Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 27

Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 27 ÁRÁSIN Á ÍRAK Lítið um beinan stuðn- ing við aðgerðirnar Viðbrögðin í arabaheiminum við árásunum 7 á Irak þykja einkennast af þögn en Rússar eru hins vegar æfareiðir EKKI virðist mikill stuðningTjr við þá ákvörðun ríkisstjórna Banda- ríkjanna og Bretlands að gera loftárásir á frak og ýmsir banda- menn þeirra á Vesturlöndum og innan Atlantshafsbandalagsins, NATO, hafa hvatt til, að þeim verði hætt. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði, að loftárásirnar væru „gróft brot“ á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rúss- lands, sagði, að þær væru „sví- virðilegar". Var það haft eftir rússneskum embættismönnum, að hugsanlega hefðu þær komið í veg fyrir, að rússneska þingið stað- festi START-2-afvopnunarsamn- inginn. I arabaríkjunum hafa við- brögðin verið lítil en sumir telja það grunsamlegt, að til þeirra skyldi koina daginn áður en full- trúadeildin ætlaði að fjalla um hugsanlega málshöfðun á hendur Bill Clinton, forseta landsins. Breskir fjölmiðlar og frétta- skýrendur voru einróma í stuðn- ingi sínum við árásirnar á Irak og í The Times sagði, að þær hefðu verið „ill nauðsyn“, sem Saddam Hussein, forseti Iraks, hefði kallað yfir sig og þjóð sína. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, styður árásirnar heilshugar og sagði hann, að Saddam bæri einn ábyrgð á þeim. Rudolf Scharping, varnarmála- ráðherra Þýskalands, tók í sama streng en Angelika Beer, tals- maður græningja í varnarmálum, samstarfsflokks jafnaðarmanna í stjórn, harmaði árásirnar. Tals- maður kristilegra demókrata studdi þær og skoraði á stjórnina VIÐBRÖGÐIN að taka af öll tvímæli um sam- stöðuna með Bandaríkjamönnum og Bretum. Frakkar andvígir en Japanir sammála Um klukkustund eftir að til- kynnt var um árásirnar lýsti franska stjórnin yfir, að hún harmaði þær og afleiðingar þeirra fyrir almenning í Irak. Hún tók þó fram, að Iraksstjórn hefði ekki staðið við þá skilmála, sem hún hefði gengist undir varð- andi vopnaeftirlit. ítalska ríkis- stjórnin lýsti einnig áhyggjum sínum og kvaðst vona, að árásun- um lyki fljótt. Gríska stjórnin styður hins vegar árásirnar aldrei þessu vant og skellir allri skuldinni á Saddam Hussein. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, lýsti stuðningi sínum við árásirnar og sagði, að Saddam yrði að gera sér grein fyrir, að tilraunir hans til að þróa gjöreyð- ingarvopn ógnuðu heimsfriði. Kínverjar skoruðu á Bandaríkja- stjórn að stöðva árásirnar þegar í stað og í Rússlandi hafa þær vak- ið mjög hörð viðbrögð. Jeltsín, forseti Rússlands, sagði, að árásirnar væru „gróft brot“ á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Prúnakov forsætisráðherra sagði það „svívirðilegt", að þær skyldu hafa verið gerðar á sama tíma og öryggisráðið var að ræða málið. Sagði hann, að ráðið myndi koma aftur saman að kröfu Rússa til að ræða þessa atburði. Shelton skýrir stöðuna HENRY Shelton, yfirmaður íraska lýðveldishersins, sem var bandaríska heraflans, sýnir frétta- meðal skotmarka í eldflauga- mönnum myndir af höfuðstöðvum árásunum í gær. