Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 27

Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 27 Arafat hugleiðir frestun HAFT var eftir Yasser Ai-afat, for- seta heima- stjómar Pa- lestínu- manna, í gær að hann hug- leiddi nú að fresta áform- um um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs rík- is í maí. Sagði heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar að Arafat hefði sagt á fundi á mánudag að myndi stjórn sín kjósa frestun yrði það gert gegn loforðum erlendra ríkja um að þau myndu viðurkenna hið nýja ríki, þegar af stofnun þess yrði. Færri at- vinnulausir í Bretlandi ATVINNULAUSUM fækkaði í Bretlandi um 5.700 i janúar, skv. atvinnuleysistölum sem gerðar voru opinberar í gær. Hefur atvinnuleysi þarlendis ekki mælst jafnlágt í átján ár, en nú eru 1,3 milljónir manna atvinnulausar. Prósentutala at- vinnulausra er þó óbreytt frá fyrra mánuði, 4,6 prósent. Komu þessar tölur nokkuð á óvart en þær þykja minnka lík- umar á því að breski Seðla- bankinn lækki vexti í mars. Khatami út- nefnir nýjan ráðherra MOHAMMAD Khatami, for- seti Irans, útnefndi í gær Ali Yunesi, reyndan mann úr írönsku leyniþjónustunni, sem ráðherra upplýsinga- og leyni- þjónustumála, en Qorbanali Dorri-Najafabadi sagði af sér embættinu í síðustu viku vegna aðildar undirmanna hans að morðum á stjórnarandstæðing- um á síðasta ári. Er hinn Khatami með þessu talinn styrkja stöðu sína gagnvart ís- lömskum bókstafstrúarmönn- um sem átt hafa í valdabaráttu við forsetann allt frá því hann komst til valda árið 1997. Enn stefnt að valdaframsali MO Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku ríkisstjórnar- innar, sagði í gær að enn væri stefnt að því að breska þingið myndi framselja völd sín í hér- aðinu í hendur heimastjómar- þinginu í Belfast 10. mars næst- komandi. Verður lögð gífurleg áhersla á að leysa deilur um af- vopnun írska lýðveldishersins (IRA) á næstu dögum þanriig að Sinn Féin, stjómmálaarmur IRA, geti tekið sæti sín í heima- stjórninni við hlið sambands- sinna þannig að stjómin geti tekið til stai-fa. Til marks um þetta var formlegur fundur þingmanna Sinn Féin og Sam- bandsflokks Ulster (UUP), stærsta flokks sambandssinna, í gær en hingað til hafa leiðtogar flokkanna, Geiry Adams og Da- vid Trimble, hist einir og þá bak við luktar dyi-. Arafat Afnám tollfrjálsrar verzlunar innan ESB Frekari frestun sögð ástæðulaus Astrolo^y S-fcjörnukortagreining Sími 557 9753 Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB), sem leiðtogar ESB fólu að kanna möguleikana á því að fresta fyrirhuguðu afnámi toll- frjálsrar verzlunar innan sambands- ins með tilliti til þess að hætta sé á að afnámið kosti mörg þúsund störf, komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki sé hyggilegt að hnika frekar við áður ákveðinni dagsetningu afnáms- ins. Það á að óbreyttu að ganga í gildi 1. júlí nk. í skýrslu sem framkvæmdastjóm- in vann um málið segir að þau rök, að veita beri lengri frest vegna þess hve óæskilegri röskun afnám toll- frjálsrar verzlunar ylli á vinnumark- aðnum, sé „mjög veik“ röksemd fyrir frestun. Bent er á að hægt væri að nota þær auknu skatttekjur sem af- námið muni skila til þess t.d. að lækka launatengd gjöld sem lögð eru á vinnuveitendur, eða að lækka virð- isaukaskatt á framleiðslu eða þjón- ustu sem krefst mikillar vinnu, og skapa störf með því. „Við höfum grannskoðað alla val- kosti með opnum huga,“ sagði Mario Monti í gær, en hann fer með mál- efni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórninni. „Við komumst að þein-i niðurstöðu að vissulega snerti þetta vinnumarkaðinn, en þau áhrif munu líklegast vera takmarkaðri en sumh' hafa viljað vera láta.“ Afnámið var upphaflega ákveðið áríð 1991, á þeim forsendum að toll- frjáls verzlun væri í mótsögn við frjálsa samkeppni á innri markaði ESB. Þúsundir starfa sagðar í húfi Einkum vegna þiýstings frá hags- munaaðilum í ferðaþjónustu hefur meirihluti ríkisstjórnarleiðtoga að- ildarlandanna fímmtán, með þýzka kanzlarann og forsætisráðherra Bretlands og Frakklands í broddi fylkingar, hvatt til þess að afnámi fríhafnarverzlunar verði frestað um allt að fimm ár til viðbótar. Hags- munaaðildar, s.s. ferjufyrirtæki, hafa haldið því fram að allt að 56.000 störf séu í húfi. KANEBO KYNNING ISNYRTIVORUDEILD HAGKAUPS, KRINGLUNNI, í DAG OG Á MORGUN KL. 13-18. NÝJU VORLITIRNIR ERU KOMNIR. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO VERÐUR MEÐ KANEBO TÖLVUNA OG VEITIR FAGLEGA RÁÐGJÖF. P Kaneho HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN. $ SUZUKI ------ Nýr fj órhj óladr ifinn Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 kr BALENO SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS • Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.