Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 30
- 30 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Verðlaun: 1. Minningabækur Halldórs Laxness: I túninu heima, Úngur eg var, Grikklandsárið og Sjömeistarasagan Útgefandi er Vaka-Helgafell. 2. Eddukvæði. Útgefandi er Mál og menning. 3. Biskupasögur III. Útgefandi er Hið íslenska fornritafélag. Dreifing: Hið fslenska bókmenntafélag. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Merkið lausnina, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - fornsagnagetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Urlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. janúar. I Síðan sofnai- skálabúi, en Por- steinn gerir tilraun með nokkru harki, hve fast hann svæfi; hann vaknaði við og snerist á hlið; og enn leið stund, og gerði Þorsteinn tilraun aðra, og vaknaði hann enn við og þó minna. Hið þriðja sinn gekk Þorsteinn ífam og drap mikið högg á rúmstokkinn og fann, að þá var allt kyrrt um hann. Síðan kveikti Þorsteinn log og gekk að rekkjunni og vill vita, ef hann væri á brott. Þorsteinn sér, að hann liggur þar og svaf í silkiskyrtu gull- saumaðri og horfði í loft upp. Þor- steinn brá þá saxinu og lagði fyrir brjóst hinum mikla manni og veitti honum mikið sár. Þessi brást við fast og þreif til Þorsteins og kippti honum upp í rúmið hjá sér, en sax- ið stóð í sárinu, en svo fast hafði Þorsteinn til lagt, að oddurinn stóð í beðinn, en þessi maður var fárrammur og lét þar standa saxið sem komið var, en Þorsteinn lá í milli þilis og hans. Hinn sári maður mælti: „Hver er sjá maður, er mér hefur áverka veitt?" Ur hvaða sögu er þessi lýsing? Q a. Egils sögu □ b. Vatnsdæla sögu □ c. Njáls sögu □ d. Grettis sögu II Hver orti: Svo er ffiður kvenna, þeirra er flátt hyggja, sem aki jó óbryddum á ísi hálum, teitum, tvevetrum og sé tamur illa, eða í byr óðum beiti stjómlausu, eða skyli haltur henda hrein í þáfjalli. □ a. Fitjungur □ b. Gunnlöð □ c. Billingur □ d. Óðinn III Ólafur konungur mælti: „Fram- ar hefur þú þá gert um vígin á Grænlandi en flskimaðurinn kallar aflausn vera fiskinnar, því að hann kallast leysa sig, ef hann dregur fisk fyrir sig, en annan fyrir skip sitt, þriðja fyrir öngul, fjórða fyrir vað. Nú hefur þú framar gert, eða hví drapstu svo marga menn?“ Til hvaða kappa mælir Ólafur konungursvo? Q a. Egils Skallagrímssonar □ b. Bolla Bollasonar □ c. Þormóðs Kolbrúnarskálds □ d. Grettis Ásmundarsonar IV Hver kvað? Víglýsirþú, varð fyr Helga Hundingur konungur hníga að velli. Bar sókn saman, er sefa hefnduð, og busti blóð á brimis eggjar. Q a. Helgi Hundingsbani Q b. Sigrún Högnadóttir □ c. Völsungur □ d. Hrólfur kraki V Helgi gekk á spjótið og mælti við Össur: „Sveikstu mig nú.“ Össur sá, að Helgi sneri að hon- um og mundi ná til hans með sverðinu. Þá hratt hann frá sér spjótinu og öllu saman. Sneri þá spjótskaftinu í jörð niður, og lét hann þá laust. Þá mælti Helgi, er hann sá, að hann náði honum eigi: „Nú seink- aði ég, en þú bræddir heldur." Ævi hvers lauk þannig? □ a. Helga Droplaugarsonar □ b. Helga hins magra □ c. Helga Ingjaldssonar □ d. Helga Njálssonar VI Hver orti? Varð í hreggi hðrðu Hörður felldr at jörðu, hann hefir átta unnit, Unns, ok fimm at gunni; heldr nam grimmra galdra galdr rammliga at halda; mundi bitra branda brandr elligar standa. □ a. Þórður köttur □ b. Þorbjörg □ c. Sigurður Torfafóstri □ d. Helga Jarlsdóttir VII Ófeigur svarar: „Eigi er það, all- mikið er féð; en þess væntir mig, að þessu næst munir þú