Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 12
12 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRAMÓTASPURNINGAR
TIL STJÓRNMÁLAMANNA
Hér á eftir fara árlegar spurningar Morgunblaðsins til forystumanna stjórnmálaflokkanna eða
þingflokksformanna, sem vaninn er að þeir svari í gamlársdagsblaði Morgunblaðsins:
INýfallinn dómur Hæstarétt-
ar um kvótamál er af sumum
• talin einn merkasti dómur
síðari tíma. Aðrir segja að hann
stórlega ofmetinn. Hver telur þú að
verði þróun fískveiðistjómunar og
kvótamála í kjölfar dóms Hæsta-
réttar?
2Niðurstaða fæst væntanlega
fyrir árslok í viðræðum sam-
• fylkingarinnar um sameigin-
legt framboð í þingkosningum að
vori. Hvaða áhrif telur þú að slíkt
framboð hafi á stjómmálaþróunina í
landinu?
3Byggðaþróun í landinu hefur
verið á þá leið á seinni hluta
• 20. aldar að íbúatala á höfuð-
borgarsvæðinu hefur verið í sífelld-
um vexti, en íbúatala landsbyggðar-
innar að sama skapi dregizt saman.
Hvemig sérð þú fyrir þér byggða-
þróun í landinu á fyrstu áratugum
21. aldarinnar?
4Á síðustu vikum og mánuð-
um hafa verið nokkrar deilur
• milli virkjunarmanna og
náttúmverndarsamtaka. Telur þú
að ná megi sátt á milli þessara sjón-
armiða og þá hvernig?
Hvað fínnst þér áhugaverð-
ast af erlendum vettvangi
• liðins árs og hvað vilt þú um
það segja?
S
Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, formaður Framsóknarflokksins
Islendingar eru umfram
allt háðir skynsamlegri
nýtingu auðlinda hafsins
i.
EINS og ég hef áður látið í ljós er
það álit mitt að dómur Hæstarétt-
ar sé um margt fremur óljós. Það
er mjög mikilvægt að eyða því
óvissuástandi sem skapast hefur í
atvinnu- og fjármálalífí þjóðarinn-
ar í kjölfar þessa dóms. Það er líka
afar brýnt að ekki séu miklar
sveiflur á þessu sviði vegna óvissu
um grundvallaratriði í rekstri ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja.
Með frumvarpi stjórnarflokkanna
um breytingar á lögum um fisk-
veiðistjórnun er leitast við að eyða
þessari óvissu.
Auðvitað er ekkert endanlegt
hvað þennan málaflokk varðar og
fískveiðistjórnunarkerfíð hefur
stöðugt verið að þróast. Það hafa
átt sér stað breytingar á þessu
kerfí nánast á hverju einasta ári
frá því lögin voru upphaflega sett.
Eg vil líka minna á að það er starf-
andi auðlindanefnd sem skilar áliti
á næsta ári. Það er ekki ólíklegt að
það álit geti leitt til breytinga.
Þegar dómur Hæstaréttar var
kveðinn upp var það almenn krafa
Alþingis að bragðist yrði við strax
og ríkisstjórnin varð við þessari
kröfu þingsins. Að mínu mati upp-
fyllir frumvarp stjórnarflokkanna
ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég á
hins vegar von á þvi að á þetta
verði látið reyna fyrir dómstólum.
Fiskveiðistjómunarkerfíð verður-
áfram til endurskoðunar. Þar ber
að ganga fram með gát og hlaupa
ekki á eftir óábyrgum málflutningi
sem einblínir á ókostina án þess að
hafa nokkuð raunhæft að leggja til
mála.
Ég legg áherslu á að í allri um-
fjöllun um þessi mál verðum við að
hafa í huga hvað mikið er í húfí
fyrir þjóðina alla. íslendingar era
umfram allt háðir skynsamlegri
nýtingu auðlinda hafsins. Við
komumst ekki hjá því að takmarka
aðgang að þessari auðlind og berj-
ast gegn rányrkju og sóun. Efna-
hagsleg velferð okkar er að miklu
leyti undir því komin að vel takist
til.
Aðalatriðið er að reka heilbrigð-
an sjávarútveg sem getur tekist á
við þær takmarkanir sem fylgja
eflingu fiskistofna og getur staðið
undir góðum kjörum
þjóðarinnar allrar.
Sjávarútvegurinn þarf
að geta staðið undir
framföram byggð-
anna og jafnframt
staðið fyrir framför-
um á sviði tækni og
vísinda. Við þurfum
líka sjávarútveg sem
getur verið fordæmi
annarra þjóða og get-
ur jafnframt miðlað af
reynslu sinni og þekk-
ingu til þeirra sem
skemmra eru komnir
og eru að berjast við
vandamál rányrkju og
óheftrar sóknar.
