Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT • • Handtaka tyrknesku leyniþj ónustunnar á Abdullah Ocalan Afrakstur samvínnu íjölda leyniþjónusta Aþena. Reuters. ÞÓTT enn sé margt á huldu um til- drög handtöku skæruliðaleiðtogans Abdullah Öcalans í Kenýa á mánu- dag, virðast vissir hlutar reyfara- kenndrar atburðarrásar málsins vera að skýrast. Nú hefur það verið upplýst að Öcalan kom tvisvar sinn- um til Grikklands á þeim tíma sem hans var sem ákafast leitað af tyi'k- neskum stjórnvöldum. Ennfremur hefur þáttur ísraelsku og bandarísku leyniþjónustunnar í handtökunni verið að skýrast en þær eru taldar hafa komist á snoðir um að Öcalan hafi haldið sig í Kenýa og komið þeim upplýsingum áleiðis til tyrk- neskra stjórnvalda. Undanfamar tvær vikur hafa grísk stjómvöld neitað því alfarið að hafa hýst Öcalan en yfirlýsingar Alekos Papadopoulos fyrrverandi innanríkisráðherra Grikklands og Theodoros Pangalos fyrrum utanrík- isráðherra - sem era meðal þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær, hrekja þá sögu. Að sögn Papadopoulos kom Öcal- an fyrst á laun til Grikklands frá Rússlandi. „Flugvallaryfirvöld vora blekkt og þeim sagt að þar væri rússneskur aðstoðarráðherra á ferð“, sagði ráðherrann fyrrverandi. Þaðan var honum komið fyrir á heimili Andonis Naxakis, grískum flotaforingja á eftirlaunum og áköf- um stuðningsmanni frelsisbaráttu Kúrda. Naxakis sagði grískum dagblöðum í gær að menn úr grísku leyniþjón- ustunni hafi komið á heimili sitt rétt fyiir utan Aþenu og sótt Öcalan. Þaðan hafi honum verið ekið á flug- völl þaðan sem honum var flogið víðs vegai- um Evrópu í örvæntingarfullri tilraun til að fínna honum hæli. Eftir að hafa verið neitað um lendingar- leyfi í Hollandi og Hvíta-Rússlandi hafi flugvélinni verið snúið aftur til grísku eyjarinnar Korfú til að taka eldsneyti. Þaðan hafi verið haldið til Naíróbí í Kenýa þai- sem Öcalan var komið fyrir í gríska sendiráðinu. Þar hafi Öcalan dúsað í 12 daga á meðan grísk stjórnvöld hafi reynt árangurs- laust að semja við ýmis Afríkuríki um landvistarleyfi honum til handa. Pangalos sagði í gær að það sem hefði orðið Öcalan að falli var að hann hafi notað farsíma sinn óspart og hafi erlendar leyniþjónustur náð að rekja símtölin. Sérsveitarmenn handtaka Öcalan Samkvæmt heimildannönnum Lundúnablaðsins The Times var handtaka Öcalans afrakstur sam- vinnu sem fjöldi leyniþjónustuaðila hafi komið að. Er talið að tyrknesk yfirvöld hafi getað leitað til leyni- þjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Israels (Mossad) um aðstoð við að finna Öcalan. Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa neitað þessum ásök- unum. Niðurstaðan varð hins vegar ótvíræður árangur tyrknesku sér- sveitarinnar sem rændi Kúrdaleið- toganum fyrir framan nefið á kenýskum yfirvöldum og grískum erindrekum. Samkvæmt frétt blaðsins beið sér- sveit sex dulbúinna tyrkneskra her- manna í bifreið eftir því að bílalest fylgdarsveitar Öcalans flytti hann frá gríska sendiráðinu í Naíróbí að al- þjóðaflugvellinum í útjaðri borgarinn- ar. Er bílalestin keyrði hjá hafi sér- sveitarmennimir króað bifreið Öcal- ans af, ráðist inn í bílinn, handjámað Öcalan og ekið með ofsahraða að flug- vellinum, þaðan sem þota flutti hann til Tyrklands. Hafi aðgerðin einungis tekið nokkrar mínútur. Heimildarmenn The Times sögðu að allur undirbúningur handtökunn- ar hlyti að hafa hafist um leið og Öcalan og fjórir félagar hans lentu í Kenýa. A flugvellinum hafi Öcalan ekki þurft að fara í gegnum venju- bundna vegabréfsskoðun og að gríski sendihemann í Kenýa hafi tek- ið á móti honum. Að auki hafi Öcalan verið með í fórum sínum falsað kýp- verskt vegabréf ef til vandræða hefði komið á flugvellinum. Hélt hann væri á leið til Hollands Þrátt fyrir að kenýsk stjórnvöld hafi neitað því að vita um ferð Öcal- ans til Naíróbí, var bandarískum og ísraelskum stjómvöldum fullkunn- ugt um dvöl hans þar, að sögn The Times. Bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi náð að rekja samtöl Öcal- ans við lögmann sinn og kenýsk yfir- völd, með aðstoð gervihnatta. Þegar hinni annáluðu tyrknesku leyniþjónustu, MIT, hafi verið gert viðvart var aðgerðinni leynilegu hleypt af stokkunum. Sérsveitar- mönnum ásamt flugmanni og lækni var komið um borð í einkaþotu sem fengin hafði verið að láni hjá Cavit Caglar, tyrkneskum