Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri og Ólafur B. Thors
forstjóri Sjóvár-Almennra.
Sjóvá-Almennar og Akureyrarbær
V átryggingasamn-
ingur undirritaður
VATRYGGINGASAMNINGUR
milli Akureyrarbæjai- og Sjóvár-Al-
mennra trygginga hf. hefur verið
undirritaður. Samningurinn nær til
allra stofnana og fyrirtækja
bæjarfélagsins og tekur hann gildi
um næstu áramót, en gildistíminn
er 6 ár. Tekur samningurinn til
allra vátryggingaviðskipta
bæjarfélagsins, s.s. brunatrygginga
húseigna, húseigenda-, lausafjár- og
ábyrgðartrygginga bifreiða auk
slysatrygginga starfsmanna og
skólabarna.
Samningurinn var gerður í kjölf-
ar útboðs þar sem tilboð Sjóvár-Al-
mennra var lægst, en það var að
upphæð 13,4 milljónir króna, Vá-
tryggingafélag íslands bauð 14,1
milljón kr., sem og Trygginga-
miðstöðin, tilboð Tryggingar var að
upphæð 15,5 milljónir, en Vörður,
Vátryggingafélag, átti hæsta til-
boðið, 23 milljónir króna.
Ljóst er að 'samningurinn sparar
Akureyi-arbæ verulegar upphæðir,
en fyrri samningur var að upphæð
rúmar 20 milljónir króna, að sögn
Baldurs Dýifjörð bæjarlögmanns
og var þó umfangið mun minna.
Við undirritun samningsins lýstu
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
og Ólafur B. Thors ánægju með
samninginn og væntu góðs af sam-
starfmu. Kristján sagði þetta í
annað sinn sem bærinn byði út
tryggingar sínar og hann saknaði
þess helst að samningurinn væri
ekki styttri, upphæðirnar lækkuðu
við hvert útboð! Ólafur sagði að
ávallt yi’ði tryggt að fyrir hendi yrði
sú besta vátryggingavernd sem
þörf væri fyrir og það væri fyrir-
tækinu keppikefli að bjóða besta
verð sem völ væri á. Einkar
ánægjulegt hefði verið að taka við
vátryggingum fyrir Akureyrarbæ,
en félagið ætti og hefði alltaf átt
tryggan hóp viðskiptamanna í bæn-
um.
Kvöldstund við kertaljós
KVÖLDSTUND við kertaljós
verður í Laufáskirkju á sunnu-
dagskvöld, 20. desember, og
liefst hún kl. 21. Kirkjukórinn
flytur aðventu- og jólalög undir
stjórn Hjartar Steinbergssonar.
Fermingarbörn flytja sam-
talsþáttinn „Hvar heyrist hin
sanna rödd jólanna?" Lesin verð-
ur jólasaga og jólakvæði flutt.
Sr. Bolli Gústavsson vígslubisk-
up flytur hugleiðingu. Söngnem-
endur úr Tónlistarskóla Eyja-
fjarðar syngja undir stjórn
Jólalög í
Svartfugli
í GALLERÍI Svartfugli
stendur nú yfir jólasýning
þeirra Einars og Sveinbjarg-
ar og kennir þar ýmissa
grasa, en auk þess að vera
gallerí er Svartfugl einnig
vinnustofa þehTa tveggja og
eru þau oftar en ekki að störf-
um, þannig að gestum og
gangandi gefst færi á að
fylgjast með þeim við vinnu
sína.
A laugardag, 19. desember,
mun Jacqueline FitzGibbon
leika jólalög á sópran- og alt-
blokkflautur frá kl. 14 til 16,
en galleríið er opið frá kl. 14
til 22 þann dag. Á sunnudag,
20. desember, er opið frá kl.
14 til 18 og einnig á mánudag,
en á þriðjudag verður opið til
kl. 22 og til 23 á Þorláks-
messu. Lokað er á aðfanga-
dag.
Þuríðar Baldursdóttur. í Iokin
verður ljósahelgileikur þar sem
öll börn í kirkjunni fá ljós til að
halda á.
Kyrrðar- og bænastund verður
í Grenivíkurkirkju mánu-
dagskvöldið 21. desember kl. 21.
Aðventustund verður í Greni-
lundi á mánudag, 21. desember,
kl. 16. Kirkjukórinn syngur und-
ir stjórn Bjargar Sigurbjörns-
dóttur. Börn og unglingar
syngja, leika á hljóðfæri og sýna
lielgileik.
Kaffí Karólína
Myndir úr
verkinu um
Pétur Gaut
TÍU litógrafíur eftir norska lista-
manninn Frans Widerberg eru nú
sýndar á Kaffi Karólínu í Grófargili.
Myndirnar byggir Frans á efni leik-
ritsins um Pétur Gaut eftir Henrik
Ibsen, en það er jólaleikrit Leik-
félags Akureyrar og verður frum-
sýnt 28. desember næstkomandi.
Sýningin er sett upp af því tilefni og
er hér fyrir tilstilli Norska send-
iráðsins í Reykjavík.
Efnivið sinn í verkin sækir hann í
nokkur atriði verksins; Pétur segir
móður sinni frá hreindýrsreiðinni,
búðarránið, dauða Ásu og þegar
Pétur Gautur hittir Anítru.
