Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 25 ERLENT Reuters. VOPNAÐUR lögregluvörður gætir skemmdrar byggingar seðlabanka Usbekistans. Vita ekkert um bin Laden Kabúl. Reuters. HÁTTSETTUR talsmaður Tale- banastjórnarinnar í Afganistan sagði á þriðjudag, að hann hefði enga hugmynd um hvers vegna Saudi-Arabinn Osama bin Laden, sem grunaður er um ýmis hryðju- verk, hefði yfirgefið aðsetur sitt í suðurhluta landsins. í blöðum, sem gefin eru út á ar- abísku erlendis, og í pakistönsk- um fjölmiðlum hafa birst fréttir um, að bin Laden hafi látið sig hverfa eftir að Mullah Mo- hammad Omar, hæstráðandi í Afganistan, hafi neitað að veita honum áheyrn í föstulokin í janú- ar sl. Talsmaður Kabúlstjórnar- innar kvaðst hins vegar ekkert vita hvað af honum hefði orðið en birst hafa fréttir, sem segja hann ýmist vera á yfirráðasvæði stjórn- arandstæðinga í Afganistan, í írak eða Tsjetsjníu. Bin Laden er grunaður um að hafa skipulagt hiyðjuverkin við bandarísk sendiráð í Austur-Afríku á síðasta ári en þá týndu 250 manns lífí. Hefur Bandaríkjastjórn krafist þess, að hann verði fram- seldur og ítrekaði þá kröfu nú fýrir skömmu. í kjölfarið rufu Taleban- ar síma- og fjarskiptasamband við bin Laden, takmörkuðu gestakom- ur og vöruðu hann við að leggja á ráðin um hryðjuverk meðan hann væri í Afganistan. Eistneskir kjós- endur óákveðnir Tallinn. Reuters. FLOKKUR umbótasinna og Mið- flokkurinn í Eistlandi hafa aukið fylgi sitt samkvæmt niðurstöðum nýbirtrar skoðanakönnunar, en kosningar fara fram þai- í landi í mars. Á sama tíma fer fylgi stærsta flokksins í stjórninni, Sám- steypuflokksins, ört minnkandi. Niðurstöðu könnunarinnar, sem birtust í dagblaðinu Posti- mees í gær, sýndu að 30% kjós- enda væru óákveðin fyrir kosn- ingarnar 7. mars, en það eru fyrstu kosningarnar sem fara fram eftir að Evrópusambandið (ESB) ákvað árið 1997 að Eist- land yrði í þeim hópi ríkja sem fyrst gætu gert sér vonir um að fá inngöngu í ESB. Dettur Siiman út af þingi? Fylgi Samsteypuflokksins, flokks forsætisráðherra Eistlands, Marts Siimans, minnkaði um tvö prósentustig í könnuninni, sem gerð var í janúar, og fengi flokkur- inn aðeins 5 prósenta fylgi ef kosið yrði nú. Af könnuninni að dæma gæti þingseta stjórnmálamanna úr Sam- steypuflokknum verið í hættu, þar sem stjórnmálaflokkar verða að ná 5 prósenta fylgi í kosningum til að fá sæti á þingi. Úsbesk stjórnvöld segja erlent ríki viðriðið tilræði Tashkent. Reuters. STJÓRNVÖLD í Úsbekistan hafa fordæmt sprengjutilræði í höfuð- borginni Tashkent á þriðjudag hai'ðlega og gáfu í gær í skyn að erlent ríki væri viðriðið tilræðin. í gær vai’ greint frá því að af þeim 130 sem særðust í árásunum væru 96 enn á sjúkrahúsi vegna sprengjusára en alls hafa fimmtán látist af sárum sínum. Islam Karimov forseti landsins hefur hót- að að „höggva hendumar af þeim sem stóðu að tilræðinu". Margar stjórnarbyggingar skemmdust í sprengingunum og öflugur hervörður gætti annarra mikilvægra bygginga í gær, þ.á m. stjómarráðs landsins og seðla- banka Úsbekistans. Vinnuhópar með stórvirkar vinnuvélar hafa hafið viðgerðir á þeim byggingum sem skemmdust mest. Sérstök nefnd skipuð af fulltrúum innan- ríkis-, öryggis- og varnarmála- ráðuneyta landsins hefur verið sett á fót til þess að komast að hverjir stóðu að tilræðunum. Öflug öryggisgæsla hefur verið í landinu síðan á þriðjudag og segja Fimm sagðir í haldi og annarra ákaft leitað sjónarvottar að lögregla hafi sett upp vegartálma við úthverfi Tash- kent og að leitað væri í farartækj- um. Ennfremur hefur öryggis- gæsla á alþjóðaflugvellinum verið stórhert. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en Karimov hefur sagt að hann telji herskáa múslima vera viðriðna málið. I því skyni hefur hann skipað héraðsyfirvöldum að fylgjst grannt með moskum múslima. Innanríkisráðherra landsins sagði í gær að Úsbekar undir erlendri leiðsögn hefðu stað- ið að tilræðinu en vildi ekki tjá sig frekar um hvaða ríki væri viðriðið málið að hans mati. Úsbekistan á landamæri að Kirgistan, Kasakst- an, Túrkmenistan og Tadsjíkistan, auk Afganistan. Helle Degn, háttsettur embætt- ismaður Öiyggis- og samvinnu- stofnunar Eyrópu (ÖSE), sem stödd er í Úsbekistan, sagðist í gær hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að fimm menn hefðu verið handteknir vegna gruns um aðild að tilræðinu, 3 í höfuðborginni og 2 á aðalflugvellin- um. Á blaðamannafundi sagðist hún telja að tilræðið hafi beinst að Karimov en bætti því við að ÖSE og alþjóðasamfélagið allt hefði áhyggjur af ástandi mannréttinda- mála í landinu. Sprengjutilræðin eru sögð hafa skaðað ímynd Karimovs forseta, fyrrum kommúnistaleiðtoga, sem stjórnað hefur ríkinu styrkri hendi undanfarin sjö ár. Ólíkt því póli- tíska umróti sem einkennt hefur stjórnir fyrrum kommúnista í ná- lægum Mið-Asíuríkjum hefur Karimov verið eignaður sá stöðug- leiki sem ríkt hefur í Úsbekistan síðan Sovétríkin liðu undir lok. Þó hefur borið á því að undanfömu að herskáir fylgjendur íslam hafi kvatt sér hljóðs og krafist þess að Úsbekistan verði gert að íslömsku ríki. .þaber ektó a n»um Til 28.febrúar seljum við vaidar vörur með góðum afslætti. Úlpur, skíðagallar, peysur, íþróttafatnaður, skór o.fl. o.fl. Nýtt greiðsluko rtatíma b il Komdu og gerðu góð kaup! VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Fréttir á Netinu vfj) mbl.is _/\LLTAf= G!TTH\TA£D AfÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.