Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 60

Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR * I Landspítalinn nauðasamninga? í NÝLEGRI fréttaskýringu Jó- hannesar Tómassonar í Morgun- blaðinu er gerð ljós gi-ein fyrir þeim gífurlega fjárhagsvanda sem blasir við báðum stóra sjúkrahúsunum í Reykjavík, ef engin breyting verður gerð á fjárlögum og fjáraukalögum. A Landspítalanum lítur dæmið svona út: ‘ Óbættur halli áranna 1995-1997 200 m.kr. Halli ársins 1998 307 m.kr. Vöntun í fjárlög til að halda óbreytt- um rekstri 1999 280 m.kr. Til að fullnægja vinnutímatilskipun EES 430 m.kr. Tölvukostnaður til að mæta árinu 2000 150 m.kr. Samtals 1.367 m.kr. Þessi upphæð er vissulega hrika- leg eða tæp 14% af heildarfjárfram- lagi til spítalans. Auk hennar fór yf- irstjóm spítalans fram á rúmar 1000 m.kr. til að geta annað aðkallandi aukningu á starfsemi spítalans, keypt ný tæki og endurnýjað eldri tæki, sinnt viðhaldi og ráðið við '■'stofnkostnað. Það er sannarlega dýrt að reka og halda við hátækni- sjúkrahúsi í dag. Ef Landspítalinn væri einkafyrirtæki blöstu líklega við nauðasamningar eða jafnvel gjaldþrot. Er ekki hægt að spara meira? Geysileg hagræðing hefur farið fram á Landspítalanum á undan- fðmum áram. í úttekt Jóhannesar Tómassonar kom fram að á milli ár- nna 1994 og 1998 jókst launakostn- aður aðeins um 6,4% og rekstrar- kostnaður um 7,3%. A sama tíma fjölgaði sjúklingum um 11% en 4,2% fækkun varð á starfsmönnum. Þetta þýðir einfaldlega að vinnuálag hefur aukist og þegar við bætist vaxandi skortur á heilbrigðisstarfsfólki, einkum hjúkranarfi-æðingum og sjúkraliðum, fara menn að óttast kulnun og uppgjöf ýmissa starfs- manna. I svo umfangsmiklum rekstri eins og á sér stað á Landspítalanum er nánast endalaust hægt að hagræða í einhverjum þáttum. Nú er hins veg- ar svo komið að menn koma ekki lengur auga á neitt stórvægilegt sem gæti bjargað fjárhagsstöðu spítalans. Þess má geta að fyrr á þessu ári hlaut spítalinn viðurkenn- ingu íyrir góðan rekstur meðal rík- isfyrirtækja. Varla hefði hann fengið slíka viðurkenningu, væri talið að um stjórnlaust bruðl væri að ræða! Hvað ef fjárlögum verður ekki breytt? Þá er um tvennt að velja. Heimila spítalanum innheimtu þjónustu- gjalda eða skera niður þjónustu til að mæta hallanum. Lítum fyrst á fyrri kostinn. Andstaða hefur verið mikil á meðal almennings gegn þátttöku sjúklinga í greiðslu fyrir sjúkrahúsaþjónustu en hins vegar þykir gi’eiðsluþátttaka fyrir læknis- þjónustu sem veitt er utan spítala sjálfsögð. Er einhver eðlismunur á þjónustunni? Það er satt að segja fáránlegt að sama læknisverk kosti sjúkling verulega upphæð ef valin er ódýrari leiðin og það framkvæmt á göngudeild, en sé dýrari leiðin valin og sjúklingur lagður inn á sjúkrahús er allt ókeypis! Fjár- Hvaða bíleigandi sem lenti í tjóni, spyr _ * Tryggvi Asmundsson, mundi sætta sig við að bíllinn hans lenti á biðlista til viðgerða og biðin gæti tekið nokkur ár? málaráðherra hefur nýlega bent á að sú þjóð sé vandfundin sem greiði jafn lítið og íslendingar fyrir þessa þjónustu. Óneitanlega þyrfti þó kjarkmikinn heilbrigðisráðherra og bjartsýna alþingismenn til að sam- þykkja lög til að heimila slíkt skömmu fyrir kosningar. Niðurskurður í þjónustu er held- ur ekki góður kostur. Um 