Frans Widerberg er fæddur í
Ósló árið 1934 og er hann í hópi
þekktustu núlifandi norskra lista-
manna. Hann hefur sýnt verk sín
víða um heim.
Morgunblaðið/Ingimundur
TÆKNIMENNIRNIR sem mikið mæddi á meðan jólaútvarp Grunn-
skóla Borgarness stóð yfir. Þeir heita f.v. Einar Bragi Hauksson og
Jón Ingi Jónsson.
Jólaútvarp í
Borgarnesi
Borgarnesi - Dagana 8.-11. desem-
ber sl. stóðu nemendur Grunnskóla
Borgarness fyrir jólaútvarpi. Er
þetta í sjötta sinn sem nemendur
skólans standa fyrir slíku útvarpi á
jólaföstu.
Mikil undirbúningsvinna fór fram
áður en útvarpið fór í loftið og sér-
stakt útvarpsráð var skipað. Út-
sendingar hófust alla dagana kl
10.00 að morgni og stóðu hvfldar-
laust til 23.00 að kveldi. Allir bekkir
skólans lögðu fram efni sem var
mjög fjölbreytt. Fyrirtæki í bænum
lögðu ungmennunum lið. Voru
auglýsingar settar fram á margvís-
legan máta. Sumar voru lesnar, aðr-
ar sungnar og ein auglýsingin, sem
var í bundnu máli, var kveðin af ein-
um nemenda skólans. Þá voru viðtöl
við ýmsa íbúa bæjarins.
Tónlist skipaði stóran sess og var
komið víða við í því efni. Segja má
með sanni að íbúar bæjarins gátu
allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þetta er lofsvert framtak og
þroskandi verkefni sem verður
örugglega haldið aftur að ári.
Vinsælt
að borða
úti fyrir
jólin
Tölva til
tónlist-
arnáms
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
FYRSTA kennsludaginn hjá 1. bekk í nýja skólahúsnæðinu var for-
eldrum boðið til að fóndra með börnum sínum fyrir jólin. Greinilegt er
að báðir aðilar leggja sig fram og hafa gaman af.
Nýtt skólahúsnæði tekið
í notkun í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Tekið var í notkun
nýtt skólahúsnæði við Grunnskól-
ann í Stykkishólmi 14. desember.
Húsnæðið er við gamla barna-
skólann og hýsti áður skrifstofu
Stykkishólmsbæjar þar til í
síðasta mánuði að hún flutti í
nýja ráðhúsið.
I húsinu er ein kennslustofa
þar sem 1. bekkur grunnskólans
hefur aðsetur. Þar fer einnig
fram sérkennsla og heilsdags-
skólinn starfar þar frá hádegi. I
haust var í fyrsta sinn boðið upp
á heilsdagsskóla. Nemendur 1.-3.
bekkjar eiga kost á að vera í
skólanum frá því að kennslu lýk-
ur og fram til kl. 17.15.1 skólan-
um fá þeir hádegismat og boðið
er upp á frjálsa vinnu og auk
þess sem nemendur fá aðstoð við
heimanámið. Einnig er samstarf
við tónlistarskólann og íþrótta-
skóla Snæfells. Þennan fyrsta
vetur eru 15-20 nemendur í
heilsdagsskólanum.
Stykkishólmi - Jólahlaðborð á
Hótelinu í Stykkishólmi nýtur
mikilla vinsælda og er aðsókn
alltaf að aukast og verða mat-
argestir yfir 700 manns.
Sigurður Skúli Bárðarson,
hótelsljóri, segir að hótelið hafí
byrjað með jólahlaðborð árið
1986. Þá var þetta nýtt og fólki
fannst óþarfi að fara út að
borða svona rétt fyrir jólin. Á
seinni ámm hefur orðið mikil
breyting á. Nú er fastur liður
hjá starfsmannahópum,
saumaklúbbum og félagasam-
tökum að fara út og hittast við
jólahlaðborðið.
Jólahlaðborð stendur nú
lengur en áður. Það hófst 21.
nóvember og fyrstu tvær helg-
arnar komu hópar úr Reykja-
vík. Um helgina komu 270
manns á jólahlaðborðið og
margt verður einnig um næstu
helgi. Sigurður Skúli segir að
viðtökurnar hafi verið mjög
góðar og er starfsfólk hótelsins
þakklátt fyrir það.
Borgarnesi - Fyrir skömmu af-
henti Rristján Snorrason, úti-
bússtjóri Búnaðarbanka íslands
í Borgarnesi, nemendafélagi
Grunnskólans í Borgarnesi og
Félagsmiðstöðinni Óðali tónlist-
artölvu. Sagði hann við það
tækifæri að segja mætti að
þetta væri jólagjöf Búnaðar-
bankans til þessara aðila.
Formaður nemendafélagsins
veitti gjafabréfinu
viðtöku og sagði að tölv-
an ætti örugglega eftir
að koma að góðum not-
um. Myndi tilkoma henn-
ar hvetja unglinga til
tónsköpunar. Myndin er
tekin við þetta tækifæri.
Frá vinstri Indriði
Jósafatsson, æskulýðs-
og íþróttafulltrúi Borg-
arbyggðar, Guðbjörg
Thelma Traustadóttir,
formaður nemendafélags
Grunnskóla Borgarness,
og Kristján B. Snorra-
son, útibússtjóri Búnað-
arbankans í Borgarnesi.
Morgunblaðið/Ingimundur