Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Appelsínu- slagur á Italíu ÍTALIR halda kjötkveðjuhátíð eins og Þjóðverjar en þar er öllu meiri hætta á meiðslum. Hér sést mynd frá hátíðinni í Ivreu á Ital- íu þar sem menn klæddir skikkj- um að hætti miðalda riddara al- ræmds konungs eru á hestvagni á meðan „almúgariddarar" gera aðför að þeim. Þúsundir manna þyrptust að þegar þessi hernaður var settur á svið, en í stað sverða og boga voru vopnin appelsínur og eins og sjá má voru margir í hættu að fá mar þegar appelsín- urnar dundu á manngrúanum. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir slagsmálamyndina Thunderbolt með stórstjörnunni Jackie Chan í aðalhlutverki. I myndinni þarf hann að venju að kljást við þrjóta af verstu gerð og jafnframt reynir svo um munar á ökuleikni kappans Hasarhetja í kappakstri Frumsýning THUNDERBOLT leikur Jackie Chan bflahönnuð í japanskri bfla- verksmiðju þar sem hann hefur hannað bíl sem er með fullkominni árekstrarvöm. Hann reynsluekur bflnum sjálfur án leyfis og er rekinn fyi-h’ bragðið og flytur þá til heima- haganna í Hong Kong. Þar hefur um skeið átt sér stað ólögleg keppni í kappakstri sem fram fer að næturlagi og hafa margir látið lífið í keppninni. Lögreglan er að reyna að hafa hend- ur í hári þeirra sem að kappakstrin- um standa en mikil veðmál eru í gangi í sambandi við hann. Jackie er í lögregluliðinu og vegna hæfni sinnar sem ökumaður stjómar hann sérstök- um hópi sem á að binda enda á þetta ólöglega athæfi. Bófinn sem að baki kappakstrinum stendur skorar á Jackie að taka þátt í honum, en hann segist eingöngu keppa á löglegum kappakstursbrautum. Verður það úr að hann og bófinn ákveða að reyna með sér í alþjóðlegum kappakstri i Japan, og þangað heldur Jackie ásamt vinum sínum úr lögreglunni. í keppninni gengur Jackie allt í haginn en þá gripm’ bófinn til sinna ráða og fær sína menn til að eyðileggja bfl Jackies. Þá kemur gamli húsbóndinn hans úi’ bílaverksmiðjunni til skjal- anna og lánai’ honum bfl til að nota í kappakstrinum. Þar er ýmsum brögðum beitt og fram fer barátta keppinautanna upp á líf og dauða. Jackie Chan er langstærsta stjarn- an í Hong Kong kvikmyndaheimin- um um þessar mundir. Thunderbolt er gerð árið 1995 og tveimur árum síðar gerði Jackie Chan myndina Mr. Nice Guy, en það er fyrsta myndin hans sem er nær algjörlega leikin á enskri tungu. Þá var hann orðinn stórstjarna á Vesturlöndum eftfr myndir eins og Rumble in the Bronx, First Strike, Supercop og fleiri. Vel- gengni Jackies hefur byggst á því að aðdáendur hans vita sem er að hann gefur sig allan í myndir sínar. Hann notar ekki áhættuleikara og sjálfur gerir hann hluti sem engum öðrum leikai’a dettur í hug að gera. Hann leggur sig því oft á tíðum í lífshættu við myndatökuna. Saman við lífs- hættuleg áhættu- og slagsmálaatrið- in blandar hann svo fyndni sem er oft í anda átrúnaðargoðanna Buster Keatons og Harolds Lloyds, tveggja af meisturum þöglu myndanna. Jackie og félagar hans nota yfii’leitt ekki handrit heldur fá leikarai’nfr að vita hvað þeir eiga að segja meðan verið er að farða þá fyrir tökur. Jackie Chan var á sínum tíma nem- andi við óperuskólann í Peking frá 7 til 17 ára aldurs og vann þar 19 klukkustundfr á sólarhring við það að læra leik, söng, dans, látbragðsleik, loftfimleika og sjálfsvamaríþróttir. Eftir að skólanum lauk lá leið hans í kvikmyndaiðnaðinn