Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þú dásamlega diskótíð með öllum þínum subbuskap Ævintýra- og tónlist- arnámskeið DANSKA leikhúsfólkið Lars Holmsted og Pia Gredal halda tvö námskeið í Gerðubergi dag- ana 22.-25. febrúar sem ætlað er fólki sem vinnur með börn- um. Inn í ævintýrið er yfirskrift á námskeiði sem opnar leiðii' til leikrænnar tjáningar með böm- um og gefur hugmyndir um hvemig vinna má með ævintýri í daglegu starfí. Námskeiðið hefst á upphitun við undirleik trommusláttar, síðan munu þátttakendur syngja, leika og spinna út frá ævintýrum H.C. Andersen. A námskeiðinu Tónlist, taktur og dans verður unnið með hug- myndir að því hvernig hægt er að vinna með börnum og tónlist og kenndar verða æfíngar sem styrkja meðfæddan ryþma. KVIKMYNDIR Regnboginn STUDIO 54-ik* Leikstjórn og handrit: Mark Christopher. Aðalhlutverk: Mike Myers, Ryan Philippe, Salina Hayek, Breckin Meyer, Neve Campbell og Sela Ward. Miramax 1998. STUDIO 54 var að vissu leyti merkilegur staður með sitt óborg- anlega frelsi fyrir fræga, i-íka og skrítna fólkið. Diskótíminn, og hið mikla frjálsræði í ástum og eitur- lyfjum sem honum fylgdi, er einnig skemmtilegur fyrir nú- tímabörn að velta fyrir sér. Vissu- lega er það því góðra gjalda vert að gera kvikmynd þar sem þessi staður og stund eru í bakgrunni. En góður bakgrunnur stendur ekki einn og sér. Kvikmyndin verður eins og tómur pakki ef lítið sem ekkert er í forgrunninum. Sagan segir annars frá New Jersey gæjanum Shane sem tekst að fá vinnu sem barþjónn á al- ræmda diskótekinu Studio 54 í New York. Lífshættir hans breyt- ast og verða mun villtari er áður; kynlíf með ókunnugum, eiturlyf og fræga fólkið verður verða hluti af hans daglega lífi. Shane er hug- fanginn af sínum nýja lífsmáta í vissan tíma en kemst síðan að því að um leið og aðstandendur og gestir staðarins njóta frelsis á vissu sviði eru þau fangar yfir- borðskenndar og einmanaleika. Það er nú allt og sumt. Hvert fóru söguþráðurinn, per- sónulýsingarnar og dramatíkin? Þeim er ekki til að dreifa í þessari kvikmynd. Aðalpersónan og afdrif hennar eru líka ótrúlega lík því sem gerist í kvikmyndinni „Boogie Nights“ þar sem klám- iðnaðurinn á diskótímabilinu er umfjöllunarefnið. Öll tilfinninga- mál Shanes eru afgreidd á svo óskiljanlegan hátt að maður skil- ur ekki til hvers var verið að brydda upp á þessu á annað borð til þess eins að vekja falskar vonir hjá áhorfendum um að nú færi eitthvert drama í gang. Diskótónlistin dásamleg hljóm- ar auðvitað allan tímann og það hefðu mátt heyrast fleiri af alvin- sælustu smellum þessa tíma. En tónlistin rifjar samt upp gamlar og ljúfsárar stundir á dansnám- skeiðum í útvíðum buxum, en það var einmitt á einu slíku sem ég kyssti strák í fyrsta skipti. (Böddi, ég vona að þú sért að lesa þetta.) Sem betur fer er þessi óg- urlegi spillingartími liðinn, ég segi nú ekki annað. Hildur Loftsdóttir ÁHEYRENDUR í Ritzebiittel-höll í Cuxhaven klöppuðu listamönnunum Sólveigu Önnu Jónsdóttur píanóleik- ara og Önnu Júlíönu Sveinsdóttur mezzósópransöngkonu lof í lófa. í TILEFNI af því að fyrir skömmu voru