Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNB L AÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 21 ATVINNUMÁL Á SUÐURFJÖRÐUM AUSTFJARÐA Einar Asgeirsson Magnús Helgason Björgvin Valur Guðmundsson Magnús Gauti Gautason Ólafur Ragnarsson Björgvinsson Kristján Ingimarsson Reynir Arnórsson Már Karlsson Búlandstinds. Hann tekur það fram að honum lítist vel á þá menn sem keyptu meirihlutann í Búlandstindi og að hann hafi skiln- ing á því að þeir gn'pi til ráðstaf- ana sem tryggi þeirra eign. „Eg vil gefa þeim eitt ár, sjá þróunina í rekstri fyrirtækisins, áður en ég fer að tjá mig meira um það,“ segir Már. ívar Björgvinsson verkalýðsfor- maður segist vita til þess að marg- ir Djúpavogsbúar séu uggandi um framtíðina eftir það sem gerðist á Breiðdalsvík. „Þetta eru okkar næstu nágrannar og svipað hefur gerst víðar þar sem byggt er á einu fyrirtæki í eigu aðila utan héraðs. Það yrði dauðadómur fyrir Djúpavog ef kvótinn yrði fluttur í burtu,“ segir Ivar. Hann tekur þó fram að nýju eigendurnir hafi lýst því yfir að fiskur yrði verkaður á Djúpavogi og hann segist treysta orðum þeirra. Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri óttast ekki að kvótinn fari annað. Á meðan hagkvæmt sé að veiða og vinna físk, verði það gert á Djúpa- vogi. Forkaupsréttur að kvóta Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að eindreg- in tilhneiging til hagræðingar felist í fískveiðistjórnunarkerfinu. Stór og vel rekin fyrirtæki hafí verið að taka við aflaheimildum minni pláss- anna. Það geti komið illþyrmilega við þorpin sem eigi sér litla eða enga aðra lífsbjörg þegar kvótinn er fluttur í burtu. Segir Guðmund- ur að þessi þróun hafí verið áber- andi á Vestfjörðum en gæti orðið hvar sem er. Einar Ásgeirsson á Kamba- röstinni segist ekki geta kennt kvótakerfínu alfai’ið um að staðirnir þrír hafi misst yfirráð lífsbjargar- innar, að minnsta kosti ekki fyrr en hann geti bent á eitthvað betra. Hann telur hins vegar útlátalaust fyrir Alþingi að bæta grein við kvótalögin þess efnis að ef svipuð staða kæmi upp og hjá Búlandstindi, ættu heimamenn for- kaupsrétt að kvóta sínum og hefðu því möguleika á fleiri leiðum til bjargar en nú er. Eins og staðan er nú stingur Ein- ar upp á því að íbúar Stöðvarfjarð- ar, Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vinni saman að því að eignast kvóta. Hann mótmælir fullyi-ðing- um um að svo miklar deilur séu á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals- víkur að staðirnir geti ekki unnið saman. „Ég er búinn að vera skip- stjóri á tveimur skipum hér á Stöðvarfirði í sjö ár og hef verið með bæði Stöðfirðinga og Breið- dælinga á skipunum í sömu sjóferð- inni og meira að segja á sömu vakt- inni og einnig þurft að sækja ýmsa þjónustu til Breiðdalsvíkur. Þessar deilur hafa alveg farið fyrir ofan garð og neðan hjá okkur,“ segir Einar. Menn á báðum stöðunum horfa til frekara samstarfs, eins og meðal annars kom fram í grein um vanda- málin á Breiðdalsvík í blaðinu í gær. Magnús Helgason, rekstrar- stjóri hjá Snæfelli á Stöðvarfirði, segir að hægt sé að nýta Kamba- röst betur. Telur hann hag- kvæmai-a fyrir Breiðdælinga að fjárfesta í kvóta og gera samning við Snæfell um að veiða fiskinn en að hefja eigin útgerð. Dæmt til vistar „Ef ekki tekst að snúa þessari þróun við er það skylda stjórnvalda að kveða upp úr um það að ætlunin sé að leggja þessi byggðarlög niður og hjálpa fólki að komast í burtu. Mér