Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 4S
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FULL YRÐIN GAR
SADDAMS LYGI,
SEGIR BLAIR
BRETAR OG BANDARÍKJAMENN létu til skarar skríða
gegn Saddam Hussein, forseta íraks, í fyrrakvöld. Klukk-
an 22 hófust loftárásir á hernaðarleg skotmörk í Irak og tak-
mark árásaraðilanna var að tortíma verksmiðjum, sem fram-
leiða gereyðingarvopn, eiturefna-, sýkla- og kjarnorkuvopn.
Bæði Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Bill Clinton, for-
seti Bandaríkjanna, ávörpuðu þjóðir sínar og heimsbyggðina,
skömmu eftir upphaf árásanna og skelltu skuldinni á Saddam
Hussein, sem þeir sögðu að hefði sýknt og heilagt ögrað Sam-
einuðu þjóðunum og gengið á bak bæði samkomulags, sem
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, gerði í febrúar og
eins samkomulags, sem gert var við Iraksstjórn um miðjan
nóvember, er árásarheimild hafði verið gefin. Hún var aftur-
kölluð á síðustu stundu og hernaðartólum snúið við.
I vopnahléssamkomulagi, sem gert var við Irak áiáð 1991
var að finna ákvæði um að gereyðingarvopn Iraka skyldu upp-
rætt og framleiðslu þeirra hætt. Saddam Hussein skellti skoll-
eyrum við þessu ákvæði og hélt áfram að þróa og framleiða
efna- og sýklavopn. Ennfremur hafa störf eftirlitsmanna Sam-
einuðu þjóðanna verið toi-velduð æ ofan í æ og þeim með öllum
tiltækum ráðum meinað að skoða staði, þar sem grunur hefur
leikið á að gereyðingarvopn séu geymd. I síðustu viku kom
Iraksher í veg fyrir störf eftirlitsmannanna og því voru árásir
hafnar í fyrrakvöld fyrirvaralaust eins og lýst var yfir að yrði
raunin, er hætt var við árásirnar í nóvember.
Saddam Hussein er einræðisseggur, sem einskis svífst og
stjórnarfar hans fer verst með hans eigið fólk, landa hans.
Hann hefur gert margar atlögur að samborgurum sínum og
nægir þar að mipna á hrottafengna árás á þorpið Halabja í
norðausturhluta Iraks fyrir tæpum 11 árum, er Iraksher réðst
á þetta kúrdíska þorp með efnavopnum, bæði tauga- og sinn-
epsgasi. Afleiðingarnar fyrir þetta fólk eru hrikalegar, varan-
legar, erfðafræðilegar, ólæknandi líkamsskemmdir, sem ekki
aðeins bitna á fólkinu, sem varð fyrir árásinni, heldur einnig
afkomendum þess, ef þeir þá eru ekki ófrjóir með öllu.
írak hefur verið haldið í ströngu viðskiptabanni af hálfu
Sameinuðu þjóðanna um árabil. Morgunblaðið hefur áður
gagnrýnt slíkt viðskiptabann, því að það bitni verst og þyngst
á þeim sem sízt skyldi, sjúkum, börnum og gamalmennum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist við slíkri gagnrýni með því
að leyfa Irökum að stunda olíusölu til þess að unnt sé að gefa
þessu þurfandi fólki mat, lyf og klæði, en Saddam Hussein hef-
ur ginið yfir þeim fjármunum, sem hann hefur á þennan hátt
komizt yfir, byggt hallir fyrir sig, fjölskyldu sína og gæðinga
og skeytir engu um hag almennings. A þetta minntist Bill
Clinton í ræðu sinni í fyrrinótt og Tony Blair sagði: „Við reyn-
um af fremsta megni að koma í veg fyrir að fólk bíði bana. Ég
get ekki, af augljósum ástæðum, farið nánar út í það. En mig
langar til þess að taka fram eitt atriði. Deila okkar er ekki við
írösku þjóðina og hefur aldrei verið. Allur heimurinn má vita,
að við höfum leyft Saddam að selja olíu til þess að hann gæti
keypt eins mikið af mat og lyfjum og nauðsynlegt er. Fullyrð-
ingar hans um annað eru lygi. Hann gat fætt og klætt þjóð
sína, en hann valdi að gera það ekki. Deila okkar er aðeins við
hann sjálfan og þá illu stjórn, sem hann er í forystu fyrir.“
Þótt skoðanakannannir í Bandaríkjunum sýni að á milli 70
og 80% bandarísku þjóðarinnar standi að baki ákvörðun Clint-
ons Bandaríkaforseta um að hefja árásir á hernarðarmann-
virki í írak og þingmenn lýsi yfir því að þeir standi að baki
hersveitum Bandaríkjanna í þessum átökum, telja margir að
tíminn, sem valinn er til árásanna sé óheppilegur. í gær átti að
greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um það, hvort
Clinton yrði ákærður vegna Lewinsky-málsins svokallaða.