hljóta. Hafið þér eigi svo talað, að þér skylduð hafa hálft fé Odds, en fjórðungs- menn hálft? Þá telst mér þannig til, ef þér eruð átta bandamenn, að þér munið hafa hálft Melsland; því að svo munuð þér til ætla og svo mælt hafa, þó að þér hafið þetta með fá- dæmum upp tekið meirum en menn viti dæmi til, þá munuð þér þessi atkvæði haft hafa. Eða var yður nokkur von á því, að Oddur, sonur minn, myndi sitja kyrr fyrir geisan yðar, er þér riðuð norður þangað? Nei,“ sagði hann Ófeigur, „eigi verður yður hann Oddur ráðlaus fyrir, og svo mikla gnótt, sem hann t^ f fl 1 1 i hefur til fjár, þá hefur hann þó eigi minni gæfu tH vitsmunanna og til ráðagerða, þegar hann þykist þess við þurfa. Ög það grunar mig, að eigi skríður að síður knörrinn undir honum um Islandshaf, þó að þér kallið hann sekan. En það má eigi sekt heita, er svo er ranglega upp tekið, og mun á þá falla, er með fara, og þess væntir mig, að hann muni nú í hafi með allt sitt, nema landið á Mel, það ætlar hann yður. Frétt hafði hann það, að eigi var löng sjávargata til Borgar, ef hann kæmi á Borgarfjörð. Nú mun þetta svo setjast, sem upp var hafið, að þér munuð fá af skömm og svívirðing, og gengur þó að maklegleik- um, og þar með hvers manns ámæli." f hvaða sögu er svo mælt? □ a. Krókarefs sögu □ b. Laxdæla sögu □ c. Vopnfirðinga sögu □ d. Bandamanna sögu VIII Hver orti? Öllhefrætttilhylli Óðins skipat ljóðum, algildar mank, aldar, iðjur várra niðja; en trauðr, þvít vel Viðris vald hugnaðisk skaldi, legg ek á frumver Friggjar fjón, þvít Kristi þjónum. □ a. Sturla Þórðarson □ b. Egill Skallagrímsson □ c. Hallfreður vandræðaskáld □ d. Gunnlaugur ormstunga IX Og er Ólafur lauk sínu máli, þá var góður rómur að ger, og þótti þetta erindi stórum skörulegt. Og er Ólafur kom heim til búðar, sagði hann bræðrum sínum þessa tilætlan. Þeim fannst fátt um og þótti ærið mikið við haft. Eftir þingið ríða þeir bræður heim. Líð- ur nú sumarið. Búast þeir bræður við veizlunni; leggur Ólafur til óhneppilega, að þriðjungi, og er veizlan búin með hinum beztu föngum; var mikið til aflað þessar- ar veizlu, því að það var ætlað, að fjölmennt myndi koma. Og er að veizlu kemur, er það sagt, að flest- ir virðingamenn koma, þeir sem heitið höfðu. Var það svo mikið fjölmenni, að það er sögn manna flestra, að eigi skyrti níu hundruð. Þessi hefur önnur veizla fjölmenn- ust verið á Islandi, en sú önnur, er Hjaltasynir gerðu erfi eftir föður sinn; þar voru tólf hundruð. Þessi veizla var hin skörulegasta að öllu, og fengu þeir bræður mikinn sóma, og var Ólafur mest fyrir- maður. Ölafur gekk til móts við báða bræður sína um fégjafir; var og gefið öllum virðingamönnum. Hver var Ólafur og hvers vegna bauð hann til svo mikillar veislu? □ a. Þetta er Ólafur Gunnarsson, sonur Gunnars á Hlíðarenda og bauð hann til erfis eftir föður sinn. □ b. Þetta er Ólafur Höskuldsson, sonur Höskuldar Dalakollssonar og bauð hann til erfis eftir fóður sinn. □ c. Þetta er Ólafur helgi konung- ur og bauð hann til brúðkaups. □ d. Þetta er Ólafur Þorsteinsson feilan, sonur Þorsteins rauðs og bauð hann til erfis eftir föður sinn. X Hver kvað? Þarf sás þér skal hvarfa, þengill, fýr kné lengi - svarar hógliga hveiju - hugborð - konungr orði; fáir erum vér, né frýju, frændr, órum þó vændir - minnumk meir á annat mitt starf - konungdjarfir. □ a. Þorvaldur víðfórli □ b. Hallgerður langbrók □ c. Guðrún Ósvífursdóttir □ d. Þormóður Kolbrúnarskáld lNS\GNXCÉIk.XUN Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.