Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
SIGRÍÐUR L. Jónsdóttir (f.v.), Hugrún Arnadóttir og
Hildur J. Tryggvadóttir.
EDDA Sigfúsdóttir (f.v.), Erna Hrund Hermannsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir voru
vel skreyttar og vígalegar í tilefni dagsins.
Glaðvær börn á svölum öskudegi
Morgunblaðið/Asdís
SKRAUTLEGIR krakkar í Víkinni í Fossvogi.
ÖSKUDAGUR fór fram
með hefðbundinni gleði
og kátínu barna um allt
land. I Reykjavík var að
vonum mikill fjöldi
grímuklæddra barna á
ferðinni. Vegna veðurs
var færra á ferli ut-
andyra en undanfarna
Öskudaga. Vonandi að
bræðurnir átján fylgi
ekki sínum baldna bróð-
ur.
I Kringlunni var hins
vegar mikil þröng á
þingi, að sögn Sigurþórs
Gunnlaugssonar mark-
aðsstjóra Kringlunnar.
„Það er búið að vera mik-
ið íjör héma í dag.
Krakkarnir byrjuðu að
streyma hingað inn upp
úr klukkan átta, löngu
fyrir opnun verslana. Það
virðist sem fólk keyri
bömin sín hingað á leið
til vinnu og skilji þau síð-
an eftir í „vistun“„.
Sigurþór segir Kringluna hafa
boðið upp á létta skemmtidagskrá.
„Krökkunum var boðið upp á and-
litsmálun og svo bauð Hans Peter-
sen þeim upp á myndatöku, annað
hvort andlitsmyndir eða hópmynd-
ir. Síðan voru einstaka verslanir
með sælgæti á boðstólum. Það var
mikill söngur hér og þar í húsinu.
Síðan var öllum sem komust að
boðið í bíó. Við fylltum stóra salinn
hérna í Kringlubíóinu. Yfir 400
miðar ruku út á 5 mínútum og
komust færri að en vildu.“ Sigur-
þór segir Kringluna taka á móti
börnum með bros á vör en þó
finnst honum afstaða sumra for-
eldra umhugsunarverð. „Það er
náttúrlega svolítið ábyrgðarleysi
foreldranna að keyra bara börnin
hingað og svo eiga þau
bara að hringja þegar
þau em orðin leið. Sumir
krakkarnir eru hérna all-
an tfmann meðan foreldr-
arnir em að vinna. Þegar
krakkarnir em búnir að
fá nammi og búnir að
fara í bíó - hvað þá?“
Vegna veðurs voru
færri krakkar á ferli á
Laugavegi en venjulega.
Heiða Jóhannsdóttir af-
greiðslukona í Frísport á
Laugavegi 6, sagði samt
að mikið hefði verið um
að vera. Hún sagði að
krakkarnir hefðu þurft
að vinna fyrir sælgæti
með söng. „Við gáfum
þeim karamellu og upp í
öskudagspoka, eftir því
hvað þau sungu vel. Við
gáfuin ekki nema þau
syngju.“ Heiða var þó
ekki nógu ánægð með
viðmót sumra krakk-
anna. Sumir spurðu hvort þeir
mættu syngja og fá nammi og
þökkuðu svo fyrir sig. En mjög
margir þökkuðu ekkert fyrir,
meirihlutinn fannst mér. Það er
eins og þeim finnist sjálfsagt að fá
sælgæti."
Ófriðlegt skólaball og
grunur um fíkniefnaneyslu
LÖGREGLAN þurfti margsinnis að hafa af-
skipti af skólaballi framhaldsskóla sem haldið
var á veitingastað í Armúla í fyrrakvöld og voru
meðal annars tvö ungmenni handtekin fyrir að
veitast að lögregluþjónum. Þá var lagt hald á
ætluð fíkniefni og grunur lék á að gestir á dans-
leiknum hefðu losað sig við fíkniefni á salemi
staðarins þegar laganna verðir komu á vett-
vang. Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfírlög-
regluþjónn segir ljóst að þeir sem selja eða
dreifa fíkniefnum séu ekkert síður í framhalds-
skólum en annars staðar, þar sé sá hópur sem
markaðurinn beinir athyglinni hvað mest að.
