Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 24

Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ágúst Nvr útskipunar- búnaður Morgunblaðið. Neskaupstaður. NYR útskipunarbúnaður fyrir mjöl var tekinn í notkun hjá loðnuverk- smiðju Sfldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað fyrir skömmu. Búnaður- inn er tengdur 6 mjöltönkum sem nýverið var lokið við smíði á og tek- hjá SVN ur hver þeirra um 1.000 tonn af mjöli. Geymslurými á mjöli mun þrefaldast við þessar framkvæmdir og öll útskipun verður í lokuðu kerfi, auk þess sem hún verður ein- faldari og krefst minni mannafla. Leyfílegur afli túnfísks ákveðinn ALÞJÓÐARÁÐIÐ um vemdun túnfiskstofna í Atlantshafi (ICCAT) hefur samþykkt áætlun sem stemma á stigu við ofveiði túnfisks í Vestur-Atlantshafi á fundi sínum á lok nóvember, að því er Worldfish Report greinir frá. Samkvæmt henni verður leyfflegur hámarksafli 2.500 tonn á ári næstu 20 árin og skiptist á milli Bandaríkjanna, Kanada og Japans. Einnig var ákveðinn leyfilegur hámarksafli í Austur-Atlantshafi og Miðjarðarhafi til næstu tveggja ára, 32.000 tonn á næsta ári og 29.500 tonn árið 2000. Þorri þess kvóta kemur í hlut Evrópusambandsins (ESB), eða 20.165 tonn árið 1999 og 18.590 tonn árið 2000. Samkvæmt ákvörðuninni verður túnfiskkvóti ESB skertur um 4.700 tonn í heild vegna ofveiði undanfar- inna ára. Hins vegar eiga ESB- löndin eftir að koma sér saman um það hvernig sú skerðing skiptist á milli þeirra. Spáð er að ríkin munu takast á um þetta efni á fundi fisk- veiðiráðs ESB í Brussel 17.-18. des- ember næstkomandi. Fulltrúar í sendinefd Bandaríkj- anna á fundi ICCAT lýstu ánægju sinni með niðurstöðu ráðsins. Ann- að hljóð var í strokki World Wide Fund for Nature (WWF) en tals- menn samtakanna telja áætlunina í grundvallaratriðum gallaða, þ.s. kvóti hafi verið aukinn en ekki minnkaður og ekki þjóna þeim til- gangi að minnka ofveiði á túnfiski. WWF spáir því að túnfiskstofnar í Vestur-Atlantshafi muni hrynja inn- an áratugar verði ekkert að gert. Afgreiðslutími til jóla AUa virka daga opiðtilkl. 18.00 Laugardaginn 19. desember opiðkl. 10.00-18.00 ( Fimmtudaginn 24. desember opið tilkl. 12.00 Afgreiðslutími pósthússins í Kringtunni er sá sami og í verslunum Kringlunnar. Afgreiðslubás í Hagkaupi við Smáratorg verður opinn kt. 10.00-22.00 alla daga fram að jólum. TNT Hraðflutningarhafa að auki opið kl. 10-18 á laugardag. Sunnudaginn 20. desember opið kl. 10.00-18.00 á Akureyri. í Pósthússtræti og Mjóddinni. ÚR VERINU Héraðsdómur um „tonn á móti þremur tonnum“ Verð aflamarks komi inn í uppgjör til áhafna HÉRAÐSDÓMUR Hafnarfjarðar hefur nú í desember fellt dóm, sem felur í sér að við uppgjör til áhafna skuli útgerðin ekki aðeins miða við verðmæti afla, heldur einnig verð- mæti aflamarks, sem útgerðin fær hjá kaupanda aflans. Þetta tilfelli snýst um uppgjör háseta á Hafsúlu HF 77. Skipið var í viðskiptum við ákveðinn fiskkaupanda, svokölluð- um tonn á móti þremur tonnum. Fyrir hvert eitt tonn sem landað hjá fiskkaupandum kom ákveðin greiðsla fyrir fiskinn, en að auki lagði fiskkaupandi útgerðinni til aflamark, þrjú tonn á móti hverju einu sam landað var, án endur- gjalds. Niðurstaða dómsins er því á þá leið að ofan á greiðslu fyrir hvert tonn af fiski skuli, við uppgjör, reikna verðmæti þriggja tonna af aflamarki sömu tegundar, í þessu til felli þorsks, til viðbótar fiskverðinu. 1,6 milljónir auk vaxta Hásetinn var á Hafsúlunni frá hausti 1996 og fram á útmánuði árið eftir. Krafa hans var um greiðslu á tæpum 1,6 milljónum króna ofan á fyrra uppgjör auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar og varð dómurinn við kröfum hans. Þannig féllst dómurinn á að séu veiðiheim- ildir lagðar á móti lönduðum afla, skuli litið á þær sem greiðslu fyrir aflann og beri að taka mið af verð- mætum þeirra við uppgjör til áhafn- ar. Stefnandi í málinu taldi sig með þeim hætti, sem viðhafður var við uppgjör, taka þátt í kaupum á afla- marki, en slíkt væri óheimilt sam- kvæmt iögum og kjarasamningum. Stefndi krafðist sýknu í málinu á þeim forsendum að stefnandi gerði aldrei athugasemdir við uppgjör meðan hann var á skipinu og að uppgjör vegna veiðanna var alltaf miðað við hæsta gangverð á stað og stund