Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 70

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 70
70 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens B Smáfólk YOU KNOW UJHY I (aJANTTOBUV PE66V JEAM TH05E 6L0VE5 FOR CHRI5TMA5? UJHEM I FIK5TMET HEK TI4I5 5UMMER AT CAMP I NOTICED UJHAT PRETTV HAND5 5HEHAD... I UJANT TH05E PRETTY HANDS TO BE UJARM.. 1 BUTI D0NTHAVE TUIENTY-FIVE DOLLAR5TOBUY THE 6L0VE5... — 5END HER A NICE CARRANPTELLHER TO KEEP HER HANP5 IN HER P0CKET5! / - - - - - - ^>^11 -' 1 - - Veistu af hverju mig- langar að kaupa hanska handa Pálu Jónu í jólagjöf? Þegar ég hitti hana fyrst í sumarbúðununi tók ég eftir því hve hún hafði fallegar hendur - ég vil að þessum fal- legu höndum sé hlýtt. En ég á ekki 2000 kr. til að kaupa hanskana... Sendu lienni fallegt kort og segðu henni að hafa hendurnar í vösunum! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bjartsýnisverðlaun eldri borgara Frá Einari Grétari Björnssyni: SPYR sá sem ekki veit. Maður er svo undrandi að orða er vant. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- heiTa hefur veitt bjartsýnisverðlaun írá Framsóknarflokknum til Lands- sambands eldri borgara. Er þetta skortur á skynsemi? Getur þetta fólk kallað sig ráðamenn þjóðarinnar? Veit það ekki eða rennir það ekki grun í að um 21 þúsund af 24 þúsund ellilífeyrisþegum eru undir fátæktar- mörkum? Eru þessi bjartsýnisverð- laun fyrir það að hinn almenni lífeyr- isþegi skuli tóra af þessum gi-eiðsl- um sem koma frá Tryggingastofnun ríkisins? Þetta er litlu betra en í Rússlandi hvernig komið er fram við eldri borgara. Verðum við að tína dósir og fiöskur úr sorptunnum, gámum og kringum veitingastaði til að eiga fyrir nauðþurftum? Sé svo er ég ekki hissa á því að við eldri borg- arar fáum bjartsýnisverðlaun Fram- sóknarflokksins fyrir það eitt að tóra. Eg læt desemberseðil minn fljóta með þessum línum svo fólk megi sjá rausn íslenska ríkisins. Eg tek það fram að ég er kvæntur og að konan mín vinnur úti og fær um 68 þúsund krónur á mánuði. Svo heyrir maður í fréttum að bankastjórar fái 500 milljónir króna, menn sem ætíð hafa verið með topp- laun og fríðindi hverskonar: bíla, ferðalög, dagpeninga, risnu, laxveið- ar - gjörið þið svo vel. Þeim veitir er ekki af 72-75 m.kr. á mann. Er þetta samkvæmt jafnréttisreglunni? Það er bannað að mismuna fóki tekjulega samkvæmt mannréttindayfírlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948. Þegar þeir rétta bankastjórunum miljónahundruð hækkar matur á elliheimilum ríkisins. Tannlækninga- kostnaður eldri borgara erskorinn niður um 78 m.kr. Það er svo sannar- lega munur á séra Jóni og bara Jóni. Eg fór fram á gjafsókn vegna skerðingar sem ellilífeyrisþegar hafa orðið fyrii' og ég tel mannréttinda- brot samkvæmt stjórnarskrá. Svarið var nei. I svarinu liggur að ég sé svo ríkur að ég þurfi ekki á gjafsókn að halda. Það er mannamunur gerður í þessum efnum sem öðrum hér á landi. Og ég sem hélt að við gaml- DESEMBERSEÐILL frá Tryggingastofnun. ingjarnir ættum það inni hjá ríkinu, eftir verðbólgu- og gengisfellinga- ílóðin 1954 til 1984, sem eyðilögðu allan spamað og lífeyrissjóði kyn- slóðar okkar, að fá aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð okkar. 