Þeirri atkvæðagreiðslu hefur nú verið frestað. Ýmsir hafa
haldið því fram, að Clinton hafi notað tækifærið nú til þess að
láta til skarar skríða vegna atkvæðagreiðslunnar, en aðrir for-
ystumenn Bandaríkjanna, sem tóku þátt í ákvörðuninni, segja
að slíkt hafí ekki verið uppi á tengingnum. Málið hafi einfald-
lega ekki þolað bið, m.a. vegna trúarhátíðar múslíma, sem í
hönd fer, föstumánaðarins ramadan. Clinton minntist raunar á
atkvæðagreiðsluna í ræðu sinni í fyrrinótt og taldi að Saddam
hefði ekki reiknað með árásum nú vegna þess að forsetinn
myndi ekki treysta sér til að taka ákvörðun með atkvæða-
greiðsluna yfirvofandi. Lagði hann áherzlu á að bandarískt
þjóðfélag byggðist ekki á slíkum uppákomum.
Þá vekja viðbrögð Frakka líka athygli, en þeir styðja ekki
árásirnar. Það gera Rússar og Kínverjar ekki heldur, en þess-
ar þrjár þjóðir ásamt Bretum og Bandaríkjamönnum eru þær,
sem fast sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrri
aðgerðir gegn Irak virðast því hafa notið meiri og almennari
stuðnings, en þessar aðgerðir, sem nú standa yfir. Athygli vek-
ur einnig að Þjóðverjar styðja aðgerðirnar með friðarsinnann
og græningjann Fischer í broddi fylkingar. Norðurlönd virðast
ekki vera meðal gagnrýnenda og utanríkisráðherra íslands
hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar, en afstaða hans til
viðskiptabannsins hefur verið önnur en Morgunblaðsins.
SKÝRSLA nefndar Bandaríkja-
þings sem fékk það verkefni að
fjalla um kvótakerfi í sjávarúL
vegi var gerð opinber I gær. í
skýrslunni eru tilmæli til þingsins um
aðgerðir í sjávarútvegsmálum hvað
varðar kvótakerfi. Skýrsla nefndarinn-
ar er vel á 7. hundrað blaðsíðna og var
samantekt úr henni dreift til banda-
rískra fjölmiðla í gær.
I Bandaríkjunum gilda svokölluð
Magnusson Stevens-lög um fiskveiðar.
Lögin hafa tekið talsverðum .breyting-
um í tímans rás, en núgildandi lög
kveða á um bann við frekari þróun
kvótakerfa í fiskveiðum fram til ársins
2000. Fulltrúadeild þingsins óskaði eft-
ir því við Rannsóknaráð Bandaríkj-
anna að unnin yrði ítarleg skýrsla um
reynsluna af kvótakerfum í Bandaríkj-
unum sem og erlendis. Rannsóknaráð-
ið hafði umsjón með gerð skýrslunnar
og var skipuð nefnd 15 manna úr ólík-
um greinum og með ólík sjónarmið
sem hafa frá því haustið 1997 unnið að
ítarlegri úttekt á reynslunni af kvóta-
kerfum í sjávarútvegi. Nefndarmenn
eru einkum bandarískir fræðimenn úr
ýmsum greinum; hagfræðingar, lög-
fræðingar, stjórnmálafræðingar,
mannfræðingar, líffræðingar, auk
framkvæmdastjóra stórfyrirtækis á
sviði skógnytja. Þrír erlendir fræði-
menn hafa einnig átt sæti í nefndinni,
þeir dr. Gísli Pálsson, prófessor í
mannfræði við Háskóla Islands, dr.
Rögnvaldur Hannesson, prófessor í
hagfræði við Norska viðskiptaháskól-
ann í Bergen, auk sérfræðings á sviði
fiskveiðistjórnunar á Nýja-Sjálandi.
Þess var vandlega gætt að ekki veldist
í nefndina fólk sem hefði einkahags-
muna að gæta og nefndin hefði tök á
að vinna verk sitt í friði, laus við allan
pólitískan þrýsting. Formaður nefnd-
arinnar er Jan S. Stevens fyri-verandi
lagaprófessor og aðstoðarmaður ríkis-
saksóknai-a í Californíu. Hefur hann
stýj't vinnu nefndarinnar, ásamt emb-
ættismönnum Rannsóknaráðs Banda-
ríkjanna. Þá hafi staiísfólk nefndar-
innai’ aflað umfangsmikilla gagna.
