Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 13 FRETTIR Dulin skattheimta og þjónustugjöld Borgarlögmaður hefur nú tekið saman álit sem svar við kröf- um bæjarstjórnar Hafnarfjarðar íyrir hönd bæjarbúa um endurgreiðslu oftekinna gjalda Hitaveitu Reykja- víkur. Kjarninn í því áliti er sá að hitaveitugjöld notenda séu ekki þjónustugjöld í lagalegum skilningi. Hér sé um að ræða einkaréttarlega starfsemi, þar sem hitaveitan selji vöru og greiði eiganda sínum, Reykjavíkurborg, arð af þeirri sölu. Málatilbúnaður lögmanns Hafn- fírðinga, Hreins Loftssonar hrl., hafði byggst á því að starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur væri opin- ber þjónusta. Vitnaði hann til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis þar sem fram kemur að ekki megi taka gjald fyrir opinbera þjónustu nema til þess sé lagaheim- ild. Og jafnvel þegar slík lagaheim- ild sé fyrir hendi þá megi gjaldið ekki vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þjónustuna, þ.m.t. nauðsynlegum stofnkostnaði. Ef gjaidið sé hærra, þ.e. ef opinberir aðilar nota gjaldið sem almenna fjáröflun, þá sé um skattlagningu að ræða. Samkvæmt stjórnar- skránni sé hún ekki leyfileg nema svokölluð skattlagningarheimild sé fyrtr hendi þar sem mælt sé fyrir um skattstofn og skatthlutfall. Þessar aðfinnslur snerta ekki einungis Hafnfirðinga heldur alla viðskiptavini hitaveitunnar sama hvar þeir eru í sveit settir. Og í víð- ara samhengi vekur þessi ágrein- ingur spurningar um grundvöll fjárheimtu sveitarfélaganna og rik- isins á ýmsum sviðum. Má ætla að sveitarstjórnarmenn kunni Hafn- firðingum almennt litlar þakkir fyr- ir að hreyfa við þessu málefni. Ef við snúum okkur fyrst að hitaveit- unni þá er augljóslega mikið í húfi fyrir borgina að finna svör við þess- um málatilbúnaði Hafnfirðinga. Komi í ljós að gjöldin hafi verið oftekin ber henni samkvæmt lögum nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftek- inna skatta og gjalda að eiga frum- kvæði að því að greiða öllum not- endum það sem oftekið hefur verið. Eftir að hafa lagst yfir málið kemst Hjörleifur B. Kvaran borgarlög- maður að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómar og álit umboðs- manns Alþingis eigi eitt sameigin- legt, þau varði gjaldtöku vegna lög- bundinna skylduverkefna ríkis og sveitarfélaga. Starfsemi hitaveit- unnar sé hins vegar ekki lögbundið skylduverkefni. Sömu sjónarmið eigi því ekki við um hana, hér sé ekki um opinbera þjónustu að ræða í sama skilningi og fjallað er um í fyrr- nefndum dómum og álitum. Starfsemi hita- veitunnar sé einkarétt- arleg starfsemi. Hita- veitan sé eins og hvert annað fyrirtæki sem ráði sjálft gjaldtöku sinni. Hreinn Loftsson hrl. Agreiningur Reykvíkinga og Hafnfírð- inga um heitavatnsgjöld varðar ekki ein- ungis gríðarlega fjármuni heldur einnig mörk og meginreglur opinberrar stjórn- sýslu. Páll Þórhalisson bendir á að á ýmsum öðrum sviðum þyrfti að skoða grundvöll fjárheimtu sveitarfélaganna og tekur leikskólagjöld sem dæmi. Arðgreiðslur Hitaveitu Reykjavíkur í borgarsjóð árin 1991 - 1998 1.000 % mm * i &***** Miðað við verðlag hvers árs cu c: ‘O c ‘O 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 „Má ætla að sveitarstjórnar- menn kunni Hafnfirðingum almennt litlar þakkir fyrir að hreyfa við þessu málefni.