Morgunblaðið - 31.12.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 35 '
B
-$ -:
8S
i
Morgunblaðið/RAX
TAKNRÆN MOTMÆLI VIÐ
HÁGÖNGUMIÐLUNARLÓN
HÓPUR ferðafólks, vísindamenn og áhugafólk um umhverfismál,
lagði leið sína að miðlunarlóni Landsvirkjunar við Hágöngur í júlí
þegar vatn var að safnast í lónið í fyrsta skipti. Guðmundur Páll
Ólafsson náttúrufræðingur mótmælti framkvæmdinni með því að
reisa íslenska fánann á hverasvæði í lóninu. Lögreglan fjarlægði fán-
ann en Guðmundur Páll og félagi hans ítrekuðu þá mótmælin með því
að koma fyrir 273 pappírsfánum við Fögruhveri áður en þeir fóru
undir vatn.
Morgunblaðið/ÁsdÍ8
KEIKO FLUTTUR TIL
VESTMANNAEYJA
HÁHYRNINGURINN Keikó vai- fluttur frá
Newport í Oregon í Bandaríkjunum til ís-
lands og 10. september var hann settur í
kvína sem smíðuð var sérstaklega fyrir hann
og sett upp í Klettsvík í Vestmannaeyjum.
Skepnan virtist ekki láta erfítt ferðalag mikið
á sig fá, fór fljótlega að skoða umhverfi sitt í
Klettsvík og éta síld sem henni var færð.
Morgunblaðið/Golli
KISTA FORSETAFRUARINNAR
TIL LANDSINS
GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum að
kvöldi 12. október, 64 ára að aldri. Hún hafði barist við illvígan sjúkdóm í rúmt ár. Myndin var
tekin þegar kista Guðrúnar Katrínar kom með flugvél til landsins en Ólafur Ragnar Grímsson
forseti íslands og dætur hans, Svanhildur Dalla og Guðrún Tinna, fylgdu henni heim. Útíorin
var gerð frá Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni.
Morgunblaðið/Júlíus
BATASMIÐJA BRENNUR
í HAFNARFIRÐI
BÁTASMIÐJAN Ósey brann til grunna að morgni 7. nóvember. Tvö þúsund fermetra
skemma sem hýsti vélaverkstæði og heildsölu eyðilagðist ásamt öllu sem í henni var, meðal
annars 50 tonna stáibáti. Tjónið var talið nema að minnsta kosti 100 milljónum kr.
Morgunblaðið/Einar Falur
JAFNTEFLI VIÐ HEIMSMEISTARANA
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli (1-1) við heimsmeistara
Frakka í landsleik á Laugardalsvelli 5. september. Myndin var tekin þegar
Ríkharður Daðason skallaði yfir Fabian Barthez markvörð heimsmeistar-
anna og náði óvænt forystu fyrir ísland við gífurlegan fögnuð liðlega 10
þúsund áhorfenda.
Morgunblaðið/RAX
HVALFJARÐARGONG OPNUÐ UMFERÐ
UMFERÐ var hleypt á Hvalfjarðargöng 11. júlí. Fjöldi boðsgesta var viðstaddur þegar Davíð Oddsson forsætis- ^
ráðherra opnaði göngin við hátíðlega athöfn. í tilefni tímamótanna var haldin gangahátíð á Akranesi.