í Hong Kong, þar sem hann varð áhættuleikari. Eftir mikla velgengni á því sviði hlaut Jackie tækifæri til þess að byggja upp feril sem nú hefur gert hann að mestu stórstjörnu og áhrifamanni á sviði kvikmyndagerðar í Hong Kong. Jackie leikstýrir mörgum mynda sinna sjálfui- og er m.a. formaður samtaka leikstjóra í Hong Kong. NATALIE Imbruglia smellir kossi á verðlaunagrip sinn. BONO og Muhammad Ali Iögðu málefnum þriðja heimsins lið á hátíðinni. ROBBIE Williams var vígreifur við verðlaunaaf- hendinguna og gerði dspart grín að langvarandi ást- arsambandi sínu við Bakkus. ANNIE Lennox og Dave Stewart í Eurythmics voru þjdð- lega klædd á sviðinu. Robbie Williams sópaði að sér verðlaunum HANN hefur verið kallaður prins breskrar popptdnlistar og ekki að ástæðulausu ef marka má vegtyllur hans á þriðjudaginn þegar hann hlaut þrenn verðlaun á „Brit Awards“-hátíðinni, sem er Grammy-verðlaunahátíð þeirra í Bretlandi. Robbie hlaut verðlaun sem mesti listamaður í hér- aði (Bretlands) ársins 1998, besta lag á smáskffu (lag- ið ,,Angels“) og besta breska tdnlistarmyndbandið, en í myndbandinu „Millennium" er gengið grimmt í smiðju til James nokkurs Bond. Robbie Williams, sem er fyrrverandi meðlimur hljdmsveitarinnar Take That, var tilnefndur til verð- launa í sex flokkum á hátíðinni og hefur enginn ein- staklingur f breska poppheiminum fengið svo margar tilnefningar áður í sögu verðlaunanna. En þegar úr- slit í vali bestu breiðskífu ársins voru kynnt var það velska rokksveitin Manic Street Preachers sem fór með sigur af hdlmi, en þeir hlutu einnig verðlaun fyr- ir að vera besta hljómsveitin í Bretlandi. Imbi-uglia bar sigurorð af Madonnu og Lauryn Hill Sápudperuleikkonan fyrrverandi og núverandi söng- kona, Natalie Imbruglia, hlaut einnig tvenn verðlaun á hátíðinni, fyrir að vera besti nýliði ársins og besti kven- kyns listamaðurinn á alþjdðavettvangi, og bar hún í seinni flokknum sigurorð af ekki minni konum en Ma- donnu og Lauryn Hill. Besta hljdmsveitin utan Englands var kosin írska kvennasveitin Corrs og besti karllistamaðurinn á sama vettvangi var Beck sem þakkaði fyrir sín verðlaun á myndbandi. Kanadi'ska söngkonan Celine Dion var einnig fjarstödd en hún hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatdnlistina, vita- skuld fyrir „Tit,anic“. Sony Music’s Des’ree hlaut verðlaun sem besta breska kvenstjarnan og Fat Boy Slim þótti bestur í danstdnlistinni. Lennox og Stewart endurnýjuðu kynnin Fjöldi Iistamanna kom fram á hátíðinni og má nefna Whitney Houston og Cher sem sungu fyrir gesti. Einnig kom David Bowie fram með Placebo og gamla sveitin Eurythmics, sem hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til breskrar popptdnlistar. Annie Lennox og Dave Stewart tdku mörg af þeim lögum sem gerðu Euryt- hmics fræg á sínum tíma og var það í fyrsta skipti sem þau koma fram opinberlega saman í sjö ár. Viðstaddir hátíðina voru einnig Bono söngvari U2 og fyrrverandi heimsineistari í hnefaleikum, Mu- hanunad Ali, en Bono tdk við Freddy Mercury-verð- launum fyrir hönd Jubilee 2000 samtakanna, en þau berjast fyrir því að skuldagreiðslur ríkja þriðja heimsins verði lækkaðar eða afnumdar með öllu. Verðlaunahafarnir eru valdir af fdlki í breska tdn- listarheiminum og frá breskum tdnlistarfjölmiðlum. Bresku tónlistarverðlaunin fyrir árið 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.