Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 75
r
FOLK I FRETTUM
Órannsakanlegir vegir
tónlistargyðjunnar
TONLIST
Geisladiskur
STÓRHÖFÐASVÍTAN
OG SVOLÍTIÐ MEIRA
Geisladiskur Arna Johnsen, sem er
höfundur margra laganna og texta
auk þess sem hann syngur flest lögin.
Aðrir ljóða- og textahöfundar eru:
Davíð Stefánsson, Halldór Laxness,
Jóhannes úr Kötlum, Matthías Jo-
hannessen, Jón Helgason, Loftur
Guðmundsson og Poul F. Joensen.
Geir Hilmar Haarde syngur þrjú lög.
Hljóðfæraleikarar úr ýmsum áttum,
þ. á m. Sinfóníuhljómsveit Islands
undir stjórn Bernard S. Wilkinson.
Utsetning á Stórhöfðasvítu: Ed
Welsh. Stjórn upptöku: Vilhjálmur
Guðjónsson, sem auk þess leikur á
ýmis hljóðfæri. Útgefandi: Ystiklett-
ur. Dreifing: Japis. Lengd: 69:49 mín.
ÁRNI Johnsen gaf menningarelít-
unni langt nef þegar hann fékk Sin-
fóníuhljómsveitina til að frumflytja
fyrir sig Stórhöfðasvítuna sællar
minningar. Fáir áttu von á þessu
snjalla útspili þingmannsins, en
þetta undirstrikar bara að vegir tón-
listargyðjunnar eru órannsakanleg-
ir. Nú er svítan komin út á geisla-
diski, ásamt öðru efni, og er svítan
að mínu mati sterkasta tromp disks-
ins út frá Iistrænu og faglegu sjónar-
miði. Hér skal þó ekki lagður dómur
á hvort verkið skipi Árna á bekk með
helstu klassísku tónskáldum samtíð-
arinnar, um það verða aðrir dæma.
Annað sterkt tromp á þessum
diski er að sjálfur fjármálaráðherra
í ríkisstjórn lýðveldisins, Geir Hilm-
ar Haarde, lætur sig hafa það að
syngja nokkur laganna, og gerir það
með stæl að mínu mati. Söngur hans
fellur vel að þessum þremur lögum
s'em hann syngur, sem eru Eg elska
Þig og Söngur sjómannsins, sem
bæði eru amerískir slagarar og
rússneska þjóðlagið Stenka Rasin,
sem hér er flutt við texta Árna undir
nafninu Elfur landsins. Geir hefur
greinilega gaman af því sem hann er
að gera, enda söngelskur maður.
Onnur lög á plötunni syngur Ami
sjálfur, en hér er að finna sjö nýút-
sett lög, flest bandarísk kántrýlög,
Stórhöfðasvítuna og svo 10 gamlar
upptökur frá ýmsum tímum, sú elsta
frá árinu 1971.
ÁRNI Johnsen á Stórhöfða við frumflutning
svítunnar sem dregur nafn sitt af staðnum.
Hér skal ekki dregin fjöður yfir
það að Árni hefur löngum verið um-
deildur tónlistarmaður og einkum
hafa menn haft söngrödd hans í
flimtingum. Um það hafa jafnvel ver-
ið sagðir landfleygir brandai’ar, eins
og þessi nýjasti, um andann, Vest-
mannaeyjagöngin og söngröddina.
Og skæðar tungur og illgjarnai- hafa
reynt að koma því inn hjá þjóðinni að
Árni haldi ekki lagi. Þessu vísa ég al-
farið til foðurhúsanna. Ami er ágæt>
lega lagviss, en honum hættir stund-
um til að syngja lög sín full neðarlega
á tónstiganum, með dálítið stórkalla-
legum rokum, sem byrja neðst í kvið-
arholinu og brjótast síðan upp á yfir-
borðið, eins og söngvarinn sé að
reyna að yfirgnæfa samkór þúsunda
misdrukkinna þjóðhátíðargesta í
Brekkusöngnum, þar sem Ami hefur
verið forsöngvari um árabil.
