Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐNÝ
* SIGFÚSDÓTTIR
+ Guðný Sigfús-
dóttir fæddist í
Skarði, Landsveit,
Rangárvallasýslu,
16. janúar 1919.
Hún varð bráð-
kvödd að heimili
sínu aðfaranótt 10.
desember. Foreldr-
ar hennar voru Sig-
fús Ágúst Guðna-
son, f. 1. ágúst 1895
■+ ' í Skarði, Landsveit,
Rangái’vallasýslu, d.
9. desember 1965,
og Jóna Sigríður
Jónsdóttir, f. 21.
ágúst 1897, á Þverlæk, Holta-
hreppi, Rangárvallasýslu, d. 3.
apríl 1998. Guðný var elst af 11
systkinum sem eru: Hörður, f.
24. desember 1919, d. 24. janúar
1974; Gerður, f. 29. júní 1921;
Helgi, f. 19. september 1922;
Hjalti, f. 26. nóvember 1923;
Hulda, f. 18. febrúar 1925, d. 4.
maí 1932; Gyða, f. 26. ágúst
1926, d. 1. júlí 1927; Guðni, f. 29.
september 1928; Gyða Sigríður,
f. 19. nóvember 1929; Ólöf
"Hulda, f. 11. desember 1932;
Ha'ldór Þráinn, f. 12. september
Mig langar til að skrifa nokkur
orð til að minnast elskulegrar
tengdamóður minnar, Guðnýjar
Sigfúsdóttur, Grenimel 35, sem lést
svo skyndilega aðfaranótt 10. des-
ember síðastliðinn.
Þegar hátíð fer í hönd og fjöl-
skyldur sameinast um helgi jólanna,
er sárt að Guðný skuli ekki lengur
vera á meðal okkar, nema í anda.
fítversu margir í fjölskyldu hennar
minnast ekki með gleði jólahaldsins
á Grenimelnum, hátíðleika aðfanga-
dagskvölds, samveru fjölskyldunnar
á jóladag, eftirvæntingar og leiks
barna og barnabarna í stórum hópi.
Einnig undirbúningsins, - Júlla að
bjástra við seríumar og tréð og
Guðnýjar sem sífellt var vakandi yf-
ir að allt væri í lagi, allir fengju nóg
og ekki síst að börnin nytu sín. Það
var sannkölluð fjölskylduhátíð að
gömlum sið. Og Júlli, sem þrátt fyr-
ir fötlun sína geislaði af ánægju,
enda naut hann óskiptrar ástar og
1937. Guðný giftist
18. desember 1937
Guðmundi Júlfusi
Guðmundssyni, f.
14. júlí 1912, d. 27.
apríl 1998. Börn
þeirra eru: 1) Sig-
rún Kristín, f. 4.
ágúst 1938, maki
Sigurður Jakobs-
son, og eiga þau tvö
börn og fimm
barnabörn. 2) Sig-
fús, f. 22. október
1941, maki Ros-
emarie Þorleifsdótt-
ir, og eiga þau fjög-
ur börn og fimm barnabörn. 3)
Guðni, f. 13. febrúar 1944, maki
Steinunn Sigurðardóttir og eiga
þau þrjú börn og eitt barnabarn.
4) Þórunn, f. 19. febrúar 1949,
maki Ólafur Kristinn Ólafsson
og eiga þau þrjú börn og tvö
barnabörn. 5) Hafdís, f. 26. októ-
ber 1954, maki Guðmundur
Gíslason og eiga þau eitt barn.
Þau hjónin bjuggu lengst af á
Grenimel 35 í Reykjavík.
títför Guðnýjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
þolinmæði eiginkonu sinnar öll
þessi ár. Segja má að ævi Guðnýjar
hafi skipst í tvö skeið, að frátalinni
barnæsku,- fyrir og eftir veikindi
Júlla. Svo sterkt og ástríkt var sam-
band þeirra að ekki verður hjá því
komist að miða við þessi hvörf í lífi
beggja. Guðmundur Júlíus veiktist
á gamlársdag 1973 af heilablóðfalli
og lifði við þá fötlun að vera máttlít-
ill í hægri hluta líkamans og mállaus
allt til dauðadags, sem varð 27. apríl
sl., eða fyrir sjö og hálfum mánuði.
Guðný og Júlli kynntust f Skarði í
Landsveit þegar hann kom þangað
vinnumaður en Guðný var þár í
fóstri hjá afa sínum og ömmu. Hún
var 11 ára, hann 17 ára. Þau trúlof-
uðu sig þegar Guðný var á sextánda
ári og gengu í hjónaband 18. desem-
ber 1937. Allt samband þeirra var
með þeim hætti að ljóma stafaði af.
Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur
bjuggu þau fyrst á Njálsgötu en frá
árinu 1945 í Vesturbænum, að
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, dóttur og ömmu,
STEFANÍU ÞÓRUNNAR
SÆMUNDSDÓTTUR
húsfreyju í Syðra-Vallholti,
Skagaflrði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Skagfirðinga, Sauðárkróki, og til starfsfólks
gjörgæsludeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, er veitti henni og
okkur ómetanlega hjálp í veikindum hennar. Hjartans þakkir fyrir hið hlýja
viðmót og Ijúflyndi í okkar garð.
Gunnar Gunnarsson,
Jónína Gunnarsdóttir,
Trausti Hólmar Gunnarsson,
Sæmundur Jónsson
og barnabörn.
. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
* hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður og afa,
KJARTANS TÓMASAR
GUÐJÓNSSONAR,
sem andaðist mánudaginn 7. desember.
Í4
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Grenimel 35. Framan af bjuggu fóð-
urforeldrar hjá þeim enda var íbúð-
in rúmgóð. Minningarnar þaðan eru
óteljandi og flestar hamingjuríkar.
Börnin uxu og döfnuðu, barnabörn
fæddust, lífið gaf og tók en þar kom
að áfall dundi yfir þegar Júlli missti
heilsuna. Guðný varð þá höfuð
heimilisins og fyrirvinna með dygg-
um stuðningi barna þeirra hjóna,
bæði þeirra sem flutt voru að heim-
an og þeirra sem enn bjuggu á
Grenimel. Hún starfaði lengi á
Hótel Sögu og ræsti í Lögbergi Há-
skólans og talaði æ síðan af vænt-
umþykju um þessar stofnanir og
sagði stundum „kallagreyin“ um
einhverja prinsa sem gist höfðu
Sögu eða prófessora í Lögbergi.
Hún hafði gaman af því sem sumum
fannst hversdagslegt amstur, enda
naut hún þess að umgangast aðra.
Það er ekki á neinn hallað þótt sér-
staklega sé tiltekinn dugnaður Guð-
nýjar, ósérhlífni og ástúð í garð
maka síns sem særður var und sem
aldrei greri. í veikindunum stóð
hún við hlið hans og hjúkraði, stóð
fóstum fótum og barðist á sinn
elskulega hátt fyrir tiiveru þeirra í
tuttugu og fimm ár. Aldrei bar
skugga á, aldrei gafst hún upp eða
gaf eftir fyrir skyndilausn eða
stundlegri gerviskemmtun. I minn-
ingunni stendur hún fyrir dyggðina,
fyrir fölskvalausa ást, fyrir styrk al-
þýðukonunnar, fyrir móður jörð.
Fórn hennar var stór en hún færði
hana af þvílíku æðruleysi og með-
fæddri lífsgleði að margur hefur ef-
laust ekki gert sér grein fyrir þunga
hennar.
Eg var svo lánsamur að kynnast
Guðnýju og Júila nokkru fyrir 1974
þegar ég fór að gera mér dælt við
Hafdísi, yngstu dóttur þeirra hjóna.
Fór fyrir mér eins og mörgum að
ferðirnar á Grenimelinn urðu tíðar
og vildu dragast á langinn af því að
þar var gott að koma, svo hlýlegt
viðmót. Guðný Sigfúsdóttir hafði
þann eiginleika að fólki leið vel með
henni, hún hafði ánægju af að gleðja
aðra. Hún var af kjarngóðu íslensku
bændafólki, talaði fallegt og tepru-
laust mál með sínum skemmtilega
sunnlenska framburði, kryddað al-
þýðuspeki og stundum sérstæðum
líkingum úr sveitinni hennar sem
var henni svo kær. Hún gat átt til
að vera orðhvöss, skóf ekki af ef
henni misiíkaði, sem helst var tengt
því sem hún kaliaði asnaskap þeirra
sem steyptu sér í vitleysu vegna
áskapaðs vesældóms. Sjálf var Guð-
ný reglumanneskja allt sitt líf og
hafði yndi af mannfagnaði og söng,
sérstaklega ef það tengdist sveit og
hestamennsku eða starfinu í Nes-
kirkju sem hún mat mikils.
Eg minnist margra kvöidheim-
sókna þegar við strákamir, félagai-
Hafdísar í gagnfræðaskóla og síðar
menntaskóla, sátum lengi frameftir
og spiluðum vist inni í borðstofu.
Aldrei var stuggað við okkur með
ónotum eða hastað á okkur, annað
hvort drógu hjónin sig í hlé og fóru
að sofa eða þá að Guðný tók í spil
með okkur. Alltaf var greiðvikni og
umhyggja í fyrirrúmi, jafnvel þó að
langur vinnudagur væri að baki.