skilst að það tíðkist ekki lengur hjá siðuðum þjóðum að dæma fólk til vistar á ákveðnum stöðum að ósekju. Svona aðgerðir jafngilda því. Fólk er bundið í húsum sínum sem ekki eru lengur söluvara þegar ástandið er orðið þetta slærnt," seg- ir Einar Ásgeirsson. Morgunblaðið/Sverrir Komið upp í kok „ÉG veit ekki hvort fólk leggur út í óvissuna, einu sinni enn, við er- um komin með upp í kok. Það er mín skoðun að fólkið fari ef hér verður bras eina ferðina enn,“ sagði Helena Hannesdóttir, verk- sljóri f frystihúsi Snæfells hf. á Stöðvarfirði, við blaðamenn sem litu við í frystihúsinu. Vinna er flesta daga í frystihúsi Snæfells, þótt illa gangi að fá hrá- efhi. Þorskurinn er allur fluttur norður á Dalvfk og misjafnt hvað togaranum gengur vel að veiða aðrar tegundir. Helena sagði að allir heimamenn sem vildu fengju vinnu í frystihúsinu. „Þetta rétt hangir í dagvinn- unni,“ sögðu fiskverkakonur sem blaðamaður ræddi við í kaffipásu í frystihúsinu. Þær sögðu að aðal uppgripin hefðu verið við fryst- ingu loðnunnar og það væri slæmt ef hún brygðist alveg. „ Við mynd- um vilja fá allan afla Kambarastar til vinnslu hér og vinna stans- laust,“ sagði ein úr hópnum. Hluti kvennanna lýsti því yfir að sameiningar hefðu ávallt orðið Stöðfirðingum til bölvunar. „Ef við hefðum ekki sameinast Hrað- frystihúsi Breiðdælinga og síðar Snæfelli værum við á gi-æmii grein.“ Onnur sagði að kvótinn væri orðinn aðalverðmæti fyrir- tækjanna og því væri fólkið á þessum litlu stöðum hrætt þegar hann væri kominn í hendur fyrir- tækja í öðrum byggðarlögum, eins og hefði gerst á Stöðvarfirði. „Þeir geta farið með hann hvert sem er og þá verður lítið eftir,“ sagði ein kvennanna. Þær minntu á ástandið á Breið- dalsvík og töldu sömu óvissu ríkj- andi á Stöðvarfirði. Sögðust ugg- andi um að það sama gæti gerst á Stöðvarfirði og það hefði áhrif á aðra nálæga staði, yrði keðjuverk- andi. Aðrar sögðust bjartsýnni. „Þetta reddast, við eigum ekki að lifa í hræðslunni." Sögðu að gott væri að vinna hjá Snæfelli og töldu ekki líklegt að fyrirtækið gengi í það verk að leggja plássið í eyði. Morgunblaðið/Sverrir Þurfum að eiga fyrirtækin „ÞAÐ er best að segja sem minn- st, breytingarnar eru varla geng- nar yfir og menn vita lítið hvað er fra mundan,“ sagði Jóhann Þórisson fiskverkandi á Djúpavogi þegar blaðamaður hitti hann í smá bátahöfninni. Jóhann rekur litla saltfiskverkun í þorpinu og var ásamt syni sínum, Guðna Þóri, og Björgvini Sveinssyni að útbúa Haförn til veiða en Guðni gerir bátinn út. Feðgarnir sögðu að trillurnar hefðu farið að landa á fiskmark- aðnum þegar hann var settur á fót á dögunum og það hefði hækkað fiskverðið. Áður hefði Búlandstindur haft einokunar- stöðu á markaðnum. Jóhanu sag- ðist hafa farið að verka afla báts- ins vegna þess hve fiskverðið var lágt, til þess að gera sem mest úr litlum kvóta. Fiskverkunin geng- ur vel og sagði Jóhann að hún hjálpaði upp á sakirnar. Önnur lítil saltfiskverkun var sett á laggirnar fyrir tveimur ár- um og voru feðgarnir sammála um að gott væri að hafa fleiri en eina fiskverkun á stað eins og Djúpavogi. „Við þurfum að eiga sem flest fyrirtæki sjálfir," sagði Jóhann. Feðgarnir sögðust ekki ánægð- ir með að kvóti Búlandstinds væri kominn í hendur Grindvík- inga. „Þeir gera út þar sem þeir telja hagkvæmast og geta farið burtu með kvótann hvenær sem er. Það hefur sýnt sig í kringum okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.