“ hefur svarað þessum rökum í minn- isblaði sem sent hefur verið fjöl- miðlum. Bendir hann meðal annars á að hitaveita sé frábrugðin al- mennri þjónustustarfsemi einkaað- ila í veigamiklum atriðum. Þar sem hitaveita sé framkvæmanleg geti sveitarstjórn sótt' um og fengið einkaleyfi til slíks rekstrar og skikkað alla íbúa sveitarfélagsins til að hafa afnot af henni. Þetta sé gert með lagaboði. Um rekstur slíkrar veitu fari því eftir nákvæmlega sömu sjónarmiðum og um rekstur annarra slíkra veitufyrirtækja í eigu sveitarfélagsins. Þannig þurfi gjaldski-áin að fá staðfestingu ráð- herra og um gjaldskrána og ákvörðun hennar gildi sömu sjónar- mið og um gjaldskrár annarra veitufyrirtækj a. Hlutverk ráðherra Það væri goðgá að ætla á þessum vettvangi að leggja dóm á þennan ági-eining. Þó má benda á að málum væri einkennilega komið frá sjónar- hóli neytenda ef hitaveitan hefði bæði frjálsar hendur um töku gjalda fyrir sína þjónustu og einka- leyfi til reksturs hitaveitu á veitu- svæðinu. Að vísu er sá varnagli í lögum að orkumálaráðherra ber að samþykkja gjaldskrá hitaveitunnar. Fram hefur komið í álitum umboðs- manns Alþingis hvernig ráðherra beri að standa að staðfestingu gjaldskrár í tilvikum sem þessum. Ber honum skylda til endurskoðun- ar eða eftirlits með lögmæti, og í sumum tilvikum hagkvæmni, hlut- aðeigandi gernings. Eftir atvikum sé rétt að kalla eftir þeim útreikn- ingi, sem liggi til grundvallar ákvörðun fjárhæðar gjaldsins, sbr. ársskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1995, bls. 393. Draga verður í efa að þetta eftirlit hafi verið innt af hendi, miklu frekar má ætla að gjaldskráin hafi ver- ið staðfest umyrða- laust. Þó hefði til dæm- is verið ástæða til að ..—■ kalla eftir skýringum á stórauknum arðgreiðslum hitaveit- unnar til Reykjavíkurborgar í tíð R-listans (sjá meðfylgjandi töflu). Ef slíkt eftirlit ferst fyrir þá eiga neytendur litla sem enga vörn gegn dulinni skattheimtu í foi-mi hæri'i heitavatnsgjalda en þörf er fyrir. Fyrir vikið verður pólitísk ábyrgð á fjármálastjórn borgarinnar óljósari og forsendur lýðræðislegs aðhalds bresta. Sú staðreynd að ráðherra er falið eftirlit með gjaldskránni, þótt það eftirlit hafi ekki verið virkt, virðist benda til þess að borgin eigi ekki að hafa frjálsar hendur um gjaldtök- una. Þegar athugað er hvar mörkin eigi að liggja í þeim efnum er nær- tækast að telja að þau séu þar sem taka þjónustugjalda breytist í dulda skattheimtu enda sé ekki slíkur munur á hitaveitu og annarri opinberri starfsemi að telja megi að meginreglur stjórnsýsluréttar eigi ekki við. Ef þessi rök standast þá þýðir það hugsanlega að gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur hafi mörg und- anfarin ár verið of há. í stað þess að haga henni í samræmi við þarfir hitaveitunnar vegna rekstrar og fjárfestinga sem tengjast hitaveit- unni hafi verið lagt út í ótengdar fjárfestingar eins og byggingu Perlunnar og sífellt umfangsmeiri arðgreiðslur til borgarsjóðs. Það má deila um hvernig nákvæmlega eigi að reikna út hvert hefði verið eðlilegt verð fyrir heita vatnið. Þeg- ar fyrir liggur að hitaveitan hefur haft efni á stórfelldum arðgreiðsl- um til borgarinnar, allt að 30% af tekjum, eða tæplega 900 milljónum króna á ári undanfarin ár, þá mætti ætla að hún bæri sönnunarbyrðina fyrir því að gjöldin hafi ekki verið of há miðað við kostnaðinn af því að veita þjónustuna. Síðan geta menn leikið sér að því að reikna út hversu mikið af þess- um tæplega 900 milljónum króna á ári hafi komið frá hverjum og ein- um heitavatnsnotanda. í árslok 1997 voru íbúar á sölusvæði hita- veitunnar 154.192. Lauslega áætlað er því um 5.800 kr. á mann á ári að ræða (í raun lægri tala því ekki hef- ur verið tekið tillit til þess að hluti notenda eru fyrirtæki). Fyrir fjög- urra manna fjölskyldu eru þetta því kannski 15-20 þúsund krónur á ári. Ljóst er að fremur