Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 22
22 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ast vandaverk að ná sátt um þær virkjanir sem hér þyrfti að reisa smám saman á næstu öld. Við eigum ekkert sökótt við verk- fræðinga eða aðra þá sem rannsaka orkulindimar og hanna mannvirki. „Virkjunarmennirnir" era þeir skammsýnu ráðherrar sem ekki eru tilbúnir að hægja á ferðinni til að tryggja náttúruvemd og framtíðar- þarfir Islendinga fyrir vistvæna orku. Við þá er ekki hægt að ná neinni sátt. Menn munu því einfald- lega takast á um þessi sjónarmið á vettvangi stjórnmálanna. í komandi kosningum mun gefast tækifæri til þess að safna liði til varnar íslenskri náttúru. Það erum við staðráðin í að gera sem stöndum að hinni nýju grænu vinstrihreyfingu. 5, Að sjálfsögðu eru margir atburðir áhugaverðir af erlendum vettvangi. Ahugaverðust finnst mér sú vakn- ing sem á sér stað í umhverfismál- um á heimsvísu. Rúmt ár er liðið frá því undirrituð var Kyótó-bókunin við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og framkvæmd hennar var síðan á dagskrá ráðstefnunnar í Buenos Aires í síðasta mánuði. I sumar hófst vinna að gerð annars alþjóða- samnings um bann við losun þrá- virkra efna sem ógna lífríki, ekki síst á norðurslóðum. Hvorutveggja ber vott um að mannkynið er að vakna upp við þann vonda draum að náttúran hefur sín takmörk, hvorki höf né andrúmsloft taka endalaust við úrgangi. Vonandi er þetta byrj- unin á því að snúa vöra í sókn fyrir alvöru. - Auðvitað er það þungbært hve vesælir íslendingar eru þegar kemur að loftslagsmálunum, en þar er við skammsýn stjórnvöld að eiga sem hægt er að setja til hliðar fyrr en seinna. Af gleðilegum tíðindum erlendum má nefna batnandi horfur á því að friður komist á hjá grönnum okkar írum og væri óskandi að sættir tækjust með stríðandi fylkingum. Það var vel við hæfi að veita tals- mönnum kaþólskra og mótmælenda friðarverðlaun Nóbels og er það táknrænt um vilja umheimsins til að styðja friðarátakið á Norður-ír- landi. Óskandi væri að samsvarandi fréttir væri að hafa af öðrum svæð- um heimsins sem búið hafa við langvarandi styrjaldir. Þetta era hinar jákvæðu fréttir. Ein neikvæð frétt af erlendum vett- vangi snertir okkur sjálf og er eng- an veginn séð fyrir endann á. Þar á ég við mótmæli erlenda vísindasam- félagsins gegn áformum íslendinga að selja tilteknu fyrirtæki í hendur einkarétt á að ráðstafa á markaði heilsufars- og erfðaupplýsingum ís- lensku þjóðarinnar. Annað og víð- tækara ferli tengist hnattvæðingu fjármagsnins og þeim ótraustu und- irstöðum sem efnahagur heims- byggðar hvílir á. Frammi fyrir fjár- málakreppunni í Asíu og Rómönsku Ameríku standa efnahagsráðgjafar og hagfræðingar alþjóðlegra fjár- málastofnana ráðþrota ekki síður en hruni þeirra markaðslausna sem bæta áttu fyrir böl miðstýrðrar rík- isforsjár í löndum Austur-Evrópu. Á bak við hrun atvinnulífs og fjár- málamarkaða leynist harmsaga mörg hundruð milljóna manna sem neyðst hafa til að herða sultarólina svo um munar. Nú undir áramótin hefur heims- byggðin orðið vitni að árásum Bandaríkjamanna og Breta á írak. Þetta minnir okkur á þá drottnun- arstöðu sem Bandaríkjamenn hafa á alþjóðavettvangi. í þessu sam- bandi ber að gjalda varhug við hug- myndum um að breyta Nató í hern- aðarbandalag á alheimsvísu sem jafnvel geti gripið til einhliða að- gerða an undangengis samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Til að stuðla að friði sem byggir á réttlæti ber okkur að fara lýðræðislegri leiðir. Efla öryggisstofnanir sem byggðar eru á lýðræðislegum grunni, ÖSE og Sameinuðu þjóðirnar og beita okkur fyrir því að þær starfi í anda þeirra sáttmála sem þær eru reistar á. Það er kominn tími til að hrista af sér klakabönd kaldastríðsáranna með þeim hemaðarbandalögum sem þá voru ríkjandi og halda inn í réttlátari og betri heim. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka Þeir, sem aðhyllast jafn- rétti, gera kröfu um sterka samfylkingu 1. RÍKISSTJÓRNIN slær skjald- borg um sægreifana og hagsmuni þeirra. Þeir sem fá heimildir þurfa að kaupa kvóta og leigja af þeim dýrum dómum, sem fengið hafa kvótann ókeypis, þannig að misréttinu er klárlega viðhaldið. Þeir sem blæða fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar eru aðallega trillukarlar og það er sök ríkis- stjórnarinnar en ekki annaraa. Það hefur verið furðulegt að heyra báða sjálfstæðisráðherrana, Davíð og Þorstein, saka Hæsta- rétt um það hvernig frumvarp þeirra sjálfra lítur út. Og Halldór Ásgrímsson segir að með frum- varpinu sé verið að taka ákvörðun um að stækka flotann - og virtist saka Hæstarétt um það. Stað- reyndin er sú að frumvarp ríkis- stjórnarinnar er ekki verk Hæsta- réttar, það er verk ríkisstjórnar- innar og um það verður aldrei friður. Svo virðist að ríkisstjórnin ætli að láta við það sitja að breyta 5. grein fiskveiðistjórnunarlag- anna, þannig að það verði auð- veldara að fá veiðileyfi, en menn verða að kaupa sér kvóta sjálfir á markaði. Þannig er trillukörlum sem sumir hverjir hafa veitt langt yfir 100 tonn, ætlað að fá til sín 9 tonna kvóta, en alla viðbót við það verða þeir að kaupa sjálfir á markaði, af þeim sem fengið hafa gjafakvóta. Það er alvarlegt og við það verður ekki unað að ekki skuli eiga að hrófla við 7. gr. sem kveður á um veiðiheimildir. Það er rangt hjá ríkisstjóminni að dómur Hæstaréttar lúti ekki einnig að fiskveiðiheimildunum. Ríkisstjórnin tók sjálf ákvörðun um að standa vörð um sægreifana og gjafakvótann en fórna trillukörlunum. Dómurinn snertir ekki bara 5. gr. fiskveiðistjórnun- arlaganna, heldur einnig grund- vallarákvæði þeirra sem er 7. gr. laganna um úthlutun á veiðiheim- ildum, en Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor hefur sagt að sam- bærileg sjónarmið eigi ekki bara við veiðileyfin heldur úthlutun á aflaheimildunum sjálfum. Þannig hefði þurft að nálgast lausn máls- ins. Ef frumvarpið verður að lög- um eins og ríkisstjórnin hefur lagt það fram er verið að efna til stórátaka í þjóðfélaginu. Þjóðin mun ekki una annarri niðurstöðu, en að viðhaldið verði fiskverndar- stefnu, að allir sem stunda sjóinn fái sanngjarnan og eðlilega hlut- deild í aflaheimildum, og að þjóð- inni njóti sanngjarns arðs af auð- lindinni. 2. Allir sem aðhyllast jafnrétti og réttlæti í þjóðfélaginu, sem ég fullyrði að er mikill meirihluti þjóðarinnar, gera kröfu til þess að samfylkingin komi sterk út úr næstu kosningum. Til þess að svo megi verða þurfa allir sem að samfylkingunni standa að setja niður deilur og innbyrðis erjur. Samstaða og eining ríkir um mál- efnaskrá í komandi kosningum, sem er öflug og framsækin og mun höfða til jafnaðarmanna, fé- lagshyggjufólks og kvenfrelsis- sinna um allt land. Framboðsmál- in hafa lent í ólgusjó sundurlynd- is, sem er engum til framdráttar nema íhaldsöflunum, sem fitna eins og púkinn á fjós- bitanum. Framboðs- málin hafa goldið fyrir það að gömlu flokk- arnir og Kvennalist- inn hafa of mikið litið á samfylkinguna sem kosningabandalag, þar sem hver þurfi að passa upp á sitt hólf og sína frambjóðend- ur, fremur en að líta á samfylkinguna sem sameinað nýtt afl, sem kemur fram sem ein sterk heild staðráðið í að knýja fram réttlæti og jöfnuð í þjóðfélag- inu. Opið prófkjör, þar sem fram koma á einum samein- uðum prófkjörslista allir þátttak- endur á jafnréttisgrundvelli hefði umsvifalaust tryggt samfylking- unni rífandi gang og möguleika á að verða stærri en Sjálfstæðis- flokkkurinn eftir næstu kosning- ar. Enn er möguleiki á að sam- fylkinging verði forystuafl að loknum næstu kosningum. Þegar þarf að setja niður framboðsdeil- ur, bretta upp ermarnar og hefja strax á nýju ári öfluga kosninga- baráttu, þar sem samfylkingin