Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kevin Keegan landsiiðs-
þjálfari Englands til vors/C1
Stórmeistarajafntefli
á Old Trafford/C4
Lengst forsætis-
ráðherra sam-
fellt í embætti
Eftirlitsstofnun EFTA um skattaafslátt vegna innlendra hlutabréfa
Formleg tilkynn-
ing um brot gegn
EES-samningi
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA,
ESA, hefur sent íslenskum stjóm-
völdum formlega tilkynningu um að
stofnunin telji að ákvæði laga, sem
veita Islendingum skattaafslátt
vegna kaupa á innlendum hlutabréf-
um, stangist á við 40. grein samn-
ingsins um Evi’ópska efnahagssvæð-
ið og tilskipun ESB um frjálsa fjár-
magnsflutninga.
ESA telur að íslensk löggjöf tak-
marki frjálsa fjármagnsflutninga með
því að meðhöndla fjárfestingu á mis-
munandi hátt eftir því í hvaða landi fé-
lag er skráð og þar með í hvaða landi
fjárfesting á sér stað. „Löggjöfín vinn-
ur því gegn fjárfestingu í félögum frá
öðrum EES-löndum og skekkir sam-
keppnisstöðu slíki’ar ijárfestingar
gagnvart innlendri fjárfestingu, sem
getur leitt til skattafrádráttar," segir í
fréttatilkynningu ESA
Geir H. Haarde fjármálai’áðheira
kvaðst í samtali við Morgunblaðið í
gær ekki hafa séð tilkynningu ESA
Hann sagði að stofnunin hefði
upphafiega gert athugasemd vegna
þessa í desember sl. Ríkisstjórnin
hefði þá strax ákveðið að taka til
varna í málinu og byggja á þeim mál-
efnalegu rökum að skattamál heyrðu
ekki undir EES-samninginn; ekki
væri hægt að sýna fram á að um
raunverulega hindrun fjármagns-
flutninga og brenglun samkeppnis-
stöðu væri að ræða vegna þess um
hve litla skattaívilnun væri að ræða;
nauðsynlegt væri að takmarka íviln-
un við innlend félög því erlend væru
ekki upplýsingaskyld gagnvart inn-
lendum skattayfirvöldum. Einnig sé
til þess að 'líta að um er að ræða
tímabundnar ívilnanir, samkvæmt
skattalögum.
I frétt ESA kemur fram að í kjöl-
fai- þessarar tilkynningar veitist ís-
lenskum stjórnvöldum tveggja mán-
aða frestur til að koma sínum sjónar-
miðum á framfæri. „I ljósi þeirra at-
hugasemda mun ESA ákveða hvort
framhald verður á málinu,“ segir í
fréttatilkynningunni.
DAVÍÐ Oddsson,
forsætisráðherra,
hafði í gær setið
lengst allra samfellt í
embætti forsætisráð-
herra eða í 2.850
daga óslitið. Áðm’
hafði Hermann Jón-
asson, Framsóknar-
flokki, setið lengst
samfellt í embætti
forsætisráðherra eða
í 2.849 daga á fjórða
og fimmta áratug
þessarar aldar.
Davíð varð forsæt-
isráðherra þegar
samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks tók við völdum 30.
apríl 1991. Síðara ráðuneyti hans,
samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, var skipað 23.
apríl 1995 að því er fram kemur í
Handbók Alþingis.
Hermann Jónasson
varð fyrst forsætis-
ráðherra 28. júlí 1934
og var forsætisráð-
herra samfellt í fjór-
um ráðuneytum til
16. maí 1942. Hann
var einnig forsætis-
ráðherra í vinstri
stjórninni sem sat að
völdum frá 24. júlí
1956 til 23. desember
1958 og hefur því set-
ið lengst allra saman-
lagt f stóli forsætis-
ráðherra eða í 3.731
dag samtals. Ólafur Thors, Sjálf-
stæðisflokki, var forsætisráðherra
í litlu styttri tíma samanlagt eða
3.650 daga í fimm ráðuneytum.
■ Farsæll ferill/36
Félag heyrnarlausra
stefnir RIJY
Krefst text-
unar og
túlkunar
stjórnmála-
umræðna
FÉLAG heyrnarlausra hefur lagt
fram stefnu á hendur Ríkisútvarpinu
vegna þess að það telur að hags-
muna heyrnarlausra sé ekki gætt við
útsendingar í tengslum við alþingis-
kosningai’nar í vor.
Félagið vill að umræðufundur
frambjóðenda fyrir kjördag verði
túlkaður og textaður beint fyrir
heymarlausa og heyrnarskerta og
vísar í því sambandi í mannréttinda-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna,
stjórnarskrána, útvarpslög og kosn-
ingalög.
Málið kom til umræðu í fyrirspurn-
artíma á Alþingi í gær og kom þar
fram að Sjónvarpið hefur lagt fram
málamiðlunartillögu þar sem lagt er
til að umræðuþátturinn verði sendur
út á ný í lok dagski’ár um kvöldið og
aftur á kjördag, morguninn eftir,
táknmálstúlkaður og textaður.
Ásta R. Jóhannesdóttir spurði
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra hvort honum fyndist það boð-
legt að láta þennan stóra hóp manna
fylgjast með umræðunum seint um
kvöldið eða á kjördag. Hún sagði
heymarlausa ekki hafa átt greiðan
aðgang að þjóðfélagsumræðu í fjöl-
miðlum fyrir kosningar. Einnig sagð-
ist hún telja að sú leið væri dýrari
heldur en að gera þetta meðan á út-
sendingunni stendur.
