölbreytni er stöðugt að aukast í garðyrkjustöðvum og nýjar og nýjar tegundir blóma, tijáa og runna koma á markað- inn. Með því er unnt að hafa mikla breidd í plöntuvalinu og blómgunartíma blóma og runna. Runnamura er þó alls ekki ný af nálinni í ræktun á íslandi því hún hefur verið ræktuð hér í marga áratugi. Vinsældir hennar hafa þó sveiflast nokkuð og hér áður fyrr var hún stundum illfáanleg eins og árið 1975, það þekki ég af eigin reynslu. Muraættkvíslin er stór, inni- heldur 300-500 tegundir, og hefur innanborðs bæði einærar og fjöl- ærar jurtir, meira að segja ranna, sem era frá því að vera jarðlægir til þess að vera liðlega 1 m á hæð. Murur eru upprunnar á norðurhveli jarðar og vaxa bæði í Ameríku, Asíu og Evrópu. Hér á landi vaxa tvær tegundir sem bera muraheitið, tágamura og gullmura, auk hinna sjaldgæfu skeljamuru og engjamuru. Engjarósin er líka murutegund, þótt nafnið bendi til alls annars, eri svona eru íslensku nöfnin. ís- lensku mururnar era allar blóm- jurtir, runnamuran vex hér ekki vilt, þótt hún vaxi víða í tempraða beltinu nyrðra, kringum allan norðurpólinn. Hún vex líka í Pýreneafjöllunum upp í 2.500 m hæð, en margar plöntur sem þar vaxa virðast una sér vel hér, þar vil ég bara nefna geislasópinn vinsæla. Runnamuran líkist að veralegu leyti frænkunni íslensku, gullmuranni. Blöðin eru stak- fjöðrað eða fingruð, 3-5-7 smá- blöð saman. Blaðjaðramir era heilir og blöðin hærð á neðra borði. Greinar aðaltegundarinnar era fíngerðar, uppréttar og þétt- ar og börkurinn flagnar töluvert af gömlum greinum. Aðaltegund- in verður 1-1,5 m á hæð og blómliturinn er gulur, hvítur eða rauðleitur. Þar sem rannamuran hefur verið mjög lengi í ræktun og notið víða mikilla vinsælda hafa komið fram mörg mismunandi yrki, þar sem vaxtarlag, hæð, blómstærð og blómlit- ur er breytilegt. Ég á fjórar runnamurur, sem eru mjög ólíkar hver annarri. Elsta runnamuran mín gengur hjá mér undir heitinu sú góða gamla og er líklega annaðhvort aðalteg- undin eða yrkið MÁNELYS sem var mjög vinsælt hér á tímabili. Blómin era skærgul, ekki stór en blómgunartíminn langur, frá því í miðjum júlí fram í hörkufrost. Hún var núna þakin blómum 15. október. „Gold star“ hef ég átt í fáein ár og mér finnst hún lofa góðu. Blómin era stór, a.m.k. eins og 100 krónu peningur, dökkgul og ranninn er uppréttur og virð- ist ætla að verða 75-100 sm. Blómgunin er frá miðju sumri fram eftir öllu hausti. „Gul skriðul" er yrki sem er lágvaxið og er skemmtilegt í steinhæðir eða fremst í rannabeð. Blóm þess eru ljósgul og meðalstór af runnamurublómum að vera. Hún hefur reynst mjög vel í snjóþung- um héraðum landsins og mér lík- ar hún vel, þótt sumir telji henni hætt við kali sunnanlands. Eins á ég eina hvíta, sem ég held að sé „Mount Everest“ en er þó ekki alveg viss. Hún er uppréttvax- andi og er um 1 m á hæð. Rauð yrki rannamura era í ýmsum görðum í Evrópu, en ekki hefur enn fundist rautt yrki, sem þrífst hér úti. Runnamura er harðger og vindþolin, en blómstrar að sjálf- sögðu best í skjóli. Hún þarf sól- ríkan og fremur þurran vaxtar- stað. Sum yrki kelur dálítið, en ekki ætti að klippa burt greinar fyrr en í lok júní, þar sem runnamuran laufgast fyrst neðst á greinum og síðast efst. Runna- mura blómgast bæði á nýjum og eldri greinum. Því ætti ekki að klippa hana á vorin, það seinkar blómgun. Hins vegar er ágætt að klippa runnann allan mikið niður á svo sem 10 ára fresti til að hann endumýi sig. S. Hj. BLOM VIKUMAR 401. þáttur Ilmsjon Ágústa Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.