Morgunblaðið - 31.12.1998, Side 40
40 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sæbjörn Valdimarsson s Arnaldur Indriðason 1 Hildur Loftsdóttir
BJÖRGUN ÓBREYTTS
RYANS
(„Saving Private Ryan“).
Steven Spielberg.
Spielberg vill að skelfileg-
asti þáttur sögunnar verði
okkur víti til vamaðar og
falli ekki í gleymsku. Stríð, í
þessu tilfelli síðari heims-
styrjöldin, hefur aldrei verið
kvikmyndað á raunsasrri né
áhrifaríkari hátt.
TRUMAN ÞÁTTURINN
(„The Truman Show“). Pet-
er Weir.
Frumlegustu og óvænt-
ustu mynd ársins má túlka á
ýmsan hátt. Minnisstæð
> ádeila á gerviveröld nútíma-
®*mannsins með Jim Carrey í
Oskarsverðlaunaham.
| TTTANIC
James Cameron.
Það þarf meira til en
markaðssetningu og auglýs-
ingafár til að gera vinsæl-
ustu mynd allra tíma. Enda
meistaralega gerð jafnt í
stóru sem smáu að undan-
skildu stuttu sápuóperu-
ívafí.
ÞAÐ GERIST EKKI
BETRA
(,As Good As It Gets“).
^ James L. Brooks.
Efnið þolir enga nærskoð-
Iun en þegar stórleikarinn
Jaek Nicholson fer á kostum
1 í klæðskerasniðnu, mein-
’ íyndnu hlutverki, og fær
svipaða svörun hjá meðleik-
} urum sínum, endar útkoman
óhjákvæmilega á topplistun-
í um.
1 FÁNALITIRNIR
i („Primary Colors“). Mike
Nichols.
Óvænt skemmtun.
Nichols laðar fram stórleik
hjá óaðfínnanlega völdum
leikhóp í satíru um lausgyrt-
j an Bandaríkjaforseta. Getið
j hvem. Travolta og Bates
eru ótrúleg. Þvilíkur leikur!
GOOD WILL HUNTING.
^Þuus Van Sant.
I það heila vammlítil
mynd um villuráfandi snill-
ing sem tekur að lokum
tamningu. Undur vel leikin
af Robin Williams, Stellan
Skarsgard, og þeim Matt
Damon og Ben Affleck, sem
einnig skrifuðu bragðmikið
handritið.
THE BIG LEBOWSKI
Joel Coen.
Það er erfítt að fylgja
eftir bestu myndinni á ferl-
inum, Coen-bræður eru
engu að síður í miklum ham
og þeir Jeff Bridges sem
„Dude“ og John Turturro
sem keiluspilarinn Jesús
eru með eftirminnilegustu
furðufuglum bræðranna í
drepfyndinni Coen-geggj-
un.
LEITIN AÐ AMY
(CHASING AMY). Kevin
Smith.
Heiðarleg mynd sem
grípur ekki til kunnuglegra,
ódýrra Hollywoodlausna í
bráðfyndinni en jafnframt
alvarlegri mynd um vanda-
söm samskipti ungs manns
sem verður ástfanginn af
lesbíu. Gott dæmi um kraft-
inn í sjálfstæðum, banda-
rískum, kvikmyndagerðar-
mönnum, sem við fáum
alltof litla nasasjón af.
ÞAÐ ER EITTHVAÐ
VIÐ MARÍU
(THERE’S SOMETHING
ABOUT MARY). Peter
Farrelly.
Þessir bræður eru að
nálgast annað sætið á eftir
Coen-sonum, sem fyndn-
ustu kvikmyndagerðar-
menn Bandaríkjanna. Og
þeir óforskömmuðustu - en
komast upp með það.
MULAN
Barry Cook, Tony
Bancroft.
Disney sýnir mátt sinn
og megin þegar nágrann-
amir voga sér inn í garðinn
þeirra. Besta myndin frá
Músaveldinu um árabil.
Oaðfínnanleg teiknimynd,
frábær skemmtun fyrir alla
aldurshópa.
BJÖRGUN ÓBREYTTS
RYANS
(„Saving Private Ryan“).