Gísli Pálsson segir nefndina hafa
unnið mikið staif og komið oftsinnis
saman á ólíkum stöðum í Bandainkjun-
um til skrafs og ráðagerða. Meðal ann-
ars hafi verið kölluð til vitni úr mörgum
áttum. Þar var almenningi gefinn kost-
ur á að koma á framfæri sínum sjónai’-
miðum og taka þátt í umræðum, auk
þess sem rætt var við sérfræðinga úr
bandarísku stjómkerfi, háskólum og
í-annsóknastofnunum og fulltrúa ólíkra
hagsmunaaðila, bæði sjómanna, út-
gerðarmanna og byggða. Þar fyrir ut-
an hafi nefndin haldið lokaða
vinnufundi.
I Bandaríkjunum er stjói'n fiskveiða
að hluta til hjá alríkinu en að hluta til
hjá svæðisráðum og einstökum ríkjum
og byggðai’lögum. Gísli segii’ að þar
fyi’ir utan sé bandaríska þjóðin saman-
sett af fjölmöi’gum ólíkum þjóðarbrot-
um og aðstæður því mjög ólíkar, t.d. í
Alaska og við Mexíkóflóa. „Tillögur
nefndai-innar eru því ekki bara til
þingsins, heldur einnig til annaira
stjórnstiga sem koma að fiskveiði-
stjórnun. í Bandaríkjunum hafa sum-
staðai’ vei’ið tekin upp kvótakerfi, með-
al annars í Alaska. Víða hefur gætt óá-
nægju með þessi kerfi og áköf þjóðfé-
lagsumræða um réttlæti og jöfnuð hef-
ur gjarnan fylgt í kjölfai’ið. Þingið
ákvað því að taka á málinu og nefndin
var stofnuð í ft-amhaldi þess.“
Gísli segir ítariega umfjöllun um
mörg fiskveiðistjómunarkeifi í skýrsl-
unni. Sitt hlutverk í nefndinni hafi ekki
verið einskorðað við umfjöllum um ís-
lenska kerfið, þó skiljanlega hafí hann,
ásamt Rögnvaldi, komið hvað mest að
þeirri vinnu. „Öll nefndin hefur rætt
alla þætti þessa starfs og stór hluti
skýi’slunnar er skrifaður af hópnum í
sameiningu. Við skiptum snemma með
okkur verkum, en höfum gagnrýnt,
breytt og bætt vinnu hver annars.
Skýrslan er tilraun til að alhæfa um
þau kerfi sem voru til umfjöllunar.
Nefndinni var uppálagt að líta á þessi
kerfi í mjög víðu samhengi og þess
vegna staðnæmist hún ekki aðeins við
arðsemi og hagkvæmni, heldur einnig
áhrif á fiskistofna, vistkerfi, samfélag
ogbyggðir."
I Magnusson Stevens-lögunum er
tekið fram að binda eigi enda á ofveið-
ar. I öðru lagi er lögð áhersla á nýja
umhverfissýn og verndun fisksins og í
þriðja lagi á fiskveiðibyggðir eða -sam-
félög. Ennfremur er lögð áhei’sla á
sanngjarna og jafna úthlutun og dreif-
ingu aflaheimilda ef um kvótakerfi er
að ræða. Þetta segir Gísli vera fjögur
meginmarkmið fiskveiðistefnunnar í
Skýrsla nefndar Bandaríkjaþings um útfærslur kvótakerfa við stjórnun fískveiða
Mikilvægt að standa rétt
að upphaflegri úthlutun
I ítarlegri skýrslu nefndar sem fjallað hefur
um útfærslur á kvótakerfum fyrir Banda-
ríkjaþing kemur fram að víða hefur verið
staðið rangt að upphaflegri úthlutun afla-
heimilda. Þá telur nefndin mikilvægt að sam-
félaginu sé tryggður hluti af þeim arði sem
myndast í kvótastýrðum fiskveiðum. Dr.
Gísli Pálsson átti sæti í nefndinni sem skilaði
niðurstöðum sínum í gær. Helgi Mar Arna-
son ræddi við hann um innihald skýrslunnar.
Bandaríkjunum sam-
kvæmt gildandi lögum.
