Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 72
ptiNADARBANKINN 1VERÐBRÉF - byggir á t» 4ustí
ÖRUGG ÁVÖXTUN
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5G91181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@!MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Smugudeilan
Stefnt að
fundi með
Rússum
og Norð-
mönnum
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að innan ekki langs
tíma verði haldinn sameiginlegur
fundur íslenskra, norskra og rúss-
neskra yfirvalda til að reyna að ná
samningum um veiðar í Smugunni.
Málið var til umræðu milli Halldórs
og Knuts Vollebæk, utanríkisráð-
herra Noregs, í gær.
„Næsti fundur um málið verður
— að vera milli þessara þriggja þjóða,“
segir Halldór. „Eg mun á næstunni
fara yfir þau atriði sem komu fram í
viðræðunum við Vollebæk með sam-
starfsmönnum mínum í ríkisstjórn
og jafnframt ræða stöðu málsins við
utanríkismálanefnd og hagsmuna-
aðila. Að því loknu getum við metið
hvaða líkur eru á samningum.“
Halldór segir að lengi hafi verið
unnið að rammasamningi um málið
og ríkur vilji sé hjá ríkisstjórnum
bæði Noregs og Islands til að kom-
ast að samkomulagi. „Það er samt
r nokkuð í land með að við sjáum fyr-
ir endann á þessu máli.“
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir rfkisskattstjóra f vil
Landsbankinn veiti upp-
lýsingar um vaxtatekjur
STJÓRN Sambands íslenskra viðskiptabanka mun fljótlega meta hvort
áfrýja beri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þess efnis að Landsbanka
Islands hf. beri að skila ríkisskattstjóra upplýsingum um innstæður, vaxta-
tekjur og afdregna staðgreiðslu 1.347 einstaklinga sem hann hefur farið
fram á. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri og formaður SÍV, segir ekki
óliklegt að niðurstöðunni verði áfrýjað, enda sé hér um prófmál að ræða.
Indriði H. Þorláksson ríkisskatt-
stjóri segir dóminn afdráttarlausan
og með honum staðfest að skattyfir-
völd geti leitað eftir upplýsingum
sem þeim beri að gera að lögum.
Hann segir 1.347 framteljendur
ekki hátt hlutfall af um 200 þúsund
framteljendum. Beiðni embættisins
sé eðlileg og eigi að kanna samhengi
milli upplýsinga á framtölum og
innstæðna og fjármagnstekna.
Halldór J. Kristjánsson kvaðst
ekki hafa séð forsendur dómsins en
taldi ekki ólíklegt að honum yrði
áfrýjað. Hann sagði banka hafa
neitað skattyfirvöldum um upplýs-
ingar um viðskiptamenn. Þegar rík-
isskattstjóri höfðaði mál í framhaldi
af því ákvað stjóm SÍV að sam-
bandið tæki að sér málareksturinn
fyrir hönd Landsbankans sem próf-
mál fyrir banka og sparisjóði. Sagði
formaðurinn það álit bankanna að
hér væri um að ræða alltof víðtæka
beiðni frá skattyfirvöldum.
Þagnarskylda á ekki við
Héraðsdómur segir fyrirmæli
43. greinar laga nr. 113 frá árinu
1996 um viðskiptabanka og spari-
sjóði um þagnarskyldu ekki eiga
við þegar skylt sé að veita upplýs-
ingar lögum samkvæmt. Er í niður-
stöðu dómsins vitnað til laga nr.
94/1996 þar sem segir m.a. í 1.
málsgrein 14. greinar að ríkisskatt-
stjóri geti af sjálfsdáðum kannað
öll atriði er varða skilaskyldu eða
staðgreiðslu.
Geti hann í því skyni krafist upp-
lýsinga frá skattstjórum, inn-
heimtumönnum ríkissjóðs, gjald-
heimtum, bönkum, sparisjóðum,
fjármálastofnunum eða öðrum aðil-
um um viðkomandi viðskipti.
