Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 27 Arafat hugleiðir frestun HAFT var eftir Yasser Ai-afat, for- seta heima- stjómar Pa- lestínu- manna, í gær að hann hug- leiddi nú að fresta áform- um um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs rík- is í maí. Sagði heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar að Arafat hefði sagt á fundi á mánudag að myndi stjórn sín kjósa frestun yrði það gert gegn loforðum erlendra ríkja um að þau myndu viðurkenna hið nýja ríki, þegar af stofnun þess yrði. Færri at- vinnulausir í Bretlandi ATVINNULAUSUM fækkaði í Bretlandi um 5.700 i janúar, skv. atvinnuleysistölum sem gerðar voru opinberar í gær. Hefur atvinnuleysi þarlendis ekki mælst jafnlágt í átján ár, en nú eru 1,3 milljónir manna atvinnulausar. Prósentutala at- vinnulausra er þó óbreytt frá fyrra mánuði, 4,6 prósent. Komu þessar tölur nokkuð á óvart en þær þykja minnka lík- umar á því að breski Seðla- bankinn lækki vexti í mars. Khatami út- nefnir nýjan ráðherra MOHAMMAD Khatami, for- seti Irans, útnefndi í gær Ali Yunesi, reyndan mann úr írönsku leyniþjónustunni, sem ráðherra upplýsinga- og leyni- þjónustumála, en Qorbanali Dorri-Najafabadi sagði af sér embættinu í síðustu viku vegna aðildar undirmanna hans að morðum á stjórnarandstæðing- um á síðasta ári. Er hinn Khatami með þessu talinn styrkja stöðu sína gagnvart ís- lömskum bókstafstrúarmönn- um sem átt hafa í valdabaráttu við forsetann allt frá því hann komst til valda árið 1997. Enn stefnt að valdaframsali MO Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku ríkisstjórnar- innar, sagði í gær að enn væri stefnt að því að breska þingið myndi framselja völd sín í hér- aðinu í hendur heimastjómar- þinginu í Belfast 10. mars næst- komandi. Verður lögð gífurleg áhersla á að leysa deilur um af- vopnun írska lýðveldishersins (IRA) á næstu dögum þanriig að Sinn Féin, stjómmálaarmur IRA, geti tekið sæti sín í heima- stjórninni við hlið sambands- sinna þannig að stjómin geti tekið til stai-fa. Til marks um þetta var formlegur fundur þingmanna Sinn Féin og Sam- bandsflokks Ulster (UUP), stærsta flokks sambandssinna, í gær en hingað til hafa leiðtogar flokkanna, Geiry Adams og Da- vid Trimble, hist einir og þá bak við luktar dyi-. Arafat Afnám tollfrjálsrar verzlunar innan ESB Frekari frestun sögð ástæðulaus Astrolo^y S-fcjörnukortagreining Sími 557 9753 Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB), sem leiðtogar ESB fólu að kanna möguleikana á því að fresta fyrirhuguðu afnámi toll- frjálsrar verzlunar innan sambands- ins með tilliti til þess að hætta sé á að afnámið kosti mörg þúsund störf, komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki sé hyggilegt að hnika frekar við áður ákveðinni dagsetningu afnáms- ins. Það á að óbreyttu að ganga í gildi 1. júlí nk. í skýrslu sem framkvæmdastjóm- in vann um málið segir að þau rök, að veita beri lengri frest vegna þess hve óæskilegri röskun afnám toll- frjálsrar verzlunar ylli á vinnumark- aðnum, sé „mjög veik“ röksemd fyrir frestun. Bent er á að hægt væri að nota þær auknu skatttekjur sem af- námið muni skila til þess t.d. að lækka launatengd gjöld sem lögð eru á vinnuveitendur, eða að lækka virð- isaukaskatt á framleiðslu eða þjón- ustu sem krefst mikillar vinnu, og skapa störf með því. „Við höfum grannskoðað alla val- kosti með opnum huga,“ sagði Mario Monti í gær, en hann fer með mál- efni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórninni. „Við komumst að þein-i niðurstöðu að vissulega snerti þetta vinnumarkaðinn, en þau áhrif munu líklegast vera takmarkaðri en sumh' hafa viljað vera láta.“ Afnámið var upphaflega ákveðið áríð 1991, á þeim forsendum að toll- frjáls verzlun væri í mótsögn við frjálsa samkeppni á innri markaði ESB. Þúsundir starfa sagðar í húfi Einkum vegna þiýstings frá hags- munaaðilum í ferðaþjónustu hefur meirihluti ríkisstjórnarleiðtoga að- ildarlandanna fímmtán, með þýzka kanzlarann og forsætisráðherra Bretlands og Frakklands í broddi fylkingar, hvatt til þess að afnámi fríhafnarverzlunar verði frestað um allt að fimm ár til viðbótar. Hags- munaaðildar, s.s. ferjufyrirtæki, hafa haldið því fram að allt að 56.000 störf séu í húfi. KANEBO KYNNING ISNYRTIVORUDEILD HAGKAUPS, KRINGLUNNI, í DAG OG Á MORGUN KL. 13-18. NÝJU VORLITIRNIR ERU KOMNIR. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO VERÐUR MEÐ KANEBO TÖLVUNA OG VEITIR FAGLEGA RÁÐGJÖF. P Kaneho HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN. $ SUZUKI ------ Nýr fj órhj óladr ifinn Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 kr BALENO SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS • Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.