ólíklegt er að nokkur fari í mál út af slíkum fjár- munum, nema þá til að láta á prinsippið reyna. Þótt upphæðirnar séu smáar fyr- ir hvern og einn skipta þær ekki litlu máli fyrir fjárhag borgarinnar. Arið 1997 voru heildartekjur borg- arinnar (af sköttum, rekstri, eigna- breytingum og fjármagni) tæpir 28 milljarðar. Afgjald Hitaveitunnar, 898.932.000 kr. stóð því undir 3,2% af tekjum. Aðrar veitustofnanir En Hitaveita Reylg'avíkur er ekki eina borgarfyrii-tækið sem skilar arði í borgarsjóð þótt það leggi mest af mörkum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 1997 var arður af borgar- fyrirtækjum 1,5 milljarðar samtals það árið. Það þyrfti að skoða í hverju tilviki hvort lagaheimild sé til slíkra arðgreiðslna. Rétt er að taka fram að þótt tekið sé dæmi af borg- inni þá á það sama ugglaust við um mörg önnur sveitarfélög. Varðandi rafmagnsveitur má finna svohljóð- andi lagaheimild í 3. mgr. 62. gr. vatnalaga nr. 15/1923: „Ef árstekjur af orkuveitu verða meiri en árs- kostnaður af henni, að meðtalinni hæfilegri fyrningu, er heimilt að láta afganginn renna í sjóð héraðsins. Nú nemur tekjuafgangur sá, sem þannig er ráðstafað, meira en 10% af tekjuupphæð þeirri allri, sem komið hefur inn samkvæmt gjald- skrá fyrir notkun orkuveitunnar yfir árið, og eiga notendur utanhéraðs þá rétt til endurgreiðslu á því, sem umfram verður, að sínum hluta.“ Oðru máli kann að gegna um arð- greiðslur frá vatnsveitum sveitarfé- laga sem víða tíðkast. 11. mgr. 7. gr. laga nr. 81/1991 um vatnsveitur sveitarfélaga segir að sveitarstjóm sé heimilt að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatnsins geta notið og skuli við það miðað „að gjaldið ásamt öðrum tekjum standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu“. Þama virðist vera dæmigerð heimild til töku þjónustu- gjalda en ekki heimild til skattlagn- ingar í formi arðgreiðslna í sveitar- sjóð. Hvað með leikskólagjöldin? í raun má segja að efni séu tii að endurskoða gjaldtöku sveitarfélaga og hugsanlega ríkisins einnig á miklu fleiri sviðum og fara yfir hvort lagagrundvöllurinn sé í lagi. Benti Páll Hreinsson, dósent og fyrrverandi aðstoðarmaður um- boðsmanns Alþingis, reyndar á þetta í grein í Morgunblaðinu í lok siðasta árs. Taka má sem dæmi leikskóla- gjöld, sem koma töluvert við pyngju fólks. Dæmigert gjald fyrir börn foreldra sem ekki era í for- gangshóp er um 16.000 kr. á mán- uði. Gjöldin eru að meðaltali yfir landið allt 12.212 kr. á mánuði fyrir heilsdagspláss, samkvæmt upplýs- ingum sem lesa má út úr árbók sveitarfélaga 1998. Þegar börnin eru kannski tvö má nærri geta að um veigamikinn útgjaldalið er að ræða fyrir heimilin. Það vekur því furðu þegar að er gáð að eng- in lagaheimild finnst fyrir þessari gjaldtöku. Eru þó meginreglur stjórnsýslm'éttar um þetta efni ekki flóknar; til töku þjónustugjalda verður að vera skýr lagaheimild. Vitna má í þessu sambandi í ársskýrslu um- boðsmanns Alþingis 1995 bls. 388 þar sem segir í tilefni af umfjöllun um skrásetningargjald við Háskóla Islands: „... það leiðir af þeirri grundvaliarreglu ísiensks réttar, að stjómsýslan sé lögbundin, að al- menningur þaif almennt ekki að greiða sérstakt gjald fyrir lögmælta þjónustu eða úrlausn stjórnvalda, nema öðru vísi sé kveðið á í lögum. Stjórnvöld geta því yfirleitt ekki innheimt þjónustugjöld nema hafa fengið til þess skýra lagaheimild frá löggjafanum." „Af þessu má ráða að sveitarfé- lögunum sé skylt á eigin kostnað að bjóða upp á leikskólarými í samræmi við eft- irspurn.