kemur fram sem ein heild og trá- verðugur valkostur á móti íhalds- öflunum og helmingaskiptaflokk- unum Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Takist það verður hægt að brjóta á bak aftur samþjöppun valds og peningaafl- anna í þjóðfélaginu, sem gert hef- ur þá ríku ríkari og þá fátæku fá- tækari. I upphafi nýrrar aldar geta þá allir Islendingar vænst þess að hér verði hafin sókn til nýrra tíma í íslensku samfélagi, þar sem réttlæti, jöfnuður og kvenfrelsi verða sett í öndvegi og almannahagsmunir gegn sérhags- munum peningahyggjunnar og valdaaflanna í þjóðfélaginu verða í forgrunni. 3. Lykilatriði til að koma í veg fyrir byggðaröskun eru öflug sveitarfélög. Enn er langt í land að öll sveitarfélög á landinu verði það öflug að þau geti veitt íbúum sínum nauðsynlega þjónustu og verið fær um að taka við auknum verkefnum. Nauðsynleg framþró- un atvinnulífs og aukin verðmæta- sköpun til að standa undir vel- ferðarþjónustunni og tryggja fólkinu örugga atvinnu kallar á umbætur í sveitarstjórnannálum ekki síður en hjá ríkisvaldinu. Stækkun og efling sveitarfélag- anna stuðlar að því að treysta byggð í landinu og brjóta niður þær hindranir sem eru í atvinnu- uppbyggingunni og til að ná fram betra og hagkvæmara skipulagi, sem og að skapa skilyrði fyrir meiri, betri og jafnari þjónustu við íbúana. Einhæfni atvinnulífs er eins og kunnugt er aðalvandamál margra byggðarlaga. Smæð margra sveit- arfélaga hindrar að þau geti veitt íbúum sínum ýmsa þjónustu sem talin er sjálfsögð í nútímaþjóðfé- lagi. Skortur á þjónustu felur hins vegar í sér að ekki eru til störf í þjónustugreinum sem gætu laðað að fólk til búsetu í hinum dreifðu byggðum. Þannig hníga rök að því að einhæfni atvinnulífsins megi í verulegum mæli rekja til þess að sveitarfélögin eru of smá til að geta mynd- að sterkar þjónustu- heildir. Þetta kemur víða fram, ekki síst á sviði félagslegrar þjónustu þar sem smæð sveitarfélaga kemur í veg fyrir að grundvöllur sé fyrir rekstri. Víða um land er því ekki að finna fullnægjandi félags- þjónustu sem fólk hefur þörf fyrir og veldur því að það hef- ur leitað til höfuð- borgarsvæðisins til þess að fá þörfum sínum mætt. Á þetta ekki síst við um aldraða og unga fólkið sem verða að treysta á ýmsa félags- lega þjónustu og verða oft að taka sig upp og flytja í stærri sveitar- félögin þar sem þjónustuna er að fá. I ýmsum smærri sveitarfélög- um hefur einhæfni atvinnulífsins og minni félagsleg þjónusta leitt til þess að um langt árabil hefur verið stöðugur straumur fólks frá landsbyggðinni á höfuðborgar- svæðið. Á síðasta áratug fjölgaði íslendingum um tæplega 28 þús- und manns. Vegna mikilla fólks- flutninga til höfuðborgarsvæðis- ins fjölgaði íbúum þar engu síður um ríflega 28 þúsund en á lands- byggðinni einungis um 1.800 sem eru aðeins liðlega 6% af heildar fjölguninni. Verulegur árangur hefur náðst á sl. 12 árum til að efla sveitarfé- lögin og sjálfsforræði þeirra og auðvelda verkefnaflutninga frá ríkisvaldinu til sveitarstjórna. Sem sveitastjórnaráðherra á ár- unum 1987-1994 lagði ég verulega áherslu á stækkun og eflingu sveitarfélaganna, en þeim hefur fækkað um nálægt 100 á sl. 12 ár- um. Sveitarstjórnarstigið hér á landi er mjög veikt samanborið við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þar hafa sveitar- stjórnir fleiri verkefni sem falla betur að stjórnsýslu þeirra, eins og að sinna ýmissi staðbundinni þjónustu, og hlutur þeirra í skatt- heimtunni er einnig miklu meiri en hér á landi. Til að treysta byggð í landinu verður því enn að fækka sveitarfélögum verulega um leið og þau verða öflugri og sterkari til að takast á við ný verkefni. Búseta fólks ræðst fyrst og fremst af öflugum atvinnu- tækifærum, og aðgangi að félags- legri þjónustu og góðri húsnæðis- aðstöðu, sem og öflugu mennta- og menningarlífi. 