Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 14

Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ KAUPÞING NORÐURLANDS HF TILKYNNING UM SKRÁNINGU HLUTABRÉFA KROSSANESS HF. Á VAXTALISTA VERÐBRÉFAÞINGS ÍSLANDS Útgefandi: Starfssvið: Umsjón með skráningu: Skráningardagur: Krossanes hf., kennitala 660190-1479, Krossanesbraut, 603 Akureyri Tilgangur með starfsemi Krossaness hf., samkvæmt 3. grein samþykkta þess, er framleiðsla og sala d sjdvarafurðum og skyldur rekstur, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Kaupþing Norðurlands hf., kt. 610587-1519, Skipagötu 9, 602 Akureyri, sími 460 4702, fax 460 4717 Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá bréfin á vaxtarlista og verða bréfin skráð 22. desember 1998. Hlutabréf í Krossanesi hf. hafa gengið kaupum og sölum á Opna tilboðsmarkaðinum frá 19. júlí 1996. Hlutabréf sem skráð verða: Allt hlutafé félagsins, að nafnverði 143.476.078 króna. Hlutabréfin eru öll seld og útgefin. Einkenni bréfa: Skjöl varðandi skráningu: Hlutafé félagsins skiptist í einsleita einnar krónu hluti og margfeldi þar af. Bréfin eru ekki gefin út í föstum einingum. Hægt er að nálgast skráningarlýsingu og önnur gögn er vitnað er til hjá Kaupþingi Norðurlands hfi, Skipagötu 9, Akureyri, Kaupþingi hfi, Ármúla 13, Reykjavík, og hjá stærri sparisjóðum. Ekiðá ljósastaur LJÓSASTAUR var ekinn niður á mótum Hlfðarbrautar og Borgar- brautar í gærdag og þá var ekið á annan staur við Strandgötu í fyrra- dag. Þann dag urðu þó nokkur óhöpp í uniferðinni, en að sögn lög- reglu gekk umferð nánast óliappa- laust fyrir sig í gær og var enginn asi á fólki þó margir séu á ferðinni. ------------- Bókun í bæjarráð um hafrannsókn- arskip Heimahöfn verðiá Akureyri Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær bókaði Oddur H. Helgason, bæjarfulltrúi L-listans, þá tillögu sína að bæjarstjóra verði falið að skoða hvað Akureyrarbær geti gert til að heimahöfn nýs hafrannsóknar- skips verði á Akureyri. „Innan tíðar bætist nýtt og full- komið _ hafrannsóknarskip í flota okkar íslendinga. Það er stefna nú- verandi ríkisstjórnar að styrkja landsbyggðina með flutning stofn- ana eða hluta þeirra út á land. Akur- eyri hefur allt til að bera til að verða heimahöfn nýja hafrannsóknar- skipsins. Ljóst er að ákvörðun um það yrði mikil lyftistöng fyrir Eyja- fjarðarsvæðið," segir í bókun Odds. Morgunblaðið/Kristján VALDIMAR Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftiríits Eyjafjarðar afliendir Franz Árnasyni, framkvæmdastjóra HVA skjal því til staðfestingar að gæðakerfið GÁMES sé virkt hjá Vatnsveitu fyrirtækisins. Hita- og vatnsveita Akureyrar Gæðakerfi komið á hjá Vatnsveitunni VALDIMAR Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar hefur gefið út starfs- leyfi til handa Vatnsveitu Hita- og vatnsveitu Akureyrar, HVA og þar með vottað að gæðakerfið GÁMES sé virkt í fyrirtækinu. GÁMES kerfið snýst um að greina mikilvæga eftirlitsstaði og gera fyrirbyggjandi aðgerðii- þar. Skilgreindir hafa verið 30 mikil- vægir eftirlitsstaðii- í Vatnsveit- unni. Þessi staðh- eru sérstaklega vaktaðir og á þeim er gerð skrán- ing á öllum aðgerðum og frávikum. Einnig hefur verið gerð sérstök hreinlætisáætlun, umgengisreglur og fjöidi af verkreglum varðandi innra eftirlit í fyrirtækinu. Vatnsveitur landsins falla undir skilgreiningu sem matvælaíýrir- tæki, þar sem kalt vatn til neyslu er afgreitt inn á öll heimili. í máli Valdimars Brynjólfssonar kom fram að um 60% matvælafyrir- tækja á Eyjafjarðarsvæðinu hafi komið upp innra eftirliti. Hann sagði að hjá vatnsveitum reyndi enn frekar á að öll ytri skilyrði væru í lagi. Allir starfsmenn þátttakendur í máli Franz Amasonar, fram- kvæmdastjóri HVA kom fram að lögð hafi verið mikil áhersla á að kynna kerfið fyrir starfsmönnum og gera alla þátttakendur í því. Það sé forsenda íyrir því að