„Með hliðsjón af þessum
fyrirmælum laganna hefur
nefndin skilgi’eint þau lyk-
ilatriði sem eiga að nást í
stjórnun fiskveiða. Nefnd-
in hefm’ farið í gegnum þá
vitneslgu sem hún hefur
aflað sér um kvótakerfi
sem eru til eða á teikni-
borðinu og kannað að hve
miklu leyti þessum megin-
markmiðum laganna hefur
verið fullnægt, hvernig
kerfunum mætti breyta til
að ná betur þessum mark-
miðum og síðan hvort aðr-
ar leiðir væru hugsanlega
betri við stjóm fiskveiða,"
segir Gísli.
Nefndin leggur í skýrsl-
unni til að Bandaríkjaþing
aflétti banni við frekari þróun kvóta-
kerfa í fiskveiðum. Nefndin telur þó að
ákveðin skilyi’ði verði að vei’a fyrir
hendi til þess að kvótakerfi megi koma
á og skilgreinir hver þau skilyrði eigi
að vera. Gísli segir eitt þeirra skilyrða
vera að viðeigandi ráðstafanir séu
gerðar til að forðast þær óæskilegu af-
leiðingai’ kvótakerfa sem i’eynslan hef-
ur leitt í Ijós. „í mörgum af þeim
kvótakerfum sem nefndin hefur kann-
að hefur verið einblínt á hagkvæmni og
arðsemi. Þetta hefur verið mjög af-
drifai’íkt og leitt af sér mikinn ójöfnuð
og óánægju.“
Rétt sé staðið að
upphaflegri úthlutun
Gísli segir upphaflega úthlutun afla-
heimilda skipta geysilega miklu máli
við hönnun kvótakerfa. Nefndin bendi
á margs konar úthlutunarmöguleika,
meðal annars til sjómanna, bátaeig-
enda, vinnslustöðva og til byggða.
Einnig skipti verulegu máli hverjii’
komi að úthlutuninni. „Nefndin leggur
mikla áherslu á að þeir aðilar sem
koma að hönnun kerfisins komi sem
víðast úr sjávarútveginum og hópui’
svokallaðra „hagsmunaaðila" sé ekki
skilgi-eindur mjög þröngt. Þeir eiga
ekki aðeins koma úr röðum útgerðai-
manna, heldur einnig sjómanna, hús-
mæðra, eigenda fiskverkunarstöðva og
þar fram eftir götunum, frá þeim
byggðum sem allt sitt eiga undir fisk-
veiðum. Það er ákveðin togstreita á
milli alríkisins og grasrótarinnar og
nokkuð ljóst að Bandaiíkjaþing getur
ekki sett almennar reglur fyrir allt
landið, öðruvísi en þær almennu reglur
sem koma fram í Magnusson Stevens-
lögunum. Nefndin gerir ráð fyrir að
svæðisráð, sem stýra fískveiðum á við-
komandi svæði innan Bandaríkjanna,
geri tillögur um stjórn veiða og mið-
stjórnarvaldið hafi með höndum það
hlutverk að tryggja að fullnægt sé
grundvallarskilyrðum laga. Svæðisráð-
in geti síðan úthlutað hluta af valdi
sínu til einstakra byggða."
Samfélaginu sé tryggður
hluti af arði
Kvótakerfi geta, ef vel er að staðið,
skapað töluverðan arð og segir nefndin
í skýrslunni að hann eigi að hluta til að
skila sér til samfélagsins,
ekki aðeins til handhafa
aflaheimildanna. Gísli
segir nefndina ekki
leggja til hvaða leið skuli
fara í Bandaríkjunum
vegna mismunandi að-
stæðna á einstökum
svæðum. „Það er hins
vegar lögð á það mikil
áhersla að hluti af ágóð-
anum skili sér til samfé-
lagsins og sömuleiðis
hluti af rentunni sem
skapast síðar og auka
beri svigi’úm laga í þess-
um efnum. Það er ekki
kveðið á um hver þessi
hlutur eigi að vera. Að-
eins er tekið fram að
hann eigi að standa
straum af rannsóknum á
fiskistofnum og fiskveið-
um og gagnaöflun um það hvernig
kvótakeifinu vindur fram. Nefndin
bendii’ á ýmsar leiðir í þessu sam-
bandi. Þar á meðal er auðlindagjald.
Einnig er bent á athyglisvert ástralskt
keifi sem er fólgið í því að aflaheimild-
um er úthlutað til ákveðins tíma í senn
en litið svo á að þær rými á hverju ári.