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, hóf strax umræður um árásirnar á írak og samþykkti að þeim loknum með núklum rneiri- hluta að fordæma Bandaríkja- menn og Breta fyrir „alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi". Greiddi aðeins einn þingmaður atkvæði gegn því. Þá sagði einnig í sam- þykktinni, að dúman teldi, að þessir síðustu atburðir kölluðu á endurmat á sainskiptum Rússa við Bandaríkjamenn, Breta og NATO. Að lokum var hvatt til, að' fjárlögin fyrir næsta ár yrðu end- urskoðuð með það fyrir augum að auka framlög til varnarmála. Sumir rússneskir embættismenn létu einnig í ljós efasemdir um, að dúman myndi úr þessu staðfesta START-2-afvopnunarsamninginn. Sært stolt og vanmáttartilfinning Fréttaskýrendur segja, að Rússar líti á loftárásir Banda- Reuters Fórnarlamb árása ÞESSI íraski maður var á meðal þeirra sem slösuðust í flugskeyta- ái’ásum Bandaríkjamanna og Breta á Baghdad í fyn’inótt. ríkjamanna og Breta sem álits- hnekki fyrir sig og tilraunir sínar til að leysa Iraksdeiluna. Þá bæti heldur ekki úr skák, að vegna óreiðunnar í efnahags- og stjórn- málum og áhrifaleysis Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, þá get- ur Moskvustjórnin ekki brugðist við á neinn hátt nema með orðun- um einum. Þegar Bandaríkja- stjórn ákvað að bera árásirnar ekki undir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þá svipti hún líka Rússa þeim eina vettvangi þar sem þeir mega sín enn mikils. „Síðastliðna nótt lenti Rússland í hópi þeirra ríkja, sem engu máli skipta,“ sagði Borís Berezovskí, umdeildur, rússneskur auðjöfur, sem hefur nú snúið sér að stjórn- málum. „Það versta, sem Rússar geta gert, er að reyna að vera eitthvað, sem þeir ráða ekki við. Það myndi bara auðmýkja okkur enn meira. Við getum verið mikil og voldug þjóð en ekki fyrr en við höfum leyst okkar eigin vanda." Þegjandi samþykki? Viðbrögðin í arabaríkjunum einkennast helst af þögn þótt stjórnvöld í Oman hafi lýst áhyggjum sínum og hvatt til frið- samlegrar lausnar. fransstjórn sagði árásirnar „óviðunandi" og hélt því fram, að ein stýriflaug- anna hefði komið niður í Suður- Iran og Pakistanar mótmæltu þeim og Indveijar einnig. Israel- ar styðja árásirnar eins og við var að búast. Kváðust þeir mundu hafa Patriot-gagneldflaugar til- búnar í varúðarskyni og í Kúveit var hluta hersins skipað að vera við öllu búinn. Bandaríkjastjórn telur sig hafa þegjandi samþykki flestra arabaríkjanna fyrir árásunum og á það er bent, að Clinton hafi bætt verulega stöðu sína í araba- heiminum með heimsókninni til Gaza á dögunum. Ýmsir frétta- skýrendur héldu því þó fram, að með árásunum væri Clinton að reyna að draga athyglina frá yf- irvofandi umfjöllun fulltrúadeild- arinnar um Lewinsky-málin og hugsanlega málshöfðun. „Vegna Monicu Lewinsky var ráðist á Afganistan og Súdan og nú var röðin komin að Irak,“ sagði einn þeirra. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda Stuðningi lýst við aðgerðirnar innan valdaklíkunnar sem öllu ræð- ur. Reynslan sýnir hins vegar að slíkar vangaveltur mótast oftar en ekki af hreinni óskhyggju. Öflugur öryggisvörður er jafnan í kringum Saddam Hussein og telja má með ólíkindum takist andstæðingum hans að sameinast um að steypa honum af stóli án þess að honum berist njósn af fyrirætlunum þeirra. Mun meira liði beitt 1991 Og hvers vegna skyldi herfórin nú skila meiri árangri