Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 76
76 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Hæg og tregablandin TONLIST Geisladiskur UNDUR FYRSTA geislaplata Fitls. Fitl eru Anna S. Þorvaldsdóttir, Doddy, Siguróur Árni Jósefsson, Valgerður Jónsdóttir og Þor- steinn Hannesson. Lögin eru eftir Doddy, Valgerði og Fitl. Textarn- ir eru allir eftir Valgerði Jóns- dóttur. Platan var hljóðrituð í Gróðurhúsinu af Valgeiri Sigurðs- syni sem hljóðblandaði einnig ásamt Fitli. Smekkleysa gefur út. SMÁSKÍFUR svokallaðar eru sjaldgæfar hér á landi, kannski vegna vonleysis um sölu. Geisla- plata Fitls er smáskífa, aðeins eru fjögur lög á plötunni og i'rumraun sveitarinnar. Erfítt er að skilgreina tónlist sveitarinnar, helst fiokkast hún undir gítarpopp eða hina ofur- víðu skilgreiningu „nýbylgju“, gít- ar og sellóleikur leiða auk söngs- ins, tónlistin er hæg og tregabland- in. Undrun hefst á laginu Aðstoð, hægu og tregablöndnu, lagið gefur fyrirheit um hin þrjú lögin á geisla- plötunni, það er stefnulaust og rís ekki hátt. Laglínurnar hafa heyrst áður og í skemmtilegri útsetning- um. Skrifast þetta líklega á reynsluleysi meðlima, þau hafa ekki myndað sín eigin sérkenni, hvorki hvert og eitt né sem heild og verður útkoman því nokkuð þunn. Allt er nokkuð vel geit á Undrun, meðlimir sveitarinnar valda allir sínum hlutverkum hvað fSt ÍA(ceturgaCinn Smiðjuvefii 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080 í kvöld og annað kvöld leikur hljómsveit Önnu Vilhjálms og Hilmars Sverrissonar Opió frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Óskum öllum gleðilegra jóla Kátiastia kráin í bærum 3ja ára ag 18 daga Heiiskoi um hel£ma nu mæta þeír galvaskir Gamli Dan^kurinn féla^ar fira KK spíla sjóðheitir 1 íæði kvöldin D0MUS MEDICA STEINAR WAAGE við Snorrobrauí. Reykjavik Sími 5518519 SKÓVERSLUN tæknilegu hliðina varðar, einkum söngkonurnar tvær, Anna S. Þor- valdsdóttir og Val- gerðar Jónsdóttir auk gítarleikara sveitarinnar, Doddy. Hljóðfæra- leikurinn allur er einfaldur og smekkvís, ekki er reynt við of erfiða hluti. Laga- og texta- smíðar rísa hins vegar ekki hátt, eins og áður sagði, með einni undan- tekningu þó, lagið Fríða Brá er ágætt popplag, grípandi og með besta texta plötunnar, þar er nævisminn sem ríkir í textasmíðum sveitarinnar kom- inn í hring svo úr verður ádeila. Síðustu lögin tvö Venjuleg stelpa og Krossfesting eru innantóm og gleymast þegar þeim lýkur, það síð- ara hefði sveitin mátt skilja eftir í bílskúrnum. Hljómur geisladisks- ins er ágætur sem og umslag fyrir utan einkennilegt krot á öllum síð- um bæklingsins. Meðlimir Fitls eru ekki hæfíleikalausir, hljóm- sveitin er einfaldlega ekki reiðubú- in fyrir útgáfu, tíminn sem fór í Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hljómsvbeitin Fitl á tónleikum. Valgerður Jónsdóttir söngkona fer hamförum á sviðinu. upptökur og að æfa upp lögin til út- gáfu hefði betur farið í að semja meira og pæla í lögunum. Með tím- anum verður gaman að sjá hvort ekki komi fram fullþroskuð hljóm- sveit með mótaðar hugmyndir, í stað fítls. Gísli Árnason Tískutilboð ^JockerS 30-40% afsláttur Destroy Teg.: 