Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UNGUR missti hann föður sinn. Móðir hans átti því ekki annarra kosta völ en leggjast af alefli á ár- amar - vinna fyrir fjölskyldunni. Og hvaða fag varð fyrir valinu? Auðvitað tónlist, eins og hún átti kyn til. „Hún er þriðji ættliður atvinnutónlist- arfólks, ég sá fjórði," segir sonurinn. „Píanóið er hennar líf og yndi og ég átti góða æsku. Eini gallinn var sá að móðir mín var mikið að heiman, á tónleikaferðum. En þannig er líf ein- leikarans." Þetta segir fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Dmitríj Sit- kovetskíj blaðamanni yfir árbít á Hótel Sögu. Móðir hans er hinn góðkunni konsertpíanisti Bella Dav- ídovitsj, sem lék hér á landi í maí á síðasta ári. Til borðs eru einnig eig- inkona Sitkovetskíjs, óperusöngkon- an Susan, og dóttirin, Julia. „Því miður fylgja þær mér ekki oft á ferð- um minum um heiminn, bæði vegna þess að Susan hefur öðrum hnöppum að hneppa og svo er Julia farin að ganga í skóia. Svo skemmtilega vildi hins vegar til að hún er í vetrarfríi þessa vikuna.“ Fjölskyldan býr í Lundúnum en Sitkovetskíj er fæddur og uppalinn í Sovétríkjunum sálugu. „Eg ólst upp í Moskvu en fæddist í Bakú í Aserbaidsjan eíns og móðir mín. Við lítum því á okkur sem Bakú-fólk, Asera.“ Sitkovetskij þarf ekki að sannfæra blaðamann, austrænn uppraninn leynir sér ekki. Hann er ljúfur á manninn, glaðlegur og mælir af yfir- vegun. Þegar orðið tónlist ber á góma er eins og eldur sé tendraður í augum hans. „Tónlistin er göfugt listform. Það eru forréttindi að vinna í þessu fagi. Þess vegna eru allir tón- leikar jafnmikilvægir fyi-ir mér. Eg hlusta ekki á fólk sem segir að sumir tónleikar séu mikilvægari fyrir frama manns en aðrir. Hvað er líka frami þegar öllu er á botninn hvolft? Blekking!“ R:iuf ekki hefðina Sitkovetskíj hóf fiðlunám fjöguraa ára gamall. „Það lá eiginlega beint við. Tónlistin er mér í blóð borin og það hvarflaði aldrei að mér að rjúfa hefðina. Þar fyrir utan naut fagið virðingar í Sovétríkjunum, tónlistar- menn áttu ágæta möguleika á að lifa góðu lífi. Það var alls ekki sjálfgefið, allra síst hjá fólki af gyðingaættum." Fyrsti kennari Sitkovetskíjs var föðurafí hans en síðan stundaði hann nám hjá nokkram af fremstu fiðlu- kennuram í Moskvu. Hann þótti snemma mikið efni og tólf ára að aldri vann hann til sinna fyrstu verðlauna, í fiðlukeppni nemenda sextán ára og yngri við Central Music School í Moskvu. Þaðan lá leið Sitkovetskys í tónlistarháskóla borgarinnar. Árið 1977, þegai' Sitkovetskíj var 23 ára, söðlaði hann um og flutti til Bandaríkjanna, hóf nám í Juilliard School of Musie í New York. Þar var hann í tvö ár. Arið 1979 urðu kafla- skil í lífi listamannsins, þegar hann vann til fyrstu verðlauna í hinni nafntoguðu Chrysler-keppni. Ferill hans sem einleikara var hafinn fyrir alvöra. „Allar götur síðan hef ég ver- ið á ferð og flugi.