■ Ekki ólíklegt/4
Knatt-
spyrnumenn
á faraldsfæti
Utanþingsviðskipti ekki tilkynnt til Verðbréfaþings
33 milljarða skekkja veg*na
galla í tölvukerfum
ÍSLENSKIR knattspyrnumenn
verða á faraldsfæti um páskana.
Þegar hafa 26 knattspyrnulið, eða
samtals um 600 knattspyrnu-
menn, ákveðið að fara í æfinga-
ferð, flest til Portúgals og Spánar.
Þessar ferðir eru liður í undir-
búningi félaganna fyrir Islands-
mótið, sem hefst 20. maí. Kostnað-
ur liðanna við ferðirnar nemur
uin 35 milljónum króna, þ.e. ef
reiknað er með að hvert lið sendi
22 manna hóp og kostnaðurinn
verði um 60.000 krónur á mann.
■ 600 leikmenn/C3
UM 16 milljarða króna viðskipti
Kaupþings hf. _með verðbréf utan
Verðbréfaþings Islands hf. á tímabil-
inu frá því í byrjun desember til
febrúarbyrjunar voru ekki tilkynnt
vegna galla í nýju tölvukerfi fyrir-
tækisins. Svipað tilvik kom upp á síð-
asta ári er Landsbanka Islands láð-
ist að tilkynna utanþingsviðskipti
fyrir um 17 milljarða vegna tækni-
legra atriða.
Stefán Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfaþings íslands hf.,
segir að þetta kunni að hafa gefið
ranga mynd af stöðunni á verðbréfa-
markaðinum og ekki sé hægt að úti-
loka að einhverjir hafi orðið fyrir
tjóni af þeim sökum.
Að sögn Stefáns námu tilkynnt ut-
anþingsviðskipti, þ.e. viðskipti með
verðbréf sem skráð eru á Verðbréfa-
þingi Islands án þess að viðskipta-
kerfi þingsins sé notað, samtals um
132 milljörðum króna á síðasta ári.
Þar af námu viðskipti sem Lands-
banka íslands hafði láðst að tilkynna
vegna tæknilegra atriða um 17 mUlj-
örðum króna, eða um 15% af því sem
búið var að tilkynna áður en bankinn
tilkynnti viðskipti sín.
Ekki liggur fyrir hve mikið af
þeim tæplega 16 milljarða króna við-
skiptum sem um er að ræða hjá
Kaupþingi fór fram fyrir ái’amót.
■ Ekki/Bl
Morgunblaðið/RAX
Landað í
kuldanum
SJÓSÓKN hefur veríð stopul síð-
ustu daga vegna ótíðar. Netaver-
tíðin sunnanlands fer brátt í full-
an gang og afli bátanna hefur
aukist dag frá degi þegar gefið
hefur til sjós. Brælan hefur aftur
á móti minni áhrif á sjósókn línu-
skipanna og hafa þau fengið
ágætan afla. Kuldinn beit samt
Iítið á Ágúst Ingólfsson, skip-
veija á Hrungni GK, þegar verið
var að landa úr skipinu í Grinda-
vík í gær, enda kunna sjómenn
manna best að klæða sig eftir að-
stæðum. Aflinn var dágóður, rúm
70 tonn og uppistaðan þorskur.
Fyrsta
vetnisöku-
tækið inn-
an sjö ára
NÝTT íslenskt fyrirtæki, Vist-
orka, hefur undirritað sam-
starfssamning við félögin
DaimlerChrysler, Norsk
Hydro og Shell-samsteypuna
um stofnun íslenska vetnis- og
efnarafalafélagsins ehf.
Samkvæmt verkefnaáætlun
félagsins verður m.a. lögð
áhersla á að kanna rekstur al-
menningsvagna hér á landi
sem ganga fyrir vetni, fram-
leiðslu, dreifingu og geymslu
vetnis sem og vetnisknúin
fiskiskip. Áætlað er að fyrstu
tilraunaökutækin verði komin í
gagnið eigi síðar en árið 2005.
■ Unnið að/B2