Handhafi kvótans þarf þá að kaupa á
fi-jálsum markaði það sem upp á vant-
ar ef hann vill halda sama kvóta ár eft-
ir ár. Hann þarf' líka að sýna fram á að
hann fylgi settum reglum, þannig að
þeir sem verða uppvísir að brottkasti
og slæmi-i meðferð á afla eiga ekki
sama rétt á endui’nýjun aflaheimilda.“
Komið verði í veg fyrir
óhóflega hlutdeild
Nefndin leggur einnig ríka áherslu á
að þegai’ komið sé á kvótakerfi sé í
upphafi skilgi-eind „óhófleg hlutdeild"
einstaklinga eða fyi’irtækja. Gísli
bendir þannig á að á íslandi hafi afla-
heimildii’ safnast á tiltölulega fá fyrir-
tæki. „Hvað er óhóflegt og hvað ekki
kann að vera breytilegt á milli landa
eða héraða. Nefndin leggur til að í
hverju fiskveiðihéraði verði ákveðið
strax í upphafi hvað sé óhófleg afla-
hlutdeild. Menn þurfa því að ákvarða
fyrirfram hvort eðlilegt sé að stærstu
handhafar kvóta séu með 1%, 10% eða
20%, það er skilgreiningaratriði. Það
er mismunandi eftir því hvaða veiði-
skapur er ríkjandi á viðkomandi svæði.
í sumum tilvikum kann að vera rótgró-
in hefð fyrir smábátaútgerð í dreifðum
byggðum. Þar væri ekki hægt að
leggja drög að kerfi sem heimilaði öra
samþjöppun aflaheimilda. í öðrum til-
vikum kynni slíkt að vera eðlilegt.“
Áhersla á almenningseign
fiskistofna
Þá fjallaði nefndin ítarlega um laga-
lega skilgreiningu aflaheimilda. Gísli
segir það vera lykilatriði hvort litið sé
á aflaheimild sem eign eða afnotarétt.
„Nefndin leggur ríka áherslu á að
fiskistofnar séu í eigu almennings og
handhafai- kvóta séu einungis með
tímabundinn nytjarétt í höndunum.
Það getur svo verið breytilegt eftir
fiskveiðihéruðum eða veiðiaðferðum
hversu lengi þessi nytjaréttur gildh’.
Nefndin leggur áherslu á að tryggja
Morgunblaðið/Halldór
DR. Gísli Pálsson,
prófessor í mann-
fræði við Háskóla
Islands.
þuifi handhafa aflaheimilda ákveðið
öi-yggi, þannig að sá sem gerir út búi
við ákveðinn stöðugleika. Þessi trygg-
ing má hins vegar aldrei verða til þess
að kvótinn verði talinn eign útgerðar-
mannsins. Bandai’íkjamenn settu fyrir
margt löngu lög til að tryggja almenn-
ingi jafnan aðgang að auðlindum. Mér
sýnist að dómstólar á lægil stigum í
Bandaríkjunum hafi lagt blessun sína
yfir úthlutun aflaheimilda til ákveðinna
manna. Vel er þó hugsanlegt að Hæsti-
réttur Bandaríkjanna komist að sömu
niðurstöðu og sá íslenski. En á það hef-
ur ekki reynt, enda lítil reynsla komin
á kvótakerfi í Bandaríkjunum. En
nefndin leggur ríka áherslu á að hand-
hafai- aflaheimilda fari ekki að líta á sig
sem lagalega eigendur kvótans.“
Gísli nefnir ennfremur að nefndin
telji að skilgreina þurfi markmið
kvótakeifis skýrt strax við setningu
þess. Kvótakerfi hafi mismunandi
markmið eftir því hvar þau eru búin til.
Hins vegar þurfi að vera ljóst í upphafi
hvaða félagslegum, hagrænum og vist-
fræðilegum markmiðum menn ætli sér
að ná. Þessi markmið verði að skil-
greina með almenm’i þátttöku hags-
munaaðila.
Byggðakvóti hefur marga kosti
Þá telur nefndin að skoða beri
gaumgæfilega möguleika á byggða-
kvóta. I Magnusson Stevens-lögunum
er kveðið á um skipun sérstakrar
nefndar til að fjalla um byggðakvóta
og skilaði sú nefnd einnig niðurstöðum
sínum í gær. Gísli segh' nefnd Rann-
sóknaráðsins hafa komið inn á byggða-
kvóta. „Niðurstaða okkar var sú að
byggðakvóti hafi ákveðna kosti í viss-
um tilvikum, en hann kann líka að hafa
ákveðna annmarka. I Alaska hafa
menn verið að prófa sig áfram með
slíkt kerfí. Þá er aflaheimildum aðal-
lega deilt niður á sveitarfélög. Mark-
miðin geta verið mismunandi, að halda
byggð innan héraðsins og að tryggja
ákveðna dreifingu heimildanna.“
Þá leggur nefndin til í skýrslu sinni
að leiga á aflaheimildum verði heimil-
uð. Hún leggur hins vegar áherslu á að
ekki verði til sérstök stétt manna sem
aðeins lifi af því að leigja aflaheimildh’.
