Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ plnrgmmMnlíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FARSÆLL FERILL TOLUVERT hefur verið rætt um þann stöðugleika í efnahagsmálum, sem einkennt hefur þennan áratug og þau heilladrjúgu áhrif, sem hann hefur haft á þjóðlífið. Minna hefur verið rætt um þann pólitíska stöðugleika, sem sömuleiðis hefur ríkt þennan áratug, sem bezt kemur fram í því, að í gær náði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, því marki að hafa setið lengur samfellt á forsætis- ráðherrastól á Islandi en nokkur annar. Viðreisnaráratugurinn einkenndist af pólitískum stöð- ugleika, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks sat samfleytt í tæp 12 ár undir forsæti þriggja for- manna Sjálfstæðisflokks, þeirra Olafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein. Af þessum tólf ár- um var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í tæp sjö ár eða þar til hann féll frá í slysinu á Þingvöllum. A áttunda áratugnum sátu hins vegar fjórar ríkis- stjórnir að völdum á Islandi og á þeim tíma var Geir Hall- grímsson forsætisráðherra samfellt í fjögur ár eða eitt kjörtímabil. Á níunda áratugnum sátu einnig fjórar ríkis- stjórnir og var Steingrímur Hermannsson í forsæti tveggja þeirra. Það er engin tilviljun, að Viðreisnaráratugurinn og tí- undi áratugurinn eru mestu velmegunarskeið Islandssög- unnar. Þegar saman fara stöðugleiki í efnahagsmálum og í stjórnmálum næst beztur árangur í rekstri þjóðarbús- ins. Þau tæp átta ár, sem Davíð Oddsson hefur gegnt embætti forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum, fyrst með Alþýðuflokki og síðan með Framsóknarflokki, hafa verið mikil umbótaár í þjóðlífi okkar. Við búum við gjör- breyttar aðstæður og gjörbreytt viðhorf frá því, sem var í upphafi þessa áratugar. Vegna þess stöðugleika í efna- hagsmálum og stjórnmálum, sem ríkt hefur á þessum áratug stendur lýðveldi okkar traustum fótum við upp- haf nýrrar aldar. HÆTTUSPIL OG TÆKIFÆRI VIÐBRÖGÐ Kúrda við handtöku leiðtoga síns, Abdullah Öcalans, í Kenýa og framsali hans til Tyrk- lands hafa verið hörð. Ráðist hefur verið að sendiráðum og ræðismannaskrifstofum Grikkja í tugum borga í Evr- ópu, þrír Kúrdar voru skotnir til bana er þeir reyndu að brjótast inn í ræðismannsskrifstofu Israela í Berlín í gær og stjórnvöld í Kenýa hafa lokað öllum sendiráðum sínum af ótta við aðgerðir Kúrda. Handtaka Öcalans á vafalítið eftir að kynda, að minnsta kosti fyrst um sinn, enn frekar undir deilum Kúrda og Tyrkja, er kostað hafa um 30 þúsund mannslíf á undan- förnum árum. Að sama skapi er hætta á að sú aðstoð er Grikkir veittu Kúrdaleiðtoganum eigi eftir að torvelda enn samskipti nágrannaríkjanna tveggja. Tyrkii' hafa heitið því að Öcalan muni njóta fyllstu sanngirni er réttað verður í máli hans á næstunni. Sú ákvörðun að neita lögfræðingum hans inngöngu í landið eykur þó ekki bjartsýni á að sú verði raunin. Hinn marx-leníníski Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, sem Öcalan hefur verið í forystu fyrir, á sér blóðuga sögu og hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á fjölmörgum hryðjuverkum og öðrum glæpum, þar á meðal eiturlyfja- smygli. Er starfsemi flokksins bönnuð í nokkrum ríkjum, m.a. í Þýskalandi. Öcalan hefur verið í forystu PKK í hálfan annan áratug og tók fljótlega upp stefnu vopnaðr- ar baráttu við Tyrki í stað samningaumleitana. Hjá því verður hins vegar ekki litið að stór hluti Kúrda lítur á Öcalan sem óskoraðan leiðtoga sinn, ekki síst vegna þess að Tyrkir bönnuðu á síðasta áratug alla póli- tíska starfsemi Kúrda, hófsamra jafnt sem herskárra. Kúrdar hafa mátt sæta ofsóknum og ofbeldi í gegnum söguna og meðferð Tyrkja á hinum kúrdíska minnihluta í suðausturhluta landsins er smánarblettur á stjórnarfari þeirra. Réttarhöldin yfir Öcalan munu beina sjónum um- heimsins að málefnum Kúrda. Þetta er að sama skapi kjörið tækifæri fyrir Tyrki til að sýna fram á lýðræðisleg- an þroska, virðingu fyrir mannréttindum og vilja til að lifa í sátt við hinn kúrdíska minnihluta í