Steven Spielberg.
Einstaklega áhrifarík stríðs-
mynd Spielbergs lætur engan
ósnortinn. Fyrstu 25 mínúturn-
ar sem fjalla um innrásina í
Normandí eru meistaralega
gerðar og myndin er minnis-
stæður vitnisburður um skelf-
ingar styrjalda á öllum tímum.
Tom Hanks glimrandi fínn.
TRUMAN-ÞÁTTURINN
(„The Truman Show“). Peter
Weir.
Frábær tragíkómedía og
háðsádeila sem segir frá manni
er kemst að því að hann hefur
verið alinn upp í kvikmyndaveri
og er vinsælasta sjónvarpsefni
heimsins. Veltir upp fjölda
spuminga um sjónvarpsveröld-
ina og Jim Carrey vinnur
hreinlega leiksigur.
DJARFAR NÆTUR
(„Boogie Nights"). Paul Thom-
as Anderson.
Gæti heitið: Ris og fall klám-
stjömu. Bandarísku klám-
myndaveröldinni fyrir daga al-
næmis lýst á undurfurðulega
sakleysislegan hátt en með al-
varlegum undirtóni. Rétt eins
og í Hollywood vilja allir verða
stjömur en fáir era útvaldir.
Leikstjóranum tekst frábær-
lega vel að fanga tíðaranda
diskótímabilsins.
LEITIN AÐ AMY
(„Chasing Amy“). Kevin Smith.
Besta rómantíska gamanmynd
ársins er gerólík vellumyndun-
um frá Hollywood og segir af
tilhugalífi lesbíu og gagnkyn-
hneigðs karlmanns. Samkyn-
hneigðir, gagnkynhneigðir, tví-
kynhneigðir, allir rúmast þeir
fyrir í einni skemmtilegustu
mynd sem komið hefur frá
óháða geiranum í Bandaríkjun-
um hin síðari ár.
ALIEN: ENDURFÆÐINGIN
(,AJien: Resurrection"). Jean
Pierre Jeunet.
Á slöppu hasarmyndaári stend-
ur fjórða Alien-myndin uppúr.
Hin ósigrandi Sigoumey Wea-
ver er smátt og smátt að breyt-
ast í skrímslið með klóntilraun-
um og gamla sjálfsbjargarvið-
leitnin er aldrei sterkari. Það
var hart í ári fyrir hasarfíklana
en þessi stóð fyrir sínu.
FÁNALITIRNIR
(„Primary Colors"). Mike
Nichols.
Pólitísk háðsádeila eins og þær
gerast bestar lýsir ástandinu í
herbúðum greddulegs forseta-
frambjóðanda, sem er sláandi
líkur Clinton. Travolta fer á
kostum og leikstjórinn Nichols
sýnir svo glæsilega hvemig
draumórar og hugsjónir verða
að engu þegar komið er út í al-
vöra pólitík.
MAURAR
(,Antz“). Erik Damell og Tim
Johnson.
Afrek í gerð tölvuteikninga þar
sem leikið er skemmtilega með
hlutföll og stærðir í veröld
mauranna. En það er kannski
fyrst og fremst bráðlifandi tal-
setningin er gerir útslagið og
fer þar fremstur í flokki Woody
Allen sem undarlegt nokk leik-
ur sjálfan sig sem maur.
SKOTELDAR
(„Hana - Bi“). Takeshi Kitano.
Japönsk vegamynd, löggu-
mynd og krabbameinsdrama
undir stjóm „Beat“ Kitano,
sem hlýtur að kallast Clint
Eastwood Japana. Svartur
húmor og langar þagnir í
bland við viðkvæmt ástarsam-
band og óblíð örlög að
ógleymdum Kitano sjálfum,
sem er sannkallaður marmara-
maður, gera þessa mynd
óborganlega.
PÓLSK
KVIKMYNDAHÁTÍÐ í
BÆJARBÍÓI
Góðar pólskar bíómyndir en
sérstaklega gömlu meistara-
verk Kieslowskis gerðu þessa
hátíð að sérstakri upplifun,
myndir eins og Stutt mynd um
ást, Tilviljun og Áhugamaður-
inn.