Það var aldrei hugsunin með nú-
verandi fiskveiðistjórnarkerfi að
skapa ómældan arð fyrir fáa út-
valda. Hugsunin var þvert á móti
að skapa hámarksarð fyrir þjóðfé-
lagið í heild. Á þessari sömu hugs-
un eigum við að mínu mati að
byggja í allri framtíðarstefnu-
mörkun í sjávarútvegi. Þau fyrir-
tæki sem eru í sjávarútvegi verða
hins vegar að hafa starfsfrið og
geta treyst á stöðugleika og
stefnufestu. í Framsóknarflokkn-
um, eins og annars staðar, mætast
ólík sjónarmið og ólíkir hagsmun-
ir, en í þessu máli eins og öðram
ber okkur að hafa hagsmuni
byggðanna, hagsmuni heildarinn-
ar, að leiðarljósi.
Lög um stjóm fiskveiða era
mjög mikilvæg löggjöf sem
stöðugt þarf að þróa og endur-
meta. Það er hinsvegar mjög
óheppilegt fyrir þjóðfélagið allt ef
á þessu sviði eiga sér stað ein-
hverjar byltingar sem kollvarpa
kerfínu í heild. Það gæti leitt til
þess að við stæðum frammi fyrir
hruni sjávarútvegsfyrirtækja í
flestum byggðarlögum landsins
með þeirri byggðaröskun sem í
kjölfarið fylgdi. í allri umíjöllun
um fískveiðistjóm ber okkur að
hafa í huga að hér er um mikla
grandvallarlöggjöf að ræða sem
snertir allt samfélagið.
2.
Það eru margir sem spyrja um
stöðu Framsóknarflokksins í litrófí
stjórnmálanna verði af sameigin-
legu framboði A-flokk-
anna og Kvennalist-
ans. Það er út af fyrir
sig ekkert nema gott
eitt um það að segja ef
fólk með svipuð meg-
inmarkmið í stjórn-
málum sameinast í
baráttu sinni í einum
flokki. Andstæðingar
okkar í stjórnmálum
hafa stundum haldið
því fram að þetta geti
veikt stöðu Framsókn-
arflokksins. Ég tel
enga ástæðu til að ætla
að svo verði og tel
þvert á móti að þetta
styrki stöðu Fram-
sóknarflokksins. Þetta staðfesta
nýlegar skoðanakannanir. Það er
augljóst að sá málefnagrandvöllur,
sem þessir flokkar hafa komið sér
saman um, verður til þess að ýmsir
snúi baki við hinu sameinaða fram-
boði.
Það era vissulega mikil tíðindi
að þessir flokkar skuli stefna í eina
sæng. Þó ekld sé nema vegna þess
að ef litið er um öxl, þá einkennist
ferill þeirra fremur af klofningi og
innbyrðis átökum en sameiningar-
vilja. Eins og alþjóð er kunnugt þá
klofnaði Alþýðubandalagið í þessu
ferli. Sameiningarferlið allt hefur
líka gengið fremur erfiðlega. Það
er erfítt fyrir fólk, sem hugsar um
stjórnmál, að skilja hvernig hægt á
að vera að stofna stjórnmálaflokk
þar sem einstaklingarnir innan
hans og forystumennirnir hafa
mjög mismunandi stefnur í
nokkram helstu málaflokkum.
Þetta á til dæmis við um afstöðu
samfylkingarmanna til Evrópu-
sambandsins, veiðileyfagjalds,
vera íslands í NATO, afstöðu til
stóriðju og þátttöku í Schengen-
samstarfínu. Mér finnst málatil-
búnaður samfylkingarmanna hafa
verið sérstaklega klaufalegur hvað
stefnumörkun í utanríkismálum
varðar, ekki síst í varnar- og ör-
yggismálum.
Hvað sem öllu þessu líður, þá
fylgja samfylkingarmönnum góðar
óskir okkar framsóknarmanna,
ásamt með áminningu um að
gleyma sér ekki við einkamálin
heldur leiða fyrst og fremst hug-
ann að því sem að gagni getur
komið fyrir land og þjóð.
Ég vil jafnframt nota tækifærið
til að bjóða þá mörgu, sem ekki
geta hugsað sér að starfa á hinum
nýja vettvangi, velkomna til starfa
í Framsóknarflokknum. Við eram
reiðubúin til þess að taka tillit til
skoðana þessa fólks og vinna að
því að stefnumál þess geti ásamt
stefnumálum okkar orðið að veru-
leika. Þetta höfum við meðal ann-
ars sýnt með því að fagna einum
rómi Kristni H. Gunnarssyni al-
þingismanni til starfa í Framsókn-
arflokknum. Koma hans í flokkinn
styrkir starf hans og margir ein-
staklingar sem áður störfuðu á
sama vettvangi og hann hafa geng-
ið til liðs við okkur.
3.
