Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 13 FRÉTTIR Boðið upp á gistingu í gamla kirkjuhúsinu á Stöðvarfírði Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson BIRGIR Albertsson trillusjómaður hefur ásamt meðeigendum sínum breytt gömlu kirkjunni á Stöðvarfirði í gistihús. Með Birgi á myndinni er sonur hans, Sindri Brynjar. ALTARI og prédikunarstólí eru enn í kirkjunni ásamt hluta af kirkju- bekkjunum þótt hún hafi nú fengið nýtt hlutverk og hafi verið breytt í gistihús. Sofíð á kórloft- inu - spj allað úr stólnum Ferðafólk sem leið á um Austfirði getur fengið gistingu í 120 ára gamalli kirkju á Stöðvarfirði, notið lífsins í rólegu og fallegu umhverfi, sofíð á kórloftinu eða á kirkjubekkjum, spjallað við gesti úr prédikunarstólnum og tyllt kaffikrúsinni á altarið. Helgi Bjarnason kynnti sér nýjung í ferðaþjónustu. GAMLA kirkjan á Stöðvarfirði var afhelguð um það leyti sem ný kirkja var vfgð árið 1991. Síðan hefur hún verið að grotna niður, enda hefur söfnuðurinn ekki efni á að reka tvö kirkjuhús. „Eg var bú- inn að hafa augastað á henni lengi,“ sagði Birgir Albertsson trillusjómaður á Stöðvarfirði, einn af núverandi eigendum hússins, þegar blaðamenn hittu hann í gömlu kirkjunni. Kunningjafólk hans sýndi því áhuga að eignast húsið fyrir sumarbústað en Birgi fannst það ekki nóg not fyrir kirkjuna og drifu þau í því að kaupa húsið saman. Kirkjuhúsið hefur nú fengið nýtt hlutverk. Birgir og Ingibjörg Ey- þórsdóttir kona hans hyggjast reka ferðaþjónustu en meðeigend- ur þeirra, Jón Karl Helgason, Fríða Jónsdóttir og Þórir Jónsson, munu nota húsið sem sumarbú- stað. Fríða og Þórir eru börn syst- ur Ingibjargar. Þau hafa þegar sofið í kirkjunni og segja að þar sé góður andi. Enn hefur ekki verið seld gisting en byijað verður á því á næstu vikum eða mánuðum. Prédikunarstóll og altari Eftir að kaupin voru gerð hafa nýju eigendurnir unnið að endur- bótum á kirkjuhúsinu. Sett hefur verið upp eldhúsinnrétting og snyrting með baði. Þurfti að taka burtu nokkra kirkjubekki til að koma innréttingunum fyrir. Ekki eru rúm í gistihúsinu heldur er gert ráð fyrir svefnpokagistingu á kórloftinu. Einnig er hægt að sofa á gólfinu niðri. Sex geta gist í einu. Birgir segir að til athugunar hafi komið að færa saman kirkju- bekki og útbúa rúm úr þeim en bekkirnir reynst of valtir. Eftir er að setja tvo neyðarútganga á hús- ið, að kröfu yfirvalda brunamála, og að því búnu verður húsið tilbúið til notkunar sem gististaður. Safnaðarstjórnin tók altaristöflu sem sýnir krossfestinguna, skírn- arsá eftir Ríkarð Jónsson mynd- höggvara og fleiri muni úr kirkj- unni til notkunar í þeirri nýju. Annað er óhreyft, eins og kirkju- bekkir, prédikunarstóll og altari. Við breytingarnar var rifinn upp gólflisti og aftan á honum var vísa: Vilt þú náðurs lina lín, leyfa það án biðai’. Tveggja blaða bók í þín barns getnað að skrifa. Vísan er skrifuð af Erlendi á Bóli og telur Birgir að hún sé frá árinu 1925 þegar kirkjan var flutt frá Stöð á núverandi stað. Birgir segist ekki hafa áttað sig á merk- ingu vísunnar fyrr en honum var bent á að höfundur væri að sjálf- sögðu að biðja stúlkuna að sofa hjá sér. Þessi vfsuósómi hefur því væntanlega verið falinn í kirkjunni í 70 ár. Gamla kirkjan stendur hátt í brekku, á fallegum stað, og þaðan er gott útsýni. Landssiminn óskaði eindregið eftir því að fá að setja á kirkjuna loftnet fyrir GSM- og NMT-símakerfin og urðu eigend- urnir við því. Til þess að það væri hægt varð að taka niður krossinn. I staðinn setti Birgir kúlu ofan á kirkjuturninn, í líkingu við það sem var á kirkjunni