Lögreglumenn á eftirliti fengu upplýsingar
um að fíkniefnaneysla færi fram á salemi húss-
ins um klukkan eitt eftir miðnætti og fóra þeir á
vettvang. Höfðu þeir afskipti af ungmennum
sem talin voru hafa losað sig við fíkniefni í sal-
ernisskál á klósettinu og hafði lögreglan ekki til-
efni til frekari afskipta af umræddum einstak-
lingum.
Ætluð fíkniefni fundust
Korter í tvö um nóttina var að nýju óskað af-
skipta lögreglu, að þessu sinni vegna líkams-
árásar. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hafði
fengið áverka en vildi ekki leggja fram kæra.
Um hálftíma síðar vora framin eignaspjöll á
skemmtistaðnum, en þá braut ölvaður maður
þar rúðu. Um svipað leyti fannst hvítt duft á
staðnum sem talið er vera fíkniefni og var lagt
hald á það og sett til rannsóknar, en ekki fannst
neinn sem átti efnið eða vildi viðurkenna að hafa
haft það í fóram sínum.
Um fimmtán mínútur í þrjú komu lögreglu-
menn að fjóram aðilum í slagsmálum utandyra
og kom í ljós að tveir þeirra höfðu ráðist á hina,
innandyra í fyrstu en leikurinn barst síðan út
fyrir. TVeir þeirra veittust að lögreglumönnum
og voru þeir handteknir og fluttir í fanga-
geymslur. Um klukkutíma síðar var lögregla
kölluð til og ók hún heim stúlku sökum ölvunar
hennar.
Skömmu síðar um nóttina var sextán ára pilt-
ur handtekinn eftir að hann hafði brotist inn í
sýningarsal bílasölu Ingvars Helgasonar hf. og
unnið þar miklar skemmdir.
Vann miklar skemmdir
Eftir að hafa brotist inn í fyrirtækið gangsetti
hann þar bifreið og ók af stað. Með akstri sínum
skemmdi hann fjóra bíla mikið, ásamt því að aka
í gegnum tvær rúður. Reyndi hann m.a. að aka
út úr húsinu í gegnum sýningarglugga. Vakt-
maður tilkynnti lögreglu um innbrotið og hand-
tóku þeir piltinn þegar þeir komu á vettvang og
fluttu hann í fangageymslur lögreglu við Hverf-
isgötu. Pilturinn var talinn vera undir áhrifum
áfengis eða í annarlegu ástandi, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu. Talið er að hann hafí
komið frá áðurnefndu skólaballi.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn rannsóknardeildar auðgunar- og
fíkniefnamála, segir að í upphafí þessa áratugar
hafí dansleikir framhaldsskóla ítrekað farið úr
böndunum, með þeim afleiðingum að fjöldi
þeirra og tímalengd skemmtunarinnar var mjög
takmörkuð. Þá var eftirlit með samkomum hert
til muna og gert samkomulag við Félag fram-
haldsskólanema um að það legði sig fram um að
settum reglum yl’ði fylgt og myndi sjá til þess
að þessar skemmtanir gætu gengið vel fyrir sig
þannig að ekki þyrfti að koma til kasta lögreglu.
I kjölfarið hafí ástandið lagast stórum.
„Ölvun var mikil á þessum skemmtunum, auk
þess sem granur lék á fíkniefnaneyslu. Þá voru
slys og meiðingar tíð. Eftir ráðstafanir þær sem
vora gerðar batnaði ástandið mikið en nú virðist
aftur vera farið að slakna á,“ segir Ómar Smári.
Hann segir að um langt skeið hafi verið rætt
um áhuga fíkniefnasala á dansleikjum fram-
haldsskóla og jafnvel grunnskóla, en munurinn
á þessu tvennu væri m.a. sá að skólastjórnendur
og foreldrar fylgdust betur með bömum sínum í
grannskóla og veitti þeim aukið aðhald.
