Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 16
16 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER1998
MORGUNBLAÐIÐ
byggð í sveitum. Uppbygging sam-
göngukerfisins þarf að taka mið af
þessu skipulagi. Þá þarf að móta
umhverfi og aðstæður varðandi
uppbyggingu töluvunetsþjónustu
þannig að fyriræki á landsbyggð-
inni geti haslað sér völl á þeim
vettvangi. En það er ekki nóg að
marka stefnu í þessum málum.
Henni þarf að fylgja eftir á öllum
sviðum og veita nauðsynlegt fjár-
magn til verkefna með skipulegum
og skilvirkum hætti.
Byggð mun ekki blómstra í land-
inu nema breyting verði á þeirri
stefnu sem rekin er í landbúnaði og
sjávarútvegi. Byggðir, hvort sem
um er að ræða sjávarpláss eða
þorp í sveitum verða að fá að njóta
staðhátta eigi mannlíf að fá að þró-
ast með eðlilegum hætti. Ein af
ástæðunum fyrir því að fólk flyst
nú burt úr sjávarplássum og sveit-
um er stjórnkerfi fiskveiða og land-
búnaðar og sú viðhorfsbreyting
sem átt hefur sér stað til þessara
mikilvægu atvinnuvega. Sam-
kenndin og samábyrgðin á því að
veiða og vinna fisk er ekki lengur
til staðar með sama hætti og áður.
Það eru ekki lengur sömu samfé-
lagslegu kraftarnir sem toga í fólk-
ið. Það skiptir ekki lengur máli
hvar það vinnur eða hjá hvaða fyr-
irtæki. Plássið er ekki lengur þess
eign með sama hætti og áður.
Sama gildir að vissu leyti í land-
búnaði. Það kvótakerfi sem þar
hefur verið rekið hefur haft veru-
leg skaðleg áhrif á viðhorf til land-
búnaðar.
Þeir 17 þingmenii stjórnarflokk-
anna sem skrifuðu undir yfirlýs-
ingu þess efnis að kvótakerfið í
fiskveiðum væri undirstaða byggð-
ar í landinu ættu að hugsa til þess
að aldrei hefur fólksflótti verið
meiri úr sjávarbyggðum en einmitt
á þeim tíma sem kvótakerfið hefur
verið við lýði. Það er lítið samræmi
í að tala um nauðsyn þess að
styrkja byggð um landið og ákveða
á sama tíma að allar meiri háttar
framkvæmdir, svo sem á sviði stór-
iðju, fari fram í nágrenni höfuð-
borgarinnar. Fái núverandi stjórn-
arflokkar umboð til að stjórna
landinu er ég ekki bjartsýn á að
unnt verði að snúa byggðaþróun-
inni við á næstu árum.
4.
Spurt er hvort ná megi sátt á
milli sjónarmiða virkjunarmanna
og náttúruverndarsamtaka. I
spurningu blaðsins er gefið í skyn
að um sé að ræða nýja deilu á milli
þessara aðila. Hið rétta er að þess-
ir aðilar hafa deilt í áratugi, en það
er fyrst nú að sjónarmið náttúru-
verndar hafa hlotið almennan
hljómgrunn meðal þjóðarinnar.
Astæðan fyrir því er m.a. sú að áð-
ur gerðu fáir sér grein fyrir þeim
verðmætum sem fólgin eru í lands-
lagi hálendisins, lífríki þess og
jarðmyndunum, eða fyrir umfangi
og stærð þeirra framkvæmda sem
um er að ræða. Nú þegar fjölmiðlar
hafa fært náttúru hálendisins inn í
stofu og aðgangur að henni hefur
orðið greiðari en áður gerir fólk
meiri kröfu um rökstuðning fyrir
virkjunum og öðrum framkvæmd-
um sem skert geta náttúru hálend-
isins. Breytt viðhorf gagnvart
mengandi stóriðju á hér einnig hlut
að máli. Ekki þykir lengur sjálfgef-
ið að reisa slíkar verksmiðjur og
virkjanir sem þeim fylgja ef er-
lendur að}li óskar eftir því.
Vandamálið sem við er að glíma
er ekki ólík sjónarmið virkjunar-
manna og náttúruverndarsamtaka.
Vandamálið er afstaða stjórnvalda
til þessara mála og vinnubrögð
þeirra, sem m.a. lýsa sér í tregðu
þeirra til að samþykkja að stór-
virkjanir lúti lögum um mat á um-
hverfisáhrifum eins og aðrar stór-
framkvæmdir. Alþjóðlegir samn-
ingar og þjóðréttarlegar og skyld-
ur sem þeim fylgja eru að engu
hafðar og hefur íslenska ríkið þó
staðfest þær með heimild Alþingis.
