Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 59
t
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 59
AÐSENDAR GREINAR
Tökum afstöðu
gegn fátækt
NÚ í jólamánuðinum
,, kristallast meir en
1 nokkru sinni hversu
' I stéttskipt íslenska þjóð-
p félagið er. Þijátíu tonn
af auglýsingabækling-
um koma inn um
bréfalúgur lands-
manna, en varningur-
inn er aðeins falur þeim
sem eiga peninga. Þá
eiga ekki allir.
Það er skylda mín
sem félagsráðgjafa að
benda á hvaða afleið-
ingar fátækt hefur á líf
einstaklinga, fjölskyld-
ur þeirra og samfélagið
í heild. Það hefur lengi
verið vitað að afkoma hefur mikil
áhrif á andlega og líkamlega heilsu
manna. I nýlegri rannsókn kom
einnig fram að nú má sjá stéttskipt-
inguna á íslandi út frá heilsufari
bama okkar þar sem fátæku börnin
jU eiga við meiri heilsuvanda að stríða
en börn þeirra sem búa við góða af-
komu. Viljum við hafa íslenskt þjóð-
® félag þannig að bara sumum börn-
um sé boðið upp á bestu skilyi’ðin,
íþróttir, tónlistarnám eða annað sem
sjálfsagt þykir? Landlæknisemb-
ættið, Prestastefna, Hjálparstofnun
kii’kjunnar og Rauði kross Islands
hafa séð ástæðu til að vara við þess-
ari skelfilegu þróun. Þetta er líka
rætt meðal þeirra sem upplifa fá-
,: | tæktina í gegnum vinnu sína, félags-
.J ráðgjafa, presta, fulltráa í heima-
I þjónustu, tránaðarmanna Blindrafé-
lagsins svo einhverjir sem ég hef tal-
að við nýlega séu nefndir. Það er
rætt um hversu áberandi stéttskipt-
ingin er orðin. Kannski
er hún svona áberandi
nú þegar það hafa ekki
allir efni á jóiamatnum
en fréttatímamir eru
undirlagðir af fréttum
um hlutabréfakaup og
kvótaeignh- upp á
hundruð milljóna.
I mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu
þjóðanna segir „Hver
maður á kröfu til lífs-
kjara sem nauðsynleg
eru til vemdar heilsu
og vellíðan hans sjálfs
og fjölskyldu hans.“
(25. gr.) A íslandi má
sjá töluverðan mun á
heilsu fólks út frá afkomu og fólki
líður ekki vel sem þarf að leita á
náðir hjálparstofnana til að fá mat-
ar- og fatapakka íyrir jólin. Það er
eitthvað meira en lítið að í þjóðfélagi
þar sem lífeyrisþegar og þeir sem
njóta fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga
þurfa að ganga slíkan bónveg. Hér
era brotin mannréttindi.
A degi fatlaðra 3. desember sl.
birti Öryrkjabandalagið ávarp þar
sem ástandinu er líkt við aðskilnað-
arstefnu. Þar er útlistað hvemig
gmnnlífeyrir og tekjutrygging hafa
hækkað um 17,4% á síðustu fimm
árum á sama tíma og launavísitala
hefur hækkað um 30% og lægstu
laun um 52%. Einnig er tekið á
áhrifum jaðarskatta, tekjutengingar
og annarra stjómvaldsákvarðana á
líf öryrkja. I ávai’pinu segir: „Það er
líka ljóst að ef eitthvert annað ríki
færi svona með fólk á grandvelli lit-
arháttar myndum við kalla það að-
Björk
Vilhelmsdóttir
Viljum við að íslenskt
samfélag sé þannig,
segir Björk Vilhelms-
dóttir, að íslensk börn
séu ekki öll borin frjáls
og jöfn öðrum að
virðingu og réttindum
svo vitnað sé aftur í
mannréttindayfirlýsing
u Sameinuðu þjóðanna?
skilnaðarstefnu, mótmæla á alþjóða-
vettvangi og taka þátt í viðskipta-
banni. Hér er með öðram orðum um
aðskilnaðarstefnu að ræða - aðskiln-
aðarstefnu sem grandvölluð er á
fótlun.“
Viljum við að íslenskt samfélag sé
þannig að íslensk börn séu ekki öll
borin frjáls og jöfn öðram að virð-
ingu og réttindum svo vitnað sé aft-
ur í mannréttindayfirlýsingu Sa-
meinuðu þjóðanna?
Fátækt fólk á íslandi þarf á
stuðningi að halda. Við verðum að
standa vörð um rétt fólks til að taka
þátt í samfélaginu, standa vörð um
mannréttindi. Hver og einn sem hef-
ur frá raunveraleikanum að segja
þarf að ausa úr reynslu- og þekking-
arbranninum. Það er liður í bættum
kjöram þeirra sem standa höllum
fæti.
Höfundur er félagsráðgjafí Blindra-
félagsins og formaður Stéttarfélags
fslenskra félagsráðgjafa og Banda-
lags háskólamanna.
® mbl.is
_ALLTAf= ŒITTH\SA£> A/ÝTT
.,<sý-v
TH
/OLATRE
* TME ORIGIXAJW\’SA
r ★ TIU ARA ABYRGÐ, ÆVIEIGN
★ VERO AÐEINS FRÁ 2900.-
★ MARGAR STÆRDIR
★ /ÓLASERÍA & FÓTUR FYLGIR
I ÚTSÖLUSTADIR ALASKA
| Alaska v/BSÍ, Borgartúni 22 a Ármúla 34 s: 562 2040
Sofðu á Serta
Bíldshöfði 20 - 112 Rvík - S: 5 1 0 8000
HÚSGAGNAHÖLUN
*