eins og kjarasamningur gerði ráð fyrir. Stefnanda hafi alla tíð ver- ið kunnugt um eðli þeirra viðskipta sem vom stunduð í þeim veiðiferð- um, sem hann hafi farið í á vegum stefnda, auk þess sem stefnanda hafi alla tíð verið kunnugt um það hvert viðmiðunarverð yrði við upp- gjör. Stefndi hafi síðan ráðfært sig við áhöfn og gert sitt bezta til að tryggja að það verð, sem hann fékk fyrir aflann, væri hæsta gangverð miðað við stað og stund. Aldrei hafi stefnandi eða áhöfnin á Hafsúlunni gert athugasemdir vegna þess, þrátt fyrir að sérstakar kæruleiðir hafi verið opnar. Þvert á móti hafi stefnandi og reyndar öll áhöfnin haft sérstaka velþóknun á þeim kjörum sem hún bjó við. Ekkert markaðsgildi Stefndi segir ennfremur svo í málsvörn sinni að í tonni á móti þremur tonnum viðskiptum skuld- bindi útgerðarmaður sig til að landa afla sínum hjá þeim aðila sem láti aflakvóta í té. Fyrir aflann sé svo greitt umsamið verð. Kvótinn sem útgerðarmaðurinn hafi, sé honum ekki til frjálsrar ráðstöfunar og hafí ekkert markaðsgildi fyrir hann. Hann geti ekki selt hann og hann geti ekki veitt upp í hann, landað aflanum síðan annars staðar og fengið almennt markaðsverð fyrir afiann. Uppgjörsmátinn brot á kjarasamningi og lögum í dómsniðurstöðu segir meðal annars svo: „Óumdeilt er í þessu máli að fyrir hvert tonn af slægðum þorski, sem stefndi lagði til fisk- kaupanda, fékk stefndi greitt 3 tonn af aflamarki auk peningagreiðslu. Verðmæti aflamarksins kom ekki til skipta við uppgjör heldur aðeins sá hluti sem greiddur var með pening- um. Samkvæmt tilvitnuðum ákvæð- um laga og kjarasamninga ber út- gerðarmanni að greiða laun miðað við það heildaraflaverðmæti sem út- gerðin fær fyrir aflann og er út- gerðinni óheimilt að draga frá þvf verðmæti kostnað við kaup á afla- Perú réttir PERÚSKA hafrannsóknastofnunin, Imarpe, hefur lagt til að leyfilegur hámarksafli lýsings verði 80.000 tonn á næsta ári. Ráðherra sjávar- útvegsmála segir leyfilegan afla verða aukinn í 100.000 tonn árið 2000 og svo enn á ný í 120.000 tonn árið 2001. Frá þessu er greint í Worldfísh Report. Afli perúskra fiskiskipa jókst í októbermánuði miðað við fyrra ár heimildum. Uppgjörsmáti sá, sem viðhafður var í skiptum aðila, var því brot á kjarasamningi aðila og brot á 1. gr. laga nr., 24/1986. Sam- kvæmt 18. gr. sömu laga varðar þessi háttsemi sektum." Það var Gunnar Aðalsteinsson, hdl. sem kvað upp dóminn. Miðað við of lágt verð aflamarks Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í svipuðu máli í síðasta mánuði. Þar var ágreiningur uppi um það hvernig verðleggja skyldi aflaheimildir sem útgerðin fær í tonn á móti tonni viðskiptum. Stefn- andi var skipverji á skipi, sem er í eigu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Skipið var á rækjuveiðum og var þeirri rækju, sem fór til vinnslu í landi, landað hjá ákveðnum aðila, sem auk þess að greiða ákveðið verð fyrir rækjuna lagði útgerðinni til eitt tonn aflamarks í rækju á móti hverju lönduðu tonni. Félagsdómur hafði á árinu 1996 komizt að þeirri niðurstöðu að við uppgjör væri skylt að miða við verð- mæti fenginna aflaheimilda auk beinnar greiðslu fyi'ir aflann. Þor- móður rammi-Sæberg hf. hafði þeg- ar greitt stefnanda ákveðna upp- hæð samkvæmt þeirri niðurstöðu, en ágreiningur var um útreikning sem að baki þeirrí greiðslu lá. Stefnandi taldi upphæðina of lága og krafðist 103.000 króna til viðbót- ar auk vaxta. Dómurinn féllst á kröfur hans og verður Þormóður rammi-Sæberg samkvæmt niður- stöðunni að greiða þá upphæð auk 75.000 ki-óna málskostnaðar. Sigríður Ólafsdóttir hdl. kvað upp dóminn. úr kútnum um 60.000 tonn, úr 405.300 tonnum í 464.300 tonn. Búist er við að afli verði um 500.000 tonn í þessum mánuði og heildarafli ársins muni nema um fjórum milljónum tonna. I áætlunum fyrir 1999 er gert ráð fyrir að magn landaðs sjávarafla aukist um 43% miðað við yfirstand- andi ár. A hinn bóginn hefur útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða minnkað um 50% á milli áranna 1997 og 1998. betriflís vœðaflís HERÐASLÁ Á úr flís meb trefli. J|| Vönduð flík Jm úr gæöaflís. J§ Fyrir stúlkur á öllum í aldri. .AGERÐIN ykjavík sími 511 2200 Eyjasl Ýmsir litir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.