Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 15 í dag lýkur Húsnæðisstofnun starfsemi sinni. Við þau tímamót er margs að minnast úr rúmlega 40 ára starfi. Á síðari hluta þessarar aldar hefur íslenska þjóðin reist sér vönduð og myndarleg húsakynni sem gerast óvíða betri. Þetta hefúr m.a. gerst með samstarfi Alþingis og stjórnvalda, launþegasamtaka og vinnuveitenda, lífeyrissjóða, banka og spari- sjóða. En þó fyrst og fremst með þrotlausum dugnaði og fórnfysi fólksins sjálfs, sem hefur löngum lagt nótt við dag svo það mætti eignast þak yfir höfuðið. Húsnæðisstofnunin hefur tekið þátt í að ryðja brautina og lagt til mest af því langtímafé sem til þessa hefur þurft. Húsnæðisstofnunin hefur alltaf haft félagsleg sjónarmið að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Lágir vextir húsnæðislána hafa stuðlað mjög að góðum lífskjörum almennings. Hún hefur veitt stórlán hl að byggja mikinn fjölda sérstakra eignar- og leiguíbúða fyrir aldraða, leiguíbúða fyrir námsmenn og öryrkja, eignaríbúða fyrir efnalítið fólk og til íbúðakaupa og húsbygginga á almennum markaði. Um 13 ára skeið hefur hún rekið sérstaka ráðgjafastöð til aðstoðar við fólk í greiðsluerfiðleikum og hafa meira en 10 þúsund fjölskyldur notið góðs af starfsemi hennar. Um áratugaskeið sá hún almenningi einnig fyrir hagkvæmum húsa- teikningum á lágu verði. Á síðustu 30 árum hefur stofnunin tvisvar beitt sér af miklum þunga með stórfelldum lánveitingum til að hamla gegn atvinnuleysi í byggingar- iðnaðinum og tengdum atvinnugreinum. Síðustu sex árin hefur hún lagt fram rúmar 100 milljónir króna til framfara og þróunar í byggingariðnaði og húsnæðismálum. Húsnæðisstofinun hefur verið lífeyris- sjóðunum í landinu mikil lyftistöng undanfarin 10-15 ár með sölu hávaxta- bréfa til þeirra; njóta lífeyrisþegar góðs af því. Húsnæðisstofnunin er ein stærsta lána- stofnun landsins nú er hún lýkur starfsemi sinni. Útlán hennar til einstaklinga, sveitar- félaga, stofnana og fyrirtækja nema nú samtals um 233 milljörðum króna. í sjóðum hennar er stór hluti af þjóðar- auðnum fólginn. Á þessum tímamótum viljum við þakka landsmönnum samfylgdina, góð viðskipti og frábæra skilvísi síðustu fjóra áratugina. Við þökkum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum vel unnin störf og kveðjum um leið og við bjóðum arftaka okkar, hinn nýja íbúðalánasjóð, velkominn til leiks og óskum honum velfamaðar. cSo HÚSN&ÐISSTOFNUN RÍKISINS - velferð í þágu þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.