Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 64

Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 64
64 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand 2ö|rffii" aJL v I HATE TO TELL YOU, BUT DiNNER WILL BE A LITTLE LATE T0NI6HT.. ACTUALLY, l'M NOT 5URE JU5T HOU) LATE..MAYBE TEN MISIUTE5..MAY6E TU)0 MINUTE5..MAYBE THREE 5ECOND5.. Mér leiðist að segja þér það, Reyndar er ég ekki viss um Hvað um það, bara svo að Þrjár sekúndur er en kvöldmaturinn verður í hversu seint... e.t.v. tíu þú vitir... langur tími... seinna lagi í kvöld... mínútur... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bændur gerðir að þrælum Frá Sigríði Jónsdóttur: ORÐIÐ góðæri lætur illa í eyrum í landi, þar sem heil stétt er þrælkuð. Þrælahald hefur verið fordæmt um allan hinn siðmenntaða heim en nú undir lok tuttugustu aldarinnar viðgengst það hér á Islandi. Eða hvað er hægt að kalla það annað að bændur eru neyddir til að selja vör- ur sínar á svo lágu verði að einn fjórði hluti þeirra lifir undir fátækt- ai-mörkum en hinn hlutinn rétt dregur fram lífið. Fólk neytir hinnar góðu fæðu, sem bændur framleia, án þess að hugsa út í hvernig kjör þeirra eru. Eg býst við að ráðamönnum svelgist ekki heldur á. Þeir eru upp- teknir af mikilvægari málefnum en kjörum bænda, t.d. hvort eitthvað brjóti í bága við einhvem stafkrók í Brussel. Við það vinnur fjöldi manns sem ekki lifir við fátæktar- mörkin. Góðærinu, sem bændur hæla sér af, er haldið uppi að hluta með því að þrælka bændur. A undanfórnum árum hefur botn- lausum áróðri verið beint gegn bændum. Sagt er að þeir séu baggi á þjóðinni, eyðileggi landið o.s.frv. o.s.frv. Þessu verður ekki líkt við neitt annað en einelti, sem mikið er rætt nú og þykir stórt vandamál. Nú eftir síðustu skýrslu um kjör bænda er grátlegt að horfa upp á úrræðaleysi ráðamanna. Nú hrópa þeir: „Færri bændur, stærri bú, langtímaáætlun.“ Stærri bú leysa ekki vandann, þau standa ekki undir aðkeyptu vinnuafli og byggjast því upp á áframhaldandi þrælkun bænda. Fækkun bænda leiðir af sér fækkun fólks í þéttbýliskjörnum, sem byggja afkomu sína að miklum hluta á þjónustu við landbúnaðinn. Það hlýtur að vera skýlaus réttlæt- iskrafa, að kjör bænda verði nú þeg- ar bætt í samræmi við kjör annarra vinnandi stétta. Verði núverandi ástandi haldið óbreyttu og aðeins fálmkenndum langtímaáætlunum til úrbóta haldið að bændum, þá fækkar þeim sjálf- krafa, svo að til útrýmingar mun horfa. En þá standa ráðamenn frammi fyrir þeim vanda að skapa atvinnutækifæri handa því fólki, sem annars myndi stunda landbún- að og einnig handa því fólki, sem hefur atvinnu sína af störfum tengdum landbúnaðinum, svo og að útvega gjaldeyri til að kaupa land- búnaðarvörur frá útlöndum. Hvernig farið hefur verið með bændur er þjóðarskömm. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Gaukshólum 2, Reykjavík Umferðarhraði og fleira Frá Kristni Björnssyni: TVÖ BRÉF Guðvarðar Jónssonar í Morgunblaðinu nýlega vöktu at- hygli mína. Vil ég þakka honum fyr- ir þau og tel af eigin reynslu að það sem hann lýsir sé rétt, því miður. Ég er víst einn af „sleðunum“ í umferðinni sem stundum er á minnst því að ég er yfirleitt á lög- legum hraða, en alloft undir há- markshraða þegar aðstæður, svo sem, beygjur, brekkur, mjóar brýr, veður, birta, búfé í nánd o.m.fl., ger- ir það að mínu mati æskilegt örygg- is vegna. Ek því á vegum úti mjög oft á 70-90 km hraða á klst. Þá aka allir framúr mér, jafnvel þótt að- stæður séu slæmar. Þegar ég held 90 km hraða virðist mér um helm- ingur ökumanna aka framúr og sumir léttilega. Ég yrði því að fara nokkuð yfir 90 ef fylgja ætti aðal- straumnum sem svo er kallaður. Ég vil taka fram, að ég er tillits- samur, hjálpa öðrum að komast framúr með að gefa merki, víkja og draga úr ferð. Hef ég oft hugleitt hvort ekki væri réttast að halda sig mest á 70-80 km hraða því að þá er auðveldara og hættuminna fyrir alla að aka framúr, enda finnst mér að 90 km hámarkshraði sé helst til mikið á okkar vegum því að hér eru engar hraðbrautir til. Að undanförnu hefur lögregla gert átak til að draga úr ökuhraða. Þetta sýnist mér skila árangri og hægja á umferðinni en greinilega eru þó margir sífellt á ólöglegum hraða. Betur má því ef duga skal og stöðugt þarf að halda þessu áfram, vil ég hvetja löggæslu og Umferðar- ráð til þess. Svo er að sjá sem mikil óþolin- mæði og spenna stjórni gerðum mjög rnargra ökumanna, þeir séu ávallt að flýta sér, taki áhættu og brjóti umferðarlög til þess að spara sér fáeinar mínútur eða jafnvel sek- úndur til að ná á áfangastað, t.d. þegar um stuttar vegalengdir er að ræða í þéttbýli. Þessu hugarfari þarf að breyta, ökumenn þurfa að læra „að flýta sér með hægð“. Einnig er gott að muna „að kemst þótt hægt fari“. Með þessu má án efa spara nokk- ur mannslíf árlega, koma í veg fyrir fötlun, sjúkrahúsvistir og þjáningar margra slasaðra og spara milljarða kostnað vegna skemmda á ökutækj- um. Það borgar sig því vel að huga að þessu. KRISTINN BJÖRNSSON, sálfræðingur Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.