Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Urskurður í máli Vífílfells gegn Framsóknarflokki og Framkvæmdasjdði Hæstiréttur hafnar endurkröfurétti HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði í gær í tveimur áfrýjunarmálum Vífilfells ehf. gegn Framsókn- arflokknum annars vegar og Framkvæmdasjóði hins vegar. í báðum tilvikum staðfesti Hæsti- réttur úrskurði héraðsdóms og hafnaði endur- kröfurétti Vífilfells á hendur nefndra aðila. Tildrög málsins eru þau að Vífilfell ehf. keypti árið 1988 eignalaus félög í eigu ofan- greindra aðila í þeim tilgangi að nýta uppsafnað tap þeirra móti hagnaði við álagningu skatta. Um er að ræða annars vegar hlutafélagið Farg hf. sem Framsóknarfiokkurinn átti og hafði áð- ur heitið Nútíminn hf., og gaf út dagblaðið NT. Hins vegar var félagið Gamli-Alafoss sem var í eigu Framkvæmdasjóðs. Vífilfell greiddi ekkert fyrir félögin en yfirtók skuldir þeirra, tæpar 23 milljónir Fargs og rúmar 30 milljónir Gamla-Álafoss. Skattyfir- völd höfnuðu því að taka tillit til sameiningar Vífilfells og umræddra félaga við álagningu skatta og var réttmæti þeirrar ákvörðunar staðfest með dómi. Reis ágreiningur um hvort kaupandi gæti rift samningnum vegna þessa. I samningi kvað á um að frádráttur væri forsenda I samningi aðila var kveðið á um að það væri forsenda kaupenda fyrir kaupunum að skatta- legur frádráttur vegna taps nýttist þeim og að ef þetta skattalega hagræði nýttist ekki vegna breytinga á skattareglum skyldu seljendur endurgreiða kaupendum kaupverðið. Lá fyrir að þetta ákvæði var upphaflega runnið frá kaupendum og var nánast orðrétt tekið upp úr samningi um kaup þeirra á öðru fyrirtæki í sama tilgangi. Að tillögu lögmanns seljenda þess fyrirtækis hafði orðalaginu verið breytt í það horf að fyrirvarinn var takmarkaður við þau atvik að breytingar yrðu á skattareglum. Dómurinn álítur að áhættunni hafí verið skipt og að kaupendur hafi sjálfir tekið á sig áhættuna á því að framkvæmdin stæðist gild- andi lög og lagaframkvæmd. Kaupendurnir hafi sætt sig við að endurgreiðslufyrirvarinn væri takmarkaður með ofangreindum hætti og ættu þeir því ekki kröfu á seljendurna, enda væru ákvarðanir skattyfirvalda ekki byggðar á skattareglum og skattaframkvæmd. Mótmælaaðgerðir gegn kvótakerfínu Hvetja Vestfirðinga til að fjölmenna í róðnr Morgunblaðið/Halldór Sveœbjörnsson PETUR Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson eru efstir á lista tólf- menninganna sem hvetja Vestfirðinga til að fjölmenna í róður. TÓLF manns, víða að af Vest- fjörðum, hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skor- að er á Vestfirðinga að tjöl- menna í róður í fyrstu viku maí- mánaðar til að veiða sér í soðið og nýta sér þannig heimild í lögum um stjórn fiskveiða til veiða með handfærum til eigin neyslu. Tilgangurinn með róðrinum er, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningunni, að hin mikla fískigengd sem verið hefur við Vestfírði nýtist íbúunum og að vekja athygli á því ranglæti sem kvótakerfið valdi strandbyggðunum „sem fá ekki að nýta sjálfbærar auð- lindir við húsdyr sínar á sama tíma og ýmsar aðrar auðlindir landsmanna eru nýttar af ein- staklingum, sveitarfélögum eða landshlutum, þeim sjálfum til hagsbóta." Tólfmenningarn- ir telja að kvótakerfið muni í náinni framtíð valda auðn á landsbyggðinni verði ekki gerðar á því grundvallarbreyt- ingar. Þeir segjast vilja heíja bar- áttuna innan ramma laganna en segjast munu sækja „frum- byggjaré1t“ sinn með öllum til- tækum ráðum ef ekki verði tek- ið tillit til sjónarmiða þeirra. Hvatt er til þess að menn hafí samstarf um að verka aflann, hvort sem er til að frysta hann, salta eða herða. Æðarfugl leitar vars ÆÐARFUGL leitaði vars í Reykjavíkurhöfn seinnipartinn í gærdag, en svo mikilfengleg var sú sjón þegar fuglinn streymdi inn meðfram hafnar- garðinum að staðkunnugir menn sögðust aldrei hafa séð slíka sjón og höfðu á orði að svo virtist sem fuglinn hefði vit- neskju umfram mennina um rysjótta tíð. Samið um smíði skips fyrir millj- arð í Chile SKÖMMU fyrir miðnætti í gær- kvöldi var skrifað undir samning um að skipasmíðastöðin Asmar í Chile smíði nóta- og flottrollsskip fyrir Gjögur hf. og er kaupverðið um milljarður króna. Fengur ehf. og norska fyrirtækið Ulstein Nord- vesteonsult hönnuðu skipið sem verður afhent um mitt næsta ár, en smíðatími er áætlaður um 12 til 15 mánuðir. „Við höfum verið lengi í útgerð og skipakaupin tilheyra því,“ sagði Guðmundur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Gjögurs, við Morg- unblaðið í gærkvöldi, spurður um ákvörðunina. Hann vildi ekki stað- festa kaupverðið „en ætli þetta séu ekki um 950 milljónir króna“. Hann sagði að verð væri hagstætt í Chile og skipasmíðastöðin hefði gott orð á sér en þetta er sama fyr- irtæki og Hafrannsóknastofnun hefur samið við sem og Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi og Hug- inn í Vestmannaeyjum. Umrætt skip verður 70,20 metr- ar að lengd og 14,40 metrar að breidd en að sögn Guðmundar verðm- það meðal annars gert út á loðnu, sfld og kolmunna. m Á FÖSTUDÖGUM Irf Er Kristinn Björnsson not- aður í tilraunaverkefni?/C3 •••••••••••••••••••••••••••• Norska liðið Brann í fjárhagsvandræðum/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.