liðin tíu ár frá því Hafnar- fjörður og þýzka hafnarborgin Cuxhaven tóku upp viriabæjasam- band var efnt til íslenzkrar tónlist- ardagskrár ytra. f Ritzebuttei-höll í Cuxhaven söng Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópransöng- kona íslenzk og þýzk Iög við und- irleik Sólveigar Ónnu Jónsdóttur píanóleikara. Á dagskránni voru meðal ann- ars lög eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnarsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einars- son og Karl O. Runólfsson. En auk íslenzku laganna voru lög eftir Richard Straufi og þýzka nú- Sungið til heíðurs vinabæjum tímatónskáldið Walter Knape. Höfundar söngtextanna voru ekki síðri, Jóhann Jónsson, Snorri Hjartarson, Grímur Thomsen og Halldóra B. Björnsson þar á með- al, auk þýzku skáldanna Helmuts Dietluf Roiche, Heinrich Heine og Karl Henckel. I Cuxhaven-blaðinu Cuxhavener Nachrichten er Anna Júlíana sögð hafa yfir þeim listræna tján- ingarkrafti að ráða, sem hæfi einkar vel til að túlka hin ljóð- rænu lög hinna íslenzku tón- skálda. Einkum á miðju og lægri hluta tónsviðsins einkenni rödd hennar „viss náttúruleg drama- tík“, sem falli vel að þessum tón- verkum og auki áhrif þeirra á áheyrendur. Segir blaðið undirtektir við- staddra hafa verið mjög góðar, en til þess er tekið í frásögninni að meðal áheyrenda voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti, og Ingimundur Sigfússon sendiherra. Danskt djass- tríó í Múlanum DJASSKLÚBBURINN Múlinn hefur starfsemi sína á þessu ári með tónleikum danska djasstríós- ins Kind of Jazz í Sölvasal á Sóloni íslandusi á sunnudagskvöld kl. 21. Tríóið skipa píanistinn Nils Raae, bassaleikarinn Ole Rasmus- sen og trommuleikarinn Mikkel Find. I fréttatilkynningu frá Múlanum segir að Nils og Ole hafi ferðast um ísland árið 1987 undir nafninu Frit lejde og leikið víða um land. Síðan hefur Ole komið hingað til lands í þrígang; með Conctempo tríóinu, tríói Peters Gullin auk þess sem hann lék í samnorrænum kvintetti Bjöms Thoroddsen í fyrra. Kind of Jazz hefur leikið saman síðan 1990 þegar Mikkel Find gekk til liðs við Nils og Ole. Efnis- skráin er á sömu nótum, frumsam- in lög í bland við djassstandarda og nomæn þjóðlög, m.a. íslensk. Auk þess að leika á trommur syng- ur Mikkel líka og breytti það nokkuð stfl þeirra félaga, þótt hinn norræni tónn sé enn ríkjandi, segir ennfremur. Tríóið er hingað komið í boði danska sendiráðsins á Islandi, Djassvakningar og Djassklúbbsins Múlans. KIND of Jazz skipa Nils Raae píanóleikari, Ole Rasmussen bassaleik- ari, og Mikkel Find trommuleikari. Leikfangasaga ERLEMDAR BÆKUR Spennusaga Rangeygði björninn, Kátur“ Gladly the Cross-Eyed Bear“ eftir Ed McBain. Wamer Books 1998. 