Úr þessum vanda verður ekki leyst
fyrr en stjórnvöld sjá að sér og
fara að beita skynsamlegum og við-
urkenndum vinnubrögðum við
ákvarðanatöku. Það á ekki einung-
is að gera mat á umhverfisáhrifum
virkjana að reglu heldur einnig að
meta með skipulegum hætti þá
virkjunarkosti sem fyrir eru og
raða þeim í forgangsröð. Við mat á
hagkvæmni mismunandi virkjunar-
kosta þarf að horfa til margra átta
og taka fullt tillit til sjónarmiða
náttúruverndar og æskilegrar þró-
unar í byggðamálum. Vissulega
súpum við seyðið af því nú að hafa
lagt mikla fjármuni í undirbúnings-
rannsóknir fyrir virkjanir án þess
að hafa samhliða látið fara fram
skipulegar rannsóknir á náttúru-
fari virkjunarsvæðanna og hugsan-
legum umhverfisáhrifum virkjan-
anna. Við gerð svæðisskipulags
fyrir miðhálendið kom vel fram
hversu mikill skortur er á áreiðan-
legum gögnum um náttúrafar þess.
En skortur á upplýsingum á ekki
að vera afsökun fyrir röngum
ákvörðunum sem geta haft óbæt-
anlegt tjón í för með sér, heldur til
þess að við brettum upp ermar og
hefjumst. handa við að afla þeirra.
Það mun ekki takast sátt um
virkjanir eða aðrar stórfram-
kvæmdir á hálendinu fyrr en búið
er að gera heildaráætlun um þær
til lengri tíma að teknu tilliti til
náttúrufars og víðerna svæðisins.
Ég tel að þeir sem aðhyllast sjón-
armið náttúruverndar hafi fullan
skilning á nauðsyn þess að nýta
orkulindir landsins. Þeir mótmæla
því hins vegar eðlilega þegar ekki
er staðið rétt að undirbúningi og
ákvarðanatöku. Að við val á virkj-
unarkostum sé aðeins tekið tillit til
þröngra hagsmuna þeirra sem
bera kostnað af virkjununum.
Öfgamennirnir í þessu máli eru
þeir sem fara fram með offorsi og
hlusta ekki á sjónarmið annarra og
það er þeirra að gefa eftir með því
að breyta um vinnubrögð.
5.
Það hefur verið afar áhugavert
að fylgjast með umræðum um um-
hverfismál á alþjóðlegum vettvangi
á umliðnu ári. Fulltrúar þjóða
heims hafa rætt sameiginlegan
vanda og komið með tillögur um
sameiginlegar Iausnir, þar sem
hver og einn leggur sitt af mörk-
um.
Umhverfisvernd skipar æ stærri
sess í samvinnu þjóðanna og það er
mjög jákvæð breyting frá því sem
áður var. Þetta er málaflokkur þar
sem Islendingar gætu og ættu að
hafa frumkvæði og forystu en því
miður er því ekki að heilsa.
Það hefur líka verið athyglivert
að fylgjast með þróun á samstarfi
Evrópuþjóðanna, ekki síst stöðu
íslands í þeim efnum. Það verður
forvitnilegt að fylgjast með þessari
þróun eftir að myntbandalagið tek-
ur gildi og hvaða áhrif það hefur
t.d. á stöðu Noregs.
Margt annað af erlendum vett-
vangi hefur verið fréttnæmt. Það
hefur t.a.m. verið athyglivert að
fylgjast með hremmingum Clint-
ons, forseta Bandaríkjanna, í
tengslum við kvennamál hans og
meint meinsæri hans í þeim mál-
um. En það er önnur frétt tengd
Clinton sem í mínum huga er ein
sorglegasta frétt ársins, þ.e. loft-
árásirnar á Irak.
Óbreyttir borgarar í Irak hafa
mátt þola ólýsanlegar hörmungar.
Það er erfitt fyrir okkur að setja
okkur í spor þessa fólks, þar sem
þúsundir barna deyja úr hungri og
eða skorti á lyfjum og læknishjálp.
Það eru margar hliðar á þessu
máli.
Þrátt fyrir það verð ég að viður-
kenna að engin þeirra réttlætir að
mínu mati stuðning íslenskra
stjórnvalda við loftárásir sem valda
því að saklaust fólk lætur lífíð. Þá
er ekkert sem réttlætir það að
stjórnvöld bregði fæti fyrir böggla-
sendingar til hrjáðra íraskra
barna, hvað sem líður skoðunum
ráðamanna á þeim samtökum sem
senda vildu pakkana. Þá vekja
átökin í Kosovo óhug sem og fréttir
af öðram hernaðarátökum.