kaupsýslu- manni og fyrram ráðherra, án vit- Reuters ABDULLAH Öcalan handjárn- aður og með bundið fyrir augu á tyrknesku fangelsiseyjunni Imrali. neskju hans um raunverulegan tO- gang ferðarinnar. Þotunni var flogið frá Tyrklandi til Úganda sl. laugar- dag og sérsveitin beðin um að bíða átektar uns færi gæfist til að hand- taka Öcalan. Sú ákvörðun kenýskra öryggis- sveitarmanna og grískra embættis- manna um að Öcalan yfirgæfi Kenýa á mánudagskvöld hefur ýtt undir gransemdir um að grísk eða kenýsk stjómvöld hafi vitað að handtaka Kúrdans væri yfirvofandi. Hvað sem því líður virðist Öcalan hafa verið í góðri trú um að hann væri á leið til Hollands, þangað sem hann hélt að ferðinni væri heitið, er hann ók hinn stutta spöl frá sendiráðinu að flug- vellinum. Urskurður hæsta- réttar Pakistans Áfall fyrir stjórnina Islamabad. Reuters. HÆSTIRÉTTUR Pakistans úr- skurðaði á miðvikudag að umdeildir herdómstólar, sem Nawaz Sharif, forsætisráðherra landsins,' setti á laggirnar til að stemma stigu við vaxandi ólgu og ofbeldisverkum í hafnarborginni Karachi, brytu í bága við stjórnarskrá Pakistans. Dómurinn er sagður vera verulegt áfall íyrir ríkisstjórn landsins. Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar lýsti úrskurðinum sem „stóra stökki í þá átt að styrkja réttarríkið og lýðræði í Pakistan." Mannréttindasamtök í Pakistan hafa einnig fagnað niðurstöðunni sem þau segja vera sigur fyrir stjómarskrá landsins. Heméttirnir, sem komið var á laggirnar fyrir tæpum 3 mánuðum, hafa þegar dæmt á annan tug manna til dauða. Dómar þessir hafa, samkvæmt úrskurðinum, verið aft- urkallaðir og sendir til annarra dómstiga. Tveir menn voru teknir af lífi vegna dóma herréttanna. Gagnrýni á þá komst í hámæli í jan- úar þegar 13 ára drengur var dæmdur til dauða vegna morðs. Chaudry Farooq hershöfðingi, ríkissaksóknari Pakistans, sagði að ríkisstjóm landsins myndi taka mál- ið fyrir á fundi og ákveða hvort hún bæði hæstarétt að endurskoða nið- urstöðuna. Úrskurðum hæstaréttar Pakistans er ekki hægt að áfrýja en biðja má dómara um að endurskoða afstöðu sína í einstökum málum. BlöiiduíiBrtSBki Moraterm sígild og stílhrein. Með Moraterm er alltaf kjörhiti í sturtunni og öryggi og þægindi í fyrirrúmi. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: , — Smiðjuvegi 11, Kópavogi TÍilGltM Sími564 1088,fa*564 1083 íæst í byggingavöruverslunum m land allt. Þýzkur sjóður fyrir fórnarlömb nazista Bonn. Reuters. TÓLF þýzk stórfyrirtæki hafa samþykkt að greiða fólki bætur, sem þvingað var til vinnu í Þýzkalandi á dögum síðari heimsstyrjaldar eða varð á ann- an hátt að þola raunir af völdum nazistastjómarinnar. A vegum fyrirtækjanna verður settur á stofn veglegur sjóður, sem gyð- ingasamtök og ýmsir umbjóð- endur lögmanna í Bandaríkjun- um geta leitað í, en þessir aðilar hafa lagt fram skaðabótakröfur á hendur fyrirtækjum og stjóm- völdum í Þýzkalandi að andvirði milljarða króna. í kjölfar þessarar ákvörðunar féllu stjómvöld í New York- borg frá hótun um að hindra fyrirhuguð kaup Deutsche Bank, stærsta banka Þýzka- lands, á Bankers Trust, einum stærsta fjárfestingarbanka Bandaríkjanna. I kjölfar þess rauk verð hlutabréfa í Deutsche Bank AG upp um fimm pró- sentustig. Heimsráð gyðinga, WJC, fagnaði þessari niðurstöðu og tilkynnti að samtökin myndu nú snúa sér að frönskum bönkum og stjórnvöldum vegna skaða- bótakrafna í tengslum við hel- fiírina á hendur gyðingum. 30 ára reynsla Einangrimargler Lán vegna berkla í Rússlandi Moskvu. Reuters. RÁÐHERRA heilbrigðismála í Rússlandi hafur farið þess á leit við Alþjóðabankann að hann veiti Rússum lán svo að þeir geti betur hamlað gegn útbreiðslu berkla í landinu. „Tíðni smits óx um 7% árið 1998,“ sagði ráðherrann, Vladimir Starodubov, í útvarpsviðtali og bætti því við að 100.000 manns hefðu smitast af berklum á tíu mánuðum, frá febmar til ársloka í fyrra. 83 af hverjum hundrað þús- und Rússum bera berklasmit. „Viðræður standa yfir við Al- þjóðabankann um lán til þess að standa straum af kostnaði við að hefta útbreiðslu sjúkdómsins," sagði ráðherrann. ^ Reuters Sólmyrkvi í Ástralíu Á ÞESSARI mynd, sem tekin er á færðist yfir sólina og olli nærri al- tíma í fyrradag í Perth í Ástralíu, myrkva hennar. Smellt var af á 20 sést hvernig skuggi tunglsins mínútna fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.