324 síður. Bandaríski spennusagnahöf- undurinn Ed McBain, sem einnig skrifar undir sínu rétta nafni, Ev- an Hunter, er einn af afkasta- mestu rithöfundum í Bandaríkj- unum í sínu fagi. Hann sendir að jafnaði frá sér um tvær bækur á ári ýmist sem McBain eða Hunt- er og nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víða um heim. Hann byrjaði rithöfundarferilinn árið 1954 sem Hunter en árið 1956 skrifaði hann þrjár löggu- sögur sem McBain. Það voru fyrstu sögurnar í hinum þekkta bálki um löggulífið í 87. hverfi í New York. Rúmum tveimur ára- tugum síðar eða árið 1978 tók hann að skrifa nýjan spennu- sagnabálk um lögfræðing í Flórída, Matthew Hope að nafni, og kom nýlega út í vasabroti hjá Warner Books-útgáfunni enn ein sagan í þeim flokki, Rangeygði björninn, Kátur eða „Gladly the Cross-Eyed Bear,“ lunkin og skemmtileg saga um höfundar- rétt og morð. Það verður ekki sagt annað en McBain haldi tryggð við persón- ur sínar. Matthew Hope er at- hyglisverð persóna sem hann hefur verið að vinna með og slípa og snurfusa og fínpússa í tutt- ugu ár. Hope er titlaður lög- fræðingur en er mestmegnis spæjari og fer um og yfirheyrir fólk og kemur því í vandræði og fær á endanum sannleikann út úr því. Allt gerist það fremur áreynsluslaust og af kurteislegi-i ýtni og þrjósku. Kvennamál hans eru í nokkrum ólestri. Hann er að jafna sig ennþá eftir að hafa verið skotinn, sem gerð- ist áður en við komum til sög- unnar, og er ekki viss um að heilastarfsemin sé enn komin í samt lag. Hann þarf á öllu sínu að halda á þeim vígstöðvum því málið um rangeyga björninn er erfitt og flókið. Þannig er að skjólstæðingur Hope, hin lítillega tileygða og glæsilega Lainie Commins, var leikfangahönnuður hjá stóru fyr- irtæki og heldur því fram að eig- endur þess, hin ákaflega ríku Tolandhjón, hafi stolið frá henni hugmynd að leikfangabangsa sem hefur þá sérstöðu að vera rangeygður en séu sett á hann sérstök gleraugu horfir hann beint í augu eiganda síns. Tol- andhjónin segjast sjálf hafa fengið hugmyndina að þessari sérstöku bangsategund og Commins sé aðeins að reyna að hafa af þeim fé. Það næsta sem gerist er að herra Toland finnst myrtur um borð í glæsisnekkju sinni skotinn tvisvar í andlitið og það um svipað leyti og sást til Lainie Commins um borð í bátn- um. Hvað er sannleikur? Eins og sjá má þarf Matthew Hope á allri sinni snerpu að halda og hún er reyndar tals- verð þrátt fyrir eftirstöðvar skotárásarinnar. Hope verður hugsað til myndar Kurosawa, „Rashomon" (BcBain/Hunter er sérstakur áhugamaður um kvik- myndir hafandi duflað við þær nokkuð). „Stundum held ég,“ andvarpar hann, „að lífið sé Ras- homon“. Allir spæjarar gætu sagt það sama. Myndin fjallar sem kunnugt er um glæp sem lýst er út frá nokkrum ólíkum sjónarhornum og veltir því upp hvað sé sannleikur og hvað það sem við kjósum að kalla raun- veruleika getur verið sleipur fjandi. Líkt og í myndinni fær Hope mörg ólík sjónarhorn á sama atburðinn og reynir að vinna úr því eftir bestu getu, sem er erfitt þegar sannleikur eins er annars lygi. McBain skrifar sögu sína af sama örygginu og lesendur hans hafa vanist. Hann er frábær sögumaður sem leyfir sér sjald- an að víkja langt frá efninu og tekst ávallt að fanga lesanda sinn frá fyrstu stundu. Sagan um rangeygða björninn er um ástina og afbrýðina, sært stolt og svikin loforð og síðast en ekki síst gráglettni örlaganna, sem er aldrei langt undan í sögum hans. Arnaldur Indriðason Rangeygður bangsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.