Við erum í stöðu til að halda okk-
ur fyrir utan hernaðarátök. Það
hafa fjölmennari þjóðir en íslend-
ingar gert og við eigum að gera
það líka.
Að lokum ein jákvæð frétt: Mikið
held ég að það hafi glatt hann Da-
víð að Kastró hélt sín jól.
Ég óska öllum landsmönum árs
og friðar.
Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands
Vafalaust með merk-
ustu dómum aldarinnar
i.
KVÓTADÓMUR Hæstaréttar er
vafalaust með allra merkustu dóm-
um, sem kveðnir hafa verið upp á Is-
landi á þessari öld. Dómurinn er al-
varleg viðvörun til framkvæmda-
valdsins um að sniðganga ekki meg-
inreglur í stjómarskrá lýðveldisins
um jafnræði og atvinnufrelsi þegn-
anna þegar kemur að úthlutun tak-
markaðra, efnahagslegra gæða og
um að virða markmiðsákvæði 1. mgr.
1. gr. laga um stjórn fiskveiða um
sameign þjóðarinnar á nytjastofnum
á Islandsmiðum. Dómurinn er jafn-
framt ábending til löggjafarvaldsins
um að gæta þess við almenna laga-
setningu að virða ákvæði stjómar-
skrárinnar, þeirra fyrirmæla um
samskipti þegnanna og setningar
laga, sem t.d. Danir kalla með réttu
„grundlov", þ.e.a.s. grandvöll allrar
annarrar löggjafar.
Viðbrögð ráðamanna allt frá for-
sætisráðherra og utanríkisráðherra
til foi-mælenda þeirra, sem telja
einkahagsmunum sínum ógnað með
dómi Hæstaréttar, gefa þá vísbend-
ingu, að þeir ætli af ráðnum hug að
haga eftirleiknum þannig að efna til
stríðs fyrir dómstólum landsins um
hvaðeina, sem þeir telja að gangi
gegn eiginhagsmunum þeirra fáu,
sem þeir hyggjast verja, gegn al-
mannahag. Það er gert undir því yf-
irskini, að dómur Hæstaréttar sé
óskýr - jafnvel fullyrt, að æðstu dóm-
arar landsins rugli saman hugtökum.
Þetta er ekki rétt. Dómur Hæsta-
réttar er skýr. Hugtökum er ekki
ruglað saman. Þvert á fullyrðingar
um annað bendir rétturinn meira að
segja á, hvemig breyta megi lögum
um stjórn fiskveiða þannig, að fram-
kvæmdin standist ákvæði stjómar-
skrár um jafnræði þegnanna, at-
vinnufrelsi og ákvæði 1. mgr. 1. gr.
laganna um að nytjastofnar á Is-
landsmiðum séu sameign þjóðarinn-
ar. Þótt rými sé takmarkað verður
ekki hjá því komist að víkja að þess-
um efnisatriðum í svarinu.
I fyrsta lagi er rétt að benda á, að
Hæstiréttur er ekki með dómi sínum
að hafna aflamarkskerfi sem stjóm-
tæki við fiskveiðar. Hann telur hins
vegar, að framkvæmdin á því kerfi
standist ekki án breytinga.
Sakarefnið, sem um var deilt og
Hæstiréttur tók til úrskurðar, var
hvort rétt væri, að sjávarútvegsráðu-
neytið gæti hafnað umsókn um al-
mennt og sérstakt veiðileyfi og kvóta
á þeim forsendum, að umsækjandi
hefði ekki yfir að ráða veiðileyfi, sem
byggði á ákvæðum 5. gr. laganna,
þ.e. takmörkun á veitingu slíkra leyfa
við skip, sem stunduðu botnfiskveið-
ar fyrir 18 árum eða smíðasamningar
hefðu verið gerðir um fyrir árslok
1983 eða skipa, sem komið hefðu í
þeirra stað. Niðurstaða Hæstaréttar
var sú, að slík takmörkun á veitingu
veiðileyfa stæðist ekki. Um þá niður-
stöðu er ekki deilt.
En Hæstiréttur fjallar um fleira í
aðfararorðum sínum. Hann fjallar
líka um þá framkvæmd laganna, er
lýtur að úthlutun veiðiheimilda
(kvóta) þó það sé ekki sakarefnið,
sem um er dæmt. Eftir að hafa rætt
um, að sérstakra úrræða hafi verið
þörf að mati löggjafans á árinu 1983
til þess að bregðast við þverrandi
stærð fiskistofna við Island segir
Hæstiréttur orðrétt og takir þá um
veiðiheimildir.