Gísli segir að aðstæður og markmið
geti verið mismunandi hvað leiguna
varðar eins og í öðru. „Kvótakerfi þarf
að þjóna margs konar markmiðum og
hagsmunum. Þegai’ menn eru að
kanna möguleika í útfærslu kerfanna
eiga þeir að huga að því hvernig megi
ná þeim markmiðum sem þeir hafa
skilgreint í upphafi. Ef þau nást ekki
með kvótakerfi, þá eiga menn að reyna
aðrar leiðir. En nefndin kemst að
þeirri niðurstöðu að kvótakerfi gætu
verið mikilvæg tæki til að ná tilteknum
markmiðum. En útfærsla þeirra ræður
úrslitum um hvort markmiðin nást.“
Ennfremur telur nefndin að draga
beri úr hvata til að misnota auðlindina
og svindla á kvótakerfi. Eitt af mark-
miðum kvótakeifis sé að hamla ofveiði
og tryggja sjálfbæra nýtingu fiski-
stofna. Gísli segh’ margs konar svindl
til staðai’ í kvótakerfum en eðli málsins
samkvæmt sé eifitt að afla gagna um
slíkt. „Engu að síður hafa menn miklar
áhyggjur af slíku og alls staðar er við-
urkennt að vandinn er fyrh’ hendi. Sú
kenning sem kvótakerfi byggjast á
leggur áherslu á að sé einkaeign komið
á í fiskveiðum hafi menn ekki lengur
hag af því að ganga illa um auðlindina
og stunda kerfisbundna rányi’kju.
Þessi kenning er umdeild og ég tel að
hún gildi að minnsta kosti ekki hvað
+
sjávarútveg varðai’. Röksemdin fyrir
því er einkum sú að eign á aflaheimild-
um dugar ekki ein sér þegar um villta
dýi'astofna er að ræða.' Handhafai’ afla-
heimildanna geta ekki tryggt að aðrir
handhafar gangi vel um auðlindina.
Brottkast á fiski er þess vegna stað-
reynd. Það er sambærilegt við ofbeit á
sameiginlegum almenningum eða af-
réttum."
I skýrslu nefndarinnar segh' að um
leið og valin hafi verið sú leið að setja
kvóta á fiskitegundh’ og útdeila afla-
heimildum til ákveðinna aðila, geti ver-
ið mjög erfitt að snúa til baka. Gísli
segir að þegar valin sé leið kvótakeifis-
ins sé útvegurinn kominn á ákveðna
brautarteina þvi kerfi af þessu tagi hafi
tilhneigingu til að þróast í ákveðna átt.
„Þetta hefur komið áþreifanlega í ljós
á Islandi og mér sýnist Norðmenn
vera að fara svipaða leið um þessar
mundir.“
Úthlutunin á fslandi
skapaði ójöfnuð
HANNA Kristjana, 4 ára, Ásmundur Þór, 14 ára, og Tómas Birnir, 2 ára.
Gísli telur að mistökin við gerð
margra kvótakerfa megi að miklu leyti
rekja til þeirrar hugmyndafræði sem
sett hefm’ svip sinn á alla umræðu um
stjórnun veiða og auðlinda á Vestur-
löndum síðustu tvo áratugi. „Þar hefur
ráðið ríkjum hörð, nýklassísk hagfræði
sem segir mönnum að arðsemi sé það
eina sem skipti máli, hagkerfið sé sam-
sett af eigingjörnum og sjálfstæðum
einstaklingum sem ekki kunni að ráða
ráðum sínum í hópi og eignarhald á
tækjum og fjármagni gegni mun
stærra hlutverki en vinnuaflið. Þau
kvótakerfi sem sett hafa verið á lagg-
irnai’ hér á íslandi, á Nýja-Sjálandi,
víða í Bandai'íkjunum og í Kanada,
hafa þann stóra annmarka að þau hafa
ekki tekið á spurningum um jöfnuð og
dreifingu. Þetta eru spurningar sem
Hæstiréttur Islands hefur nýverið tek-
ið á með athyglisverðum hætti. ís-
lenska dæmið er gott dæmi um þrönga
skilgreiningu á aflareynslu. Hér var
byggt á aflareynslu þriggja ára og þeir
sem höfðu rétt á aflareynslu sam-
kvæmt skilgreiningunni voi-u þeir sem
áttu skip. Það eru engin fi-æðileg né
raunhæf rök fyrir því að hengja sig á
slíka skilgi’einingu. Þessi aðferð skap-
aði mikinn ójöfnuð í íslenska fiskveiði-
kerfinu og með afdrifaríkum hætti.
