Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ 'j JSfe w:.^rw f -rflí - "'ír#2-'' - 5>§ ! Shakespeare á mbl.is Shakespeare In Love ÞJOÐLEIKHUSIÐ Mál ujApog menning WmmmP Aðstoðaðu Shakespeare við að velja titil! Shakespeare er í miklum vandræðum með að finna titil á leikrit um elskendurna Rómeó og Júlíu. Nokkrir íslenskir rithöfundar voru fengnir til að leggja honum lið. Rithöfundarnir komu með sjö tillögur, sem gestum mbl.is er ætlað að velja úr. Ef þú kýst það nafn sem flestir velja, getur þú unnið leikhúsferð fyrir tvo til London frá Samvinnuferðum-Landsýn, leikhúsferð fyrir þig og vini þína í Þjóðleikhúsið (allt að 10 manns), Orðsnilld Shakespeare í samantekt Helga Hálfdanarsonar frá Máli og menn- ingu, Shakespeare-bókamerki og -pappírsarkir auk miða á Shakespeare ástfanginn. Stórmyndin Shakespeare ástfanginn er frumsýnd um þessar mundir, en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, 13 talsins. Myndin fjallar um vandræði leikritaskáIdsins, m.a. vegna ritteppu, nafngiftar og ástarævintýra. Aðstoðaðu Shakespeare á mbl.is og hver veit nema að þú dettir í lukkupottinn! Samviiiiiiiferilir-Laiiilsýn i • i HÁSKÓLABÍÓ Lestu um ritteppu íslenskra rithöfunda! Hmbl.is -J\LL.TAf= GITTH\SA£> NÝT~! UMRÆÐAN Vei þér aumi þræll! ÞEGAR tvö lið eigast við í bikarúrslitaleik í fótbolta ráðst úrslitin á skoruðum mörkum í viðkomandi leik. Um þetta eru allir sammála, ekki satt? Okkur þætti það óeðlilegt og í hæsta máta óréttlátt ef annað liðið hefði þyngra vægi en hitt fyrir leikinn, t.d. fengi að byrja með tveggja marka forskot. En þannig er það í bik- arúrslitaleiknum sem fram fer í vor, þ.e.a.s. kosningunum til AI- þingis. Rétt úrslit Samjrvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins Islands næst jafnræði með misvægi. Þetta „lýðræðislega" jafn- ræði og misvægi byggist á hátækni- legum útreikningum um hinn full- komna jöfnuð. Þessi reikniformúla réttlætisins fínnur út vægi einstak- lingsins eftir því í hvaða kjördæmi viðkomandi býr. Að sjálfsögðu á Atkvæðisréttur _______Samkvæmt____________ stjórnarskrá lýðveldisins íslands, segir Hólmsteinn Brekkan, næst jafnræði með misvægi. þessi jafnræðismisvægis útreikn- ingur að gilda í fótbolta líka. Rétt úrslit ráðast því ekki af skoruðum mörkum í bikarleiknum heldur vægi hvers marks sem liðið skoraði og vægið færi eftir því úr hvaða kjördæmum liðin koma. KR - Þróttur Neskaupstað/ 4-2? Hvort liðið fer heim með bikar- inn? Fyrst þurfum við að reikna út vægið, KR tilheyrir Reykjavíkur- kjördæmi og hefur því vægið 1,02. Þróttur Neskaupstað tilheyrir Austurlandskjördæmi og hefur þar af leiðandi vægið 2,41. Eftir að mörk skoruð á vellinum eru sett inn í jafnræðisformúluna liggja úrslitin fyrir. Þróttur Neskaupstað vann með 4,82 á móti KR með 4,08. Rétt- látt eða hvað? Þskj. 141 - 141. mál Fyrir Alþingi liggur núna frum- varp til stjómskipulaga um breyt- ingar á stjómarslörá lýðveldisins ís- lands. Þetta mál hefur farið lágt og lítið sem ekkert um það fjallað í fjöl- miðlum eða kynnt á nokkum hátt. Lítillega var tæpt á þessu mikilvæga máli sl. haust en það alls ekki krufið. Það virðist eiga að fai-a eins hljóð- lega og hægt er með þetta mál og áfram að misbjóða kosningabærum Islendingum með óviðunandi misvægi milli atkvæðisréttar eftir búsetu. Þó stendur það skýrt í þess- ari sömu