Morgunblaðið - 31.12.1998, Side 6

Morgunblaðið - 31.12.1998, Side 6
6 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ BAKVIÐ FRÉTTIRNAR Árið 1998 verður fólki misjafnlega eftirminni- legt. Hjá sumum hefur það markað djúp spor og sársaukafull, en hjá öðrum verið tími sigra, gleði og athafna. Morg- unblaðið ræddi við nokkra einstaklinga sem tengdust eða komu við sögu í fréttum árs- ins sem er að líða. Engin leið til að sleppa betur JÓSEP Sigurjónsson, starfs- maður Rafveitu Akureyrar, brenndist illa á höndum og í andliti er skammhlaup varð í spennistöð sem hann var að vinna í hinn 29. október sl. Jósep var að vinna við tengingu á 11.000 volta streng og við skammhlaupið varð sprenging með miklum blossa og kastaðist hann til vegna þrýstings- ins. Strengurinn átti að vera straumlaus en var það ekki vegna mannlegra mistaka. Litlu mátti því muna að illa færi en eins Jósep orðaði það sjálfur; „ég held að það séu til margar leiðir til að fara verr út úr þessu en engin til að fara betur. Það má líka svo litlu muna þegar svona er og þessir kraftar komnir af stað og þá ráða menn engu um hver endirinn verð- ur.“ Félagi Jóseps, sem var með honum í spennistöðinni, slapp við meiðsl þótt hann hafí vissulega orð- ið var við sprenginguna. Jósep hefur náð ágætum bata og hann vonast til að geta hafíð störf að nýju í byrjun næsta árs. Hann lá á sjúkrahúsi í 9 daga eftir slysið en hefur þurft að koma daglega til að láta skipta um umbúðir eftir að hann var útskrifaður. Brunasár á höndum eru að mestu gróin en erf- iðast var að fá brunasár á fíngri undan hring sem hann var með, til að gróa. Plata á hringum bráðnaði við skammhlaupið og olli dýpsta brunasárinu. Þá er Jósep enn með smávægileg óþægindi í öðru auganu en hann brenndist einnig á höfði og aftur á eyrnasnepla. Tvær sprengingar Jósep sagði að þar sem annar endi strengsins hefði verið jarð- bundinn en hinn á spennu hefði myndast sprenging og hann kastast frá. „Fyrst kemur jarðhlaup og við það jónast loftið og eldfimar agnir myndast. í kjölfarið verður stærri sprenging á milli fasa en þá hafði ég kastast aðeins frá og út af mesta Morgunblaðið/Kristján JÓSEP Sigurjónsson, starfsmaður Rafveitu Akureyrar, var fluttur til aðhlynningar á FSA eftir slysið þar sem hann var reifaður á höndum og með umbúðir á andliti. Hann er á nokkuð gdðum batavegi og vonast til að komast til vinnu á ný f byrjun næsta árs. hættusvæðinu. Það er einhver að- þetta sem tvo aðskilda hluti. En vega nógu langur tími til þess að ég dragandi að þessum atburðum en hversu lengi þeir eru að gerast er var ekki með hausinn ofan í seinni bæði ég og félagi minn skynjuðu ekki gott að segja en þetta var alla sprengingunni.“ yd^;t - #4 * Jósep Sigurjónsson á Akureyri Þröstur Þórhallsson skákmaður Eftirminnileg ferð til Kalmykíu s ATTA Islendingar, sex skák- menn, einn fararstjóri og fyr- irliði skáksveitarinnar, fóru í lok september til Kálmykíu, sem er lýðveldi á afskekktum stað í Rúss- landi. Þar keppti sveitin á Ólympíu- móti í skák. „Það var ekki ákveðið að fara í þessa fer fyrr en daginn áður en lagt var af stað,“ sagði Þröstur Þórhalls- son, einn skákmannanna, þegar hann rifjaði upp ferðina í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „í fyrsta lagi var ekki víst að hægt væri að lenda - ekki víst að flugvöllur væri fyrir hendi. I annan stað höfðum við ekki fengið staðfestingu á að