Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 57
r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 57 FRETTIR Styrktarkvöld fyrir háskólanema með dyslexíu Ágóði rennur til fjármögnunar hljóðbóka „FRA HUGMYND til veruleika" er yfirskrift styrktaruppákomu sem haldin verður í kvöld á vegum Dyslexíufélagsins, félags stúdenta með dyslexíu, og Vöku fls. í Pjóð- leikhúskjallaranum. Dyslexíufélagið var stofnað á síðasta ári innan Háskóla Islands en dyslexía er skilgreind sem örð- ugleikar við lestur, málnotkun og meðferð talna. Rúmlega 60 nem- endur njóta aðstoðar hjá námsráð- gjöfum Háskóla íslands vegna dyslexíu og eykst fjöldi þeirra ár frá ári sem rekja má tU aukinnar umfjöllunar um vandann í samfé- laginu. Það fé sem safnast í kvöld verð- ur afhent rektor HÍ, Páli Skúla- syni, og notað tU þess að fjár- magna lestur háskólastúdenta á námsbókum inn á hljóðsnældur en slíkar hljóðbækur auðvelda nem- endum með dyslexíu verulega nám sitt. Námsráðgjöf HI í samráði við fulltrúa Félags nemenda með dys- lexíu, sem stofnað var 18. nóv. sl., ráðstafar fénu. Er ætlunin að slá tvær flugur í einu höggi þar sem verið er að skapa stúdentum at- vinnu ásamt því að leggja góðu málefni lið. Með þessu er verið að stíga enn eitt ski-efið í þá átt að því áð jafna aðgang fólks að háskóla- námi sem og öðru námi, að sögn Mörtu Birgisdóttur, formanns fé- lags stúdenta með dyslexíu. Dagskrá styrktarkvöldsins samanstendur af margs konar skemmtiatriðum og allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína. Þeir sem fram koma eru Felix Bergsson, Helgi Björnsson, Geir- fuglarnir, Brooklyn Five, Smala- drengirnir, Rúnar Freyr Gíslason, Ólafur Teitur Guðnason, Bryndís Ásmundsdóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Bjarni töfra- maður. Styrktaraðilar kvöldsins eru Fjárfestingabanki atvinnulífs- ins, Vífilfell, Fjárvangur og ís- lensk erfðagreining. Húsið verður opnað kl. 21:30 og aðgangseyrir er 600 kr. Morgunblaðið/Jón Svavarsson EYGLÓ Eyjólfsdóttir, skólameistari Borgarholtsskóla og Hákon Hákonarson, formaður Fræðsluráðs málm- iðnaðarmanna, skrifa undir samning um að endurmenntun málmiðnaðarmanna fari fram í skólanum. Endurmenntun málmiðnaðar- manna í Borgarholtsskóla UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Borgarholtsskóla og Fræðsluráðs málmiðnaðarins þess efnis að endurmenntun málm- iðnaðarmanna fari fram í skólan- 1 Ein áfrýjunarnefnd kærumálum háskólanema Eygló Eyjólfsdóttir, skólameist- ari Borgarholtsskóla, og Hákon Há- konarson, formaður Fræðsluráðs málmiðnaðarins, undirrituðu samn- inginn, sem gildir í fimm ár. Samn- ingurinn, sem að sögn Eyglóar hef- ur verið í bígerð frá því skólinn var stofnaður árið 1996, veitir Fræðslu- ráði aðstöðu til kennslu í rafsuðu, logsuðu og vökvakerfum, þrjá daga í viku, þegar námskeið eru haldin. Fræðsluráð hefur hingað til verið MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur staðfest reglur um áfrýjunar- nefnd í kærumálum háskólanema. Eru reglurnar settar samkvæmt ákvæðum 5 gr. laga nr. 136/1997 um háskóla. Með reglum þessum er kveðið á um að ein áfrýjunarnefnd starfi fyrir