„Var skipting hámarksafla þá felld
í þann farveg ... að úthlutun veiði-
heimilda yrði bundin við skip. Er
óhjákvæmilegt að líta svo á, að þessi
tilhögun feli í sér mismunun þeirra,
sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda til
eignarhalds á skipum á tilteknum
tíma, og hinna, sem hafa ekki átt og
eiga þess ekki kost að komast í slíka
aðstöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir
af þessu tagi til vamar hrani fiski-
stofna kunni að hafa ver-
ið réttlætanlegar, en um
það er ekki dæmt í mál-
inu, verður ekki séð, að
rökbundin nauðsyn hnígi
til þess að lögbinda um
ókomna tíð þá mismun-
un, sem leiðir af reglu 5.
gr. laga nr. 38/1990 um
úthlutun veiðiheimikki."
(Leturbreyting mín.)
Hér er talað alveg skýrt.
Hér ragla æðstu dómar--
ar landsins ekki saman
hugtökum. Hér er talað
að yfirlögðu ráði. Þó sak-
arefnið og dómsniður-
staðan fjalli um útgáfu
veiðileyfa en ekki veiði-
heimilda (kvóta) gefur
Hæstiréttur skýra vísbendingu um,
að sama máli gegni um veiðiheimildir
og veiðileyfi - ekki sé frekar hægt að
takmarka útgáfu veiðiheimilda en
veiðileyfa varanlega við afla- eða
veiðireynslu fárra aðila fyrir mörgum
árum.
(Það er svo atriði út af fyrir sig
hvort núverandi framkvæmd á út>
hlutun aflaheimilda, sem byggir á
reglugerð útgefinni af sjávarútvegs-
ráðherra, hefur tilskilda lagaheimild
hvað sem líður ívitnuðum ummælum
Hæstaréttar hér að framan því 7. gr.
fiskveiðistjómunarlaganna eins og
hún er úr garði gerð veitir ekki slíka
lagastoð.)
Hvemig er þá unnt að breyta
framkvæmd aflamarkskerfisins svo
að hún standist ákvæði stjómarskrár
og 1. mgr. laganna um sameign þjóð-
arinnar? Öfugt við fullyrðingar
sumra valdsmanna eru ákveðnar
ábendingar þar um í Hæstaréttar-
dóminum. Þar segir m.a. svo:
„Með þessu lagaákvæði er lögð
fyrirfarandi tálmun við því, að drjúg-
ur hluti landsmanna geti, að öðrum
skilyrðum uppfylltum, notið sama at-
vinnuréttar í sjávarútvegi...“
... drjúgur hluti landsmanna...
Ekki endilega allir landsmenn.
Kannski þeir, sem hafa átt, ekkert
síður en eigendur útgerðarfyrir-
tækja, þátt í að búa til „veiðireynsl-
una“? Sjómenn og skipstjómarmenn,
fiskverkafólk, íbúar sjávarþoi'panna.
„Dijúgur hluti landsmanna." Af öll-
um þessum hópi fengu þrír skip-
stjórnarmenn úthlutað veiðiheimild-
um á sínum tíma þó þeir ættu ekki
skip með veiðh-eynslu. Einn þessara
skipstjórakvóta lagði granninn að
öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki, sem
nú er starfrækt á íslandi. Skyldu
aðrir sjómenn hafa getað náð sam-
bærilegum árangri hefðu þeir aðeins
átt þess kost? Er jafnræðisreglan
virt?
Athyglisverða umfjöllun um ná-
kvæmlega þessi viðhorf er að finna í
opnuviðtali við dr. Gísla Pálsson í
Mbl. föstudaginn 18. des. sl., en þar
greinir hann frá úttekt og tillögum
um stjómkerfi fiskveiða, sem hópur
vísindamanna vann fyrir bandaríska
þingið. Væri nú verið að úthluta afla-
reynslu eða væri tekin sú ákvörðun
að endurúthluta skyldu íslensk
stjómvöld þá ekki taka mið af ábend-
ingum Hæstaréttar - eða álitsgerð
vísindamanna, sem þeir skiluðu
bandaríska þinginu? Myndu aðeins
eigendur útgerðarfyrirtækja teljast
„eiga“ aflareynsluna? Engir aðrir?