Stundum, þegar hugsað er til baka,
dettur manni í hug hvort þeim hjón-
um hafi yfirhöfuð litist á blikuna,
þegar þrír eða fjórir mussuklæddir,
stórvaxnir og luralegir piltar með
hár niður á herðar voru sestir upp
hjá dóttur þeirra við kortspii. En
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
það veit ég, hvort sem þessir
mussumenn eru núna læknar, lög-
fræðingar eða prestar þá minnast
þeir stundanna á Grenimel 35 með
sérstakri hlýju. Einnig veit ég, eins
og aðrir sem notið hafa þess að búa
um lengri eða skemmri tíma á heim-
ilinu að Grenimel, að þar var yndis-
legt að dvelja, þar leið gestum vel.
Og ekki spillti að Guðný var alltaf
tilbúin að taka málstað tengdasonar
ef með þurfti, með stríðnislegu bliki
í augum.
Guðný mín, elskulega tengda-
móðir sem ég á svo margt að þakka,
ég veit að þú hefur ekki búist við að
kallið kæmi strax, ekkert okkar
bjóst við því, þú varst svo heilsugóð
og ern. En það er huggun að við vit-
um að nú ertu komin til hans Júlla
þíns, hann hefur tekið á móti þér al-
heill eins og forðum með sinn út-
breidda, sterka faðm. Það varð þá
aðeins hálfur áttundi mánuður á
milli ykkar. Eg veit að núna getið
þið saman gengið á vit þeirra minn-
inga sem ykkur voru svo kærar. Þið
munið leiðast heim í Skarð, rölta út
með á, haldast í hendur uppi á Bæli
og horfa yfir sveitina ykkar, koma
við í Hvammi. Þið munið á ný ganga
Njálsgötuna og vitja saman endur-
minninga vorkvölda í Reykjavík.
Þið munið aftur skjökta Kambana á
gamla Grána og dvelja í litla sumar-
bústaðnum ykkar í Hveragerði. Þið
munið takast ferðir á hendur austur
í Geldingaholt með smíðatól og vín-
arbrauð eins og svo oft áður til að
heimsækja og hjálpa til. Og ekki
síst, þið munið leiðast hönd í hönd
um Melana eins og forðum, þegar
börnin uxu úr grasi og lífið með öll-
um sínum unga íjölbreytileik blasti
við. Hér eftir hvílið þið hlið við hlið
og verðið saman að eilífu á drottins
vegum. Elsku Guðný mín, líf þitt
hefur verið okkur sem þekktum þig
blessun og hvatning, þú hefur gefið
svo óendanlega mikið. Öllum að-
standendum nær og fjær votta ég
mína dýpstu samúð, megi guð varð-
veita þá og minningu sómahjónanna
Guðnýjar Sigfúsdóttur og Guð-
mundar Júliusar Guðmundssonar.
Guðmundur Gíslason.
Hún amma á Grenimei er dáin.
Það er skrýtin tilhugsun að geta
ekki komið við á Grenó. í sumar
sem leið var ég oft heima hjá henni,
ég hafði lausan tíma á milli vinnu og
æfingar og vandi þvi komur mínar
þangað. Hún gaf mér að borða og
við spjölluðum og svo lagði ég mig
eða las í bók. Mér leið alltaf vel hjá
ömmu, hún var svo umhyggjusöm
og góð við mig og það var alltaf hlý-
legt og notalegt á Grenimeinum.
Það er ótrúlegt hve andrúmsloftið
var rólegt hjá henni. Það var eins og
stress nútímans næði ekki þangað
inn. Amma að hella uppá kaffi og
alltaf var útvarpið á með fallegri
tónlist. Gamla klukkan gekk tikk -
takk, tikk - takk endalaust og hjart-
sláttur manns var kominn í takt.
Þegar ég var yngri sátum við
krakkarnir saman inni í herbergi í
jólaboðum og borðuðum kökur við
kringlótt borð. A Grenimelnum var
svo margt hægt að bralla. Við gerð-
um teppahús, en í það notuðum við
gífurlegt magn af húsgögnum og
teppum og eftir byggingu var eins
og stormsveipur hefði farið þar um.
Stundum bjó ég til bolta úr rifnum
dagblöðum og fór í fótbolta með
kompuopið sem mark. Amma fylgd-
ist með okkur sallaróleg. Teppin
voru bílabrautir, hurðirnar mörk og
borðin voru hús. Þetta var okkar
draumaland. Amma gaf okkur það.
Amma mín, það er sárt að sjá á
eftir þér. Þú fórst alltof skyndilega,
ég kvaddi þig aldrei, en það er mér
huggun að ég veit að þú og afi eruð
saman á himnum. Ég mun aldrei
gleyma þeim tíma sem ég varði með
þér síðasta sumar. Öllum aðstand-
endum votta ég mína dýpstu samúð
og bið Guð að varðveita þá og minn-
ingu ömmu minnar og afa.