“ TÓMLIST S a I u r i ii n KAMMERTÓNLEIKAR Unnur Sveinbjarnardóttir og Einar Jóhannesson og Anna Guðný Guð- mundsdóttir léku verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bruch, Brahms og Schumann. Þriðjudagurinn 16. fcbniar, 1999. UNNUR og Einar luku prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyr- ir 30 árum. Listin er löng og „oft gott, það er gamlir kveða“, því þá bera listamenn með sér þroska og íhygli, til að gæða verk sín með, en æskuóþol veldur oft, að mönnum yfirsést eitt og annað um innviðu og leyndarmál listsannindanna. Tónleikarnir hófust á Inntrödu fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem á að vera eins konar lýsing á inn- komu tónlistarmanna á tónleika- svið. Þetta er skemmtileg prógrammúsík, er var sérlega vel LISTIR TÓNABLÓÐ Einleikari og hljómsveitarstjóri á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld kl. 20 eru einn og sami maðurinn, Dmitríj Sitkovetskíj, sem fæddur er í hinni austlægu borg Bakú. Orri Páll Ormarsson snæddi morgunverð með manni sem er tón- list í blóð borin og leikur á fíðlu sem smíðuð var fyrir 282 árum. Morgunblaðið/Kristinn DMITRIJ Sitkovetskfj á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands. Fiðlan sem hann leikur á er af Stradivarius-gerð og smíðuð árið 1717. Fjörgömul fiðla FIÐLAN sem Dmitríj Sitkovetskíj leikur á í kvöld er merkilegur gripur. Hún er smíðuð árið 1717, fyrir 282 árum, af sjálfum Antonio Stradivari, sem yfirleitt er talinn fremsti fiðlusmiður sem uppi hefur verið. „Þetta er frábært hljóðfæri sem ég var svo lánsamur að eignast fyrir sextán ár- um. Fiðlur verða ekki betri. Stradivari var mjög afkastamikill fiðlusmiður sem náði hárri elli. Það er hins vegar mál manna að helsta blómaskeið hans hafi verið frá 1713-1719 og fiðlan mín var einmitt smíðuð á þessu tímabili. Hún er mér afar kær.“ Sitkovetskíj keypti hljóðfærið af fiðlusafnara á sínum tíma en margir fiðlusnillingar hafa ýmist átt eða leikið á það, þeirra á meðal Frakkinn Jacques Thibaud. Sitkovetskíj hefur leikið einleik með mörgum fremstu hljómsveitum heims og komið fram á þekktum listahátíðum. Árið 1990 stofnaði hann eigin kammersveit, The New European Strings, sem heldur tón- leika um víðan völl og leikur inn á geislaplötur. Sjálfur hefur Sitkovet- skíj hljóðritað marga ástsælustu fiðlukonserta sögunnar. Sumum myndi þykja þetta ærinn starfi. Ekki þó Sitkovetskíj en á síð- ustu áram hefur hann einnig haslað sér völl sem hljómsveitarstjóri. „Eg get ekki með góðri samvisku sagt að mig hafi alltaf dreymt um að stjórna hljómsveitum - og þó? Það hlýtur að vera hið endanlega takmark! Þannig gefst manni tækifæri til að láta til sín taka, hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, láta draumana rætast." Sitkovetskíj hefur ekki hlotið menntun á þessu sviði en segir reynsluna vera sinn skóla. „Þekking mín sem fíðluleikari hefur auðvitað nýst vel. Þá hef ég fengist mikið við að umskrifa tónverk, útsetningar, í gegnum tíðina, þannig að ég hef einnig yfirsýn tónskáldsins að vissu leyti. Mér fannst ég því hafa bak- grunninn til að takast þetta verkefni á hendur, auk þess sem fólk hvatti mig óspart til dáða.“ Hefur ekki litið um öxl Að dómi Sitkovetskíjs er það eigi að síður fráleitt sjálfgefið að góður hljóðfæraleikari verði góður hljómsveitarstjóri. „Því fer fjari’i. Um það þekkjum við mörg dæmi. Ég tók því áhættu, enda er það í þessu eins og öðra, vogun vinnur, vogun tapar. Mér hefur aftur á móti vegnað ágætlega, sem betur fer - hef ekki litið um öxl.