Hópur sem markaður horfir til
„Það hafa komið upp dæmi þar sem menn
vora að nota þessi efni á böllum og orðrómur þar
að lútandi hefur verið lífsseigur, auk þess sem
heyrst hafí að fíkniefnasalar nýti sér þessar
skemmtanir til að koma efnum á framfæri. Það
er auðvitað ljóst að þeir sem selja eða dreifa
fíkniefnum eru ekkert síður í framhaldsskólum
en annars staðar. Þar er sá hópur sem markað-
urinn beinir athyglinni hvað mest að, enda ein-
staklingarnir oft óráðnir eða óákveðnir og láta til
leiðast.
Við höfum sent menn á skólaskemmtanir
beinlínis til að kanna meinta fíkniefnasölu, höf-
um haft afskipti af einum og einum en það má
auðvitað gera betur. Við höfum hins vegar alltaf
treyst því að meirihluti framhaldsskólanema sé
skynsamlegt fólk sem hafni notkun eiturlyfja,"
segir Ómar Smári.
Ahöfn
Vatneyrar
yfirheyrð
SKÝRSLUTÖKUR vegna
veiða Vatneyrar BA umfram
kvóta fóru fram hjá ríkislög-
reglustjóra í gær en skipið
landaði afla á Patreksfírði á
þriðjudag. Efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra fer með
rannsókn málsins í samvinnu
við sýslumanninn á Patreksfirði
og voru áhöfn skipsins og full-
trúi útgerðarinnar yfirheyrð í
Reykjavík í gær.
Hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra fengust þær upplýsingar
að ákveðið hefði verið að
skýrslutökurnar færu fram í
Reykjavík þar sem flestii’ úr
áhöfn Vatneyrar væru þar bú-
settir eða staddir vegna per-
sónulegra eiinda. Að loknum
skýrslutökum verður gagnaöfl-
un haldið áfram og mun sak-
sóknari í framhaldi þess taka
ákvörðun um hvort gefin verður
út ákæra á hendur útgerðinni.
Mótás
bauð hæst
MÓTÁS bauð hæst í bygginga-
rétt á lóðum á Þróttarsvæði við
Holtaveg. Tilboðin voru opnuð
hjá borgarverkfræðingnum í
Reykjavík á þriðjudag og bár-
ust tólf tilboð.
Boðið var í lóðir fyrii’ fjögur
einbýlishús og 10 íbúðir í par-
húsum samkvæmt samþykktu
skipulagi. Tilgangurinn með út-
boðinu var að byggingar verði
samstæðar á byggingai’svæðinu.
Tilboð Mótáss hljóðaði upp á
37 milljónir króna. Næsthæsta
tilboð átti Guðleifur Sigurðs-
son, 32,8 milljónir króna, og
þriðja hæsta ÁHÁ Byggingar
ehf., 31,8 milljónir króna.
Lægsta tilboðið kom frá Ár-
mannsfelli hf. og hljóðaði upp á
14 milljónir króna.
Svar um
björgunar-
laun í
næstu viku
LANDHELGISGÆSLAN og
Slysavarnarfélag íslands munu
fá viðbrögð við kröfu sinni um
björgunarlaun frá Daimei Fish-
ery Co. Ltd. og tryggingafélagi
þess í næstu viku vegna björg-
unar japanska túnfiskveiði-
skipsins Fukuyoshi Maru 68,
sem strandaði við Jörundar-
boða í Skerjafirði 13. október á
síðasta ári.
Forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, Hafsteinn Hafsteinsson
segir þó of snemmt að segja ná-
kvæmlega til um kröfugerðina
en unnið hafi verið að lausn
málsins frá upphafi.
íshúsfélagið
Tveimur
verkstjórum
sagt upp
TVEIMUR verkstjórum íshús-
félags ísfirðinga hefur nú verið
sagt upp störfum eftir 25 og 29
ára starf hjá fyrirtækinu. Þess-
ar uppsagnir koma í kjölfar
stjórnarskipta í félaginu íyrr í
þessum mánuði og uppsagnar
framkvæmdastjórans.
Það vora þau Jón Krist-
mannsson og Guðbjörg Ás--
geirsdóttir sem sagt var upp nú
í vikunni. Hvoragt þeirra vildi
tjá sig um uppsagnirnar.
Guðni Jóhannesson, stjórn-
ai-formaður og framkvæmda-
stjóri íshúsfélagsins, vildi held-
ur ekki tjá sig um málið að svo
stöddu. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að þetta væri
erfítt og viðkvæmt mál.