Síðustu misseri hafa verið að koma
fi’am afleiðingai’ þessa. Hérlendis er
víðtæk óánægja meðal almennings
með kvótakerfið sem endurspeglast
m.a. í þeim umsóknum um kvóta sem
nú streyma inn í sjávarútvegsráðu-
neytið í þúsundatali. Sömu sögu má
segja víða erlendis. Þar hafa kvótakerfi
takmarkað hóp upphaflegra handhafa
kvóta við eigendur á skipum og mikill
arður hefur fallið þessum hópi í skaut
fljótlega eftir að kvótanum er úthlutað.
Tilhneigingin er síðan sú að kvótinn
færist á enn færri hendur þegar menn
selja sig út úr kerfinu og hirða ávinn-
inginn sjálfir. Þetta hefur skapað
ójöfnuð, ekki hvað síst þegar möguleik-
inn á leigu kemur einnig til skjalanna.
Það er skýlaus ki’afa Magnusson
Stevens-laganna að tryggður sé jöfn-
uður þegnanna og dreifing aflaheim-
ilda við hönnun kvótakerfa til að forð-
ast afleiðingar af þessu tagi.“
Einstök skýrsla
Gísli segh’ vissulega hafa verið uppi
ólíkar skoðanir í nefndinni, enda hafi
setið í henni fulltrúar ólíkra þjóðfé-
lagssjónarmiða, aðstæðna og fræði-
greina. „Að mínu mati er það hins veg-
ar merkilegt hvað þessi hópur gat
komist að mörgum sameiginlegum
niðurstöðum á svo skömmum tíma. Við
teljum þetta mjög merkilegar niður-
stöður. Skýrslan er að mínu mati eina
heildræna úttektin á kvótakerfum sem
völ er á. Allar aðrar skýrslur um
kvótakerfi hafa þann alvarlega ann-
marka að mínu viti, að þær taka fyrst
og fremst á formlegri og hagrænni
hlið kerfanna. Það er engin önnur út-
tekt sem ræðir jafnmargar útfærslur á
kvótakerfum, út frá jafnmörgum sjón-
armiðum, félagslegum, hagrænum og
vistfræðilegum. Að því leyti tel ég að
þessi skýrsla sé sér á báti og eigi eftir
að hafa mikil áhrif á umræðu um fisk-
veiðar og fiskveiðistjórnun, ekki bara í
Bandaríkjunum heldur víðar. Það
mætti vel segja mér að hún setti tölu-
verðan svip á þá umræðu sem væntan-
lega fer fram um kvótakeifið hérlend-
is í ljósi atburða síðustu vikna. Að vísu
verður skýrslan ekki gefin út í heild
sinni fyiT en eftir einhverjar vikur eða
mánuði og verður því ekki aðgengileg
almenningi fyrr en þá,“ segir Gísli
Pálsson.
Aldrei upplifað
óhugnanlegri
lífsreynslu
„ÉG hef aldrei upplifað
óhugnanlegri lífs-
reynslu en að sjá lestar-
vagninn með börnunum
minum á hvolfi. Ég taldi
víst að börnin væru öll
látin. I vagninum voru
um tíu börn,“ segir
Sveinn Guðmundsson,
sem ásamt þremur
börnum sínum var í
járnbrautarlest sem fór
út af sporinu um 30 km
sunnan bæjarins
Mosjaen í Noregi.
Daginn áður hafði
Sveinn lent í þeirri lífs-
reynslu að reyna að
bjarga konu á áttræðis-
aldri sem fékk hjartaáfall á póst-
húsinu í Reine þar sem Sveinn býr.
Sveinn segir að hann hafi reynt að
blása lífi í konuna meðan norskur
sjúkraliði, sem þarna var einnig
staddur, reyndi hjartahnoð. Konan
dó í höndunum á þeim.
Mikil rigning hefur verið í norð-
urhluta Noregs undanfarna daga
og er talið hugsanlegt að vatn hafi
grafið jarðveginn undan járn-
brautarteinunum. Sveinn var á
leið til Helsingor í Danmörku
ásamt börnunum frá Reine, þar
sem þau ætluðu að hitta eiginkonu
Sveins, Fanneyju Birnu Ásmunds-
dóttur, sem stundar nám á fslandi.