en þær heift- arlegu árásh’ sem Irakar sættu í Flóastríðinu 1991? Þótt liðsafli sá sem Bandaríkjamenn hafa nú safn- að saman í nágrenni landsins með táknrænum stuðningi Breta sé öfl- ugur verður hann aldrei borinn saman við þá hernaðarvél sem sett var í gang 1991 og vann sigur á Irökum á 43 dögum. Þannig hafa Bandaríkjamenn nú 200 flugvélar tiltækar í nágrenni landsins en fyr- ir tæpum átta árum voru þær 2.700 að tölu. Heraflinn sem tiltækur er telur nú um 24.000 menn en árið 1991 var safnað saman 700.000 manna liðsafla. Þá var sex flota- deildum flugmóðurskipa beitt, nú er ein tiltæk og önnur á leiðinni. Þrátt fyrir þá gífurlegu yfir- burði sem herlið Sameinuðu þjóð- anna hafði gagnvart írökum 1991 tókst hvorki að gjörsigra her Saddams né koma honum frá völd- um. Margir hafa haldið því fram að George Bush, þáverandi Banda- ríkjaforseti, hafí gert alvarleg mis- tök er hann fyrirskipaði að hernað- araðgerðum skyldi hætt þremur dögum eftir að landhernaðurinn hófst gegn innrásarliði Saddams forseta í Kúveit og varnarsveitum í írak. Bush ákvað að láta ekki kné fylgja kviði enda hafði hann ekki umboð til þess;samþykktir Sam- einuðu þjóðanna kváðu aðeins á um að innrásarliðinu í Kúveit skyldi komið úr landi og lögmæt stjórn landsins endurreist. Þessi voru hin pólitísku markmið herfar- arinnar. Þrátt fyrir að herafli Saddams væri að stórum hluta eyðilagður hélt hann völdum og þeim heldur hann enn tæpum átta árum eftir að blásið var til árásanna miklu til að frelsa Kúveit. Því er eðlilegt að spurt sé hvers vegna auknar líkur séu á því nú að takast megi að veikja stjórn forsetans svo mjög að honum verði komið frá. írakar eru prýðilega þjóðernis- sinnaðir eins og flestar aðrar þjóðir og leiðtogar á borð við Saddam hafa í gegnum tíðina getað notað ímynd hins sameiginlega óvinar þjóðarinnar til að styrkja sig í sessi. Þrátt fyrir ægilegar hörm- ungar, skort, efnahagshrun og skelfílegan barnadauða hafa Irakar til að bera þjóðarstolt og taka því tæpast sem frelsun þótt leiðtoginn mikli kunni að vera óvinsæll að á þá sé skotið stýriflaugum með til- heyrandi eyðileggingu og mann- drápum, sem eru óhjákvæmileg þrátt fyini’ að hátæknivopnum sé beitt. Átök ájörðu niðri útilokuð Hyggist Bandaríkjamenn og Bretar hins vegar reyna að skaða beinlínis stjóm forsetans er líklegt að vopnakerfum verði beitt gegn úrvalssveitum hans, Lýðveldis- verðinum og bækistöðvum öi-yggis- veita. Saddam ríkir í skjóli þessa liðsafla og staða hans gæti breyst yrðu þessar sveitir fyrir umtals- verðum skakkaföllum. Engan veg- inn er þó tryggt að unnt sé að ná þessu markmiði með loftárásunum einum og átök á jörðu niðri hljóta að teljast útilokuð. Vopnaeftirliti lokið? Yfirmaður herafla Breta sagði á blaðamannafundi í gær að tilgang- urinn með loftárásunum væri ekki sá að koma Saddam frá völdum eða að senda hann á fund feðra sinna. Eingöngu væri um að ræða að eyða þeirri ógn sem af vopnaframleiðslu Iraka stafaði. Ljóst er að Banda- ríkjamenn og Bretar hafa nú mun betri forsendur til að ná árangri en áður þar sem miklar upplýsingar liggja fyrir vegna vopnaeftirlitsins sem haldið hefur verið uppi i írak með hléum frá því að Flóastríðinu lauk. Aukinheldur ráða Banda- ríkjamenn nú yfír mun nákvæmari stýriflaugum og fjarstýrðum sprengjum en