skák- höllin væri tilbúin. Það var samt sem áður ákveðið að fara að höfðu sam- ráði við aðrar Evrópuþjóðir." „Við vorum vongóðir um að allt væri samt í lagi þegar við lögðum af stað,“ sagði Þröstur ennfremur. „Við flugum til Stokkhólms og tókum svo flug til Moskvu. Þá var okkur til- kynnt af fulltrúa FIDE að ekki væri hægt að fara frá Moskvu niður til Elista, höfuðborgar Kalmykiu, fyrr en bjart væri orðið, þar sem flugvöll- urinn í Elista væri þannig að ekki væri hægt að lenda á honum í myrkri. Við komumst samt á leiðar- enda heilu og höldnu. Lendingin gekk að óskum þótt að flugvélin sýndist ekki mjög traustvekjandi þegar við gengum um borð. Þegar við gengum inn í flugstöðvarbygging- una þá var málningin næstum blaut á veggjum, byggingin leit út eins og hún hefði risið þá um nóttina. Á móti okkur tók túlkur og landbúnaðarráð- hen-a Kalmykíu sem heitii- Anatoli og var einskonar vémdari íslensku sveitarinnar meðan á dvöl hennar stóð þama. Svo vorum við lóðsaðir inn í bæinn og í fjölbýlishús, þar sem við höfðum stóra hæð fyrir okkur. Þar hafði hver liðsmaður sér her- bergi. Okkur var boðið upp á að hafa rússneska eldabusku og þjón og við þáðum það þökkum. Þessar aðstæð- ur vom þannig að þær komu okkur í opna skjöldu, við áttum ekld von á að svona vel væri tekið á móti okkur.“ Skákhöllin var ekki tilbúin Svo byrjaði mótið og frá því hefur verið sagt út frá sjónarmiði skák- íþróttarinnar í mörgum fjölmiðlum, m.a. í Morgunblaðinu. „Helstu tíð- indin frá þeim vettvangi vom að rússneska liðið sigraði en það var ekki óvænt niðurstaða. Skákhöllin reyndist hins vegar ekki tilbúin þegar við komum svo grunur okkar hafði verið á rökum reistur. Það var einkennileg sjón að sjá tugi verka- manna hanga utan á veggjum skák- hallarinnar við störf sín meðan beð- ið var eftir að mótið gæti byrjað, það þurfti að seinka því um tvo daga af þessum orsökum. Daginn eftir að við lentum þá bauð forseti lýðveldis- ins, Kirsan Yljumchinov, sem einnig er forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE, okkur í kurteisisheimsókn í forsetahöllina til sín. Þar vorum við leystir út með gjöfum, m.a. fengum við vodkaflöskur og kaviar, auk ým- issa áróðursbæklinga um ágæti for- setans." Allt var gert til þess að létta mönnum biðina meðan verkamenn- imir luku við skákhöllina. Meðal annars var íslenska hópnum boðið í svokallaða „picnik" ferð. „Landbún- aðarráðhemann sótti liðið og ók því á bóndabæ nokkum þar sem haldin var veisla liðinu til heiðurs," sagði Þröstur. „Eftir að þessari veislu lauk hófst mótið daginn eftir. Þessi ferð er í heild sú eftirminnilegasta sem ég hef farið sem skákmaður fyrir ís- lands hönd. Bæði vegna þessa og líka vegna sérkennilegra lifnaðar- hátta sem við sem aðkomumenn urð- um óneitanlega vitni að. Þess má geta að engin stjómarandstaða er til í Kalmykíu, eða réttara sagt, hún er aðeins til að nafninu til. Forsetinn heldur því landsmönnum í heljarg- reipum ef svo má segja. Mikil fátækt er þama og lífskjör fólks því bágbor- in. Fólkið þama er Búddatrúar og helsta atvinnugreinin er landbúnað- ur. Nokkrar umræður urðu um meint mannréttindabrot af hálfu for- seta Kalmyldu, bæði hér á Iandi og erlendis áður en mót þetta hófst. En við gátum ekki séð nein merki um slíkt meðan á dvöl okkar þama stóð. Hvað skákmenn snerti var þeim sýnd sérstaklega mikil gestrisni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.