Gísli Þór Guðmundsson.
Guðný fæddist á höfuðbólinu
Skarði í Landsveit 16. janúar 1919
og ólst þar upp hjá afa sínum og
ömmu á mannmörgu heimili. Ung
kynntist hún vinnu og reglusemi
jafnt utanbæjar sem innan, bjó hún
að þeim dyggðum alla sína ævi.
Guðný ólst upp við gott atlæti hún
var yngst af stórum hóp barna og
fósturbarna á heimilinu. Þar voru
tvær eldri föðursystur, Guðrún og
Kristín, sem réttu hjálparhönd við
uppeldið, hún mat þær og virti alla
tíð. Guðný átti margar góðar minn-
ingar frá æskuárunum sem hún
þreyttist aldrei á að segja okkur
sem yngri vorum. Oft sagði hún
söguna þegar hún innan við ferm-
ingu fór ein á honum Skugga hans
afa suður í Þykkvabæ að heimsækja
pabba sinn og mömmu sem bjuggu í
Háfi, þetta var löng leið, hún gisti
eina nótt hjá foðurbróður sínum
sem þá bjó að Raftholti í Holtum.
Það sýndi sig að fljótt kom fram
dugnaður, kjarkur og lagni við
hesta, hún hlaut þá hæfileika frá
forfeðrum sínum. Guðný var bók-
gefin, fannst gaman að lesa og
grúska í gömlum ritum. Stutt er síð-
an hún lánaði mér tvö gömul blöð af
Þjóðólfi, þar voru greinar um gamla
bændamenningu á Suðuriandi. Hún
kunni mikið af ljóðum og sálmum,
vænst þótti henni um tvær bækur
sem amma hennar keypti af farand-
sala, önnur var Giampar eftir ná-
grannan Grétar Fells, hin eftir Guð-
mund Daníelsson. I þessum bókum
las hún oft.
Árið 1937 flutti Guðný til Reykja-
víkur með unnusta sínum Guð-
mundi Júlíusi Guðmundssyni, ung-
um manni sem dvaldi á heimilinu.
Þau byrjuðu búskap á Njálsgötu 58
með Guðmundi og Kristínu, foreldr-
um hans, síðar keyptu þau í samein-
ingu íbúðina á Grenimel 35, árið
1945. Þannig hagaði til að þær
þurftu að deila sama eldhúsinu,
aldrei voru árekstrar eða kynslóða-
bil. Þá kom sér vel agi og tillitsemi
sem hún ólst upp við, þær gengu
ekki hvor á hlut annarrar. Þetta
gekk svo til í 15 ár.
Guðmundur og Guðný eignuðust
fimm mannvænleg börn sem öll eru
mótuð af góðu og reglusömu upp-
eldi. Árið 1973 missti Guðmundur
heilsuna, lamaðist að hluta til og
missti málið, eftir það gat hann ekki
tjáð sig. Þá stóð Guðný sig vel og
sýndi hvað í henni bjó, hún annaðist
hann til dauðadags, eða í 25 ár að
frátöldum sex síðustu mánuðunum
sem hann dvaldi á Landakoti, hann
andaðist í apríl á þessu ári. Þetta
gerði hún af svo mikilli hlýju og
kærleika að aldrei mun gleymast.
Hún kvartaði aldrei yfir erfiðleikun-
um eða vinnunni sem hún lét í té.
Hún mætti sínum foriögum með
jafnaðargeði og æðruleysi. Þá kom
sér vel hin létta lund sem hún hafði
alla tíð. Hún vildi öllum gott gera,
átti gott með að umgangast ung-
dóminn, hafði barnabörnin úr sveit-
inni í fæði og húsnæði þegar þau
voru við nám í Reykjavík. Við Krist-
insbörn sem ólumst upp með henni í
Skarði þökkum samfylgdina, hún
var góð fyrirmynd og uppeldissystir.
Ég mun sakna okkar daglegu
símtala þar sem spjallað var um
dagsins önn, sem gamla tíð.
Ég sendi börnum og ættingjum
öllum mínar samúðarkveðjur.
Laufey Kristinsdóttir.
Góð félagskona hefur kvatt þenn-
an heim. Margir eiga góðar minn-
ingar um þessa glaðværu og dagfar-
sprúðu konu.
Mörg eru handtökin hennar í
starfi Neskirkju og fyrir það viijum
við þakka. Á fundum var gott að
hitta Guðnýju, því sama var hvernig
iá á öðrum, alltaf gat hún sáð gleði
og sól í sinni samferðarfólks. Með
virðingu og þökk sendum við ijöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Fh. Kvenfélags Neskirkju,
Jóna Sigurjónsdóttir.
Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/