Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 57

Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 57
r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 57 FRETTIR Styrktarkvöld fyrir háskólanema með dyslexíu Ágóði rennur til fjármögnunar hljóðbóka „FRA HUGMYND til veruleika" er yfirskrift styrktaruppákomu sem haldin verður í kvöld á vegum Dyslexíufélagsins, félags stúdenta með dyslexíu, og Vöku fls. í Pjóð- leikhúskjallaranum. Dyslexíufélagið var stofnað á síðasta ári innan Háskóla Islands en dyslexía er skilgreind sem örð- ugleikar við lestur, málnotkun og meðferð talna. Rúmlega 60 nem- endur njóta aðstoðar hjá námsráð- gjöfum Háskóla íslands vegna dyslexíu og eykst fjöldi þeirra ár frá ári sem rekja má tU aukinnar umfjöllunar um vandann í samfé- laginu. Það fé sem safnast í kvöld verð- ur afhent rektor HÍ, Páli Skúla- syni, og notað tU þess að fjár- magna lestur háskólastúdenta á námsbókum inn á hljóðsnældur en slíkar hljóðbækur auðvelda nem- endum með dyslexíu verulega nám sitt. Námsráðgjöf HI í samráði við fulltrúa Félags nemenda með dys- lexíu, sem stofnað var 18. nóv. sl., ráðstafar fénu. Er ætlunin að slá tvær flugur í einu höggi þar sem verið er að skapa stúdentum at- vinnu ásamt því að leggja góðu málefni lið. Með þessu er verið að stíga enn eitt ski-efið í þá átt að því áð jafna aðgang fólks að háskóla- námi sem og öðru námi, að sögn Mörtu Birgisdóttur, formanns fé- lags stúdenta með dyslexíu. Dagskrá styrktarkvöldsins samanstendur af margs konar skemmtiatriðum og allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína. Þeir sem fram koma eru Felix Bergsson, Helgi Björnsson, Geir- fuglarnir, Brooklyn Five, Smala- drengirnir, Rúnar Freyr Gíslason, Ólafur Teitur Guðnason, Bryndís Ásmundsdóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Bjarni töfra- maður. Styrktaraðilar kvöldsins eru Fjárfestingabanki atvinnulífs- ins, Vífilfell, Fjárvangur og ís- lensk erfðagreining. Húsið verður opnað kl. 21:30 og aðgangseyrir er 600 kr. Morgunblaðið/Jón Svavarsson EYGLÓ Eyjólfsdóttir, skólameistari Borgarholtsskóla og Hákon Hákonarson, formaður Fræðsluráðs málm- iðnaðarmanna, skrifa undir samning um að endurmenntun málmiðnaðarmanna fari fram í skólanum. Endurmenntun málmiðnaðar- manna í Borgarholtsskóla UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Borgarholtsskóla og Fræðsluráðs málmiðnaðarins þess efnis að endurmenntun málm- iðnaðarmanna fari fram í skólan- 1 Ein áfrýjunarnefnd kærumálum háskólanema Eygló Eyjólfsdóttir, skólameist- ari Borgarholtsskóla, og Hákon Há- konarson, formaður Fræðsluráðs málmiðnaðarins, undirrituðu samn- inginn, sem gildir í fimm ár. Samn- ingurinn, sem að sögn Eyglóar hef- ur verið í bígerð frá því skólinn var stofnaður árið 1996, veitir Fræðslu- ráði aðstöðu til kennslu í rafsuðu, logsuðu og vökvakerfum, þrjá daga í viku, þegar námskeið eru haldin. Fræðsluráð hefur hingað til verið MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur staðfest reglur um áfrýjunar- nefnd í kærumálum háskólanema. Eru reglurnar settar samkvæmt ákvæðum 5 gr. laga nr. 136/1997 um háskóla. Með reglum þessum er kveðið