Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 25
_____ERLENT_____
Hóta árásum á
A
N or ður-Irlandi
ÁÐUR óþekktur öfgahópur sam-
bandssinna lýsti í gær á hendur sér
ábyrgð á sprengju sem sprakk í
fyrrakvöld við krá í Crumlin á Norð-
ur-írlandi. Engin meiðsl urðu á
mönnum og litlar skemmdir en hóp-
urinn, „hermenn Óraníu“, er
andsnúinn Belfast-samkomulaginu
og hafa áður hótað að gera liðsmenn
IRA, sem látnir hafa verið lausir úr
fangelsi á síðustu mánuðum í sam-
ræmi við skilmála Belfast-sam-
komulagsins, að skotmörkum sínum.
Hefur klofningshópur úr IRA,
írska lýðveldishernum, sömuleiðis
hótað að hefja ofbeldisverk á N-ír-
landi, þar á meðal með árásum á
lögreglumenn. „Framhalds-IRA“
(„Continuity IRA“) eins og samtökin
kalla sig segja, að þau hafí verið bú-
in að koma fyrir sprengju í Derry sl.
sunnudag og hafí hún átt að springa
er mótmælendur gengu hjá fýlktu
liði. Við það hafí þó verið hætt af
ótta við að skaða aðra. Annar klofn-
ingshópur úr IRA, „hið sanna IRA“,
stóð fyrir hi-yðjuverkinu í Omagh en
þá létust 29 manns. í kjölfarið lýsti
hópurinn yfir vopnahléi en talið er,
að sumir liðsmanna hans séu óá-
nægðir með það og hafi nú gengið til
liðs við „Framhalds-IRA“.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Fundu
Egyptar
upp letur-
gerðina?
Kairó. Reuters.
ÞÝSKIR fornleifafræðingar
skýrðu frá því í byrjun vikunn-
ar, að þeir hefðu fundið fornt,
egypskt myndletur, sem vekti
spurningar um hvar leturgerð-
in hefði komið upp með mönn-
um.
Gunter Dreyer, forstjóri
Þýsku fornleifastofnunarinnar
í Egyptalandi, sagði á blaða-
mannafundi í Kairó, að talið
hefði verið, að Súmerar hefðu
orðið fyrri Egyptum til að
nota táknletur. Nú væri hins
vegar ástæða til að efast um
það.
Fornleifafræðingar hafa
fundið myndletur á um 300
leirkerum í fornum, konung-
legum grafreit í Abydos, um
400 km fyrir sunnan Kairó.
Elsta, súmerska letrið er frá
því um 3000 f.Kr. en leirkerin
eru sum frá 3400 en flest frá
3200 f.Kr. Segja Þjóðverjarn-
ir, að myndletrið á þeim sé
miklu þróaðra og auðlæsara
en það súmerska enda er það
síðamefnda næsta óskiljan-
legt.
Myndletrið sýnir dýr, plönt-
ur og fjöll og vísar að sögn
Dreyers til búgarða í eigu ým-
issa konunga. A þessum tíma í
Egyptalandi var algengt, að
konungar kenndu sig til ým-
issa dýra, t.d. sporðdreka eða
fálka. Hefur mesti hluti mynd-
letursins verið ráðinn.
Dreyer telur hugsanlegt, að
Súmerar hafi átt viðskipti við
Egypta og lært af þeim letur-
gerðina en það sé þó ósannað
enn.
BLÓMABÚÐ IA3 REYKJAVIKUR
Hótel Sögu, sími 551 2013
Glœstlegír
jólavendír
Sjón ersögu rtkarí
Opíð öll kvöld tíl
9
Meðal efnis
Hvernig verður hamborgar-
hryggurinn bestur?
Leiðbeiningar um suðu hangikjöts
Svínasteik með betri puru
Steikingartími kalkúns
Rjúpur um jólin
NOATUN
Eigulegl blað fylgir
Morgunblaðinu
í dag
|,(l III1»°''
lllVii""
Sto»,n
riðí"