allt háskólastigið vegna kærumála háskólanema, samkvæmt 5. gr. laga nr. 136/1997 um háskóla, en ekki sérstakar nefndir fyrir hvern háskóla. Markmiðið með þeirri skipan er að stuðla að samræmingu í úrskurðum í kærumálum háskólanema og réttlát- ari eða óhlutdrægari niðurstöðu með því að nefndin verði ekki of nátengd viðkomandi háskóla, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Með því að hafa aðeins eina nefnd er ennfremur stuðlað að því að þeir sem um áfrýj- unarmál fjalla hafi eða öðlist ákveðna reynslu og þekkingu og slíkt ætti að tryggja betri og faglegri málsmeðferð. Samkvæmt nýsettum reglum menntamálaráðherra er hlutverk áfrýjunarnefndar í kærumálum há- skólanema að úrskurða í málum, þar sem námsmenn í ríkisháskólum eða háskólum, sem hlotið hafa staðfest- ingu menntamálaráðherra, telja brotið á rétti sínum varðandi: a. námsmat, þ.m.t. fyrirlögn prófa, til- högun einkunnagjafar, skipun próf- dómara, birtingu einkunna, b. mat á námsframvindu, þ.m.t. rétt til endur- tökuprófs c. afgreiðslu umsókna um skólavist þ.m.t. tilhögun mats á námi á milli skóla. Nefndin mun ekki end- urmeta prófúrlausnir eða faglega niðurstöðu kennara, dómnefnda eða prófdómara. I fréttatilkynningunni segir: „Mál- um verður ekki skotið til áfrýjunar- nefndarinnar nema kæruleið, skil- greind og samþykkt af háskólaráði viðkomandi háskóla, hafí verið tæmd eða þrír mánuðir liðnir frá því að kæra var fyrst skriflega lögð fyrir háskólaráðið. Áfrýjunarnefnd í kærumálum há- skólanema getur með úrskurðum sínum staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir háskóladeilda eða háskólaráðs í þeim málum, þar sem nemendur telja á rétt sinn hallað sbr. 1. gr. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi og verður þeim ekki skotið til ráð- herra. Samkvæmt reglunum verður áfrýjunarnefndin skipuð þremur fulltrúum sem menntamálaráð- herra skipar til tveggja ára í senn. Skal einn tilnefndur af samstarfs- nefnd háskólastigsins, einn til- nefndur sameiginlega af samtökum háskólanema og einn skipaður án tilnefningar, sem er formaður nefndarinnar. Skulu þeir allir full- nægja skilyrðum lögum samkvæmt til þess að vera héraðsdómarar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. Þegar hefur verið óskað eftir tilnefningum Samstarfsnefndar há- skólastigsins og samtaka háskóla- LEIÐRETT Stofnendur Morgunblaðsins VEGNA misskilnings var sagt í Morgunblaðinu í gær að Björn Jónsson hefði verið einn af stofnendum Morgun- blaðsins. Hið rétta er að Olaf- ur, sonur Björns, stofnaði Morgunblaðið ái'ið 1913 ásamt Vilhjálmi Finsen. Bjöm stofn- aði hins vegar blaðið Isafold árið 1874 og var ritstjóri þess nær óslitið til 1909. Hann lést árið 1912. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Gufunesbær er í Grafarvogi FÉLAGS- og tómstundamið- stöðin Gufunesbær er í Graf- arvogi en ekki Garðabæ eins og sagði í frétt Morgunblaðs- ins í gær um upphaf útsend- inga hjá útvarpsstöðinni Radio, þar sem unglingar munu sjá um útsendingar. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Framboðslisti Fram- sóknarflokksins í Reykj aneskj ör dæmi Kvennadeild Reykjavfkurdeildar RKÍ Gaf kvennadeild Landspítalans 4 milljónir króna í TILEFNI 50 ára afmælis kvennadeildar Landspítalans færði kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands deildinni 4 millj. kr. að gjöf til kaupa á lækningatækjum. Kvennadeild R.RKÍ hélt fræðslu- og kynningarfund 28. janúar sl. í Fákafeni 11. Tilgangur fundarins var að kynna starfsemi kvennadeildar fyinr nýjum sjúkravinum. Hvenær og hvers vegna Rauði krossinn var stofnað- ur, hvernig hann er uppbyggður og um starf hans hérlendis. Starf Reykjavíkurdeildar var kynnt. Fulltrúar nefnda kvenna- deildar sögðu frá störfum í sölu- búðum, bókasöfnum, heimsóknar- þjónustu og frá fóndurstarfí deildarinnar. Framkoma í starfí, starfsreglur og skyldur sjúkra- vina voru meðal þess efnis sem tekið var fyrir. Vetrarfundur kvennadeildar verður haldinn 25. febrúar nk. í veitingahúsinu Skólabní og mun Sigurlína Davíðsdóttir sálfræð- ingur tala um streitu. Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi, sem haldinn var sl. þriðjudag í Kópavogi, var einróma samþykktur framboðs- listi Framsóknarflokksins í Reykja- neskjördæmi fyrir alþingiskosning- arnar 8. maí 1999. Hann er skipaður eftirfarandi: 1. Siv Friðleifsdóttir, alþingis- maður, Seltjarnai’nesi, 2. Hjálmar Árnason, alþingismaður, Reykja- nesbæ, 3. Páll Magnússon, fram- kvæmdastjóri, Kópavogi, 4. Drífa Sigfúsdóttir, húsmóðir, Reykjanes- bæ, 5. Björgvin Njáll Ingólfsson, verkfræðingur, Mosfellsbæ, 6. Hild- ur Helga Gísladóttir, húsmóðir, bú- fræðingur, Hafnarfirði, 7. Hallgrím- ur Bogason, framkvæmdastjóri, Gr- indavík, 8. Sigurbjörg Björgvins- dóttir, forstöðumaður, Kópavogi, 9. Steinunn Brynjólfsdóttir, meina- tæknir, Garðabæ, 10. Sigurgeir Sig- mundsson, lögreglufulltrúi, Hafnar- fírði, 11. Bryndís Bjarnason, versl- unarmaður, Mosfellsbæ, 12. Gunn- laugur Þór Hauksson, ketil- og plötusmiður, Sandgerði, 13. Lára Baldursdóttii', húsmóðir, Vogum, 14. Sveinn Magni Jónsson, verka- maður, Garði, 15. Silja Dögg Gunn- arsdóttir, háskólanemi, Reykjanes- bæ, 16. Eyþór Þórhallsson, verk- fræðingur, Garðabæ, 17. Elín Gróa Karlsdóttir, bankastarfsmaður, Mosfellsbæ, 18. Margi'ét Rúna Guð- mundsdóttir, háskólanemi, Seltjarn- arnesi, 19. Guðbrandur Hannesson, bóndi, Mosfellsbæ, 20. Gunnar Vil- bergsson, umboðsmaður, Grindavík, 21. Elín Jóhannsdóttir, kennari, Bessastaðahreppi, 22. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri, Kópavogi, 23. Jóhanna Engilbertsdóttir, fjármála- stjóri, formaður LFK, Hafnarfirði, 24. Steingrímur Hermannsson, fyi’rverandi forsætisráðherra, Garðabæ. UTSÖLULOK Verðhrun á útsölulokum Dömuskór, herraskór, barnaskór á ótrulegu verði Síðustu dagar útsölunnar - Allt á að seljast 1 með námskeið hér og þai' þannig að það var mikil þörf fyrir það að kom- ast inn í húsnæði eins og Borgar- holtsskóla, sagði Eygló. Hákon sagðist vera mjög ánægð- ur með samninginn og sagðist sann- færður um það að hann yrði skólan- um ekki síður en samtökum at- vinnulífsins til framdráttar. Þegar hefur verið haldið eitt þriggja daga námskeið í skólanum, en því lauk á fóstudaginn. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.