Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 51

Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 51 að vini. Báðir leystum við til okkar allt of stór einbýlishús og bjuggum þar með elstu börnum okkar. Nú á þessu ári, þegar við vorum báðir orðnir einir, var samband á milli okkar orðið mjög mikið, við vorum nánast eins og „samlokur“, borðuð- um hvor hjá öðrum, fórum í sund saman, og byrjuðum að spila golf saman. Við fórum saman í ófáar veiðiferðir, bæði einir eða með er- lendum viðskiptavinum okkar. Nú einnig fórum við út að skemmta okkur saman. Viðkvæðið var venjulega þegar komin var helgi: „Hvernig er þetta eiginlega. Piparsveinar sitja ekki heima og glápa á sjónvai-pið um helgar, för- um út og athugum hvort ekki sé einhvert líf í þessum bjánalega bæ.“ Og að þeim orðum slepptum var rokið af stað, og skemmtistaðir bæjarins kannaðir. En þeir staðir mega nú muna sinn fífíl fegurri. Við vinirnir munum ekki svífa þar sam- an um gólf framar í önnum fagurra meyja. Asgeir var „professional" dansari, hvort sem um var að ræða tjútt eða rokk og ræl, ég meiri ama- tör í þeirri gi-ein. Á sínum yngiá ánim á Ólafsfirði söng hann og spilaði í hljómsveit- um. Oft rifjaði hann upp þá tíma og átti marga góða takta. Hans sér- grein voru gamlir „standardar" með Creedence Clearwater Revi- val, og kemur þá lagið „I put a spell on you“ upp í hugann. Hann náði því betur en þeir og mun það lag alltaf minna mig á hann, hann túlk- aði það alveg snilldarlega. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan við sát- um saman við þriðja mann og sung- um saman og glömruðum á gítar og píanó, í marga tíma eitt laugar- dagskvöldið. En nú er komið að leiðarlokum, samverustundirnar í þessu lífi verða ekki fleiri, og söknuðurinn og einmanaleikinn er mikill. Baldvin, Bjarni og Brynjar. Ykk- ur votta ég mína dýpstu samúð, missir ykkar er mikill. Guð blessi minninguna um góðan dreng, vin minn Ásgeir Arngrímsson. Lúðvík Haraldsson. „Ég hef heyrt að þetta sé fínn náungi," sagði fyi-rverandi mág- kona mín við mig, kvöldið sem ég hitti Ásgeir í fyrsta skipti. Fínn ná- ungi var of hversdagslegt. Utgeisl- un hans var slík að ég var í tilfinn- ingalegu losti í margar vikur á eftir. Eða fann ég líka á mér að þrátt fyr- ir töluvert mikia erfíðleika undan- farið, þá var ég nú að ganga inn í það tímabil ævi minnar, þar sem skiptust á mestu hamingjustundir lífs míns og sárasta sorg og örviln- an? Eða gat ég ekki sætt mig við það að draumar mínir um að byggja upp fallegt veitingahús og gallerí, sem ég var í óða önn að uppfylla, bliknuðu við hliðina á þeim draumi að njóta náinna sam- vista við þennan mann? Kvöldstund með þessum áður óþekkta manni sendi mig í þvílíkan tilfinningalegan hvirfilbyl, að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Þannig var Ásgeir. Hann gerði hlutina með stæl, ómeðvitað jafnt sem meðvitað. Hann'stráði um sig jákvæðum krafti hvar sem hann kom og breytti hversdagsleikanum í hátíð. Þetta gerði hann með ná- lægð sinni einni saman. Hann lagði öll sín lóð á skálar hamingju og gleði hvenær sem hann gat og hvar sem hann sá færi á. Hann reiddist sjaldan og þegar það gerðist þá eyddi hann þeim tilfinningum jafn fljótt og maður þurrkar sér eftir bað. Ef strákarnir hans reiddust honum, þá heyrði ég hann stundum tauta: „Hvað sagði ég nú?“ Svo var það gleymt á báða bóga. Og við Fjóla mín litla fluttumst inn á heimili hans. Fallegri móttök- ur var ekki hægt að hugsa sér. Hann vildi svo sannarlega að okkur liði vel hjá sér. Og ekki síður strák- arnir hans, sem eru ljúfir og góðir drengir og gerðu líka það sem í þeirra valdi stóð, til þess að láta okkur líka sem best. Við Ásgeir gengum saman í heimilisstörfin og þá nýjung kunni ég vel að meta. Það var einstök upplifun að vinná með honum, þvi í samstarfi var hann eins og framlenging míns eig- in huga og handar. Skipulagður, at- orkusamur og tillitssamm' breytti hann því hversdagslega sem mér hafði áður fundist þreytandi og leiðinlegt og gerði það létt og skemmtilegt. Við áttum ótal mörg sameiginleg áhugamál og nutum þess - en alltof lítið þó. Ásgeir stundaði um tíma kenn- aranám. Ég get