I beinu framhaldi af þessum ívitn-
uðu orðum í dómi Hæstaréttar um að
drjúgur hluti landsmanna fái notið
sama atvinnuréttar í sjávarútvegi
segir: „... eða | notið] sambærilegrar
hlutdeildar í þeirri sameign, sem
nytjastofnar á Islandsmiðum era ...“
(Leturbreytingar mínar.)
Hér er líka talað skýrt. Jafnaðar-
menn hafa á Alþingi lagt fram tillög-
ur þessu að lútandi. Mbl. hefur gert
það árum saman í leiðuram sínum.
Skoðanakannanir sýna, að mikill
mehihluti landsmanna
styður þessi viðhorf.
Meira að segja forsæt-
isráðherra drap á slík
sjónarmið í stefnuræðu
sinni á Alþingi í haust,
þar sem hann orðaði
óljóst þá hugsun, að
sameignina mætti gera
virka með því, að
„drjúgur hluti lands-
manna“ öðlaðist eign-
araðild að sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Væri
nú ekki ráð fyrir Mbl.
og fleiri að ganga eftir
því við ráðherrann, að
hann orðaði hugsun
sína þannig, að hana
mætti skilja? Vill hann,
að þjóðin leysi til sín „sameignina"
með því að kaupa hana fullu verði af
þeim, sem þáðu úthlutun án endur-
gjalds? Eða er meiningin á bak við
hugsunina önnur? Kannske óskýr
eða engin? Mbl. myndi ekki líða nein-
um öðrum stjómmálamanni að skýra
ekki hugsun sína í svo afdrifaríku
máli. Hann gerir það ekki á Alþingi.
Það er fullreynt. Gerir hann það, ef
Styrmir og Matthías spyrja? Skelfi-
lega viðkvæmt að spyrja! Viðkvæmt
fyrir hvern?
í dómi Hæstaréttar felast vísbend-
ingar um hveiju þurfi að breyta í
framkvæmd aflamarkskerfisins og
ábendingar um með hvaða hætti það
sé hægt að gera svo framkvæmdin
standist ákvæði stjómarskrár um
jafnræði og atvinnufrelsi og mark-
miðsgrein laga um stjórn fiskveiða
um sameign þjóðarinnar á nytja-
stofnum á Islandsmiðum. Spurningin
er aðeins sú, hvort stjórnarmeirihlut-
inn ætlar að láta dómstóla landsins
neyða sig skref fyrir skref þar til
markmiðinu er náð eða hvort menn
vilja láta skynsemina ráða nú þegai'.
Una þeim dómi, að framkvæmd afla-
markskerfisins stenst ekki ákvæði
stjómarskrár og markmiðssetningu
1. mgr. 1. gr. laga um stjóm fiskveiða
um sameign þjóðarinnai- á nytja-
stofnum á Islandsmiðum - og breyta
samkvæmt því.
2.
Mörg ágreiningsatriði A-flokkanna
- m.a. þau, sem ui'ðu til þess að
hreyfingin klofnaði í árdaga og hefur
verið sundruð síðan - heyra nú sög-
unni til. Þau era ekki lengur við-
fangsefni samtímastjómmála. Full
rök hníga þess vegna að því, að
a.m.k. fólk í þessum flokkum geti átt
samleið í einni hreyfingu. Asamt
Kvennalistanum. Skoðanaágreining-
ur yrði þar ekki meiri en er fyrir
hendi innan þessara flokka núna.
Við upphaf sameiningarferilsins
kom fram í skoðanakönnunum, að
um eða yfir 40% kjósenda vora því
fylgjandi og gátu hugsað sér að
styðja sameinað framboð. Eins og
vænta mátti hafa hins vegar ýmsir
erfiðleikar komið í ljós, enda um það
að ræða að steypa saman í eitt fram-
boð flokkum, sem eiga sér áratuga-
langa sögu og hafa lungann úr því
tímabili borist á banaspjót. Þeir erf-
iðleikar hafa tvímælalaust skaðað
málstað samfylkingarinnar. Auk þess
oft reynt á þolinmæði okkar, sem í
verkunum höfum verið.
Engu að síður verðum við að
þreyja bæði þorrann og góuna og
ljúka þessu verki, sem nú sér þó fyrir
endann á. Við vitum, að hvað sem
öðru líður, þá er rikur vilji til þess
meðal fjölmargra íslendinga, að
veridð takist. Líka meðal þeirra, sem
ekki eru ánægðir með hve erfiðlega
hefur gengið. Kannske ekki síst með-
al þeirra, sem hafa viljað sjá árang-
ur fyrr og betri.
Við geram okkur líka ljóst, að það
erfiða verk, sem við erum að vinna,
tekur ekki bara mið af kosningum í
Sighvatur
Björgvinsson