Afstaða Framsóknarflokksins til
byggðamála er alveg skýr: Við
teljum búsetu í öllum byggðum
landsins vera einn af hornsteinum
íslensks samféiags. Reyndar er
það svo að flestir Islendingar era
þeirrar skoðunar að æskilegt sé að
halda sem mestum hluta landsins í
byggð. Síðasti miðstjórnarfundur
okkar framsóknarmanna fjallaði
um byggðamál og við eram að
fylgja því eftir sem þar var ákveð-
ið. Sá árangur bú'tist meðal annars
í nýrri byggðaáætlun sem ríkis-
stjórnin hefur lagt fram.
Þó að af ýmsum ástæðum geti
talist hagkvæmt fyrir fámenna
þjóð í harðbýlu landi að búa á litl-
um bletti hníga enn sterkari rök að
því að landið skuli byggt að svo
miklu leyti sem unnt er. Þannig
gefst möguleiki á að ná fram sem
hagkvæmastri nýtingu náttúra-
auðlinda, menning og mannlíf
verður fjölbreyttara og ennfremur
er áhættusamt að safna öllum
verðmætum saman á einn stað í
landi sem er háð duttlungum nátt-
úraaflanna.
Ef til vill liggur rót vandans í því
að ekki hefur tekist að ná sátt um
að mynda nokkra sterka byggða-
kjama í landinu, kjarna sem
mynduðu raunhæft mótvægi við
höfuðborgarsvæðið. Einungis einn
slíkur kjarni er í landinu, Akureyri
og Eyjafjarðarsvæðið. Æskilegt
Halldór
Ásgrímsson
væri að mínu mati að byggja upp
fáa en sterka byggðakjama sem
veitt gætu fjölbreytta þjónustu,
auk þess að styrkja Eyjafjarðar-
svæðið enn frekar. Nýta verður
þann grann sem fyrir er til að
mynda kjarnana en stefnumörkun
stjórnvalda verður að vera skýr,
enda tekur slíkt ferli töluverðan
tíma.
Einn kjarni, sem liggur beint
við, er á Austurlandi. Slíkur kjarni
gæti verið með miðstöð á Egils-
stöðum og Reyðarfirði en næði
jafnframt til Seyðisfjarðar, Nes-
kaupstaðar, Eskifjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar og tengdist saman
með jarðgöngum. Mannfjöldi
þessa kjama þarf að ná 10-15 þús-
undum. Til að ná því marki þarf að
byggja upp við hliðina á sjávarút-
vegi aðra undirstöðugrein í at-
vinnulífinu, t.d. í tengslum við
orkufrekan iðnað. Hyggja þarf að
því að í tengslum við þann iðnað
geti þróast sjálfstæður úmnnslu-
iðnaður sem væri á færi einstak-
linga heima fyrir að byggja upp og
þróa. Þannig yrði atvinnulífíð fjöl-
breytt og skapaði grunn að enn
meiri þjónustu, meðal annars á
sviði menntunar, menningar og
viðskipta. Sama á við í öðrum kjör-
dæmum landsins og má þar sér-
staklega nefna ísafjörð og Sauðár-
krók. Selfoss, Akranes og Reykja-
nesbær þurfa líka að geta þjónað
viðkomandi kjördæmum, en með
tvöföldun akbrauta og jarðgöngum
geta þessi svæði jafnframt notið
betri þjónustu á höfuðborgarsvæð-
inu. Óll þróun tengist samgöngum
sem era erfiðar í okkar harðbýla
landi. Samgöngubætur eins og
Vestfjarðagöngin og Hvalfjarðar-
göngin hafa mikil áhrif á búsetu og
færa byggðirnar nær hver annarri.
Sterkir byggðakjarnar stuðla að
öruggum samgöngum í lofti og á
landi og góðar samgöngur era á
sama hátt undirstaða allrar byggð-
ar.
Menntun, heilbrigðisþjónusta,
menningarlíf, samgöngur og önnur
þjónusta hefur allt áhrif á búferla-
flutninga. Áfram þarf að halda á
þeii-ri braut að bæta þessa þjón-
ustu við alla landsmenn hvar sem
þeir búa. Sterkir byggðakjai-nar
og góðar samgöngur auðvelda það
úrlausnarefni. Sameining sveitar-
félaga greiðir jafnframt fyrir
bættri þjónustu við íbúana. Jöfnun
húshitunarkostnaðar og stuðning-
ur við þá sem eiga um langan veg
að fara til að sækja framhaldsskóla
era jafnframt lykilatriði.
Á síðustu fjárlögum var ákveðið
að hækka niðurgreiðslu húshitun-
arkostnaðar um 20% og styrkur
við þá sem þurfa að sækja fram-
haldsskóla fjarri heimaslóðum hef-
ur tvöfaldast á síðustu tveimur ár-
um.
Væntanlegar breytingar á kjör-
dæmaskipan fela í sér mikil um-