Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 13 „Ég tel í ljósi reynslu síðustu ára, þrátt fyrir að borgin hafí haft mik- inn vilja til að reka Sjúkrahús Reykjavíkur, þá sé þetta rekstrar- fyrirkomulag fullreynt. Það er ljóst að fjármunir til rekstrarins koma úr ríkissjóði, en ekki úr borgarsjóði og hin fjárhagslega ábyi'gð hlýtur að liggja á endann hjá ríkinu þó að borgin hafi verið hinn formlegi eig- andi og rekstraraðili spítalans. Við teljum eðlilegt að fjárhagsleg og rekstrarleg ábyi’gð fari saman vegna þess að við erum í raun í þeim stöðu að yfírráð borgarinnar yfir sjúki'ahúsinu eiu meira að nafn- inu til en í raun. Það má nefna að all- ir samningar sem gerðir hafa verið við starfsfólk hafa verið gerðir undir forræði ríkisins og yfirleitt allar ákvarðanir um heilbrigðismál eru á forræði ríkisins. Ég tel því sjúkra- hússins vegna og heilbrigðisþjónust- unnar í landinu vegna að ríkið, sem ber á endanum fjárhagslega ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni, eigi líka að bera hina rekstrarlegu ábyrgð," sagði Ingibjörg Sólrún. Nú þarf ríkið að móta stefnuna Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagðist fagna þessu samkomulagi. „Borgin vildi draga sig út úr rekstr- inum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem er skiljanleg og eðlileg afstaða miðað við hvernig mál hafa þróast. Undanfarin ár hefur þetta verið meira að nafninu til að borgin hafi verið þarna aðili að rekstrinum. Nú flyst starfsemin á þessari stóru og miklu stofnun frá borginni yfir til ríkisins. Það er ríkisins að móta stefnu um framhaldið. Þarna verða áfram tvær stjómir og einn forstjóri. Það er því ekki verið að ákveða að sameina stofnan- irnar. Menn gefa sér tíma fram eftir næsta ári til að ákveða framhaldið. Hugsanlega þarf að breyta lögum. Við þurfum að nota tímann til að ákveða hvemig ríkisvaldið vill haga skipulagi stofnananna." Geir tók fram að starfsmenn þyrftu ekki að kvíða að breytingar yrðu á þeirra högum. Hann sagði að uppgjörsmál fylgdu þessari ákvörð- un, sem leyst yrðu á komandi ári. Þau vörðuðu gamlar lífeyiisgreiðsl- ur og húseignir sem væru í sameig- inlegri eigu ríkisins og borgarinnar. Andstæð viðhorf ÞORVALDUR Veigar Guðmunds- son, lækningaforstjóri á Landspít- ala, telur að ráðning forstjóra yfir báða spítalana í Reykjavík sé já- kvætt skref. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, telur hins vegar að ekki eigi að sameina sjúkrahúsin. „Ég tel þetta jákvætt. Ég hef verið á þeirri skoðun að það ætti að vera sem nánust samvinna milli spítalanna eða að sameina ætti þá og því tel ég þetta vera spor í rétta átt,“ sagði Þorvaldur Veigar Guð- mundsson. Hann sagðist vera þeiri'- ar skoðunar að það ætti að ganga lengra og sameina stjómir spítal- anna. „Ég tel að af því væri nokkur fjárhagslegur ávinningur, en ég held að það verði líka mikill fagleg- ur ávinningur af því þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Þorvaldur. „Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að það verði tvö nokkurn veg- inn jöfn sjúkrahús á Reykjavíkur- svæðinu. Ég hef fært fyrir því margs konar rök enda em gild rök fyi-ir því,“ sagði Jóhannes Gunn- arsson. „Það er hins vegar annað mál að ástandið eins og það hefur verið í sjúkrahúsmálunum er óþolandi og ég hef því ákveðinn skilning á af- stöðu borgarinnar að því leyti að það er ekki auðvelt fyrir hana að vera í þeirri stöðu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Það er ekki endilega samasemmerki milli þess að fjárhagslega ábyrgðin sé færð yfir til ríkisins og þess að sjúkra- húsin sameinist. Ég tel að það get vel farið á því að það séu tvö sjúkrahús í eigu ríkisins í Reykja- vlk með sama hætti og ríkið á og rekur sjúkrahús í Hafnarfírði. Við sem era starfsmenn SHR höfum yfirleitt verið ánægð og stolt yfir að starfa hjá borgarstofnun og ég held að flestum þyki það leitt að því tímabili sé lokið. Það gildir a.m.k. fyrir mig.