í gamla daga, áður en krossinn var settur upp. Þykir sérstakt Gamla kirkjan verður leigð hveijum sem þar vill gista í lengri eða skemmri tíma. Birgir er ekki í vafa um að gestum muni líða vel. Húsið stendur skammt utan við steinasafn Petru Sveinsdóttur en þangað koma um 15 þúsund manns á hveiju sumri. Ganga sumir gest- ir hennar upp að gömlu kirkjunni og halda að hún sé kirkja staðar- ins. Telur Birgir því rétt að koma upp góðu skilti um sögu hússins og notkun þess nú og segir að það yrði góð auglýsing fyrir starfsem- ina. Hann hefur hug á að bjóða ferðafólki upp á siglingar á bát sfnum og til veiða. Fólkið geti síð- an grillað þorsk uppi í kirkju. Birgir telur að það hljóti að gefa góða möguleika til kynningar að bjóða gistingu í kirkju. Fólki þyki það vafalaust sérstakt. Hann segist hins vegar vera heldur seinn við að koma þessum möguleika á framfæri við ferðaskrifstofumar, þær séu búnar að bóka gistingu fyrir næsta sumar. Þess í stað ætl- ar hann að kynna kirkjuna sem sumarhús og nýta lausaumferðina. Það er ekki alveg nýtt í Islands- sögunni að gist sé í kirkjum, svo ekki sé minnst á þá sem legið hafa þar á börum af öðru tilefni. I gömlu Stöðvarkirkju hangir uppi gömul ljósmynd sem sýnir ferða- fólk í flatsæng í kirkju og fram kemur í texta að algengt sé að út- lendingar gisti í kirkjum á ferðum sínum um landið. Sóknarbömin sátt Sóknarpresturinn, séra Gunn- laugur Stefánsson í Heydölum, tel- ur að sóknarbörnin séu almennt sátt við þessi nýju not kirkjunnar enda ríki gagnkvæmt traust á milli þeirra og nýju eigendanna um að virðuleiki hins gamla kirkjuhúss verði virtur eins og frekast er kostur. Sjálfur segist hann ánægð- ur með að húsið nýtist til annarrar starfsemi í stað þess að grotna nið- ur og eyðileggjast. Gamla kirkjan á Stöðvarfirði var upphaflega byggð á kirkju- staðnum Stöð í Stöðvarfirði árið 1879 en rifin og endurreist í kaup- túninu á Stöðvarfirði um 1925. Húsið er því að stofni til 120 ára gamalt. Lögregla um röstur á nemendadansleik Þarf að ræða vandann LÖGREGLAN telur ástæðu til að lögregluyfirvöld, nemendafélög og skólayfirvöld hafi samráð um að skerpa á reglum um nemenda- skemmtanir í kjölfar rósta og ölv- unar sem urðu á nemendadansleik á skemmtistaðnum Broadway sl. þriðjudag. Gunnleifur Kjartansson lög- reglufulltrúi segir að það kastist oft í kekki hjá nemendum á skemmtunum en hann kvaðst ekki muna eftir sambærilegu tilviki síð- ustu árin og sl. þriðjudagskvöld. „Þarna virðist allt hafa farið úr böndunum hvað varðar lögbrot eins og hugsanlega fíkniefnaneyslu og ölvun. Það þarf að vekja upp umræðu um hvað er að gerast í skólunum. Það er full ástæða til að koma skikki á þessi mál. Ég held að allir sem koma að þessum mál- um geti verið sammála um það en það er útfærsluatriði hvað er væn- legast í stöðunni. Að mínu mati þurfa menn að setjast niður og ræða vandann," segir Gunnleifur. -------------- Frjálslyndi flokkurinn Lífeyrissjóði sjómanna verði úthlut- að þorski MIÐSTJÓRN Frjálslynda flokks- ins hefur lagt til við sjávarútvegs- nefnd Aiþingis að Lífeyrissjóði sjó- manna verði úthlutað 10.000 tonn- um af þorski í tvö ár til að rétta við fjárhag sjóðsins. I greinargerð frá flokknum segir að vegna þrenginga Lífeyrissjóðs sjómanna hafi forsjármenn hans neyðst til að skerða greiðslur til líf- eyrisþega um 12% og að við það verði ekki unað. I greinargerðinni segir ennfrem- ur: „Meðan sú skipan er við lýði að úthluta þjóðareigninni ókeypis, til örfárra útgerðarmanna að stærst- um hluta, virðist einsýnt að sjó- mennirnir sjálfir njóti í einhverju þeirra uppgripa." Sjálfstæðiskonur