70% sjúk- linga sem leita til spítalans eru bráðveik og eiga ekki í önnur hús að venda. Þar er því lítið svigrúm til niðurskurð- ar. Draga má úr annarri þjónustu en við það lengjast biðlistar. Ekki er víst að slíkar aðgerðir leiði til sparn- aðar fyrir þjóðarbúið, en það sparar fé á spít- alanum. Sumt í nútíma læknisfræði er mjög dýrt og fátækar þjóðir telja sig ekki hafa efni á slíku. Má þar nefna opnar hjartaaðgerðir, liðskipta- og hryggað- gerðir, kransæðavíkk- anir o.fl. Sum lyfjameð- ferð við illkynja sjúk- Tryggvi Ásmundsson dómum er einnig gríðarlega kostn- aðarsöm. Eru þá ótaldir aðrir út- gjaldafrekir þættir í rekstri heil- brigðisþjónustu. Hæpið er þó að þjóðin styddi stjórnmálamenn sem legðu til sparnað með afnámi slíkrar þjónustu. Ef svo færi kæmi það í hlut yfirstjómar spítalans að gera tillögur um, hvaða starfsemi hún teldi helst koma til greina að leggja niður og heilbrigðisráðuneytið yrði síðan að velja og hafna. Til að ná inn þeim sparnaði á Landspítalanum sem til þyrfti, 1,4 milljörðum króna, yrði þó ekki um neinar smáaðgerðir að ræða. Það er álíka upphæð og kostaði að reka allt lyflækningasvið spítalans sl. ár. Úrbætur Aður hefur verið bent á að fjármögnun sjúkrahússins með föst- um fjárveitingum er með öllu úrelt. Slík fjármögnun er talin henta vel í vanþróuðum og fátækum löndum, en það er Island sem bet- ur fer ekki í dag. Fjárveitingar til spít- alans þurfa að vera þrennskonar: 1. Fastar fjárhæðir til grannreksturs, kennslu og visinda- starfsemi. Breytilegar fjárveitingar 2. Breytilegar tjárveitingar í samræmi við afköst. 3. Upphæð sem verja mætti til umbunar og nýsköpunar. Mikið hefur verið unnið við að kostnaðargreina starfsemi spítalans og nýleg ummæli fjármálaráðherra vekja vonir um að breyting til bóta sé í vændum. Nauðsynlegt er einnig að endurvekja tryggingarhugtakið í heilbrigðismálum. Hvaða bíleigandi sem lenti í tjóni mundi sætta sig við að bíllinn hans lenti á biðlista til viðgerða og biðin gæti tekið nokkur ár? Höfundur er læknir og fornmður læknaráðs Landspítalans. „Þungaskattspúkiim“! FYRIR Alþingi liggur framvarp til breytinga á lögum um innheimtu bifreiðagjalds annars vegar og inn- heimtu þungaskatts hins vegar. Nú- gUdandi lög voru samþykkt á síð- ustu dögum þingsins síðastliðið vor. Það er með hreinum ólíkindum að enn skuli höggvið í sama knérann og aukin skattheimta á þá sem hafa Auglýsendur athugið! Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á aðfangadag, fimmtudaginn 24. desember, þarf að skila fyrir kl. 16 þriðjudaginn 22. desember. AUGLYSIN6ADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is leigu og akstur vörabif- reiða að atvinnu sinni. Um bifreiðagjald í ágústmánuði síð- astliðnum afhenti Landssamband vöru- bifreiðastjóra fjármála- ráðherra undirskrifta- lista frá félagsmönnum sínum þar sem þeir mótmæltu harðlega hækkun bifreiðagjalds undanfarin ár. Þar var bent á að gjaldið hefði hækkað um og yfir 100% á tveimur áram. Afstaða Landssam- bandsins hefur í engu breyst frá í sumar, það telur að kr. 36.200 hámarksgjald í frumvarpinu nú fyrir hvert gjaldtímabil, sé allt of hátt. Athygli er vakin á því að laga- breytingin síðastliðið vor fólst í því m.a. að afnema hámark á bifreiða- gjald en það var kr. 26.750 fyrir hvert gjaldtímabil. Sú