stjórnarskrá að ekki megi mismuna mönnum um lýðræðisleg réttindi þeirra eftir búsetu. Vegna þess hversu illa þetta mál hefur ver- ið kynnt náði ég mér í frumvarpið og skýrslu nefndar um kosningalög og kjördæmaskipan. Þetta er veglegur pappírsbunki með mörgum þétt- skrifuðum síðum. Eftir nokkra yfír- lestra hef ég aðeins fundið eina vit- Aðsendar greinar á Netinu ýS> mbl.is _/\LLTA/= eiTTH\TA£J NÝTT ræna setningu sem hljóðar þannig: „Yrði landið gert að einu kjördæmi, þar sem at- kvæði allra kjósenda hefðu sama vægi, þyrfti enga jöfnun á milli flokka.“ Það verður að segjast eins og er að nánast allt annað sem stendur í skýrslu nefndarinnar og þess- um lögum er merking- arlaus feluleikur og bull. Feluleikur Það er undarlegt hvemig við látum enda- laust blekkjast af hentugleikastærð- fræði valdhafanna. Leikið er fram og aftur með tölur, þær síðan bh-tar eða settar fram í prósentum eða sem vægi eftir því hvemig það lítur best út eða þjónar viðkomandi hagsmun- um. Síðan er þetta allt saman sett upp í óskaplega falleg súlurit, línurit eða kökurit í mörgum litum. Þó svo að við séum engir snillingar í stærð- fræði ættum við að geta gert okkur grein fyrir því að niðurstaða byggist á forsendum. Til þess að fela ræki- lega þau mannréttindabrot sem fel- ast í því að takmarka atkvæðisrétt er að segja að hver einstaklingur í því kjördæmi sem hefur flest atkvæði á bak við hvem þingmann hafi eitt at- kvæði. Ailir aði-ir í öðram kjördæm- um hafa því meiri atkvæðisrétt. Fallegar tðlur Með því að setja dæmið upp á þessum forsendum er hægt að fela sannleikann með fallegum og „lág- um“ tölum. Lægsta vægi atkvæðis- réttar er því 1 en hæsta vægi er bara 3,55. Taktu eftir hvernig þetta breytist ef forsendurnar eru settar réttar. Réttar forsendur Ef við viljum finna réttar for- sendur að vægi atkvæða hljótum við að vera sammála um það að einn maður hafi eitt atkvæði. Þá hljótum við að miða eitt atkvæði við hæsta vægi atkvæðisréttar sem er 3,55 og allt annað er því hlutfall af því. Raunvemlegur atkvæðisréttur eftir kjördæmum er því eftirfarandi miðað við það að Vestfirðingar einir hafi fullan atkvæðisrétt. Vestfjarðakjördæmi: 100% Norðurlandskjördæmi vestra: 86% Austurlandskjördæmi: 67% Vesturlandskjördæmi: 61% Suðurlandskjördæmi: 50% Norðurlandskjördæmi eystra: 38% Rcykjavíkurkjördæmi: 28% Reykjaneskjördæmi: 28% „Vei þér aumi þræll!“ Það er staðreynd að sannleikur- inn getur aldrei skaðað hinn góða málstað og þess vegna hefur sann- leikanum verið haldið leyndum fyrir kjósendum. Það er staðreynd að mikill meirihluti íslendinga hefur ekki nema um 28% atkvæðisrétt og hugsanlega ætla hagsmunagæslu- mennin að skenkja þessum sama meirihluta íslendinga allt að 22% atkvæðisréttar til viðbótar. Hvílík göfugmenni! Þvflíkir höfðingjar! Vér leysingjamir þiggjum alla þá mola og mylsnu sem af borðum yð- ar hnjóta, halelúja, við þykjumst ekki sjá, heyra né skilja feluleikinn til þess að styggja ekki yður, dýrð sé yður í upphæðum, þér hafið vald- ið til að gefa og taka réttindi okkar leysingjanna, amen. „Vei þér aumi þræll að þiggja slíka ölmusu!“ Við verðum að gera það upp við okkur hvort við viljum vera þrælar, þegnar eða fullgildir einstaklingar í lýðræðisþjóðfélagi. Hólmsteinn Brekkan Höfundur er blikksmíðamcistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.