landinu. Samráðsfundur utanríkisráðherra Noi Tækifæri fyrir Norður- lönd að láta til sín taka * Island, Noregur og Finnland gegna í ár formennsku í Evrópuráðinu, OSE og ESB. Þetta gefur Norðurlöndunum tækifæri til að beina athyglinni að málefnum sem þau bera fyrir brjósti á alþjóðavettvangi. ELALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðh Torstila, staðgengill finnska ráðherra til vinstri við Halldór, en nær eru Dai EÐ ÞVÍ að þrjú Norðurlandanna gegna á þessu ári for- mennsku í nokkrum af mikilvægustu milli- ríkjasamstarfsstofnunum Evrópu gefst tækifæri til að beina athygli að málefnum sem Norðurlönd hafa borið sérstaklega fyrir brjósti á al- þjóðavettvangi. Þetta eru utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna fimm sammála um, en reglulegur sam- ráðsfundur þeirra fór fram í Reykjavík í gær. Lögðu ráðherrarnir áherzlu á gildi þess að halda noirænni samvinnu áfram og efla hana, ekki sízt með það í huga að Noregur hefur þegar tekið við formennsku í OSE, Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Island tekur við formennsku í Evrópuráð- inu í maí og síðari helming ársins verður Finnland í forystuhlutverki í Evrópusambandinu (ESB). Sagði Halldór Ásgrímsson utan- rflásráðherra að fundinum loknum að formennska íslands, Noregs og Finnlands í þessum stofnunum gæfi Norðurlöndunum einstakt tækifæri til að hafa áhrif á starf þeirra og stefnumörkun. Af þessu tilefni var Daniel Tarschys, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, boðið að sitja fund ráðherranna að þessu sinni. Tarschys sagði að íslands biði mikilvægt pólitískt hlutverk þegar það tæki við fonnennsku í Evrópu- ráðinu í maí. Verkefnin muni meðal annars felast í að stuðla að styrkara lýðræði og mannréttindum í álfunni og styðja við umbótaferlið í Mið- og Austur-Evrópu. Á þessu hálfrar ald- ar afmælisári ráðsins bætist 41. að- ildarríkið í hópinn, Kákasuslýðveldið Georgía. „Það er í verkahring for- mennskuríkisins að brýna hinar sam- evrópsku leikreglur mannréttinda og lýðræðis fyrir nýjum aðildarríkjum,“ sagði Tarschys. I samræmi við þetta lögðu ráðherramir í ályktun fundar- ins áherzlu á gildi nánari samvinnu milli Evrópuráðsins og ÖSE á sviði mannréttinda og lýðræðis. Ráðherrarnir létu í ljósi ánægju sína með það svæðisbundna samstarf sem haldið er uppi á vettvangi Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, Norður-Atlantshafsráðsins og Nor- rænu ráðherranefndarinnar. I því sambandi bæri að leggja áherzlu á Til athugunar að merkja mat Rætt um að setja r um erfðabreytt mi ERLENDIS hafa andstæðingar erfðabreyttra matvæla oft efnt til mótmælaa festir franskur meðlimur samtaka Grænfriðunga skilti sem varar við innihaldi: erfðabreyttu maískorni. Mikil umræða á sér nú stað í Bretlandi um ágæti erfðabreyttra matvæla eins og fjallað var um í blaðinu í gær. Hér á landi hafa ekki verið settar reglur um innflutning slíkra matvæla. Egill —j,---------------------- Olafsson ræddi við Helga Valdimarsson prófessor og Elínu Guðmundsdótt- ur matvælafræðing. NNFLUTNINGUR á erfðabreyttum matvælum til Islands er ekki bannaður og engar reglur gilda um innflutning á slíkum mat- vælum. Að sögn Elínar Guð- mundsdóttur, matvælafræðings hjá Hollustuvernd ríkisins, hefur verið rætt um að setja slíkar regl- ur. Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræðum, telur ekki brýnt að setja slíkar reglur. Hann telur litla hættu stafa af erfðabreyttum matvælum. Engar reglur eru til hér á landi um innflutning á erfðabreyttum matvælum og innflutningur á þeim er ekki bannaður að sögn Elínar. Hún sagði að reglur væru hins vegar til um innflutning á erfða- breyttum lífverum, en undir þær féllu t.d. innflutningur á erfða- breyttu fóðri og sáðkorni. Elín sagði að umræða hefði átt sér stað um hvort rétt væri að setja slíkar reglur og þá einkum hvort skylda ætti inn- flytjendur til að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli. í ESB eru erfðabreytt matvæli merkt sérstaklega Evrópusambandið setti reglugerð árið 1997 sem kvað á um að merkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.