aðferð að hækka gjöld upp úr öllu valdi og skömmu síðar lækka þau lítillega, nægir ekki til að slá ryki í augu þeirra sem greiða eiga skattinn. Bifreiðagjald er skattur sem rennur beint í ríkissjóð. Það er gjald sem þeir greiða til ríkisins sem eiga bif- reið og hafa atvinnu sína af rekstri hennar, en njóta í engu sérstaklega. Þetta er sambærilegt við það að þeir sem stunda fiskveiðar og eiga í því skyni skip, myndu greiða sérstakt gjald í ríkissjóð sem miðaðist við stærð skipsins, einhvers konar „skipagjald“. Svo er ekki og er hér með bent á þá staðreynd að atvinnu- bifreiðastjórar er eina stéttin á Is- landi sem býr við svo sérstaka skatt- heimtu. Það er skýlaus krafa Landssam- bands vörubifreiðastjóra að lög um bifreiðagjald verði tekin til endur- skoðunar og kveðið verði á um lækk- un þessa skatts í einhverjum þrep- um á næstu áram, þannig að hann að lokum hverfi. Fyrsta skrefið er þá að færa hámarksgjaldið í það horf sem það var 1996, þ.e. kr. 26.750 fyrir hvert tímabil. Um þungaskatt Fyrir sjö mánuðum samþykkti Al- þingi breytingu á lögum um inn- heimtu þungaskatts. Þær breyting- ar vora þvert á allar tillögur sem hagsmunasamtök greiðenda þunga- skatts höfðu komið fram með. Það var einróma viljí þessara hagsmuna- aðila að horfið yrði frá núverandi þungaskattskerfi og innheimt yrði svokallað „olíugjald“ í staðinn. Ekki er annað hægt en að lýsa furðu sinni Unnur Sverrisdóttir á því að nú skuli liggja fyrir framvarp til hækkunar þeim þunga- skatti sem Alþjngi sam- þykkti í vor. í athuga- semdum við fyrirliggj- andi framvarp kemur fram að boðaðar hækk- anir á þungaskatti skv. mæli séu til að mæta hækkunum forsendna í vegaáætlun íyrir árin 1998 til 2002. Þessi vegaáætlun lá fyrir og var samþykkt síðastlið- ið vor eins og breyting- ar á innheimtu þunga- skatts. Það er óskiljan- legt hvað hefur breyst á þessum stutta tíma. Var breyting- in á innheimtu þungaskatts ekki samþykkt með tilliti til þeirrar vega- Landssamband vöru- bifreiðastjóra, segir Unnur Sverrisdóttir, telur ekki rök fyrir hækkun mælagjaldsins. áætlunar sem lá íyrir Alþingi á sama tíma? Hjá greiðendum þunga- skatts hlýtur að vakna sú spurning, hvers sé að vænta í vor, hvaða gjöld hækka mest þá. Það er í stuttu máli afstaða Landssambands vörabifreiðastjóra að engin haldbær rök liggi iýrir hækkun mælagjaldsins einmitt nú. Það er lágmark að bíða og sjá hverju breytingarnar sem gerðar voru á innheimtu þungaskatts í vor skila til vegagerðar á ársgrundvelli. Svar við því fæst ekki fyrr en um mitt næsta sumar, þá en ekki fyrr, er eðlilegt að setjast niður og meta kosti og galla þess kerfís sem Al- þingi samþykkti síðastliðið vor. Vörabifreiðastjórar era sein- þreyttir til vandræða eins og sjá má af því hvernig þeir hafa sætt sig við auknar álögur undanfarin ár. Öllu má þó ofgera. Þessi hringlandahátt- ur og sífelldar breytingar á inn- heimtu skatta og ýmiss konar gjalda í atvinnugreininni era farnar að standa henni fyrir þrifum. Það era því eindregin tilmæli til þingmanna að endurskoðuð verði lög um bif- reiðagjald til framtíðar og að beðið verði til sumars 1999 með að taka ákvörðun um fjárhæð þungaskatts á hvern ekinn kílómetra. Höfundur er framkvæmdasijóri Landssambands vörubifreiðasljóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.