“ Sitkovetskíj hefur stjórnað hljómsveitum á borð við sinfóníu- hljómsveitina í Detroit, útvarps- hljómsveitina í Leipzig og fílhar- móníuhljómsveit BBC. Síðastliðin þrjú ár hefur hann gegnt starfi listræns stjórnanda Sinfóníu- hljómsveitar Ulster í Belfast. Nýver- ið undhTÍtaði hann stóran samning um hljóðritanir með hljómsveitinni þar sem hann mun stjóma sinfóníum Mendelssohns og Síbelíusar ásamt fleiri verkum. Sitkovetskíj segir þetta „tvöfalda“ líf sitt meira spennandi en á móti komi að hann sé uppteknari en áður. „Ég gæti „siglt lygnan sjó“ sem fiðluleikari með fjörutíu ára reynslu Oft er gott það er gamlir kveða flutt og sama má segja um tvö smálög op. 83, eftir Max Brach, sem voru einstaklega fagurlega „sungin". Saga Bruchs (1838-1920) er sérkennileg. Hann naut mikilla vinsælda sem hljómsveitarstjóri og tónskáld fram að aldamótunum en reyndi einnig að frægðin er fallvölt. Það sem þó skiptir máli til skiln- ings á stöðu hans er að hann var maður síðrómantískrar kunnáttu, sem fyrir og eftir aldamótin var að mestu hafnað og nýjar hugmyndir bæði í vinnubrögðum og listrænum viðhorfum komu fram. Það er því í raun nú íyrst, að tími er til að end- urmeta tónlist hans og verður það þá ljóst, að Brueh var gott tónskáld, eins og heyra má í verk- um eins og g-moll fiðlukonsertinum og Col Nidrei fyrir selló og hljóm- sveit. Meginverk tónleikanna voru klarinett/lágfiðlusónöturnar eftir Brahms, sem báðar era mikil lista- verk. Einar og Anna Guðný léku f- moll sónötuna og þar mátti heyra afburða fallegan leik, þó ávallt sé eitt og annað að heyra, sem skarai- fram úr í svona flóknu verki, eins og t.d. í hæga þættinum, sem var einstaklega fagurlega mótaður, bæði hjá Einai-i og Önnu Guðnýju. Mest bragð var þó að stóru köflun- um, þeim fyrsta og vivace-kaflanum undir lokin en þar áttu báðir flytj- endur og ekki síst píanóleikarinn, oft góð og vel útfærð tilþrif. Brahms var mikill píanóleikari og era þessar sónötur samleiksverk í sínum besta skilningi og hlutur Önnu Guðnýjar í báðum sónötum því nokkuð stór. Leikur hennar var sérlega vel mótaður og samspilið yfirvegað. Seinni sónatan, sú í E- dúr, var flutt af Unni Sveinbjamar- dóttur, en þar er tónmálið allt lýrískara en í þeirri fyrri og var leikur Unnar oft geislandi fagur, sérstaklega undir það síðasta og þá einkum í lokakaflanum. Tónleikunum lauk með Mar- chenerzáhlungen eftir Schumann. Þetta verk er samið 1853, nokkru eftir að Schumann var orðinn veik- ur og hafði verið sagt upp störfum sem tónlistarstjóri í Diisseldorf en árið eftir varpaði hann sér í Rín og var fluttur á geðveikrahæli, þar sem hann lést rúmum tveimur ár- ef ég kærði mig um. Spilað verk sem ég þekki eins og lófann á mér viku eftir viku. í því felst hins vegar ekki nægileg áskorun. Þess vegna tók ég upp tónsprotann. Nú er ég að læra ný verk í svo til hverri viku, horfi glaðbeittur fram á veginn. Auðvitað fylgh' þessu meiri vinna, meiri ábyrgð, en þar sem ég ann starfi mínu bæti ég þessu glaður á mig.