kerfið virki og að starfsmenn séu meðvitaðir um þá ábyrgð sem hver og einn ber sem starfsmaður í matvælafyr- irtæki. Starfsleyfi veitunnar sé háð því að yfirvöld samþykld og votti að innra eftirliti hafi verið komið á. Ráðgjafafyrirtækið VSO Ráð- gjöf hefur verið leiðbeinandi við uppsetningu á kerfinu en vinna við kerfið innan Vatnsveitunnar var aðallega í höndum þriggja starfsmanna HVA, Árna Sigurðs- sonar, Kristjáns Baldurssonar og Áma Árnasonar. Morgunblaðið/Kristján BIRGIR Rafn Friðriksson, Arnfríður Arnardóttir og Ragnhildur Magn- úsdóttir nemendur í niálunardeild Myndlistarskólans á Akureyri eiga ásamt fleirum verk á Desembersýningunni á Teríunni, en með þeim á myndinni er Guðmundur Ármann Sigutjónsson kennari við skólann. Desembersýning á Teríunni NEMENDUR í málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri sýna nú verk sfn á Kaffi Teríunni og stendur hún út þennan mán- uð, en yfirskrift sýningarinnar er Desembersýning. Alls taka sjö nemendur málun- ardeildar þátt í sýningunni og eru verkin 25 talsins, fjölbreyti- leg að stærð og gerð, vatnslitir, olíumálverk og grafíkmyndir. Tveir gestanemar frá Lathi í Finnlandi taka þátt í sýningunni, þær Marja Ruuska og Paivi Hagström. Forsvarsmenn Terí- unnar leituðu til nemenda mynd- listarskólans um að sýna verk sin á veggjum veitingastaðarins og tóku þeir vel í málaleitan þeirra, þótti frábært að fá þetta tæki- færi til að sýna hvað þeir liöfðu fram að færa. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Bæjarráð um CAFF- skrifstofuna Ekki ókostur að vera á Akureyri BÆJARRÁÐ Akureyrar mót- mælti harðlega í gær fullyrð- ingum Snorra Baldurssonar framkvæmdastjóra CAFF- skrifstofunnar um ókosti þess að staðsetja alþjóðlega starf- semi á Akureyri. Snorri sendi umhverfisráðherra, Guðmundi Bjarnasyni, bréf fyrr í þessum mánuði, en það fjallaði m.a. um staðsetningu og umhverfi CAFF-skrifstofunnar. Bæjarráð mótmælti fullyrð- ingum Snorra um ókosti þess að staðsetja skrifstofuna á Akureyri og fól bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri. Jafnframt skoraði bæjarráð á umhverfisráðherra að fullnusta þegar í stað ákvörðun sínum sem tilkynnt var við opnun Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar um það að skrifstofa PAME verði vistuð á Akureyri. Iþrótta- og tóm- stundamál Fjárfest fyrir 185 milljómr FJÁRFESTINGAR Akureyr- arbæjar á sviði íþrótta- og tóm- stundamála á næsta ári nema 185 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið í Bæjarstjóm Akureyrar. Kostnaður við framkvæmdir við nýbyggingu Sundlaugar Akureyrar, innréttingar, bún- aðar og aðkomu nemur 80 milljónum króna á næsta ári. Þá eru 60 milljónir króna áætl- aðar í byggingu skautahallar, en gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í alútboði og miðað við að húsið verði tekið í notkun á næsta ári. Samnings- bundið framlag til Vetran'- þróttamiðstöðvar íslands er 35 milljónir króna á næsta ári og þá eru 10 milljónir króna áætl- aðar í viðhald og búnað íþrótta- mannvirkja. Fj árhagsáætlun Akureyrarbæjar Hönnun bygg- ingar við Amtsbóka- safnið ÞRJÁTÍU milljónum króna verður á næsta ári varið til fjárfestinga á sviði menningar- mála samkvæmt fjárhagsáætl- un fyrir árið 1999 sem sam- þykkt hefur verið í bæjarstjórn Ákureyrar. Alls fara 10 milljónir króna til framkvæmda við svonefnt Ket- ilhús í Grófargili. Þá verða 8,5 milljónir króna notaðar vegna upphafs framkvæmda við bygg- ingu við Amtsbókasafnið og gert ráð fyrir að lokið verði við hönnun og gerð útboðsgagna. Gilfélagið fær framlag að upp- hæð 3,1 milljón króna sam- kvæmt samningi við félagið og þá fær menningarmálanefnd 2 milljónir króna til ráðstöfunar. Áætluð hlutdeild bæjarins vegna framkvæmda við sýning- arsal Minjasafnsins á Akureyri, uppsetningu á nýrri sýningu, sýningaraðstöðu og fleira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.