“ meðal meirihlutans á fundi á mið- vikudag þegar ljóst var að samning- ur lá fyrir. Teldi hún því tryggt að meirihluti væri fyrir málinu. Hún sagði þá umræðu ranga að verið væri að sameina spítalana, þeir yrðu reknir áfram sem tveir spítal- ar, menn væru ekki sannfærðir um að einn spítali undir einni stjórn myndi skila þeirri hagkvæmni sem margir vildu vera láta. Hún kvaðst hins vegar reiðubúin að ræða það ef sér væri sýnt fram á hagkvæmni slíks með rökum. Það að ríkið reki bæði sjúkrahúsin þýði ekki að þau verði eitt og hún benti á að ríkið ræki fleiri en einn háskóla þar sem verkaskipting væri fyrir hendi. Hún taldi framtíðina í rekstri hátæknisjúkrahúsanna liggja í því að verkaskipting yrði tekin upp. Hvorld væri vilji fyrir því hjá borgaryfir- völdum, ráðuneyti né Alþingi að þeir yi'ðu sameinaðir. Ekki er verið að leysa fjárhagslegan vanda með þess- um gjömingi, það yrði ekki gert nema sjúkrahúsunum yrði lagt til meira fjármagn. Um svartan dag og gjörning sagði hún slíkar yfirlýsing- ar einkennilegar. Sagði borgarstjóri undarlegt að tala um uppgjöf, hér væri miklu fremur um raunsæi að ræða, enda hefði borgin í raun ekki eiginleg áhrif á rekstur spítalans meðan ríkið hefði á honum fjárhags- lega ábyrgð. Hún sagði það fullreynt að eiga að sjá um rekstur á þjónustu sem annar aðili greiddi fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði rangt að vísa til samningsdraga frá 1986, þegar hugmyndir voru uppi um að ríkið tæki við rekstri Borgar- spítalans. Þá hefði verið rætt um kaup ríkisins á 50% eignarhlut borgarinnar, en nú væri nánast ver- ið að gefa spítalann. Hann sagði ljóst að um sameiningu spítalanna væri að ræða, þótt ekki væri kallað svo í samningnum. Borgarstjóri sagði borgina ekki vera að afhenda eignarhluta sinn, fyrir hann ætti ríkissjóður að gi'eiða eftir mati umfram 15% eign- arhlut borgarinnar. Hún sagði sama stjórnarfyrirkomulag á SHR í dag og var þegar hugmyndir voru uppi um afsal hans til ríkisins árið 1986, þegar sjálfstæðismenn réðu ferð. Guðlaugur Þór sagði undarlegt af borgarstjóra að vísa til gamalla hugmynda um spítalamálin og segja með því að samningurinn um yfir- töku ríkisins ætti ekki að koma mönnum á óvart. Hann spurði hvers vegna málið hefði ekki verið rætt í stjórn SHR og víðar úr því að það lá svo augljóst fyrir og greinilegt að samningaviðræður gengju svo hratt og vel fyrir sig. Helgi Hjörvar spurði með hvaða hætti Guðlaugur Þór Þórðarson hefði beitt áhrifum sínum í þing- störfum sínum til að reyna að leysa fjárhagsvanda SHR. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði vanta tölur í umræðuna. Svo virtist sem um stórar tölur væri að ræða í samningnum sem hlytu að hafa áhrif á fjárhag borgarinnar. Sala eigna á næsta ári hefði verið ráð- gerð í fjárhagsáætlun um hálfur milljarður og hækkuð í 650 milljónir og spurði hvort sala á SHR hefði verið tekin þar inn. Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að læðst væri með veggjum í þessu máli þá að hefði verið gert uppskátt um samn- inginn með fyrirvara hefði risið upp alda mótmæla, ekki síst hjá starfs- mönnum SHR. Borgarstjóri sagði ekki hægt að nefna tölur um hverju sala á SHR myndi skila borginni þar sem mat lægi ekki fyrir, en listi yfir eignirn- ar yrði kynntur á borgarráðsfundi þegar samningurinn kæmi til um- ræðu. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara • • Oldruðum smátt skammtað af góðærinu BENEDIKT Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að ellilífeyrisþegum sé smátt skammtað af góðærinu með áform- um ríkisstjórnarinnar um breytingar á elli- og örorkulífeyri. Þeir stjórn- málamenn séu ekki framsýnir, sem telji að orð sé á þessum breytingum gerandi við upphaf árs aldraðra. Benedikt Davíðsson segir að heil- brigðis- og tryggingaráðherra hafi talað um breytingarnar sem mark- verðasta skref í þessum málum í 60 ár. „Þá hafa skrefin ekki verið stór að undanfórnu," segir Benedikt, „vegna þess að það sem er gert um- fram það, sem ríkisstjórnin var búin að ákveða í forsendum fjárlaga í haust, er að bæta við 400 milljónum króna, sem skiptast