40 ára líftrygging sem tekin var kringum 1994 sem þá vai' 15 þúsund krónur, ætli dagkaupið hafi ekki verið 70 krónur fyrir 10 tíma vinnu, tók sín- um breytingum; eftir þessi 40 ár voru þessar 15 þúsund krónir komn- ar niður fyrir eitt hundrað! Er þetta góð stjómsýsla? Eins var um lífseyr- issjóði hjá sjómönnum, hinum al- menna launamanni og bændum. Er ekki tímabært að Landssamband eldri borgar hefji málssókn á ríkið? Mismunin hér á landi brýtur í bága við alþjóðasamning um borgar- leg og stjórnmálaleg réttindi frá 1996. Það er nóg komið af skerðing- um og mál að hefja málsókn á ríkið og Tryggingastofnun ríkisins. Kjörorð Framsóknarflokksins fyr- ir síðustu kosningar var: „Fólk í fyr- irrúmi“! Var þá bara átt við banka- stjóra? Eiga bjartssýnisverðlaunin að duga hinum eldri? Svo lengi má deigt járn brýna að bíti. - Þér skuluð ekki gjöra öðram það, sem þér viljið ekki að yður sé gjört! EINAR GRÉTAR BJÖRNSSON, fyrrv. sjómaður, Seltjarnarnesi. Jól - hvað er það? Frá Sonju R. Haraldsdóttur: ÞEGAR ég vai' bláfátækt barn í Þýskalandi (ég er reyndar enn fá- tæk), vissi ég hvað vora jól. Jól vora vegna fæðingar Jesú, jól voru undur, heilagur viðburður, andleg upplifun og uppbygging. Jól voru ekki vegna jólasveinsins, ekki vegna gjafanna eða jólasteikanna. En nú er haldið upp á afmæli frels- ai'ans með því að tæma allar verslan- ir og koma Visakortunum í stóran mínus. Eru þetta jól, er þetta að vera kristinn? Hvað er eiginlega gert fyrir afmælisbarnið, hvaða gjafír eða fórn- ir fær hann? Hvað er gert fyrir okkar minnsta bróður? Kristin tvisvar á ári, stórar minningarathafnir fyrir jól og páska? Hvern höldum við að við sé- um að blekkja með þessu? Svo sann- arlega ekki Jesú Krist, því hann sagði: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér“ (Mattheus 25:31^6). Og hann kenndi okkur að elska náungann eins og sjálfan sig. En maður nokkur spurði: „Hver er náungi minn?“ Þá svai'aði Jesús: „Sá sem er í neyð, sá sem þarf á þinni hjálp að halda.“ Og era ekki margar milljónir barna um allan heim að kalla á hjálp okkar? Munaðarleysingjar, heimilis- Iaus börn, götuböm, stríðsböra, börn í vændi og klámi, börn í þrælkunai'- vinnu, börn í sárafátækt, börn sem deyja úr hungi'i í milljóna tali o.s.fí-v. Til eru samtök sem gera það auðvelt fyrir okkur að hjálpa þessum börn- um. Eg sjálf hef verið með þessi fóst- urbörn á framfæri í 20 ár. Það kostar andvirði fjögurra pakka af sígarett- um á á mánuði fyrir eitt barn. Hver er ekki aflögufær um fjóra pakka af sígarettum til að bjarga einu barni? En fáir heyra eða vilja heyra. Af hverju þetta mikla afskiptaleysi? Af því að það eru fáir sannkristnir menn til í dag. AJlir hinir þykjast vera kristnir en hjörtu þein-a era fyrir löngu frosin. Heilagm- Nikulás gekk um og gaf fátækum börnum og það eigum við líka að gera. „Það sem þér hafíð gjört einum þessara minnstu bræðra, það hafið þið gjört mér.“ SONJA R. HARALDSDÓTTIR, Bakkakoti, Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.