Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
Dýraglens
/IFHZEP7UFLJUG/Ð þ/Ð')
/Áre/A/GUM M/G
L/&LANG/1N U/)G/A/AS/ J
Smáfólk
QUICK, MARCIE, 5HE 5
CALLIN6 ON MEÍ6IMME THE
AN SU)ERHURRT,' HURRI'! HURRT /
YE5,MA‘AM..WELL/LET ME
THINK ABOUT IT..THISI5 ONE
OF TH05E PROBLEMS THAT
REQUIRE5 REALTHOU6HT...
Fljót, Magga, hún er að hlýða mér
yfir! Láttu mig fá svarið! Fljót!
Fljót! Fljót!
Já, kennari... ja, leyf mér að
hugsa mig um... þetta er eitt
þeirra vandamála sem krefjast
rækilegrar umhugsunar...
Sextán... SEXTÁN!!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Islensk
Frá Jóni B. Hólm:
NÚ ER enn eina ferðina verið að
undirbúa kosningar, það er nú fjör
og enn fyllast blöðin af stórkostleg-
um lofor.ðum þar sem stjörnum
prýtt stjómmálafólkið útlistar hug-
sjónir sínar og markmið til að gera
okkar ágæta land að því besta og
fullkomnasta sem til er.
Samfylkingarfólkið á eftir að
hamra á jafnréttinu og kærleikn-
um til þeirra sem minna mega sín
og Sjálfstæðisflokkurinn heldur
áfram að slá sér á brjóst með yfír-
lýsingum um góðæri og frábæra
hagstjórn, gott og blessað. Sverrir
Hermannsson og félagar eiga eftir
að úthýsa spillingunni (gott að geta
litið í eigin barm hahaha), og
græna framboðið, drifið áfram af
náttúruvitund, mun leiða okkur í
allan sannleik um málefni móður
náttúru. Síðan kemur Framsókn
(jamm, sá flokkur er til) og beinir
okkur öllum inn að miðju jafnvæg-
isins og síðan er eitthvert annað
framboð í gangi sem ég man ekki
alveg hvað heitir, eitthvað í takt við
sannleiksást og lýðræði. Lýðræðið
á íslandi er stórkostlegt sjónarspil
sem eflaust er hægt að semja
margar góðar ritgerðir um, en það
er annað mál.
Mér fínnst pólitíkin á landinu
svo mikill brandari að maður
hreinlega þarf prozac til að komast
í gegnum eins og eitt stykki frétta-
þátt, hugsjónamenn eru ekki til
pólitík
héma og stjórnmálafólk sem blæs í
herlúðra af einhverjum duldum
hvötum og hvetur til samstöðu af
einhverju tagi minnir mig helst á
beljur á ofskynjunarefnum þar
sem raunveruleikinn hjá þessu
fólki er einhvers staðar í felum bak
við flokksfánana.
Síðan eftir kosningar eru öll lof-
orðin gleymd og grafín og þing-
menn komnir í fullt starf við að
hygla sér og sínum þegar þeir
nenna að mæta á þingið þ.e.a.s. og
síðan hefst barátta ríkisstjórnar og
andstöðu um hin ýmsu mál, allt er
þetta stórkostlegt leikspil þar sem
lög og reglugerðir eru til þess fallin
að þjóna hagsmunum þeima sem
mest eiga inni hjá viðkomandi vald-
höfum, síðan kemur þjóðarsátt hin
nýja, eitt og eitt verkfall og nokkr-
ar „hatrammar" deilur.
Það er hægt að verða hrikalega
reiður af að fylgjast með íslenskum
valdhöfum og þeirri egó-bragð-
bættu spillingarsúpu sem þetta lið
svamlar í, en eins og einn gamall
og vitur maður sagði þá eru Islend-
ingar upp til hópa gamlar og vitrar
sálir, nokkrar ungar slæðast þó
með og enda þær allar á þingi.
Maður skammar ekki börn í
sandkassa, maður leiðbeinir þeim
og hlær að vitleysunni.
JÓN B. HÓLM,
Miðstræti 8a, Reykjavík.
Flug’virkj anám
í Calgary, Kanada
Frá Gísla Harðarsyni:
í CALGARY er tækniskólinn SAIT
(Southern Alberta Institute of
Technology). Hann býður meðal
annars upp á flugvirkjanám og er
viðurkenndur og vel metinn á al-
þjóðlegum vettvangi. íslendingar
hafa sótt nám í flugradíóvirkjun og
annað tækninám í SAIT en þó í litl-
um mæli, _ þar sem hann er lítt
þekktur á íslandi. Áhugi fyrir hvers
konar tækninámi hefur aukist og
eru menn óhræddir við að fara
ótroðnar slóðir. I dag er ég undimt-
aður í flugvirkjanámi og munu tveir
Islendingar í viðbót hefja sama nám
í haust.
Calgary í Albertafylki er atorku-
söm og spennandi borg með um
800.000 íbúum, staðsett 192 km
norður af kanadísku/bandarísku
landamærunum. Calgary er mjög
fjölskylduvæn borg, þar sem ekki er
mikið um glæpi. Hér er fólk alls
staðar að úr heiminum en rekja þó
flestir ættir sínar til Evrópu. Dag-
heimili og skólar fyrir börn eru
mjög góð. Húsaleigumarkaðurinn
er ágætur og er allt húsnæði sem í
boði er mjög hreinlegt og leigan
sanngjörn. Calgary er staðsett við
rætur hinna stórfenglegu kanadísku
Klettafjalla og njótum við þess að
sjá þennan stórkostlega fjallahring,
sem er eitt af eftirsóttustu skíða-
svæðum í Kanada. Sumrin eru mild
og veturnir frekar kaldir, en hnúka-
þeyrinn hlýjar okkur jafnt og þétt
yfir háveturinn, og breytist hitastig-
ið oft frá -25 til +10 stiga hita á
nokkrum klukkustundum, en það
vorar snemma með mildu sumri í
kjölfarið.
I Calgary höfum við okkar eigið
litla samfélag Islendinga, og er það
mjög notalegt að geta leitað til ann-
arra og tilheyrt góðum kunningja-
hópi, t.d. til að halda uppá hátíðis-
dagana saman.
Calgary er ein helsta borgin í ol-
íu- og gasiðnaði og einnig mikilvæg
miðstöð fyrir verkfræðinga. I raun
hefur Calgary að geyma fleiri höf-
uðstöðvar fyrirtækja en allar aðrar
borgir í Kanada fyrir utan Toronto.
Hér er gott að vera og mæli ég
undirritaður með SAIT fyrir þá
sem hafa hug á að sækja flug-
virkjanám eða hvers konar tækni-
nám, en hægt er að ná í mig f síma
(403) 257-2341.
GÍSLI HARÐARSON, 29 Inverness
Drive SE Calgary, Alberta T2Z 3E5
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.