ekki ímyndað mér betri kennara en hann. Það fékk ég að reyna þegar hann fór með mig á skíði. Hann leiðbeindi, hvatti og hældi og á klukkustund fannst mér ég ekki bara geta staðið á skíðum í fyrsta skipti, heldur vera virkilega flink! Ég harma það að Fjóla skyldi ekki vera heima þessa helgi. En því miður áttum við líka sameiginlegt það áhugamál sem átti stærstan þátt í allri ógæfu okkar og því að við nutum ekki alls þess góða og hamingjui-fka sem við höfðum möguleika á að njóta. Það er erfitt að sætta sig við að Ásgeir er dáinn. Vita að þetta eru ekki bara nokkrir vonleysisdagar og svo hittumst við aftur, eins og svo oft áður. Aldrei framar getum við lofað bjartsjmi að ná sameiginlegum völdum í brjóst- um okkar, minnug þess að njóta lífsins meðan fæi'i gefst. - Bjart- sýni á að ná fullum tökum á lífinu, standa okkur betur og læra að njóta lífsins á þann eina hátt sem gat gert okkur mögulegt að vera hamingjusöm til lengdai-. Það ómögulega hefur gerst, hann Ásgeir er farinn. Eftir standa tóm- leiki og þrá og þörf fyrir að þakka svo ótalmargt. Hann sýndi mér inn í draumaheim svo ólíkan því sem ég átti að venjast, þar sem trú- mennska og tillitssemi, glaðværð og umhyggja réðu ríkjum. Minning hans mun taka stóran sess í hjörtum allra hans fjölmörgu vina og vandamanna. Ég hai'ma vanhæfni mína til þess að reynast Ásgeiri betur og einnig vanmátt minn við að minnast hans í orðum, á verðugan hátt. Blikar kalt á bitra ljáinn, bregður sinni mynd á skjáinn, sá er okkur öllum nær. En hann megnar ei til baka, okkar ljúfu stundir taka. Ætíð mun ég muna þær. Pitt eðli var af ætt hins bjarta, þú áttir stórt og göfugt hjarta. Tunga þín ei þekkti níð. Um þig gleðigeislum stráðir, gafst ei upp þó sífellt háðir, við þig sjálfan varnarstríð. Nú líður þú á ljóssins öldum, frá líkamanum, særðum, köldum. Úr öllum gömlum fjötrum fijáls. I nýjum heimi, á nýjum degi, nærist vonin að ég megi, örmum vefja um þinn háls. (Kristján Árnason) Valbjörg B. Fjólmundsdóttir. Það var þriðjudaginn 8. desem- ber sem mér barst sú harmafregn að Ásgeir Arngi-ímsson, samstjórn- armaður minn hjá Júdódeild KA, hefði látist af slysförum. Ég kynntist Ásgeiri fyrst þegar ég var 15 ára og vann hjá Útgerð- arfélagi Akureyrar. Þá var hann verkstjórinn minn og með sinni al- kunnu hægð og prúðmennsku leysti hann það starf vel af hendi og taldi ekki eftir sér að grípa í flökunarvél- arnar ef illa gekk að hafa undan. Leiðir okkar lágu saman á ný þegar Jón Óðinn, sem verið hafði aðal- þjálfari og eini stjórnarmaður júdódeildarinnar til fjölda ára, ákvað, í kjölfar mála sem spunnust milli JSÍ og farar Vernharðs Þor- leifssonar á Ólympíuleikana í Atl- anta 1996, að draga sig í hlé frá júd- óinu um stund. Þá var kosin ný stjórn hjá júdódeildinni og í henni sátum við Ásgeir ásamt Ólöfu Veru Benjamínsdóttur, Sæunni Guð- mundsdóttur og Friðriki Blöndal. Það var alla tíð gott að vinna með Ásgeiri og stjórnin setti sér það takmark að skila deildinni á núllinu. Við vorum öll ókunnug júdóíþrótt- inni að undanskildum Friðriki, að öðru leyti en því að vera foreldrar júdóstráka. Það kom þó ekki að sök og júdódeildin hefur vakið athygli vegna fyrirmyndar í fjármálum og á síðasta ári skilaði hún hagnaði. Ásgeir var sjálfkjörinn formaður enda hafði hann gott lag á að fá fólk til að hlusta á sig og með hægðinni vann hann sig í gegnum vandamál- in eitt af öðru. Á þessum árum stóð hann í skiln- aði við eiginkonu sína til fjölda ára, Örnu Hrafnsdóttur, en hann var ekki að skilja við syni sína og hélt því áfram að starfa fyrir júdódeild- ina jafnframt því sem hann tók sæti í stjórn Júdósambands Islands. Það fannst mér lýsa vel þeirri ást og ábyrgð sem hann bar til þeirra, þótt hann bæri hana ekki á torg. Á síðasta aðalfundi var hann kosinn í aðalstjórn KA. Þessum störfum sinnti hann af kostgæfni til dauða- dags og með honum er genginn góður drengur. Elsku Binni, Bjarni, Baldvin og aðrir aðstandendur, við biðjum al- góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Fyrii' hönd júdódeildar og aðal- stjórnar KA, Dýrleif Skjóldal (Dilla), ritari JKA. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin... Óhætt er að taka undir þessi orð borgarskáldsins, Tómasar Guð- mundssonar. Þótt við lærum ýmis- legt á æskuárum, til nota á lífsleið- inni, er margt sem kemst ekki í verk, því tíminn er stuttur. Ein af þeim lífsreglum sem ég heyrði ung- ur var: „Betra er að eiga fáa vini en marga.“ Þetta er einn af þessum hlutum sem hafa greypst í hugann. Kannski er þetta algild regla, það er svo margt sem ekki er rætt um, þykir sjálfsagt mál. Haustið 1969 fórum við þrír bræður úr Fljótum í skóla á Ólafs- firði. Við fengum húsnæði á efri hæð Árnahússins, hjá þeim heið- urshjónum Ásgeiri Frímannssyni og Gullu konu hans. Strax á fyrsta degi birtist glaðvær piltur, dóttur- sonur þeirra hjóna. Þarna var kom- inn einn bekkjarfélaginn, sem aldrei var kallaður annað en Geiri Helgu. Honum fannst sjálfsagt að heilsa upp á strákana úr sveitinni og vildi endilega að þeir kynntust lífinu í bænum sem fyrst. Það varð að hafa svolítið líf í tuskunum. Ekki er ofsagt að við Geiri voram miklir mátar veturna tvo sem ég var í skóla á Ólafsfirði. Varla leið sá dag- ur að við hittumst ekki að loknum skóladegi og brölluðum margt, enda áhugamálin að mörgu leyti þau sömu. Iþróttirnar skipuðu þar stóran sess og Geiri var foringinn, einvaldurinn þegar kom að bekkj- arkeppninni í handboltanum, og dreif í því að útvega tíma í íþrótta- salnum svo við gætum æft körfu- boltann áður en kæmi að hinni ár- legu keppni við kennarana, því þar var við „erfiða sveit að eiga“. Geiri Helgu var ákaflega traust- ur og góður félagi. Það varð alltaf að vera „fjör í kringum fóninn“ hjá honum. Hann var þannig einn af þeim sem ómissandi era í hverjum hópi. Það er með gleði í sinni sem ég minnist vinar míns Geira. Þannig eiga líka vinir að vera. Með þessum fáu orðum vil ég minnast Ásgeirs Ai'ngrímssonar. Ég votta sonum hans og öðrum nánustu að- standendum mína dýpstu samúð. Þórhallur Ásmundsson. Elsku Ásgeir. Með þessu ljóði kveð ég þig með söknuði. Sofðu engill, senn er nóttin nærri, svanimir fela höfuð undir væng. Dagurinn hefur gefið okkur gjafir, gefur nóttin sína mjúku sæng. Sofðu engill, engu skaltu kvíða andai' golan yfir mýrarsef. Dagurinn var svo vorbjartur og fagur, vefur nóttin drauma þinna stef. SJÁ NÆSTU SÍÐU Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR, Grundarstíg 24, Sauðárkróki, sem lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki mánu- daginn 14. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. desem- ber kl. 14.00. Svavar Einarsson, Helena Svavarsdóttir, Reynir Barðdal, Marta Svavarsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Magnús Svavarsdóttir, Ragnheiður Baldursdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Hallur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL B. JÓNSSON, Bólstaðarhlíð 42, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. des- ember. Erna Karlsdóttir, Bjarni Jónsson, Jón Stefán Karlsson, Hafdís Ólafsdóttir, Marteinn Karlsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Birgir Karlsson, Halldóra Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðursystir okkar, frænka og vinkona, BJARNFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, lést á Sólvangi mánudaginn 7. desember sl. Að hennar ósk hefur bálför farið fram i kyrrþey. Guðrún Pálína Júlíusdóttir, Haraldur Eyjólfsson, Þórarinn Karlsson, Sigurjón Geir Karlsson, Karl Heiðar Geirsson, Rósa Jónída Benediktsdóttir Jóhanna Björg Pálsdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR, Bogahlíð 15, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 28. desember kl. 10.30. Þorvarður Guðlaugsson, Guðrún og barnabörn. + BOGI ÞORSTEINSSON fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, Hjallavegi 7, Njarðvík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. des- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. + Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐNI BJÖRGVIN HÖGNASON, Laxárdal, Gnúpverjahreppi, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju laug- ardaginn 19. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Sigurgeir njóta þess. Lilja Auðunsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.