Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 36
-'36 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Porkell Páfiá Kúbu JÓHANNES Páll II páfi fór í opinbera heimsókn til Kúbu í janúar og er það í fyrsta sinn í sögu Kúbu sem kaþólskur trúarleiðtogi heim- sækir eyjuna. Fidel Castro Kúbuleiðtogi tók á móti páfa en hann innleiddi guð- leysisstefnu er hann komst til valda. Reuters , Reuters „Atti ekki í kynferðissam- bandi við þessa konuu HILLARY Rodham Clinton horf- ir á eiginmann sinn, Bill Clinton Bandaríkjaforseta, neita því í janúar að hann hafi átt í kynferð- issambandi við Monicu Lewinsky. Var forsetanum mikið niðri fyrir er hann neitaði sambandinu ít- rekað, með orðunum: „Ég átti ekki í kynferðissambandi við þessa konu.“ Hálfu ári síðar við- urkenndi hann hins vegar að hafa staðið í sambandi við hana. Reuters Ráðist á sendiráð í Afríku BJÖRGUNARMENN draga lík manns úr rústum húss sem stóð við hlið bandaríska sendiráðsins í Nairobi í Kenýa, en öflug sprengja sprakk við sendiráðið í ágúst. Á sama tíma sprakk önnur sprengja við sendiráð Bandaríkj- anna i Tansaníu. Mikið mannfall varð í sprengingunum, 253 létu lífið og um 5.000 særðust. Hryðjuverkamenn tengdir Sádi- Arabanum Osama bin Laden eru grunaðir um að hafa staðið að baki sprengingunum. Nokkrum vikum síðar gerði bandaríski her- inn flugskeytaárásir á búðir bin Ladens í Afganistan og meinta efnavopnaverksmiðju í Súdan. Reuters Lewinsky-málið BILL Clinton Bandaríkjaforseti komst í hann krappann í upphafi árs er upp komst um samband hans við fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu, Monicu Lewinsky, sem hér sést fagna forsetanum á fjáröflunarkvöldverði. Clinton neitaði lengi vel því að hafa átt í kynferðissambandi við stúlkuna, en Kenneth Starr, sem var sér- skipaður saksóknari til að kanna fjármál Clinton-hjónanna, ákvað að rannsaka hvað hæft væri í fullyrðingum um samband Clint- ons og Lewinsky. Kallaði Starr til fjölda vitna, þar á meðal Lewinsky og forsetann og svo fór í ágúst að Clintonjátaði samband sitt við stúlkuna. I kjölfarið ákvað dómsmálanefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings að ákæra Clinton m.a. fyrir mein- særi vegna framgöngu hans í málinu og hefur fulltrúadeildin samþykkt tvær þeirra sem send- ar hafa verið öldungadeildinni. Reuters Jeltsín í ham BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var við þokkalega heilsu framan af ári og sýndi það og sannaði að hann er litríkur stjórnmálamað- ur. Hér rífur hann af sér háls- bindið við upphaf heimsóknar sinnar til Japans í apríl til að leggja áherslu á að hún sé óform- leg. Er líða tók á árið fór heilsa Jeltsíns að bila verulega og seinnihluta árs hefur hann verið frá vinnu að mestu vegna veik- inda. Þá hefur Jeltsín þótt óút- reiknanlegur, ekki síst hvað varðar örar mannabreytingar í ríkisstjórn og starfsliði hans. í lok mars rak hann til að mynda ríkissljórn Viktors Tsjernómyrd- íns, skipaði Sergei Kíríjenkó for- sætisráðherra í hans stað en rak hann svo í ágúst. Hins vegar tókst Jeltsín ekki að fá þingið til að fallast á að Tsjernómyrdín tæki við að nýju og í október samþykktu þingmenn skipan Jev- genís Prímakovs, sem gegnt hafði embætti utanríkisráðherra, í stól forsætisráðherra. Hefur Prímakov tekið yfir stóran hluta af daglegi'i stjórn landsins úr höndum Jeltsi'ns vegna veikinda forsetans. Örþirgð í írak ALGENGT er að mæð- 'Aur og ömmur hugsi um börn á sjúkrahúsum í írak vegna þess hve fátt starfsfólk er eftir og úrræðaleysið virð- ist algert. í Irak deyja börn úr næringar- skorti og öðrum sjúk- dómum sem ekki þekkjast lengur á Vesturlöndum. Við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna á Irak var sett á eftir lok Persaflóastríðsins árið 1991 og hefur gengið erfiðlega að ná sam- komulagi við írösk stjórnvöld um sölu á olíu til kaupa á mat og hjálpargögnum. Þor- kell Þorkelsson, ljós- myndari Morgunblaðs- * ins, var á ferð í írak í september. Árið erlendis í myndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.