Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 31 LISTIR Verðlaunaverk frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í dag Oendanlegir möguleik- ar fólks á misskilningi Gamanleikritið Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson verður frumsýnt í Iðnó í dag. Margrét Sveinbjörnsddttir fylgdist með æfingu og forvitnaðist um verkið hjá leikurunum og höfundinum. HANN er ungur kviktnvndaleik- stjóri og er að leita að stúlku til þess að leika aðalhlutverkið í stuttmynd. Hún er þrettánda stúlkan sem kem- ur í prufu til hans út af hlutverkinu en sjálf er hún að fara í prufu í fyrsta sinn. Fljótt kemur í ljós að hug- myndir leikstjórans og stúlkunnar um lífíð og listina stangast harkalega á og samskiptin taka óvænta stefnu. „Það er allt svo nýtt fyrir henni, hún býst við fleira fólki og öðrum leikstjóra, þannig að hún gengur svolítið á vegg í byrjun. En svo held ég að hún færi sig upp á skaftið og ætli bara að standa sig í prufunni, sýna hvað í henni býr,“ segir Linda Asgeirsdóttir, sem leikur stúlkuna. En leikstjórinn ungi, hvernig er hann? „Hann er með miklar hug- myndh' um kvikmyndir og ætlar sér að búa til miklar og góðar myndir. Hann verður bara að byrja á stutt- mynd, það verða flestir að byrja þar. Hann hefur sjálfur skrifað handrit, sem hann hefur lagt mikinn metnað í og hefur mjög sterkar skoðanir á. Hann er búinn að búa sig mjög vel undir þessar prufur og hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig leikkonu hann vill fá og hvað hann vill fá fram en fær kannski ekki alltaf það sem hann býst við. Hann veit al- veg hvað hann vill og er með mjög rómantískar hugmyndir um sjálfan sig sem leikstjóra. Þetta er bara fyrsta skrefið í áttina að því að gera listaverk,“ segir Gunnar Hansson, en hann er í hlutverki leikstjórans. Ein manneskja þarf að sannfæra aðra um hæfni sína Leikritið hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni sem efnt var til í kjölfar enduropnunar Iðnó á liðnu hausti. Höfundurinn, Ki-istján Þórð- ur Hrafnsson, hefur hingað til verið þekktari fyrir að vera ljóðskáld en leikritahöfundur. Hann segist þó hafa verið að fást við leikritun að undanförnú en þetta sé fyrsta leik- ritið sem hann setji punkt aftan við og það sé jafnframt skrifað gagngert fyrir leikritasamkeppni Iðnó. „Ég átti þessa hugmynd og svo þegar ég sá samkeppnina auglýsta ákvað ég að fullvinna hugmyndina og senda hana inn,“ segir hann. „Það er mjög gaman að fá að vera ljósmóðir í þess- ari fæðingu," segir Gunnar. „Mig langaði til að skrifa leikrit um krefjandi aðstæður, þar sem ein- staklingurinn þarf að sanna sig eða sýna fram á hæfni sína. Þá fór ég að hugsa um aðstæður eins og inntöku- próf í listaskóla, þegar fólk er að sækja um hlutverk í auglýsingu eða kvikmynd eða fara í atvinnuviðtal. Og ég hélt að svoleiðis aðstæður, þar sem ein manneskja þarf að sannfæra aðra um hæfni sína, gæti verið skemmtilegt efni í leikrit. Ég hafði séð persónurnar fyrir mér, þessa stelpu sem er svona ofsalega frökk og með svona miklar hugmyndir um hvað hana langar að gera, og svo Morgunblaðið/Kristinn LINDA Asgeirsdóttir í hlutverki stúlkunnar fyrir framan myndavél- ina hjá kvikmyndaleikstjóranum, Gunnari Hanssyni. þennan unga hlédræga mann, sem er líka með miklar hugmyndir en allt öðru vísi manngerð," segir Kristján. „Mig langaði til að tefla fram ólík- um persónum, sem eru kraftmiklir einstaklingar hvor á sinn hátt. Annar byrgir allt innra með sér en hinn lætur allt koma fram. Þetta er svona gamanleikrit sem fjallar um sál- fræðilegt valdatafl, ólíka drauma og ólíkar væntingar. Og um óendanlega möguleika fólks á að misskilja hvert annað, hve lítið þarf í raun til að koma af stað miklum misskilningi, sem getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar,“ heldur höfundurinn áfram. Leitum að ungri stúlku verður sýnt í hádeginu alla miðvikudaga, fímmtudaga og fóstudaga næstu fjórar vikurnar. Sýningin stendur í um hálfa klukkustund og á undan gefst gestum kostur á að snæða létt- an hádegisverð. Borðhald hefst kl. 12, leiksýningin hefst kl. 12.20 og henni lýkur kl. 12.50. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson, leikmynd er eftir Snorra Frey Hilmarsson og lýsingu annast Ólafur P. Georgsson. Önnur verðlaun í samkeppninni hlaut leikritið Þúsund eyja sósa eftir Hallgrím Helgason og þriðju verð- laun hlaut Bjarni Bjarnason fyrir leikritið Sameiginlegur vinur. Verkin verða bæði sýnd í hádegisleikhúsi Iðnó innan skamms, að sögn Magn- úsar Geirs. Alls bárust 56 leikrit í keppnina eftir 42 höfunda. Nú sparar pú verulega... kæfiskáaumínohkradaga! Þúspararkr. _ 15.000.- Tvær hurðir, tvær pressur. 180x59,5x58 cm IDO230 *giWIIIIH.IM,l» Verð aður kr. 59.900 Uerð nú kr. 43.900,- Þú sparar kr. 16.000 L Tvær hurðir, 146x59,8x58,8 cm Mfli Einni JSl. frábæru iniga verði: Verð áður kr. 51.900. Tvær hurðir 170x59,8x 58,8 cm Verð nú kr. 41.900.- Þú sparar kr. 10.000 Tvær hurðir 146x55x58 cm DC336 Verð áður kr. 79.900. kæliskápur m/frysti Verð nú kr. EDD226 cmm Verð ðður kr. 48.900.- SMÞIUl Þú sparar kr. > 30.000 Verð nú kr. 38.900.- Þú sparar kr. 10.000. L EdesaS115 undirborðsskápur 85x55,3x57cm Verð nú kr. 24.900,- Verð áður kr. 32.900.- Þú sparar kr. 8.000,- Edesa S223 Kæli/frystisk.1 hurð 109x55x58 cm Verð nú kr. 34.900.- Verð áður kr. 42.900.- Þú sparar kr. 8.000.- Edesa C337 Kæli/frystisk. 2 hurðir/2pressur 170x59,8x58 cm Verð nú kr. 59.900.- Verð áður kr. 79.900.- Þú sparar kr. 20.000.- L Ein hurð 123x55x58cm 4f/k id Kæliskápur m/frysti 170x59,5x58 cm I" Ath. Öl verð eru staðgreiðsluverð RflFTfEKGflPERíLUN ÍSLflNDSIf - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.