þannig að 210 fara tO ellilífeyris og 190 vegna ör- orkulífeyrisþega. Af þessum 210 mOljónum, sem fai-a tU ellilífeyris, eiga 80 milljónir, eða jafnvirði eftir- launa eins bankastjóra, að fara til þess að hækka almennan ellilífeyri. Hann átti að hækka um 3,65% sam- kvæmt fjárlagaforsendum en hækk- ar nú um 4% eða um 0,35%, frá því sem ákveðið var. Það eru 1,76 krón- ur á dag ofan á grunnlífeyrinn," sagði Benedikt. Sú ógæfa að vera gift „Þá era eftir um 130 milljónir sem á að nýta til þess að vinna svolítið á þeirri miklu mismunun, sem er gagnvart fólki, sem hefur dottið í þá ógæfu að vera gift. Þetta er ekki nema lítið brot af því, sem þyrfti tU að rétta af frítekjumörkin,“ sagði Benedikt. „Mér fmnst smátt skammtað af góðærinu, því sam- kvæmt skýrslu frá Ríkisendurskoð- un, sem dagsett er 1. desember sl og hefur verið lögð fram í fjárlaga- nefnd, hafa framlög til ellUífeyris skerst um 1.842 milljónir á síðustu 4 ái’um, miðað við lágmarkslaun í land- inu. Upp í þessar 1.842 mUljónir kemur 210 milljóna framlag vegna ellilífeyris, 190 milljónir fara til ör- yrkja og milljarður til beggja hópanna til að halda í við hækkun launavísitölunnar þetta árið.“ „Þetta er öll rausnin og þetta segir ráðherra að sé stærsta skref, sem stigið hefur verið í 60 ár,“ sagði Benedikt. Hann sagðist hafa lýst því yfir á fundum þingflokka framsókn- ar- og sjálfstæðismanna að hann teldi þá stjórnmálamenn ekki mjög framsýna, sem teldu þetta framfara- spor eða yfirleitt eitthvað, sem sé þess virði að hafa orð á við upphaf árs aldraðra. Hann sagði að Landssamband eldri borgara væri að skoða þær breytingar, sem boðaðai’ era á frí- tekjumörkunum. „Þetta er hænufet varðandi frítekjumörk fyrir hjóna- fólk. En þeir peningar eru teknir af því, sem hefði átt að fara til að leið- rétta grunnlífeyrinn," sagði Bene- dikt Davíðsson. Hlutur öryrkja helmingur af eftirlaunum 6 bankastjóra Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalags íslands, segh- að kostnaður ríkissjóðs vegna boðaðra hækkana á frítekjumarki öryi-kja og aldraðra nái ekki 0,1% af þjóðartekj- um. Það sem kemur í hlut öryrkja nái ekki helmingi þess, sem fara á í eftirlaunasjóð 6 ríkisbankastjóra. Þrátt fyrir að hækkunin sé skref í rétta átt njóti þeir öryrkjar, sem verst eru settir, einskis vegna boð- aðra aðgerða. Garðar segir það blekkingu að tala um 1,5 milljarða króna aukningu á framlögum til öryrkja og aldraðra. Talað sé um 4% hækkun á bótum al- mannatrygginga en þar af svari 3,65% til þeirrar hækkunar, sem leið- ir af kjarasamningum á vinnumark- aði. Ef sú hækkun hefði ekki verið látin ganga til lífeyrisþega hefðu þessir hópar dregist enn meira aftur úr iaunaþróuninni en þegar er orðið. Formaður Landssam- bands eldri borgara og varaforinaður Öryi’kja- -------------?-------------- bandalags Islands telja að breytingar þær á elli- og örorkulífeyri, sem tilkynnt var um í fyrradag, séu ekki miklar miðað við skerð- ingar fyrri ára, loforð ríkisstjórnar og góð- ærið í landinu. Heil- brigðis- og trygginga- ráðherra segir hins vegar að verið sé að taka stórt skref í þá átt að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og með breytingunum sé verið að standa við gefin loforð. Gai’ðar segir að fyrsta verk núver- andi ríkisstjórnar hafi verið að skera á tengsl bótafjárhæða og lágmarks- launa. Undanfarin 5 ár hafi grunnlíf- eyrir og tekjutrygging almanna- trygginga hækkað um 17,4% en lág- markslaun um 52% og launavísitala um 30%. Nú fái öryrkjar 0,35% af þessari skerðingu til baka. Það jafn- gildi rúraura 200 krónum á mánuði til þess sem hefur fullar bætur en um 50 krónum til þess fjölda lífeyrisþega, sem eingöngu hefur grunnlífeyri. Hann segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinnar sé útgjaldaaukn- ing ríkissjóðs þær 200 milljónir, sem það kostar að hækka frítekjumark öryrkja, þannig að tekjur skerði bætur ekki í sama mæli og áður. Þetta sé skref í rétta átt en hvergi nærri nóg. Þótt mörkin hækki standi það eftir, að þegar þeim er náð, taka