Fjölskyldan ætlaði að vera saman
á jólunum í Helsingor og halda
upp á fimm ára afmæli næstyngsta
barnsins, Hönnu Kristínar.
Sveinn býr ásamt börnunum í
Reine í Lofoten, þar sem hann
starfar hjá High North Alliance,
sem eru samtök sem vinna kynn-
ingarstarf fyrir hval-, sel- og fisk-
veiðimenn á norðurslóðum.
Börnin í
leikvagninum
„Ég var staddur í fimmta vagni,
veitingavagninum, þegar lestin fór
út af sporinu. Ég var í símanum
þegar vagninn byrjaði að hristast
til. Börnin voru í leikvagninum,
tveimur vögnum framar. Fyrst
kom ójafna eins og gerist oft í lest-
um og síðan jukust rykkirnir jafnt
og þétt. Þá áttaði ég niig á því
hvað var að gerast. Ég kastaði frá
mér símanum og rauk út úr vagn-
inum til þess að komast í leikvagn-
inn. Um það leyti sem lestin stöðv-
aðist náði ég að opna dyrnar en þá
var næsti vagn fyrir framan af-
tengdur. Ég hljóp fram fyrir af-
tengda vagninn og kom að leik-
vagninum sem lá á þakinu. Honum
hafði hvolft og sömuleiðis næsta
vagni fyrir framan. Þetta voru
einu vagnarnir sem hvolfdi," sagði
Sveinn.
Slysið gerðist í kolniðamyrkri
en þokkalegu veðri. Sveinn rauk
strax að vagninum og stóð hurðin
á sér í fyrstu. „Einhvern veginn
opnaði ég hana. Ég
heyrði strax í dóttur x
minni. Ofsahræðsla
hafði gripið börnin.
Gólfið í vagninum var
glerhált. Um leið og
ég kallaði á börnin
svaraði sonur minn
strax að ekkert amaði
að þeim. Þau voru öll
grátandi og vagninn
var gersamlega í
rúst,“ sagði Sveinn.
Ásmundur Þór, 14
ára sonur Sveins, er ,
marinn og blár og
Hanna Kristjana fékk
ljótt glóðarauga og
mar á enni. Yngsta
barnið, Tómas Birnir, sem er
tveggja ára, virðist hins vegar
hafa sloppið við meiðsli. „Það gæti
verið að hann hafi lent á eldri
bróður sínum sem hefur dregið úr
högginu," segir Sveinn.
„Erum við komin
til Danmerkur?"
Tómas Birnir Iýsti slysinu á
þann veg fyrir föður sínum að
hann hefði skyndilega farið á hvolf
í lestinni. „Þegar ég komst inn í
vagninn spurði hann hvort við
værum núna kornnir til Danmerk-
ur. Dóttir mín og Ásmundur flugu
um inni í vagninum þegar honum
hvolfí og það kom gat á loftplötu í
þakinu þegar hann skall með höf-
uðið þar.“
Sveinn telur líklegt að dráttar-
vagninn og fyrsti vagninn hafi
hrist jörðina svo rækilega að það
hafi losað um jarðveg undir tein-
unum. Teinarnir hafi síðan gefið
sig og Ijórði og fimmti vagn farið
á hvolf.
Hann segir að vel hafi gengið að
koma börnunum út úr vagninum.
Um 150 farþegar voru með lest-
inni og söfnuðust flestir saman við
vagnana sem hvolfdi. Höfðu þeir
kveikt á kveikjurunum til sjá
handa skil við björgunina. „Ég hef
grun um að fólkið í vagninum fyr-
ir framan leikvagninn hafi slasast
einna mest. Mér skildist að fjórtán
manns hefðu alvarlegri skaða án
þess að vera lífshættulega slasað-
ir. Það eru allir á þeirri skoðun að
það sé með ólíkindum hve vel fólk-
ið slapp og að enginn skyldi hafa
látist."
Allur farangur fjölskyldunnar
var enn um borð í lestinni í gær-
kvöldi því björgunarmenn höfðu
bannað alla umgengni í vagnana
þar sem þeir eni mjög ótryggir.
Sveinn segir að aðstoð hafi ekki
borist fyrr en eftir óratíina. Að
lokum kom bóndi af næiiiggjandi
bæ til aðstoðar og fengu margir
húsaskjól þar, þar á meðal Sveinn
og börnin hans. Þeir sem voru
mest slasaðir voru fluttir á sjúkra-
húsið í Mosjoen.
SVEINN
Guðmundsson