“ í þeim lögum sem gilda um starf- semi leikskóla, leikskólalögum nr. 78/1994, er hvergi minnst á að for- eldrar skuli bera kostnað af því að senda börn sín í leikskóla. í lögun- um er heimild til ráðherra að setja reglugerð og ýmis atriði nefnd sem eiga að vera í reglugerðinni en hvergi minnst á gjaldtöku eða gjaldskrá í því sambandi. Það sem meira er: í 7. gr. leikskólalaganna segir að bygging og rekstur leik- skóla skuli vera á kostnað og í um- sjón sveitarstjórna. Samkvæmt 1. gr. sömu laga era leikskólar fyrsta skólastigið í landinu og í 8. gr. þeirra segir að sveitarfélögin skuli gera áætlanir um uppbyggingu leikskólarýmis til að mæta þörfum. Af þessu má ráða að sveitarfélög- unum sé skylt á eigin kostnað að bjóða upp á leikskólarými í sam- ræmi við eftirspurn. Ekki virðist skipta neinu máli í þessu sambandi hvort skylt sé að senda böm í leik- skóla eður ei. Það er heldur ekki skylt að stunda nám við framhalds- skóla eða háskóla og hefur umboðs- maður Alþingis samt talið að slíkir skólar megi ekki innheimta þjón- ustugjöld, hvaða nöfnum sem þau nefnast, nema skýr lagaheimild sé fyi-ir hendi. Fyrst leikskólagjöldin eru nefnd á annað borð mætti einnig spyi'ja hvar sé heimildin til að mismuna þegnunum með þeim hætti að svo- kallaðir forgangshópar, námsmenn og einstæðir foreldrar, skuli greiða lægri leikskólagjöld en aðrir. Það má ímynda sér að þegar leikskóla- pláss anna ekki eftirspurn sé heim- ilt að úthluta plássum eftir mál- efnalegum sjónarmiðum til þeirra sem hafa mesta þörf fyrir þau, en erfiðara er að sjá hvernig megi ákveða mismunandi gjald eftir hjú- skaparstöðu eða því hvort foreldri er námsmaður eða ekki. Að minnsta kosti þyrfti að vera ein- , hver lagaheimild til þess. Miklir hagsmunir Ef einhverjum dytti í hug að láta á þetta reyna má búast við að sveit- arfélögin gripu til harðvítugra varna. Hér era þvílílir fjárhagslegir hagsmunir á ferð. Samkvæmt árbók sveitarfélaga voru börn í leikskólum reknum á vegum sveitafélaganna 13.738 árið 1997. Af foreldram þeirra vora innheimtir tæplega 1,5 milljarðar króna í leikskólagjöld („endurgreiðslur foreldra" eins og það er kallað í árbókinni). Er það tæplega þriðjungur heildarrekstr- arkostnaðar leikskóla á landinu, en hann nam rúmlega 4 milljörðum króna árið 1997. Reynist þessi gjaldtaka hafa verið ólögmæt ber að endurgreiða það sem oftekið er með almennum vöxtum fjögur ár aftur í tímann. Að vísu er óvíst með gjöld sem greidd voru fyrir 1. janúar 1996 því þá tóku gildi fyrrgreind lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem tóku af allan vafa í því efni. Hér gæti því verið samtals um endurgreiðslur upp á ríflega 4 millj- arða króna að ræða. Helsta haldreipi sveitafélaganna væri líklega að reyna að leiða út ein- hvern mun á leikskólum og öðrum skólum í þá veru að ekki sé skylt að veita neinum aðgang að þeim, hér sé því ekki um lög- mælta þjónustu í sama skilningi að ræða. Eins mætti búast við að vís- að yrði í 7. gr. sveitar- stjómarlaga nr. 45/1998 en þar segir: „Sveitarfélög skulu hafa sjálfstæða tekju- stofna og sjálfsforræði “á gjaldskrá eigin fyifr- tækja og stofnana til þess að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verkefna sem fyrirtækin og stofn- anirnar annast.“ Þetta ákvæði stoð- ar auðvitað lítt varðandi gjaldtöku sem fram fór fyrir gildistöku nýju sveitarstjórnarlaganna auk þess sem hæpið sýnist að líta á það sem sjálfstæða gjaldtökuheimild. Þegar öllu er á botninn hvolft er með ólíkindum að sveitarfélögin skuli ekki hafa leitað eftir því við löggjafarvaldið að rennt yrði traust- ari stoðum undir þessa umfangs- miklu gjaldheimtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.