Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 21 VIÐSKIPTI Seðlabanki Islands lýsir yfír áhyggjum af mikilLi aukningu í útlánum íslenskra lánastofnana Einkenni aðvífandi fjármálakreppu ? SEÐLABANKI íslands lýsir áhyggjum af mikilli aukningu í út- lánum bankanna á síðasta ári. Pessi vöxtur útlána sé áhættusamur þar sem hann leiði til áhættusamari út- lána. Eins er talin hætta á að vöxtur- inn leiði til eignaverðbólgu og auki á ójafnvægi í utanríkisviðskiptum. Þessi atriði geta verið upphafíð að fjármálakreppu, að því er kemur fram í janúai-hefti Hagtalna mánað- arins. Bráðabirgðatölur benda til að aukning útlána innlánsstofnana hafi verið 31,2% á árinu 1998, samanbor- ið við 12,7% aukningu árið 1997. Eins og á árinu 1997 var stærstur hluti aukningarinnar vegna endur- lánaðs erlends lánsfjár. „Reynsla annarra landa er víti til varnaðar. Erfiðleikamir í fjármála- kerfum nokkurra Norðurlanda í upphafí þessa áratugar voru í kjöl- far þess að saman fóru efnahags- þensla og frjálsir fjármagnsmark- aðir án hafta á viðskipti með erlend- an gjaldeyri," að því er fram kemur í Hagtölum mánaðarins. Einkenni aðdraganda fjár- málakreppu er gjaman mikil aukn- ing útlána á skömmum tíma, sem leiðir til þess að hlutfall útlána af landsframleiðslu eykst, ásamt auk- inni notkun á erlendu lánsfé sem kann að spenna eignaverð upp fyrir eðlileg mörk, en slíkt getur leitt til ótryggari útlána lánastofnana en ella. „Tiltæk talnagögn sýna ekki enn það mikla hækkun fasteignaverðs að umtalsverðum áhyggjum valdi. Við sjáum hins vegar að fasteigna- verð er byrjað að taka við sér,“ seg- ir Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Islands. Margt getur sett af stað þróun sem leiðir til fjármálakreppu, en ævinlega er um að ræða að mark- aðsaðilar endurmeta fyrirvaralítið horfur á hagvexti eða ákveða að gengi gjaldmiðilsins eða eignaverð innanlands séu óraunhæf. Aðspurður segir Már að Seðla- bankinn beiti peningalegu aðhaldi til að hafa hemil á þróuninni, en hafí einnig komið almennum viðvörun- um á framfæri við bankakerfið. „Við höfum fært þetta í tal við bankana og brýnt það fyrir þeim að fara var- lega,“ segir Már. „Við erum þó meira þama að vísa til þess sem gæti gerst í framhaldinu, og reynslu annarra af mikilli útlána- aukningu. Sem betur fer eru óræk einkenni bankakreppu ekki enn kom- in fram,“ segir Már Guðmundsson. Breyttar lánareglur Lífeyrissjóðs sjómanna Vaxtalækk- un og hærri hámarkslán STJÓRN Lífeyrissjóðs sjómanna ákvað í fyrradag að lækka vexti af nýjum og eldri lánum til sjóðfélaga úr 6% í 5,5% frá og með þeim degi, og jafnframt var ákveðið að hækka hámarkslán úr 2 milljónum króna í 4 milljónir. Að sögn Arna Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, voru þessar breyt- ingar gerðar til að fylgja þeirri þróun sem verið hefur undanfarið hjá öðrum lífeyrissjóðum og lána- stofnunum. „Við teljum eðlilegt að sjóðfélag- ar hér hafi sama rétt og félagar í öðrum lífeyrissjóðum," sagði Ami. Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna ákvað einnig að stytta þann tíma sem það tekur fyrir sjóðfélaga að ávinna sér réttindi til hámarksláns og verður hann nú um 3 ár. Aður unnu sjóðfélagar sér rétt til há- marksláns í tveimur þrepum og gat það tekið allt að fimm og hálfu ári. Þá hefur hámarkslánstíminn verið lengdur í 30 ár í stað 20 ára áður, en veðreglur verða óbreyttar og miðast þær við 65% af . fasteigna- mati. Þá er lántökugjald 1% eins og áður. --------------- ÍMARK * Islenski mark- aðsdagurinn ÍMARK - félag íslensks markaðs- fólks, mun í dag, föstudag, standa fyrir íslenska markaðsdeginum. Fjallað verður um leiðir til árang- ursríkari samskipta auglýsenda og auglýsingastofa. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir athyglisverð- ustu auglýsingar ársins 1998. Ráðstefnan verður haldin í sal 2 í Háskólabíói. Að þessu tilefni mun ÍMARK fá hingað til lands Lars Kruse Thomson markaðsstjóra Hou- se of Prince, stærsta dótturfyrii-tæk- is Scandinavisk Tobakskompani og Timo Suokko, framkvæmdastjóra viðskiptamála hjá SEK & GREY Advertising í Finnlandi, en hann hef- ur séð um markaðssetningu Nokia- síma í Evrópu. Niðurstöður könnunar um ís- lenska auglýsingamarkaðinn, sem Gallup vann fyrir ÍMARK og SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, um samskipti 300 stærstu aug- lýsendanna árið 1998 og auglýsinga- stofur þeirra verður einnig kynnt á Islenska markaðsdeginum. Þar koma m.a. fram svör um fjölmiðla- val, hvort megi búast við auknum fjái-útlátum hjá fyrirtækjum í aug- lýsingai- á þessu ári, hvort fyrirtæk- in séu ánægð með auglýsingastofu sína og hvað skipti máli þegar velja eigi auglýsingastofu. RAÐSTEFNA 23. febrúar 1999 A T M Sveigjanleiki, hraði og gæði í marsmánuði nk. mun Landssíminn opna nýja gagnaflutningsþjónustu sem byggir á ATM tækni. í tilefni þessara tímamóta boðar Landssíminn til ráðstefnu um ATM fjarskipti þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 13 -17. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík. Hægt verður að taka þátt í ráðstefnunni á Akureyri í húsi Háskólans að Glerárgötu 36 með hjálp ATM sambands milli Reykjavíkur og Akureyrar. Notaður verður fjarfundabúnaður sem þróaður hefur verið fyrir ATM samband. Fluttir verða fyrirlestrar um ATM tæknina, þa þjónustu sem hægt er að bjóða með ATM. verðlagningu þjónustunnar og reynslu nokkurra fyrirtækja sem hafa notað ATM í tilraunarekstri. RAÐSTEFNA UM ATM 23. febrúar 1999 DAGSKRÁ 13:00 Opnunarávarp frá Akureyri Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:10 Yfirlit yfir ATM tæknina Davíð Gunnarsson, verkfræðingur hjá Landssíma Islands hf. 13:35 The Benefits of ATM in the Business Environment - ATM Services FrédéricThépot, Fore Systems Inc. 14:25 Ouality of Service in Data Networks -IPvs.ATM Peter Feil, DeutscheTelekom Berkom 15:10 Kaffihlé 15:40 Nýting ATM og annarra háhraða fjarskipta frá sjónarhóli Flugleiða Öm Orrason, verkfræðingur hjá Flugleiðum hf. 16:00 Kostir háhraða fjarskipta fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni Bjarni Hjarðar, forstöðumaður rekstrardeildar Háskólans á Akureyrí 16:15 Hagkværrmi ATM fjarskipta Sævar Freyr Þráinsson, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu Landssímans 16:35 Fyrirspurnir og umræður 17:00 Léttai veitingar Ráðstefnustjori verður ÞórarinnV. Þórannsson, stjórnarformaður Landssímans. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. Skráning fer fram 1 síma 550 7700 eða með tölvupósti til atm@simi.is, eígi siðai en á hádegi mánudagsins 22. febrúar. www.simi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.