á Vestfjörðum óánægðar Krefjast breyt- inga á listanum ÓÁNÆGJU gætir meðal sjálf- stæðiskvenna á Vestfjörðum með tillögu uppstillingarnefndar flokksins, en tillagan gerir ráð fyrir að engin kona verði í fjór- um efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu. Áslaug Jóh. Jens- dóttir, sem sæti á í stjórnum Sjálfstæðiskvennafélags Isa- íj'arðar og Sjálfstæðisfélags Isafjarðar, segir að verði ekki komið til móts við þessa óá- nægju muni konur leggja fram tillögu um breytingar á listan- um á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum, sem haldinn verður um næstu helgi. Áslaug segir að sjálfstæðis- konur sætti sig ekki við tillögu uppstillingamefndar. Það sé óverjandi að konum skuli ekki ætlað að hafa meiri áhrif á stöðu þjóðmála en þessi uppstilling gefi til kynna. Hún segir að þeim skilaboðum hafi verið komið til uppstillingarnefndar að tvær konur væru tilbúnar til að taka sæti ofarlega á listan- um. Þessu hafí nefndin í engu sinnt. Áslaug segir að ef uppstilling- arnefnd taki ekki mið af þessari óánægju sjálfstæðiskvenna verði lögð fram tillaga á fundi kjördæmisráðs um breytta upp- stillingu á listanum. Hún segir að verið sé að undirbúa slika til- lögu. Sjálfstæðiskonur á Vestfjörðum vilja aukna áherslu á konur — Overjandi að konum séu ekki ætluð meiri áhrif ÁSLAUG Jóh. Jensdóttir og Þór- laug Ásgeirsdóttir, sjálfstæðiskonur á Vestfjörðum, hafa sent Morgun- blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu, sem þær undimita „fyrir hönd óánægðra sjálfstæðiskvenna á Vestfjörðum“: „Um síðustu helgi kom fram í fjölmiðlum að kjörnefnd flokksins á Vestfjörðum hefði lokið störfum fyrir kjördæmisþing flokksins sem vera á um næstu helgi. Kom þar fram að hún gerði það að tillögu sinni að í íyrstu fjórum sætum list- ans sætu aðeins karlar. Sjálfstæðis- flokkurinn á nú tvo þingmenn og tvo varaþingmenn. Miðað við það er engri konu ætlað að skipa áhrifasæti í komandi kosningum. Það er ljóst að sjálfstæðiskonur munu ekki sætta sig við framboðið ef þetta verður raunin. Það er óverjandi að konum sé ekki ætlað að hafa meiri áhrif á stöðu þjóðmála en þessi uppstilling gefur til kynna. Það er ótrúlegt miðað við þann tíð- aranda sem nú ríkir í dag um að konur skuli taka þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins að nið- urstaða uppstillingarnefndar skuli vera á þessa leið. Er verið að segja vestfirskum konum að ekki séu „hæfar“ konur úr þeirra röðum til að taka sæti á lista flokksins í kom- andi kosningum þegar aðeins hafa fundist „hæfir" karlar á listann. Ýmislegt athugavert við störf kjömefndar Það er hugsanlegt.að skýra megi þessar niðurstöður kjörnefndar þannig að hún var aðeins skipuð körlum. Reyndar átti ein kona sæti í nefndinni en svo virðist sem hún hafi „gleymst" er boðað var á fundi kjörnefndar. Einnig virðist gleymska eitthvað hafa hrjáð for- mann nefndarinnar því það var ekki fyrr en undir lok síðasta fundar kjörnefndar að hann sagði frá því að tvö framboð kvenna hefðu borist og reyndar ekki fyrr en einn fulltrúi nefndarinnar spurðist fyrir um „kvennamál“ listans. Sjálfstæðisflokkurinn þarf bæði á konum og körlum að halda til þeirra margvíslegu starfa sem vinna þarf á næstu misserum til að efla byggð á Vestfjörðum. Sjálfstæðiskonur á Vestfjörðum munu ekki láta bjóða sér að áhrif kvenna verði fyrir borð borin með þessum hætti. Við skor- um á félaga okkar sem eru fulltrúar á kjördæmisþingi um næstu helgi að rétta hlut kvenna og sjá til þess að flokkurinn fái nýja og nútíma- legri ásýnd inn í nýja öld.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.