Nýútsettu smellirnir á þessari
plötu bera þó með sér að dregið hef-
ur úr „Brekkusöngsjílnum" í söng
Áma og er það vel. Árni er fyrst og
fremst vísnasöngvari og lunkinn
sem slíkur, enda öðmm mönnum
lagnari við að rífa upp fjöldasöng við
ólíklegustu aðstæður. Það er létt yf-
ir þessum lögum og textar Árna
falla vel að þeim. Valinkunnir hljóm-
listarmenn sjá um undirleikinn und-
ir fagmannlegri stjórn Vilhjálms
Guðjónssonar og er hér vel að verki
staðið. Flest laganna hafa í sér gríp-
andi laglínu, sem ætti að duga til al-
SAGA
V
matury skemmtun, dans
Jólastemning í Súlnasal
öll fóstudags- og laugardagskvöld
Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði:
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason
og ungir tónlistarmenn.
Hljómsveitin Saga Klass
ásamt Reyni Guðmundssyni
og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur
leikur fyrir dansi eftir kl. 23.30.
Verð 3.600 kr.
Verð 850 kr. á dansleik. - þin jólasaga!
mennra vinsælda, eins
og til dæmis Fagra
blóm, sem að uppbygg-
ingu minnir á „Undir
bláhimni", sem notið
hefur óhemju vinsælda
meðal alþýðu manna á
undanfömum árum.
Þar er komið enn eitt
dæmi um órannsakan-
lega vegi tónlistargyðj-
unnar.
Stórhöfðasvítan er,
eins og áður segir,
sterkasta tromp þessar-
ar plötu, ekki síst vegna
þeirrar sérstöðu sem
hún hefur í íslenskum
tónbókmenntum.
Grannur hennar er
byggður á lögum eftir
Árna, sem hann hefur
áður sent frá sér, í sin-
fónískri útsetningu Ed Welsh. Sin-
fóníuhljómsveit Islands og rytma-
band undir stjórn Bernards S. Wilk-
inson flytur svítuna og ég heyri ekki
betur en sá flutningur sé full boðleg-
ur, hver svo sem mælistikan er, sem
menn setja á þetta verk. Á eftir
fylgja þau tíu lög sem svítan er
byggð á í uppranalegum útgáfum og
finnst mér fengur að því að safna
þeim hér saman á einn stað. Síðasta
lagið á plötunni er svo færeysk út-
gáfa af Fagra blóm við texta Poul F.
Joensen frá Suðurey í Færeyjum.
Er vel til fundið hjá Árna að bjóða
frændum vorum Færeyingum upp á
eitt lag á þessum diski, en í Færeyj-
um nýtur hann virðingar og er al-
mennt talinn óumdeildur snillingur.
Þegar á heildina er litið _er þessi
plata líklega sú besta, sem Árni hef-
ur sent frá sér til þessa. Hún hefur
meiri breidd en fyrri verk hans, þótt
undirtónninn sé dæmigerður fyrir
Eyjapeyjann. Það er grallaralegur
og glaðbeittur blær yfir þessu öllu
saman, sem fer vel í mig.
Sveinn Guðjónsson
yjújunq frá noname
iV CJ J ----COSMETICS ——
AndMtsvat™ Hreinsilína fyrir allar húðgerðir
Glæsilegt kynningartilboð
Handaburður . ,
Taska 1 verslunum No name
Ká1>astia kráin í basnum
Sja ára ng 18 daga
fleftskpt
um heldma
nú mæta þeir áalvashir
Gamli Daitskurinn o£ féla^ar frá KK
Óli MeGuiness o± Inévar Garcia
spila sjóðheitirbæði kvöldin
m i
ÆL
jHL
afnarstræti 4