Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR19. FEBRÚAR1999 45 ^ \ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg GRÍSKI dansinn „Param para“ stiginn á fjölum íþróttasalarins í Austurbergi. Sýnendur voru liópar frá 4 félagsmiðstöðvum; í Garðabæ, Gjá- bakka og Gullsmára í Kópavogi og hópur frá Furugerði 1 í Reykjavík. Allir hóparnir eru undir stjórn Margrétar Bjamadóttur. Íþróttahátíð á ári aldraðra FELAG áhugamanna um íþróttir aldraðra, sem stofnað var 1985, stóð fyrir árlegum íþróttadegi í fyrradag. Hefð hefur komist á að halda hátíðina á öskudag en að þessu sinni nefndist hún „fþrótta- hátíð á degi aldraðra". Að sögn Guðrúnar Nielsen, formanns fé- lagsins, tóku að þessu sinni 12 hópar frá félagsmiðstöðvum á Stór-Reykjavíkursvæðinu þátt í hátíðahöldunum, eða um 300 manns. Guðrún telur að annað eins hafi verið af áhorfenduin sem skemmt hafi sér prýðilega. „Þetta var stórkostlegur dagur,“ segir Guðrún. Tilfærslur ákveðnar í utanríkisþj ónustunni UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjón- ustunni. Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri tekur við embætti sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn 15. apríl nk. Hann verður jafnframt sendi- herra gagnvart Litháen, Tyi-klandi og Bosníu og Hersegóvínu. Helgi var skipaður sendiherra í utanríkis- þjónustunni árið 1987. Hann var sendiherra í London árin 1989 til 1995 og ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins frá árinu 1995. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Islands í París, tekur við embætti ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins 8. mars nk. Sverrir var skipaðm- sendiherra ár- ið 1985 þegar hann tók við embætti skrifstofustj óra varnai-málaskrif- stofu. Hann var skipaður fastafull- trúi íslands hjá EFTA í Genf árið 1987, skrifstofustjóri viðskipta- skrifstofu árið 1989, fastafulltrúi ís- lands hjá NATO í Brussel árið 1990, fastafulltrúi íslands hjá Vest- ur-Evrópusambandinu árið 1993 og hefur verið sendiherra í París frá árinu 1994. Róbert Trausti Ái-nason, sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn, tekur við starfi forsetaritara. Kornelíus Sigmundsson forseta- ritari tekur við embætti sendiherra íslands í Helsinki 1. apríl nk. Hann verður jafnframt sendiherra gagn- vart Eistlandi, Lettlandi og Ukra- ínu. Kornelíus var skipaður sendi- herra árið 1996 eftir að hann tók við embætti forsetaritara. Sigi’íður Ásdís SnævaiT prótókollstjóri tekur við embætti sendiherra Islands í París 1. apríl nk. Hún verður jafnframt fastafull- trúi íslands hjá OECD, FAO og UNESCO og sendiherra gagnvart Spáni, Portúgal, Ítalíu og Andorra. Sigríður var skipuð sendiheri’a árið 1991. Hún var sendiherra í Svíþjóð árin 1991 til 1996, en þá tók hún við embætti prótókollstjóra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra tekur við embætti sendi- herra íslands í London 15. júní nk. Hann verður jafnframt sendi- herra gagnvart Irlandi, Hollandi, Indlandi og Grikklandi. Þorsteinn var kosinn alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Suðurlands- kjördæmi 1983 og varð fjármála- ráðherra ásamt ráðherra Hag- stofu íslands 1985. Því starfi gegndi hann til 1987 er hann varð forsætisráðherra og gegndi þeim störfum til 1988. Árið 1991 varð Þorsteinn sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra og hefur gegnt þeim störfum síð- an. Benedikt Ásgeirsson, sendiheiTa íslands í London, tekur við emb- ætti skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu 15. api-íl nk. Benedikt var skipaður sendiheira árið 1994. Hann tók við embætti sendiherra íslands í London árið 1995. Þórður Ægir Óskarsson, skrif- stofustj óri varnai-málaskrifstofu, tekur við embætti fastafulltrúa ís- lands hjá ÖSE í Vín 1. mars nk. Hann var skipaður sendiherra um síðustu áramót. Kristinn F. Árnason, ski’ifstofu- stjóri viðskiptaskrifstofu, tók við embætti sendihen-a Islands í Ósló 15. janúar sl. Hann er jafnframt sendiherra gangvart Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi, Fyrrverandi sambandslýðveldi Júgóslavíu, Ma- kedóníu og Kýpur. Ki’istinn var skipaður sendiherra árið 1998. Stefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri almennrar skrif- stofu, var skipaður sendiherra í janúar 1999 og tók þá við embætti skrifstofustjóra viðskiptaskrif- stofu. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í FRÉTT af nýrri miðborgarstjóm í Reykjavík sem birtist í blaðinu í gær misritaðist eftirnafn BoOa Kristinssonar og hann sagður Kri- stjánsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fyrsti í N-Evrópu í GREIN í blaðinu í gær er sagt að Little Caesar’s pítsustaðurinn, sem áætlað er að opna hér á landi næsta sumar, muni verða sá fyrsti er opni í Evrópu. Hið rétta er að staðurinn verður sá fyrsti í N-Evr- ópu. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Útboð flugleiða í MORGUNBLAÐINU í gær var orðið flugleiðir af misgáningi skrif- að með stórum staf í fyrirsögninni Útboð flugleiða á EES-svæðinu gæti tekið 7-8 mánuði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttir á Netinu mbl.is _/\LLTAf= 6/7T//l^£7 A/ÝTT SKB afhentur styrkur JÓLATRÉSSALAN Landakot seldi jólatré fyrir síðustu jól m.a. til styrktar börnum með krabba- mein. Eftir uppgjör sem nýlega átti sér stað mætti framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Sæmundur Norðfjörð, á skrifstofu SKB til að afhenda hlut félagsins og var myndin tekin við það tækifæri. Frá vinstri: Sæmundur Norðfjörð, framkvæmdastjóri Jólatréssölunn- ar Landakots, ásamt Þorsteini Ólafssyni, framkvæmdastjóra SKB. Kosið um tón- listarmenn á Netinu KOSNING vegna íslensku tónlist- arverðlaunanna 1999 hefst í dag, fóstudaginn 19. febrúar. Þá verður í fyrsta skipti hægt að kjósa á Netinu um þá tónlistar- menn sem eru tilnefndir þetta árið. Einnig verður hægt að kjósa í gegnum DV á hefðbundinn hátt. Slóðin er http://www.eentr- um.is/itv/ eða í gegnum visir.is íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 11. mars nk. á Grand Hóteli, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.