“ Svo sem fram hefur komið verður Sitkovetskíj bæði í hlutverki einleik- ara og hljómsveitarstjóra á tónleik- unum í kvöld. Segir hann allan gang á þessu. „Möguleikarnir eru þríi-. Stundum leik ég bara á fiðluna, stundum stjórna ég eingöngu og stundum geri ég hvort tveggja. Enn sem komið er leik ég oftar einleik en stjórna." En gæti hann hugsað sér að leggja fiðluna á hilluna? „Því hef ég ekki velt fyrir mér enda er ég, samkvæmt kenningunni, að nálgast kjöraldur sem fiðluleikari. Það væri því synd að hætta núna. Sama kenning segir aftur á móti að erfitt sé fyrir fiðlu- leikai-a að halda sér í toppformi eftir sextugt og þar sem því er oft haldið fram að hljómsveitarstjórar batni með aldrinum er aldrei að vita.“ Man eftir Guðnýju Sitkovetskij sækir nú Island heim öðru sinni. Hér var hann áður fyrir sautján árum og lék þá fiðlukonsert Beethovens á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands undir stjórn Je- an-Pien-e Jacquillat. „Ég man vel eftir þvi að hafa komið til Islands en lítið eftir tónleikunum enda hef ég sennilega komið fram á um tvö þúsund tónleikum síðan. Konsert- meistari hljómsveitarinnai’ er mér þó í fersku minni, mikil listakona," segir hann. „Guðný Guðmundsdótt- ir,“ skýtm- blaðamaður inn í. „Laukrétt! Mér skilst að hún sé í leyfi núna en vona svo sannarlega að hún sæki tónleikana og heilsi upp á mig að þeim loknum.“ Sitkovetskíj er ánægður með samstarfið við Sinfóníuhljómsveit Islands. „Þegar maður kemur sem einleikari kynnist maður hljómsveitum ekki mikið. Hljómsveitarstjórinn fær, eðli máls- ins samkvæmt, mun betra tækifæri til að kynnast þeim. Það hefur verið virkilega gaman að vinna með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Hljóðfæra- leikai-arnir eru í senn vingjarnlegir, samvinnufúsir og brennandi í anda. Þeir unna greinilega tónlistinni og skilja að það eru forréttindi að hafa hana að atvinnu. Það eina sem setur strik í reikningjnn er flensan sem herjar á ykkur Islendinga um þess- ar mundir. Það verða nokkrir hljóðfæraleikarar fjarri góðu gamni af þeim sökum. Vonandi kemur það ekki að sök!“ Sitkovetskíj mun leika Fiðlu- konsert í G dúr eftir Wolfgang Ama- deus Mozart á tónleikunum í kvöld. I hinum verkunum tveimur á efnis- ski'ánni mun rómantíkin svífa yfir vötnum enda eru þau samin við eina mestu ástarsögu bókmenntanna, Ró- meó og Júlíu eftir William Shakespe- are. Fyrra verkið er eftir Piotr Tsja- jkovskíj en hið síðara eftir Sergej Prokofiev. um síðar. Það mátti merkja að hug- arflugið var hamið og meginhugs- unin oft aðeins í píanóröddinni, nema þar sem um beinan undirleik var að ræða og þá voru tónhending- ar samleikshljóðfæranna oft stuttar og jafnvel staglkenndar, þó víða brygði fyrir einstaka fallegum tón- hendingum. Flutningurinn var mjög góður og gerði verkinu allt sem best má gera, enda flytjendur allir fábærí tónlistarfólk. Þetta vora í heild mjög góðh' tón- leikar, þó mest bragð væri að Brahms-sónötunum. Þar höfðu flytjendur mest að sýsla og þurftu því oft á öllu sína að halda, bæði er varðaði túlkun og leikleikni en skiluðu öllu frá sér af glæsibrag. Mátti vel heyra, að á sviði túlkunar, var tekið á hlutunum af þroska og íhygli þeiraa sem um langan tíma hafa fjallað um leyndardóma listar- innar og því fyllsta ástæða til að óska afmælisbörnunum til ham- ingju og þakka þeim og Önnu Guðnýju fyrir góða tónleika. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.