TITANIC
James Cameron.
Gleðilegt ár, þú konungur
heimsins.
ÞAÐ ER EITTHVAÐ VIÐ
MARÍU
(„There is Something About
Marý‘)
eftir Bobby og Peter Farelli.
Án nokkurs vafa grín-
mynd ársins. Sterkvæmnum
Kananum hefur tekist að
stíga stórt skref í áttina að
góðum húmor þar sem gert
er grín að öllum; vangefnum,
ljótum, svertingjum eða ein-
faldlega leiðinlega og
skemmtilega venjulegu fólki.
Engin tabú lengur, húrra!
PÓSTBERINN
(„Junk Mail“)
eftir Pál Sletaune.
Norðmenn uxu í áliti um
nokkur prósent við þessa
mynd, sem lýsir ömurlegi'i
tilvera póstbera nokkurs.
Grámyglan er að kæfa allt,
en leikstjóranum tekst að
lýsa því á heillandi hátt.
Þetta er fulltrúi ársins fyrir
furðuleika í kvikmyndum.
AÐ ELTASTVIÐ AMY
(„Chasing Amy“)
eftir Kevin Smith.
Þessi mynd er óneitanlega
ógleymanleg á margan hátt.
Ben Affleck er mjög góður í
bestu homma- og lesbíumynd
ársins, þar sem hlutimir era
sýndir í réttu ljósi á mjög fal-
legan og beinskeyttan hátt.
ANASTASIA
(,Anastasia“)
eftir Don Bluth og Gary
Goldman.
Disney-veldinu skákað í
fyrsta skipti á taflborði stóra
teiknimyndanna. Óaðfinnan-
legar teikningar, heillandi
saga sem á sér stoð í raun-
veruleikanum, og síðast en
ekki síst gullfalleg tónlist.
TRUMAN
(,,Traman“)
eftir Peter Weir.
Ein allra besta mynd árs-
ins og framlegust í áraraðir,
þar sem Jim Carrey fær að
sanna að hann er snillingur.
Ádeila og létt grín blandast
vel saman og Kaninn nafla-
skoðar sig og sér sjúkt fjöl-
miðlasamfélag.
DJARFAR NÆTUR
(„Boogie Nights“)
eftir Paul Thomas Anderson.
Mjög skrítin mynd um fall
og ris kvikmyndahetju í
furðuheimi klámsins. Diskó-
tímabilið í blóma, Mark Wa-
hlberg í óskai'shlutverki og
dónar í hávegum. Manni
tekst að skilja og þykja vænt
um fólk sem maður hefur
sterka fordóma gegn. Býsna
skemmtilegt.
BJÖRGUN ÓBREYTTS
RYANS
(„Saving Private Ryan“)
eftir Steven Spielberg.
Yfirleitt þoli ég ekki stríðs-
myndir en ég kom gjörsam-
lega tilfinningalega sundur-
tætt út af þessi mynd. Steven
Spielberg sannar að hann er
konungur heimsins en ekki
James Cameron.
TITANIC
(„Titanic")
eftir James Cameron.
Eitt hörmulegasta og
óvæntasta slys heimssög-
unnar sýnt í smáatriðum og
kryddað með ástar- og frels-
issögu sem við þekkjum vel.
Ég varð sjálf fyrir hálfgerð-
um vonbrigðum með mynd-
ina, en verð að viðurkenna
að mér fannst þó mikið til
hennar koma.
LÍF MITT í BLEIKU
(„Ma Vie en Rose“)
eftir Alain Berliner.
Yndisleg belgísk mynd um
lítinn strák sem klæðir sig í
kjóla og setur á sig eyrna-
lokka, ekki til að leika
stelpu, heldur til að vera
hann sjálfur. Þvílíkt innsæi!
HVAÐA DRAUMAR
OKKAR VITJA?
(„What Dreams May
Come“)
eftir Vincent Ward.
Ég hef sérlega gaman af
að spekúlera í því hvað verði
um mig þegar ég dey og til
hvers ég er eiginlega að lifa.
I þessari mynd era
skemmtilegar útfærslur á
þessum pælingum.