Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 25
ERLENT
Reuters.
VOPNAÐUR lögregluvörður gætir skemmdrar byggingar
seðlabanka Usbekistans.
Vita ekkert
um bin Laden
Kabúl. Reuters.
HÁTTSETTUR talsmaður Tale-
banastjórnarinnar í Afganistan
sagði á þriðjudag, að hann hefði
enga hugmynd um hvers vegna
Saudi-Arabinn Osama bin Laden,
sem grunaður er um ýmis hryðju-
verk, hefði yfirgefið aðsetur sitt í
suðurhluta landsins.
í blöðum, sem gefin eru út á ar-
abísku erlendis, og í pakistönsk-
um fjölmiðlum hafa birst fréttir
um, að bin Laden hafi látið sig
hverfa eftir að Mullah Mo-
hammad Omar, hæstráðandi í
Afganistan, hafi neitað að veita
honum áheyrn í föstulokin í janú-
ar sl. Talsmaður Kabúlstjórnar-
innar kvaðst hins vegar ekkert
vita hvað af honum hefði orðið en
birst hafa fréttir, sem segja hann
ýmist vera á yfirráðasvæði stjórn-
arandstæðinga í Afganistan, í
írak eða Tsjetsjníu.
Bin Laden er grunaður um að
hafa skipulagt hiyðjuverkin við
bandarísk sendiráð í Austur-Afríku
á síðasta ári en þá týndu 250
manns lífí. Hefur Bandaríkjastjórn
krafist þess, að hann verði fram-
seldur og ítrekaði þá kröfu nú fýrir
skömmu. í kjölfarið rufu Taleban-
ar síma- og fjarskiptasamband við
bin Laden, takmörkuðu gestakom-
ur og vöruðu hann við að leggja á
ráðin um hryðjuverk meðan hann
væri í Afganistan.
Eistneskir kjós-
endur óákveðnir
Tallinn. Reuters.
FLOKKUR umbótasinna og Mið-
flokkurinn í Eistlandi hafa aukið
fylgi sitt samkvæmt niðurstöðum
nýbirtrar skoðanakönnunar, en
kosningar fara fram þai- í landi í
mars. Á sama tíma fer fylgi
stærsta flokksins í stjórninni, Sám-
steypuflokksins, ört minnkandi.
Niðurstöðu könnunarinnar,
sem birtust í dagblaðinu Posti-
mees í gær, sýndu að 30% kjós-
enda væru óákveðin fyrir kosn-
ingarnar 7. mars, en það eru
fyrstu kosningarnar sem fara
fram eftir að Evrópusambandið
(ESB) ákvað árið 1997 að Eist-
land yrði í þeim hópi ríkja sem
fyrst gætu gert sér vonir um að fá
inngöngu í ESB.
Dettur Siiman út af þingi?
Fylgi Samsteypuflokksins,
flokks forsætisráðherra Eistlands,
Marts Siimans, minnkaði um tvö
prósentustig í könnuninni, sem
gerð var í janúar, og fengi flokkur-
inn aðeins 5 prósenta fylgi ef kosið
yrði nú.
Af könnuninni að dæma gæti
þingseta stjórnmálamanna úr Sam-
steypuflokknum verið í hættu, þar
sem stjórnmálaflokkar verða að ná
5 prósenta fylgi í kosningum til að
fá sæti á þingi.
Úsbesk stjórnvöld segja
erlent ríki viðriðið tilræði
Tashkent. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Úsbekistan hafa
fordæmt sprengjutilræði í höfuð-
borginni Tashkent á þriðjudag
hai'ðlega og gáfu í gær í skyn að
erlent ríki væri viðriðið tilræðin. í
gær vai’ greint frá því að af þeim
130 sem særðust í árásunum væru
96 enn á sjúkrahúsi vegna
sprengjusára en alls hafa fimmtán
látist af sárum sínum. Islam
Karimov forseti landsins hefur hót-
að að „höggva hendumar af þeim
sem stóðu að tilræðinu".
Margar stjórnarbyggingar
skemmdust í sprengingunum og
öflugur hervörður gætti annarra
mikilvægra bygginga í gær, þ.á m.
stjómarráðs landsins og seðla-
banka Úsbekistans. Vinnuhópar
með stórvirkar vinnuvélar hafa
hafið viðgerðir á þeim byggingum
sem skemmdust mest. Sérstök
nefnd skipuð af fulltrúum innan-
ríkis-, öryggis- og varnarmála-
ráðuneyta landsins hefur verið
sett á fót til þess að komast að
hverjir stóðu að tilræðunum.
Öflug öryggisgæsla hefur verið í
landinu síðan á þriðjudag og segja
Fimm sagðir í
haldi og annarra
ákaft leitað
sjónarvottar að lögregla hafi sett
upp vegartálma við úthverfi Tash-
kent og að leitað væri í farartækj-
um. Ennfremur hefur öryggis-
gæsla á alþjóðaflugvellinum verið
stórhert.
Enginn hefur lýst ábyrgð á
hendur sér en Karimov hefur sagt
að hann telji herskáa múslima vera
viðriðna málið. I því skyni hefur
hann skipað héraðsyfirvöldum að
fylgjst grannt með moskum
múslima. Innanríkisráðherra
landsins sagði í gær að Úsbekar
undir erlendri leiðsögn hefðu stað-
ið að tilræðinu en vildi ekki tjá sig
frekar um hvaða ríki væri viðriðið
málið að hans mati. Úsbekistan á
landamæri að Kirgistan, Kasakst-
an, Túrkmenistan og Tadsjíkistan,
auk Afganistan.
Helle Degn, háttsettur embætt-
ismaður Öiyggis- og samvinnu-
stofnunar Eyrópu (ÖSE), sem
stödd er í Úsbekistan, sagðist í
gær hafa það eftir ónafngreindum
heimildarmönnum að fimm menn
hefðu verið handteknir vegna
gruns um aðild að tilræðinu, 3 í
höfuðborginni og 2 á aðalflugvellin-
um. Á blaðamannafundi sagðist
hún telja að tilræðið hafi beinst að
Karimov en bætti því við að ÖSE
og alþjóðasamfélagið allt hefði
áhyggjur af ástandi mannréttinda-
mála í landinu.
Sprengjutilræðin eru sögð hafa
skaðað ímynd Karimovs forseta,
fyrrum kommúnistaleiðtoga, sem
stjórnað hefur ríkinu styrkri hendi
undanfarin sjö ár. Ólíkt því póli-
tíska umróti sem einkennt hefur
stjórnir fyrrum kommúnista í ná-
lægum Mið-Asíuríkjum hefur
Karimov verið eignaður sá stöðug-
leiki sem ríkt hefur í Úsbekistan
síðan Sovétríkin liðu undir lok. Þó
hefur borið á því að undanfömu að
herskáir fylgjendur íslam hafi
kvatt sér hljóðs og krafist þess að
Úsbekistan verði gert að íslömsku
ríki.
.þaber ektó a n»um
Til 28.febrúar seljum við vaidar
vörur með góðum afslætti.
Úlpur, skíðagallar, peysur,
íþróttafatnaður, skór o.fl. o.fl.
Nýtt greiðsluko rtatíma b il
Komdu og gerðu góð kaup!
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is
Fréttir á Netinu
vfj) mbl.is
_/\LLTAf= G!TTH\TA£D AfÝTT