við sömu jaðarskattaáhrifin og áður, og nema 45% til viðbótar venjulegu skatthlutfalli. „Ef öryrki, tekur upp sambúð með einhverjum, sem hefur yfir 90 þús- und króna mánaðartekjur þá fara 44 þúsund krónurnar hans að skerðast. Ef öryi’ki getur nýtt sitt eigið frí- tekjumark má maki aðeins hafa 45 þúsund krónur án þess að bæturnar skerðist. Það alvarlegasta er að það er ekkert komið til móts við þá sem eru mest fatiaðir og geta enga björg sér veitt. Það er komið til móts við þá með 200 krónum og það er svo ömurlegt að ég á engin orð yfir það,“ sagði Garðar. Hann sagði að með þessu frum- varpi væri Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra að svíkja loforð um afnám skerðingar bóta vegna tekna maka. Að sögn Garðars breyt- h’ frumvarpið engu um þá ákvörðun Öryrkjabandalagsins að höfða mál á hendur ríkisvaldinu. „Þvert á móti því í frumvarpinu er bætt inn ákvæð- um, sem binda þessa skerðingu í lög,“ sagði hann. Hann sagði að málshöfðunin mundi byggjast á því að sú skerðing sem orðið hefur undanfarin fimm ár hafi verið í andstöðu við almannatrygg- ingalög. Auk þess hafi verið brotin jafm’æðisregla stjómsýslulaga, ákvæði stjórnarskrár, mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá sé framið skýlaust brot á meginreglum Sameinuðu þjóðanna um málefni fatl- aðra sem félagsmálaráðherra kynnti á Alþingi fyrir réttu ári. Er að standa við gefin loforð Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að hún sé að standa við gefin loforð með því frumvarpi um breytingar á tryggingabótum, sem lagt verður fyrir Alþingi. Verið sé að taka stórt skref í þá átt að af- nema skerðingu bóta vegna tekna maka. „Ég.hef staðið við það sem ég hef sagt, að ég ætli að taka fyrstu skref- in í að minnka þessa skerðingu. Það er verið að leggja fram tæplega 500 milljónir til þess að minnka skerð- ingu upp að frítekjumörkum. Sem dæmi má nefna aukast tekjur hjóna um a.m.k. 150 þúsund krónur á ári frá því sem nú er. Svigrúmið eykst því um 50-125% fyrir þennan hóp. Ég er því að standa við þau fyrirheit sem ég gaf á þinginu í vor og í kosn- ingabaráttunni fyrir fjórum árum. Það er hins vegar réttur hvers Is- lendings að leita réttar síns fyrir dómstólum, telji þeir að á sér hafi verið brotið og þennan rétt getur Ör- yrkjabandalagið nýtt sér eins og aðr- fr. Það er hins vegar nauðsynlegt að menn átti sig á því að þessi skerðing hefur verið til staðar í trygginga- kerfinu í 60 ár og engar breytingar hafa verið gerðar á þessu í 30 ár. Á þessum tíma hafa ýmsir ráðherrar og flokkar fai-ið með þennan mála- flokk. Þetta er í fyrsta skipti sem skref er stigið til að draga úr þessari skerðingu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að í fi’umvarpinu fælist ýmiss annar ávinningur fyrir öryrkja. Andlát BOGI ÞORSTEINSSON BOGI Þorsteinsson, fyrrverandi yfirflugum- fei’ðarstjóri, er látinn, áttræður að aldri. Bogi fæddist 2. ágúst árið 1918 að Ljárskóga- seli í Laxárdalshreppi, sonur Þorsteins Gísla- sonar bónda og Alvildar Bogadóttur. Hann stundaði nám við Reyk- holtsskóla en síðar nam hann loftskeytafræði og flugumferðarstjórn og lauk prófi í báðum greinum, hinni síðar- nefndu í Altanta í Ge- orgíu í Bandaríkjunum árið 1951. Seinna fór hann í náms- ferðir til Bretlands og Bandaríkj- anna. Bogi var loftskeytamaður á skip- um Eimskipafélags Islands, m.a. á Dettifossi er því skipi var sökkt árið 1945. Hann varð síðar loftskeytamaður ílug- málastjórnar árið 1946 og yfirflugumferðar- stjóri á Keflavíkui’flug- velli árið 1951. Bogi var lengi frétta- ritari Morgunblaðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann sat í orðabókar- nefnd er undirbjó Ný- yrði IV, Flug, 1956. Hann átti sæti í knatt- spyrnudómstól KSÍ, var formaður Körfuknatt- leikssambands Islands, sat alþjóðlegar körfu- knattleiksráðstefnur, var fulltrúi Körfuknattleikssam- bandsins í Ólympíunefnd Islands og hann var um árabil formaður Ung- mennafélags Njarðvíkur. Fyi’ir þessi störf var Bogi sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.