4. Til þess að ná sátt á milli stór- iðjuframkvæmda og náttúru- verndarsjónarmiða þarf að fara fram gagngert endurmat á ýms- um þáttum er lúta að umhverfis- mati og mengunarmálum tengd- um stóriðju og áhrifum þess á náttúruna og aðra atvinnuvegi þjóðarinnar. Leggja þarf ekki síð- ur þjóðhagslegt mat á áhrifin með tilliti til mengunar og náttúru- spjalla en efnahagslegan ávinning stóriðjuframkvæmdanna. Það er löngu orðið tímabært að marka stefnu inn í framtíðina fyrir stór- iðju þar sem umhverfisþátturinn og ítarlegt mat á umhverfisáhrif- um verður lagt til grundvallar og Jóhanna Sigurðardóttir skipi veglegri sess í allri umfjöll- un og ákvarðanatöku varðandi stóriðjumál. Eg er sannfærð um að það er krafa þjóðarinnar og nauðsynlegt út frá hagsmunum hennar í bráð og lengd að við setjum ýtrustu kröfur varðandi umhverfisvernd og mengunarvarnir sem á skortir og að við uppfyllum ýtrustu skyldur samkvæmt alþjóðasamn- ingum í umhverfismálum og mengunarvörnum. Þetta er stór þáttur í lífskjörum þjóðarinnar inn í framtíðina og það er stór þáttur að við höldum með festu og framsýni á umhverfismálunum. Þetta hefur ekki bara þýðingu fyrir lífskjör þjóðarinnar heldur einnig ímynd þjóðarinnar út á við sem hefur verulega þýðingu fyrir framleiðslu okkar og útflutnings- möguleika. Þar mega ekki stund- arhagsmunir ráða ferðinni fram yfir þau miklu verðmæti sem fólg- in eru í vernd umhverfis og hreinu landi. I því eru fólgin mikil verðmæti sem komandi kynslóðir verða að treysta á við varðveitum. Umhverfismálin verða því að skipa stærri sess og verða meiri þungamiðja í allri ákvarðantöku í atvinnuuppbyggingunni en verið hefur. -v 5. Ofarlega í huga eru nýlegar loftárásir Bandaríkjanna og Breta á Irak, þar sem tugir almennra borgara í Irak lét lífið, enda voru árásirnar fordæmdar víða um heim. Margir bundu vonir við að ástandið batnaði í Irak eftir að Kofi Annan, aðalritara SÞ, tókst að telja Saddam Hussein á í febr- úar sl. að veita eftirlitsmönnum óhindraðan aðgang að vopnabúr- um og forsetahöllum til að leita að efna- og sýklavopnum. Eftir að Irak sleit allri samvinnu við vopnaeftirlitið SÞ í október, en í kjölfar þess hótuðu Bandaríkin eldflaugaárás, brugðust þær von- ir. Ekki er hægt að taka undir ummæli Clintons og Tony Blair sem kváðu heiminn öruggari eftir loftárásirnar og að aðgerðirnar hefðu þjónað tilgangi sínum. Af viðbrögðum Saddams Husseins og fagnaðarlátanna sem brutust út í Irak þegar loftárásunum var hætt má miklu fremur álíta að harðstjórinn Hussein standi sterkari eftir og full ástæða til að ætla að hann sé reiðubúinn til að beita gerðeyðingarvopnum ef honum býður svo við að horfa. Telja má víst að ákvörðun Blairs og Clintons um að stöðva loftsárásirnar hafi að verulega leyti verið tekin vegna mikillar gagnrýni sem fram kom á árás- irnar á alþjóðavettvangi. SÞ þurfa að endurskoða frá grunni allar að- gerðir sínar gegn Irak, en afleið- ingar viðskiptabannsins eru skelfilegri en orð fá lýst, en hund- ruð þúsunda barna hafa látið lífið vegna þessa hörmulega ástands og langvarandi styrjaldareksturs. Þetta hrikalega ástand virðist hafa styrkt valdhafana í sessi, en fórnarlömbin eru almennir borg- arar og ekki síst börnin, en millj- ónir barna hafa liðið algjöra neyð vegna afleiðinga viðskiptabanns- ins. Islensk stjórnvöld þurfa al- varlega að hugleiða að endur- skoða afstöðu sína til viðskipta- bannsins á Irak ef Islendingar eiga að standa í fararbroddi fyrir mannréttindum og mannúð í heiminum. Af erlendum vettvangi eru líka minnistæðir fellibyljirnir í Mið- Ameríku, þar sem tugir þúsunda létu lífið. Þetta eru líklega mestu náttúruhamfarir síðari tíma og minna okkur á hvað maðurinn stendur oft varnarlaus frammi fyrir náttúruöflunum. Ég sendi landsmönnum öllum mínar bestu óskir á nýju ári með von um frið og farsæld fyrir land og þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.