á um að ein áfrýjunarnefnd starfi fyrir allt háskólastigið vegna kærumála háskólanema, samkvæmt 5. gr. laga nr. 136/1997 um háskóla, en ekki sérstakar nefndir fyrir hvern háskóla. Markmiðið með þeirri skipan er að stuðla að samræmingu í úrskurðum í kærumálum háskólanema og réttlát- ari eða óhlutdrægari niðurstöðu með því að nefndin verði ekki of nátengd viðkomandi háskóla, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Með því að hafa aðeins eina nefnd er ennfremur stuðlað að því að þeir sem um áfrýj- unarmál fjalla hafi eða öðlist ákveðna reynslu og þekkingu og slíkt ætti að tryggja betri og faglegri málsmeðferð. Samkvæmt nýsettum reglum menntamálaráðherra er hlutverk áfrýjunarnefndar í kærumálum há- skólanema að úrskurða í málum, þar sem námsmenn í ríkisháskólum eða háskólum, sem hlotið hafa staðfest- ingu menntamálaráðherra, telja brotið á rétti sínum varðandi: a. námsmat, þ.m.t. fyrirlögn prófa, til- högun einkunnagjafar, skipun próf- dómara, birtingu einkunna, b. mat á námsframvindu, þ.m.t. rétt til endur- tökuprófs c. afgreiðslu umsókna um skólavist þ.m.t. tilhögun mats á námi á milli skóla. Nefndin mun ekki end- urmeta prófúrlausnir eða faglega niðurstöðu kennara, dómnefnda eða prófdómara. I fréttatilkynningunni segir: „Mál- um verður ekki skotið til áfrýjunar- nefndarinnar nema kæruleið, skil- greind og samþykkt af háskólaráði viðkomandi háskóla, hafí verið tæmd eða þrír mánuðir liðnir frá því að kæra var fyrst skriflega lögð fyrir háskólaráðið. Áfrýjunarnefnd í kærumálum há- skólanema getur með úrskurðum sínum staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir háskóladeilda eða háskólaráðs í þeim málum, þar sem nemendur telja á rétt sinn hallað sbr. 1. gr. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi og verður þeim ekki skotið til ráð- herra. Samkvæmt reglunum verður áfrýjunarnefndin skipuð þremur fulltrúum sem menntamálaráð- herra skipar til tveggja ára í senn. Skal einn tilnefndur af samstarfs- nefnd háskólastigsins, einn til- nefndur sameiginlega af samtökum háskólanema og einn skipaður án tilnefningar, sem er formaður nefndarinnar. Skulu þeir allir full- nægja skilyrðum lögum samkvæmt til þess að vera héraðsdómarar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. Þegar hefur verið óskað eftir tilnefningum Samstarfsnefndar há- skólastigsins og samtaka háskóla- LEIÐRETT Stofnendur Morgunblaðsins VEGNA misskilnings var sagt í Morgunblaðinu í gær að Björn Jónsson hefði verið einn af stofnendum Morgun- blaðsins. Hið rétta er að Olaf- ur, sonur Björns, stofnaði Morgunblaðið ái'ið 1913 ásamt Vilhjálmi Finsen. Bjöm stofn- aði hins vegar blaðið Isafold árið 1874 og var ritstjóri þess nær óslitið til 1909. Hann lést árið 1912. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Gufunesbær er í Grafarvogi FÉLAGS- og tómstundamið- stöðin Gufunesbær er í Graf- arvogi en ekki Garðabæ eins og sagði í frétt Morgunblaðs- ins í gær um upphaf útsend- inga hjá útvarpsstöðinni Radio, þar sem unglingar munu sjá um útsendingar. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Framboðslisti Fram- sóknarflokksins í Reykj aneskj ör dæmi Kvennadeild Reykjavfkurdeildar RKÍ Gaf kvennadeild Landspítalans 4 milljónir króna í TILEFNI 50 ára afmælis kvennadeildar Landspítalans færði kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands deildinni 4 millj. kr. að gjöf til kaupa á lækningatækjum. Kvennadeild R.RKÍ hélt fræðslu- og kynningarfund 28. janúar sl. í Fákafeni 11. Tilgangur fundarins var að kynna starfsemi kvennadeildar fyinr nýjum sjúkravinum. Hvenær og hvers vegna Rauði krossinn var stofnað- ur, hvernig hann er uppbyggður og um starf hans hérlendis. Starf Reykjavíkurdeildar var kynnt. Fulltrúar nefnda kvenna- deildar sögðu frá störfum í sölu- búðum, bókasöfnum, heimsóknar- þjónustu og frá fóndurstarfí deildarinnar. Framkoma í starfí, starfsreglur og skyldur sjúkra- vina voru meðal þess efnis sem tekið var fyrir. Vetrarfundur kvennadeildar verður haldinn 25. febrúar nk. í veitingahúsinu Skólabní og mun Sigurlína Davíðsdóttir sálfræð- ingur tala um streitu. Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi, sem haldinn var sl. þriðjudag í Kópavogi, var einróma samþykktur framboðs- listi Framsóknarflokksins í Reykja- neskjördæmi fyrir alþingiskosning- arnar 8. maí 1999. Hann er skipaður eftirfarandi: 1. Siv Friðleifsdóttir, alþingis- maður, Seltjarnai’nesi, 2. Hjálmar Árnason, alþingismaður, Reykja- nesbæ, 3. Páll Magnússon, fram- kvæmdastjóri, Kópavogi, 4. Drífa Sigfúsdóttir, húsmóðir, Reykjanes- bæ, 5. Björgvin Njáll Ingólfsson, verkfræðingur, Mosfellsbæ, 6. Hild- ur Helga Gísladóttir, húsmóðir, bú- fræðingur, Hafnarfirði, 7. Hallgrím- ur Bogason, framkvæmdastjóri, Gr- indavík, 8. Sigurbjörg Björgvins- dóttir, forstöðumaður, Kópavogi, 9. Steinunn Brynjólfsdóttir, meina- tæknir, Garðabæ, 10. Sigurgeir Sig- mundsson, lögreglufulltrúi, Hafnar- fírði, 11. Bryndís Bjarnason, versl- unarmaður, Mosfellsbæ, 12. Gunn- laugur Þór Hauksson, ketil- og plötusmiður, Sandgerði, 13. Lára Baldursdóttii', húsmóðir, Vogum, 14. Sveinn Magni Jónsson, verka- maður, Garði, 15. Silja Dögg Gunn- arsdóttir, háskólanemi, Reykjanes- bæ, 16. Eyþór Þórhallsson, verk- fræðingur, Garðabæ, 17. Elín Gróa Karlsdóttir, bankastarfsmaður, Mosfellsbæ, 18. Margi'ét Rúna Guð- mundsdóttir, háskólanemi, Seltjarn- arnesi, 19. Guðbrandur Hannesson, bóndi, Mosfellsbæ, 20. Gunnar Vil- bergsson, umboðsmaður, Grindavík, 21. Elín Jóhannsdóttir, kennari, Bessastaðahreppi, 22. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri, Kópavogi, 23. Jóhanna Engilbertsdóttir, fjármála- stjóri, formaður LFK, Hafnarfirði, 24. Steingrímur Hermannsson, fyi’rverandi forsætisráðherra, Garðabæ. UTSÖLULOK Verðhrun á útsölulokum Dömuskór, herraskór, barnaskór á ótrulegu verði Síðustu dagar útsölunnar - Allt á að seljast 1 með námskeið hér og þai' þannig að það var mikil þörf fyrir það að kom- ast inn í húsnæði eins og Borgar- holtsskóla, sagði Eygló. Hákon sagðist vera mjög ánægð- ur með samninginn og sagðist sann- færður um það að hann yrði skólan- um ekki síður en samtökum at- vinnulífsins til framdráttar. Þegar hefur verið haldið eitt þriggja daga námskeið í skólanum, en því lauk á fóstudaginn. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.