þá. Má því telja lík- legt að árásirnar nú verði bæði hnitmiðaðri og árangursríkari en 1991. Óvíst er hins vegar hvernig lagt verður mat á hvort loftárásirnar hafi skilað tilætluðum árangri og ólíklegt ef ekki óhugsandi má telja að Saddam Hussein fallist á ný á að vopnaeftirlitsmönnum verði heimil- að að starfa í landinu. Sá liður sam- þykkta Sameinuðu þjóðanna virðist því að engu orðinn nú þegar ákveð- ið hefur verið að láta vopnin tala. Þetta gerir að verkum að hin póli- tísku markmið árásanna verða enn óskýrari en ella. Ætla verður því að árásirnar nú verði ekki þær síð- ustu sem Bandaríkjamenn gera á Irak. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir það hafa verið rétta ákvörðun að grípa til hernaðarað- gerða gegn Saddam Hussein, jafnvel þótt ekki hafi verið fyrir því allsherj- arsamþykki innan öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. „Ég hef rætt þetta mál við forsætisráðherra og við höf- um fullan skilning á því sem þarna er að gerast,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Saddam Hussein hefur ekki upp- fyllt sín loforð og ekki farið eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Vopnaeftirlitsmenn gátu ekki lengur fylgst með því sem fram fór í landinu en ljóst er að Saddam hefur stefnt að því að framleiða á ný gereyðingar- vopn sem hann hefur áður beitt gegn nágrannaríkjum og sínu eigin fólki,“ sagði Halldór. Nauðsynlegt væri að stöðva þessar fyrh’ætlanir en það væri miður að ekki hefði tekist að gera það með friðsamlegum hætti. „Vonándi kemur að því að lýðræð- isleg ríkisstjóm taki við í írak því það er það eina sem getur bjargað málum,“ sagði Halldór en kvað menn standa ráðalausa frammi fyrir þvi hvernig koma mætti Saddam Hussein frá. „Hver og einn sem hef- ur reynt að standa í vegi fyrir Saddam innanlands hefui’ annað hvort verið tekinn af lífi eða fangels- aður og pyntaður. Hér er um að ræða eina verstu ógnarstjóm sem nokkurn tíma hefur ríkt í heiminum." Þegar árás á írak var í undirbún- ingi fyrir sex vikum, sem afstýrt var á síðustu stundu, var það skýr stefna íslenzkra stjómvalda að heimila afnot af Keflavíkurflugvelli í tengslum við hernaðaraðgerðirnar, ef eftir því yrði óskað. Aðspurður um hlutverk Kefla- vlkurflugvallar í aðgerðunum nú sagði Halldór að áður en árásin hófst hafi verið búið að flytja öll þau her- gögn sem til þurfti á svæðið. „Kefla- víkurflugvöllur kemur ekki inn í það við þessar aðstæður," sagði Halldór, en sú stefna væri óbreytt að heimila afnot af honum ef óskað væri eftir. í samræmi við afstöðu margra ríkja í öryggisráðinu Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagðist í samtali við Morgunblaðið sagðist í sjálfu sér ekki hafa miklu við yfirlýsingar íslenskra ráðamanna að bæta en aðspurður um mótmæli Rússa og Frakka gegn árásum á írak benti Þorsteinn á að það væri eftirtektarvert að það var ekki mjög sterkt að orði kveðið í ræðum Rússa og Frakka í öryggisráðinu. Þetta hefðu verið stutt ávörp og staðreynd- in væri sú að alls ekki hefði verið um verulegan spennufund að ræða, þótt Frakkar og Rússar hefðu lýst and- stöðu sinni. „Það hafa auðvitað allii’ áhyggjur af ástandinu í írak en mér virðist að það séu ekki hörð andmæli gegn þessum aðgerðum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.