Björn sagðist hafa rætt málið við
fulltrúa Sjónvarpsins, Félags heyrn-
arlausra og fengið niðurstöðu Út-
varpsráðs um málið, sem samþykkt
hefði verið samhijóða.
Bjöm sagðist telja að ekki væri
hægt að texta þáttinn beint. „Ég held
að það sé ekki hægt að saka Ríkisút-
vai-pið um að gera ekki allt sem í þess
valdi stendur til að gera þetta sem
best.“ Hann vildi ekki tjá sig um það
hvort hann myndi beita sér frekar í
málinu.
Ásta sagði að hægt væri að texta
slíkar umræður jafnóðum, meðal ann-
ars hefði það verið gert á ráðstefnum.
Af 50 jökul-
sporðum
hafa 38
hopað
AF ÞEIM 50 jökulsporðum sem
mælingamenn hafa skilað umsögn
um hopuðu 38 í fyrra, sex gengu
fram en tveir stóðu í stað. Að sögn
Odds Sigurðssonar, jarðfræðings á
Orkustofnun, er gert ráð fyrir að
jöklarnir haldi áfram að minnka á
næstu árum.
„Þetta er að vísu mjög ótrygg
spá og er háð úrkomu og hita á
komandi tímum,“ sagði Oddur.
„Nú standa allflestar spár til þess
að það muni hlýna hér á landi á
næstu árum vegna gróðurhúsa-
áhrifa. Hlýnað hefur víðast hvar á
norðurhveli alla þessa öld með ör-
fáum undantekningum eins og t.d.
á Islandi, þar sem kólnaði á árun-
um 1960-1990 á meðan önnur
svæði í kring voru að hlýna. Nú
finnst mér ótrúlegt að það haldi
áfram að hlýna í kringum okkur
án þess að Island fái sinn skammt
af hlýindunum.“
Oddur sagði að sl. þrjú ár hefðu
verið mjög úrkomurýr. „Ég held
að jöklar hopi á allra næstu árum
og sennilega langt fram á næstu
öld,“ sagði hann. „Þar er maður að
spá mjög gróft því þessi svoköll-
uðu gróðurhúsaáhrif eru einungis
lítill hluti af því sem hefur verið að
gerast í hitastigi í heiminum.
Þannig að ef einhver önnur stór
stökk verða af náttúrulegum völd-
um þá geta þessi áhrif orðið minni
liáttar.
Jöklarnir geta þá horfið tiltölu-
lega hratt eins og spáð hefur verið
af Tómasi Jóhannessyni en þar er
gert ráð fyrir að jöklar á íslandi
hverfi í stórum dráttum á tveimur
öldum.“
Rán framið í söluturni við Garðastræti
viDSiapn mviNNULíF
HLUTABREF
Pizzur
Morgunblaðið/Golli
LOGREGLUMENN yfirheyra afgreiðslustúlkuna eftir ránið í gærkvöldi. Hún var ein við afgreiðslu.
Grímuklæddur
maður ógnaði
stúlku með hnífí
MAÐUR vopnaður hnífí ógnaði af-
greiðslustúlku á sautjánda ári í sölu-
turni á horni Garðastrætis og Vest-
urgötu um klukkan hálfníu í gær-
kvöldi og komst á brott með 10-15
þúsund krónur.
Ræninginn var fremur þéttvax-
inn, klæddur blárri úlpu og með
sokk fyrir andliti. Samkvæmt frá-
sögn vitna varð einnig vart annars
manns fyrir utan verslunina þegar
ránið var framið og er talið að sá
hafí getað verið í vitorði með ræn-
ingjanum en ekki liggur fyrir lýsing
á honum.
Um mínútu eftir að tilkynnt var
um ránið var fyrsti lögreglubíllinn
kominn á vettvang. Fáeinum mínút-
um síðar voru tveir ungir menn
handteknir á Holtsgötu og fór lýs-
ingin á ræningjanum saman við útlit
annars þeirra. Fljótlega kom þó í
ljós að þeir höfðu hvergi komið
nærri og var þeim sleppt úr haldi.
Að sögn lögreglu liggja þó ákveðnir
menn undir grun. Upptökuvél er í
versluninni en ekki var kveikt á
henni þegai’ ránið var framið.
Tveir viðskiptavinir
fylgdust með
Kjai’tan Bragason, eigandi sölu-
turnsins, segir að tveir viðskiptavinir
hafí verið inni í söluturninum þegar
ránið fór fram. Hann segir að annar
þeirra hafi sagt við sig að ræninginn
hafí þakkað honum fyrir að skipta
sér ekki af.
Kjartan segir að afgi’eiðslustúlkur
séu að jafnaði ekki látnar vera einar
að afgreiða á kvöldin og að unnusti
stúlkunnar, en hún er á 17. ári, hafí
komið aðeins um tveimur mínútum
eftir að ránið var framið. Hann segir
að líklega muni allt afgreiðslufólk
sitt fara á námskeið nk. laugardag
hjá Kaupmannasamtökunum í við-
brögðum við aðstæðum sem þessum.
33 milQ-
arðar
Little
Caesar’s
Mistök vegna
tæknigalla/B2
Fyrsti staðurinn
í Evrópu/B6
Sér bl löð í dag
n sftitJifi
Fyigstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is