2822 Litur: Svartur Stærðir: 36—41 Destroy Teg.: 2819 Litur: Svartur Stærðir: 36—41 Dockers Teg.: 30810 Litur: Gráir m/sv. Stærðir: 37—41 Dockers Teg.: 30811 Litur: Gráir m/sv. Stærðir: 37—41 Ýmsar tegundir á tilboði PÓSTSENDUM SAMDÆGURS KRINGLAN Kringlunni 8-12 ■ Reykjovík Sími 5689212 afnarstræti 4 AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is {m> mbl.is \t-L.TX\/= G/TTH\^A/D A/YTT~ MYNPBÖNP Yfirskilvit- leg ást Með lífsmarki (Still Breathing)__ Rómantísk gamanmynd ★★ Framleiðsla: Marshall Persinger. Leikstjdrn, handrit og framleiðsla: James F. Robinson. Kvikmyndataka: John Thomas. Tdnlist: Paul Mills. Að- alhlutverk: Brendan Fraser og Joanna Going. 109 mín. Bandarísk. Háskólabíó, desember 1998. Ollum leyfð. COI”'. . - 1 - KARLARNIR í ætt Fletehers McBracken (Fraser) hafa lengi haft þá sérstöðu að sjá sönnu ástina í lífi sínu í dularfullri vitrun, áður en þeir hafa svo mikið sem séð stúlkuna. Sú sem vitrast Fletcher er svikahrappur- inn Roz Willogh- by. Parið er ólíkt að eðlisfari og sækir myndin mikið af húmor sínum í spennuna á milli þeirra. Andi trúar á „sanna ást“ svífur stöðugt jrfir vötnum í mynd- inni og strax er ljóst að Roz, sem er vantrúuð á slíkt, hefur rangt fyrir sér. Hún verður að endurskipuleggja gildismat sitt til að koma ástinni upp fyrir peningana. Nokkuð vantar á að myndin nái fullum krafti. Handritið er þokka- lega byggt en persónusköpun með flatasta móti. Fletcher er fáránlega góður gæi, sætur, ljúfur og klár. Roz er hinsvegar á villigötum í lífínu, en voða góð inn við beinið. Að sama skapi er myndin sérlega sæt og vel meint. Hún er rausnarlega krydduð fyrir unnnendur upphafinnar róman- tíkur. Súpan er bara í þynnsta lagi. Guðmundur Ásgeirsson Rislítil endaleysa Á leið til Kína (Digging to China)________ Drama ★ Framleiðendur: John Davis, J. Todd Harris og Alan Mruvka. Leikstjóri: Timothy Hutton. Handritshöfundur: Karen Janszen. Kvikmyndataka: Jörgen Persson. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Evan Rachel Wood og Mary Stuart Masterson. (98 mín.) Banda- rísk. Skífan, nóvember 1998. Öllum leyfð. HIN 10 ára gamla Hairiet er hálf- gert olnbogabam sem þekkt er fyrir alls kyns undarleg uppátæki í flótta sínum undan erf- iðum heimilisað- stæðum. Hún kynnist Ricky, þroskaheftum pilti, og deilir með honum sorgum sínum og gleði. Þessi frumraun leikarans Timot- hys Huttons í leikstjórastólnum er vægast sagt mis- heppnuð. Ætlunin hefur eflaust verið að gera dálítið „spes“ og ljúfsára kvik- mynd um mannleg samskipti en út- koman er lítið annað en hæggeng endaleysa. Kevin Bacon vai’par stór- um skugga á myndina með afkái’a- legri frammistöðu sinni, þar sem hann bregður fyrir sig ósannfærandi blöndu af grettum, geiflum og Ragga Bjarna-töktum í túlkun sinni á hlut- verki Rickys. Þá er samband Riekys og Harriet, sem er meginefni sögunn- ar, rislítið og ótrúverðugt en í raun er það samband Hairiet og systur/móð- m- hennar sem heldur uppi heiðri handritsins. Falleg kvikmyndataka og ágætur ieikur aukapersóna eru ljósir punktai’ sem mega sín þó lítils gagn- vart göllum þessai’ar kvikmyndai’. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.